Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.1994, Blaðsíða 55

Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.1994, Blaðsíða 55
FÖSTUDAGUR 30. DESEMBER 1994 67 Árni Tryggvason og Kristbjörg Kjeld í hlutverkum sínum í Kirsu- berjagarðinum. Fyndið fólk sem segir eitt og gerir annað Sýning verður í kvöld á Kirsu- berjagarðinum eftir Anton Tsjek- hov en sýningar á leikritinu hafa verið á vegum leikhússins Frú Emilíu. Kirsuberjagarðurinn er síðasta og líklega mikilvægasta leikrit Tsjekhovs, gamanleikur sem nálgast jafnvel farsann á köflum. Okkur birtist fyndið fólk, Leikhús sem segir eitt og gerir annað, sem reynir að róa sjálft sig með því að tala um náungana um veikindi sín, um gamla daga og fjarlæg lönd og þráast við að opna augu sín fyrir sannleikanum. Kristbjörg Kjeld leikur frú Ranevskaju sem er stærsta hlut- verk leikritisins. Meðal annarra leikara má nefna Eddu Heiðrúnu Backman, Ingvar E. Sigurðsson, Árna Tryggvason og Helgu Brögu Jónsdóttur. Leikstjóri er Guðjón Pedersen. Fyrsta sýning á nýju ári verður 4. janúar. Sem verslunarmiðstöð er Kringl- an ekki stór á alþjóðlegan mæli- kvarða. Verslunar- miðstöðvar Stærsta verslunarmiðstöð í heiminum er West Edmonton Mall í Alberta í Kanada sem opn- uð var 1981 en var ekki fullgerð fyrr en fjórum árum síðar. Hún er 483.080 m2 að flatarmáli og stendur á 44,5 hektara lóð og var kostnaðurinn við gerð hennar 1,1 milljarður dollara. í verslunar- miðstöðinni eru 823 verslanir og þjónustufyrirtæki, auk ellefu stórverslana. Bílastæði er fyrir 20.000 bíla. Fyrsta verslunarmið- Blessuð veröldin stöðin var Roland Park Shopping Center í Baltimore í Bandaríkj- unum. Var hún stofnuð 1896. Stærsti heildsölu- markaðurinn Heildsölumarkaður er tiltölulega nýtt fyrirbæri hér á landi. Má segja að þegar Bónus var opnaður hafi sá fyrsti litið dagsins ljós og í raun má telja Kolaportið einnig sem heildsölumarkað. Stærsti heildsölumarkaður í heiminumn er Dallas Market Center í DaUas í Texas. Húsnæðið er 864.000 m2 í átta byggingum. Miðstöð þessi þekur 60 hektara landsvæði og hefur 3400 sali sem eru í stöðugri notkun. Þar eru seldar vörur frá 26.000 framleiðendum. Árlega eru haldnar í þessari verslunarmið- stöð flöldi vörusýninga. Bóhem: Á gamlárskvöld slá hljómsveit- irnar Silverdome og 2001 upp ára- mótaveislu og tónleikmn á veit- ingahúsinu Bóhem við Vitastíg. Báðar hljómsveitirnar hafa veriö ötular við spilamennsku á hðnu ári og hyggjast þess vegna kveðja gamla árið á glæsilegan hátt. Einn- ig mun furðudanssveitin Liquid Number troða upp og æra gesti og gangandi. Veitingahúsiö Bóhem er á tveimur hæðum og mun áramóta- skemmtunin verða haldin á báðum hæðum. Á neöri hæðimú verður lifandi tónlist alla nýársnóttina en á efri hæðinni mun plötusnúður halda uppi görinu. Með þvi er tryggt að allir fmni eitthvað við ársnótt í Bóhem. sitt hæfi. Boðið verður upp á léttan en staðurinn verður opnaður eftir nýárskokkteú þegar gestir koma raiönætti. Verið að hreinsa vegi sem urðu ófærir Þjóðvegir á landsbyggðinni verða margir hverjir mjög fljótt ófærir þeg- ar hvasst er og mikill éljagangur eins og verið hefur að undanfórnu. Þessa stundina er verið að hreinsa allflesta Færðávegum vegi sem urðu ófærir í nótt en segja má aö allir vegir sem liggja um fjöll og heiðar verði ófærir um leið og fer að skafa að ráði. Heiðar og fjallvegir frá Vestfjörðum og norður um til Austfjarða verða væntanlega færir er líða tekur á morguninn. Talsverð- ur éljagangur og skafrenningur er á Vesturlandi og norður um til Aust- fjarða. E3 Háika og snjór @ Vegavinna-aðgát H Öxulþungatakmarkanir Cb LokaöirSt°ÖU H Þungfært 0 Fært flallabílum Litla stúlkan, sem á myndinni sef- 22.57. Hún reyndist vera 3690 ur vært, fæddist á fæðingardeild grömm þegar hún var vigtuö og Landspítalans 25. desember kl. mældist 52 sentímetra löng, For- __________________________________ eldrar hennar eru Anna Þóra Páis- Ð-am /4anome dóttir og Páll Þór Pálsson. Hún á Í5aIXl daySiUö tvö systián, Lilju, 10 ára, og Daða ------------ sem er tæpra tveggja ára. Konungur Ijónanna, King Mu- fasa, faðir Simba, ræðir hér við Skara, valdasjúkan bróöur sinn. Konungur ljónanna Sam-bióin sýna um þessar mundir nýjustu teiknimyndina frá Walt Disney, Konung ljón- anna (The Lion King). Er hún mest sótta teiknimynd allra tíma og í hópi tíu mest sóttu kvik- mynda sem gerðar hafa verið. Aðalpersónan er ljónsunginn Simbi sem lendir í því að vera hrakinn frá heimkynnum sínum eftir að faðir hans er myrtur. Frændi hans Skari hefur látið líta svo út að Simbi eigi hlut að máli. Simbi dvelur fjarri heimkynnum Kvikmyndahúsin sínum í félagsskap nýrra og skemmtilegra vina í mörg ár. En það kemur að því að hann verður að snúa aftur og treysta á kjark og þor til að heimta konungssæti sem tilheyrir honum. Konungur ljónanna er bæði sýnd með íslensku og ensku tali og hefur verið vandað til íslenska talsins eftir fremsta megni. Þekktir leikarar fara með hlut- verk í myndinni, má þar nefna Felix Bergsson, Pétur Einarsson, Eddu Heiðrúnu Backman, Stein- unni Ólínu Þorsteinsdóttur, Jó- hann Sigurðarson, Karl Ágúst Úlfsson og fleiri. Nýj'ar myndir Háskólabíó: Þrír litir: Rauður Laugarásbió: Jungle Book Saga-bíó: Skuggi Bíóhöllin: Konungur ljónanna Stjörnubíó: Karatestelpan Bíóborgin: Kraftaverk á jólum Regnboginn: Stjörnuhlið Gengið Almenn gengisskráning LÍ nr. 295. 30. desember 1994 kl. 9.15 Eining Kaup Sala Tollgengi Dollar 68,250 68,450 68,610 Pund 106,430. 106,750 107,140 Kan. dollar 48,580 48,780 49,940 Dönsk kr. 11,1970 11,2420 11,2000 Norsk kr. 10,0650 10,1060 10,0350 Sænsk kr. 9,1360 9,1730 9,1730 Fi. mark 14,3800 14,4380 14,2120 Fra. franki 12,7350 12,7860 12,7690 Belg. franki 2,1390 2,1476 2,1306 Sviss. franki 51,9700 52,1800 51,7100 Holl. gyllini 39,2600 39,4100 39,1400 Þýskt mark 43,9900 44,1200 43,8400 it. líra 0,04188 0,04208 0,04234 Aust. sch. 6,2460 6,2780 6,2290 Port. escudo 0,4273 0,4295 0,4293 Spá. peseti 0,5159 0,5185 0,5253 Jap.yen 0,68360 0,68570 0,69480 Irsktpund 105,240 105,770 105,650 SDR 99,44000 99,94000 100,13000 ECU 83,5400 83,8700 83,5100 Slmsvari vegna gengisskráningar 623270. Krossgátan T~ 2 T~ W s u 7 8 5 10 ii )2 TT )i IS- 'V 1$ W J Lárétt: 1 merki, 5 deila, 8 grikk, 9 féll, 10 krot, 12 ílasa, 13 sífellt, 15 tottaöi, 17 geit, 18 espar, 19 ekki, 20 lendar. Lóðrétt: 1 gimsteinn, 2 fisk, 3 konuna, 4 valkyija, 5 hag, 6 hanski, 7 vitrir, 11 við- bót, 14 sáðlandi, 16 gljúfur, 18 hólmi, 19 þegar. Lausn á síðustu krossgátu. Lárétt: 1 jaml, 5 æfs, 8 áfjáð, 9 ok, 10 trón- ir, 11 nánd, 13 kná, 14 iða, 15 rofi, 17 nasa, 19 lúr, 20 naglar. Lóðrétt: 1 játning, 2 afráða, 3 mjóna, 4 lán, 5 æðikoll, 6 fom, 7 skjáir, 12 drag, 16 fúa, 18 sa.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.