Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.1994, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.1994, Blaðsíða 26
26 FÖSTUDAGUR 30. DESEMBER 1994 Sérstæð sakamál Jan Young staröi skelfd á sjón- varpsskjáinn. Hún þekkti vel myndina af manninum sem verið var að sýna. Augnabliki síðar sagöi þulurinn: „Þetta er Colin Ireland. Hann er talinn sekur um fimm grimmileg morð á kynhverfum mönnum í London.“ Jan, sem sat við kvöldverðar- borðið, missti bæði hníf og gaffal. Svo hrópaði hún: „Hann gerði það þá eftir allt saman.“ Þegar hún hætti að skjálfa, stóð hún upp og hringdi í New Scotland Yard. Þegar hún fékk samband við réttan aðila sagði hún: „Colin Ireland er mað- urinn minn.“ Er hér var komið var hafinn loka- þáttu'r martraðar í lífi Jan Young, tveggja barna móður frá fyrra hjónabandi, og honum lauk ekki fyrr en hún fékk send undirrituð skilnaðarskjöl í apríl á þessu ári. „Engin kona á öllu landinu er fegn- ari en ég að vera að skilja," sagði hún þá. „Allt síðan ég sá andlit hans á sjónvarpsskjánum hef ég og bömin mín lifað í skugganum af því sem hann gerði. Nú getum við byrjað nýtt líf.“ Ást við fyrstu sýn Jan Young rak krá í smábænum Buckfastleigh í Devon árið 1989. Hún var þá fjörutíu og sjö ára. Dag einn gekk Colin Ireland, sem var sjö árum yngri en hún, inn um dymar. Hann gekk beint að af- greiðsluborðinu og spurði: „Er mögulegt að fá að sofa hér í nótt?“ Hann var í hermannajakka í felu- htum, með bakpoka og minnti helst á málaliða úr kvikmynd. „Ég varð strax hrifin af honum," segir Jan. Ég lét hann hafa herbergi og gat ekki litið af honum aUt kvöldið, Þeir sem unnu með mér í kránni vöruðu mig við að vera ein með honum. Þeir sögðu eitthvað miður gott í fari hans en ég gat ekki séð það. Hann sagði mér að hann væri sérfræðingur í því að halda lífi við erfiðar aðstæður, rétt eins og hann væri þrautþjálfaður björgunar- sveitarmaður. Hann hefðist við úti á heiðinni þar sem hann dræpi dýr með bemm höndum til þess að hafa ofan í sig. Ég heföi átt að sýna meiri var- kámi, en hér var kominn afar áhugaverður ókunnugur maður sem sagði mér allt um það sem drifið hafði á daga hans. Það var ótrúlega hrífandi.“ Bónorðið „Ég sagði honmn frá börnunum mínurn," segir Jan. „Að ég hefði verið gift en skilið. Ég sagði honum hka frá þvi að það hefði ekki verið létt að reka krána ein. Hann hafði nefbrotnað, og var með slæmar tennur, en áður en dagur rann vissi ég að ég var ástfangin af honum.“ Viku síðar hafði Ireland sest að í húsinu og fór að hjálpa Ian við reksturinn. Með þeim bjuggu son- urinn Liam, 12 ára, og dóttirin Kate, 14 ára. Konur sem sóttu krána urðu svo hræddar við Ire- land að Jan gat ekki látið hann þjóna. Hún varð því að setja hann tÚ annarra verka niðri í kjallara. Bömunum fannst hins vegar mikið til Irelands koma og Jan varð stöðugt hrifnari af honum. Hún féllst því fljótlega á að breyta bankareikningi sínum, þannig að hann yrði á nöfnum þeirra beggja. Rétt á eftir baö Colin Ireland Jan Young. „Ég játaðist honum strax," segir Jan. Fyrsta hótunin „En það leið ekki á löngu þar til Jan Young. ég kynntist því að nokkra hvemig hann var í raun og veru. Hálfum mánuði fyrir brúðkaupið lét ég í ljósi einhveijar efasemdir um skynsemi þess að giftast aftur og þá sagði hann ótrúlega kuldalegri röddu: „Ef þú tekur þessi börn frá mér mun ég leita þig uppi, hvar sem þú verður, og drepa þig.“ Mér hrá mikið því mér fannst að honum væri í raun alvara. Þá lang- aði mig til að taka börnin og fara frá honum. En hann var of snjall fyrr mig. Allt í einu var hann orð- inn sá sem hann hafði verið áður og baðst afsökunar á orðum sínum. Hann gaf mér þá skýringu að hann gæti ekki til þess hugsað að missa mig.“ 2. janúar 190 gengu þau Jan og Cohn í hjónaband í Newton Abbot í Devon. En áður en þrjár vikur vora hðnar fór Jan að sjá eftir því að hafa gifst. Colin hafði vart sett upp giftingarhringinn fyrr en hann lét grímvma faha og þá sá hún hve tilhtslaus og grimmlyndur maður hann var í raun og veru. Hann hélt uppi samræðum við Jan um nætur og sagði þá frá því að hann heföi fengið miög strangt uppeldi hjá foreldrum sem hefðu verið mormónar, og þar kom að hann sagðist vera „böðuh myrkra- höfðingjans“. Jafnframt sagðist Jan og Colin á brúðkaupsdaginn. hann hata kynhverfa karlmenn mikið. Kynferðislega misboðið Colin var þeirrar skoðunar að heimsendir væri í nánd. Jan segir að hann hafi oftar en einu sinni sagt: „Ég er æðsti herforingi Satans og dag einn mun hann biðja mig um að drepa einhvem. Ég bíð bara eftir skipuninni." Af og til ræddi hann um úrshta- baráttu góða og ihs. Hann sagði Jan standa með englunum en hann myndi berjast með myrkrahöfð- ingjanum. Þá vék hann stundum að hatri sínu á kynhverfum. Hann sagðist hafa verið sendur í sérskóla á unghngsáunum, efhr að hafa ver- ið staðinn að þjófnaði, og þar hefði sér verið kynferðislega misboðið af kynhverfum karlmanni. Skoðanir Cohns skutu Jan skelk í bringu. En milli þess sem hann ræddi þær var hann sá sem hún og bömin höfðu kynnst í upphafi. Hvarfið Fiórum mánuðum eftir brúð- kaupið var því hins vegar í raun lokið. Upphaf endisins var að Colin ók Jan og bömunum til móður hennar í Margate í Kent. Það var á laugardegi en hann sýndi sig ekki í helgarlokin. Jan varð að fá lánaða peninga hjá móður sinni til að kom- ast aftur til Buckfastieigh en þegar þangað kom varð henni ljóst hvers kyns var. Bíll hennar var horfinn og sömuleiðis sjónvarpstæki og myndbandstæki. Einnig voru öll fót Colins horfm og reyndar ahar eigur hans, hveiju nafni sem þær nefndust. A heimihnu var ekkert eftir nema minningin um hann en þó var Jan enn ekki orðið ljóst hve iha hún stóð. Það kom ekki í ljóps fyrr en hún fór í bankann. Þá sýndi sig að Colin hafði tekið allt út af reikningi þeirra, jafnvirði ehefu hundruð þúsund króna. Þar af var jafnvirði þijú hundruð þúsunda hennar einkaeign en hitt fé sem tengdist rekstri krárinnar. „Eg missti alveg stjórn á mér,“ segir Jan. „Allt í einu stóð ég þama með börnin og átti ekki neitt. Það leið svo ekki á löngu þar th ég missti krána, því ég gat ekki borgað brugghúsunum. Eg varð að láta setja mig á skrá með atvinnulaus- um og flutti á gistiheimih." Símtalið Jan reyndi nú það sem hún gat til að koma undir sig fótunum á ný og gleyma Cohn. Hún fór til lög- manns th að kanna möguleika á skilnaði en ekkert varð úr honum því hvergi tókst að hafa uppi á Colin. Eftir ár kom lögregluþjónn á fund Jan og sagði henni frá því að mað- ur hennar hefði verið handtekinn eftir innbrot í vopnabúr. En áður en lögmaður gat á ný gengið frá skjölum varðandi skhnaðinn og komið þeim th Colins var hann lát- inn laus. Fannst hann nú hvergi. „Ég heyrði bara frá honum einu sinni eftir það,“ segir hún. „Hann hringdi til mín seint á árinu 1993. Hann spurði hvort við værum skil- in, og þegar ég svaraði því neitandi sagði hann: „Það er ekkert vit í því að við séum gift lengur. Þú átt fljót- lega eftir að sjá að það er betra að við séum það ekki.“ Ég sagði hon- um að hann hefði eyðhagt líf mitt. Ég var næstum komin yfir þetta allt þegar ég sá myndina af honum í sjónvarpinu." Skrímsli Jan fór í dómssahnn þegar mál Colins kom fyrir rétt í desember í fyrra. Hún átti í erfiðleikum með að trúa því sem þar kom fram. Sak- borningurinn fékk fimm lífstíðar- fangelsisdóma fyrir að hafa rænt og kyrkt kynhverfa karlmenn sem hann hitti á næturklúbbum í Lon- don. Réttúrinn fékk að heyra hvernig hann skipulagði morðin. Og menn sem þekktu Colin báru að hann hefði spurt þá hve marga hann þurfti að myrða til þess að geta tal- ist fjöldamorðingi. Jan reyndi að fá skilnað meöan Colin sat í varðhaldi en hann neit- aði aö veita henni hann. „Ég hef stundum ásakað mig fyr- ir að bera að hluta ábyrgðarinnar á því að hann myrti þessa fimm menn,“ segir Jan. „Ég var kona hans og hefði átt að vita hvers vænta mátti af honum. En ég hef hins vegar komist að þeirri niður- stöðu að óhugsandi hafi verið fyrir mig að stjóma svona skrímsli." Jan starfar nú á fasteignasölu og fékk skilnað við Cohn í apríl í ár. „í dálkinn „Athugasemdir" á skhnaðarumsókinni skrifaði hún: „Colin, ég vona að þú endir ævina þar sem þú ert.“ „Vonandi ná þessi orð til þess Colins sem ég giftist," segir Ján. Ég vh að hann finni th reiði minnar vegna þess sem hann gerði.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.