Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.1994, Blaðsíða 8
8
FÖSTUDAGUR 30. DESEMBER 1994
Utiönd
Stuttar fréttir
Díana prinsessa á skíðum í Colarado og stelur allri athyglinni frá Fergie:
Díana skíðar með
forríkum piparsveini
Sést hefur til Díönu prinsessu af
Wales meö Teddy Forstmann, al-
ræmdum 54 ára gömlum bandarísk-
um auökýfmgi og piparsveini, í Vail
í Colarado en þar dvelur prinsessan
þessa dagana við skíðaiökun. Teddy
þessi er forríkur hlutabréfabraskari
frá New York og mikill kvennamaö-
ur, en þau kynntust fyrr á þessu ári.
Blaðamenn frá blaðinu Rocky Mo-
untain News sáu þau tvö spila saman
tennis sl. miðvikudag og náðu mynd-
um af parinu. Þótti fara afskaplega
vel á með þeim.
Rocky Mountain News er algjört
smáblað og þykir sem blaðamenn
þess hafi náð að „skúbba" öllum
helstu sérfræðingum um málefni
konungsfjölskyldunnar bresku með
þessari frétt því svo virðist sem eng-
inn hafi vitað af því að Díana hygöist
dvelja í Vail milli jóla og nýárs. Út-
Sara Ferguson hefur verið á skíðum i Sviss síðustu daga. Þegar fréttist
af Díönu með moldríkum piparsveini í Colarado höfðu fjölmiðlar engan
áhuga á Fergie lengur. Simamynd Reuter
sendarar frá stærstu blööum Bret-
lands voru allir staddir í skíðabrekk-
unum í Klosters í Sviss þar sem
Fergie, hertogaynja af Jórvík, hefur
verið að renna sér en einnig er von
á Karli Bretaprinsi þangað bráðlega.
Helstu kóngafjölskyldur Evrópu fara
venjulega til Klosters. Þegar fréttin
um að Díana væri á skíðum með ein-
hleypum milljónamæringi í Vail
barst út varð uppi fótur og fit meðal
blaöamanna sem alhr bókuðu hiö
snarasta far til Colarado og enginn
hefur áhuga á grey Fergie lengur.
„Fergie er alltaf gott fréttaefni en
Díana með manni er miklu betri
frétt,“ sagði ljósmyndari um leið og
hann bókaði flug frá Klosters.
Díana er ekki með prinsana tvo,
Vilhjálm og Harry, með sér í Vail.
Þeir fara með fóður sínum Karli til
Klostersínæstuviku. Reuter
N°Z
ARAMOTAHEIT
Láttu ekki snobb og fölsk lof-
orð ráða vali þínu á snyrti-
vörum.
Ekkert krem tekur hrukkurnar
burt en við getum komið í
veg fyrir öldrun og minnkað
hrukkudýpt með réttum
kremum.
Notfærðu þér þessar ráð-
leggingar frá sérfræðingum
Boots.
VANDAMÁLIN:
Húðin verndar líkamann
fyrir utanaðkomandi áhrifum,
eins og kulda, þurrki, hita og
sól. Streita, mataræði og svefn
hafa mikil áhrif á húðina.
Álagið er mest á húðina á
veturna, hún verður líflaus,
þurr og flagnar oft.
LAUSNIRNAR:
Gerðu að vana daglega um-
hirðu húðar.
Hreinsaðu að kveldi með
hreinsimjólk og andlitsvatni.
Nuddaðu síðan vel með næt-
urkremi. Á morgnana skaltu
hreinsa með andlitsvatni og
næra vel með No7 dagkremi
sem bæði nærir og ver húðina.
Sértu um og yfir þrítugt er
gott að eiga No7 augnkrem
því öldrun byrjar oft fyrst
kringum augun. No7 býður
einnig uppá frábært Positive
Action krem sem er djúpnær-
andi dag/næturkrem í einu.
Eldri dömur ættu að fá sér
Nurture hrukkukrem sem
minnkar hrukkudýpt og eflir
teygjanleika húðar.
Gefðu þér eitt kvöld annað
slagið til að dekra við sjálfa
þíg-
Fáðu þér andlitsbað. Þú
þrífur húðina með hreinsi-
mjólk og berð síðan á þig
No7 prótín næringarmaska,
slappar af í 15 mínútur og
hreinsar síðan maskann af
með volgu vatni. Styrkir og
róar húðina með No7 and-
litsvatninu, berð á þig
augnkremið kringum aug-
un og hrukkukremið á
hrukkusvæðin, nuddar að
síðustu vel á þig nætur-
kreminu og ferð svo
snemma að sofa. Þú lítur
örugglega betur út daginn
eftir!
i_____________________________i
No7 er frá Boots sem er eitt
stærsta lyfjafyrirtæki í heimi.
Þú færð gott verð og frábært
innihald í einföldum pakkn-
ingum No7.
No7 fæst í betri snyrtivöru-
verslunum og apótekum.
VITRAR VELJA No7
Gleðilegt No7 ár.
Barbara Attenborough Acc.
Auglýsing
Mikil hamingja ríkir nú í keisarafjölskyldunni japönsku eftir að Kiko prins-
essa, eiginkona Akishinos prins, ól annað bárn þeirra hjóna í gær. Það
var stúlka. Prinsinn er annar í röðinni sona keisarans. Símamynd Reuter
Ný von í baráttunni viö krabbamein:
Æxli í tilraunadýr-
um visna og hverff a
Vísindamenn í Bandaríkjunum til-
kynntu í gær að þeir heíðu náð veru-
legum árangri í að stöðva blóðflæði
til ýmissa tegunda æxla í dýrum í
tilraunastofum. Þessi uppgötvun
gæti leitt til nýrra aðferða við að fá
æxli í mönnum til að visna upp og
hverfa.
„Við viljum ekki gera of mikið úr
þessu. Við erum ekki að segja að
töfralausnin sé fundin, það á eftir að
gera heilmiklar rannsóknir enn. En
við höfum verið á grænu ljósi tii
þessa,“ sagði David Cheresh, einn
vísindamannanna við Scripps rann-
sóknarstofnunina í La Jolia í Kalifor-
níu sem stóðu að rannsókninni.
Sagt er frá rannsóknum Cheresh
og félaga hans, Peters Brooks, í fag-
tímaritinu Cell, eða Frumu, sem
kemur út í dag.
Vísindamönnunum hjá Scripps
tókst að koma í veg fyrir vöxt nýrra
æða sem næra æxli á blóði án þess
að valda skaða á æðum í eðlilegum
og heilbrigðum vefjum í tilrauna-
stofudýrum. Þetta tókst með jwí aö
gefa eina sprautu af einræktuðu
mótefni sem kallað er LM609 eöa litlu
gervipeptíði. Viö tilraunirnar var
m.a. hlutum af æxlum úr mönnum
komið fyrir í kjúkiingafóstrum.
Ef æxlið fær ekki blóð, veslast það
bara upp og hverfur.
Ekki verður hægt að hefja tilraunir
á mönnum fyrr en búið er að kanna
slæmar aukaverkanir mótefnisins og
hversu eitrað það er, sennilega ekki
fyrr en eftir hálft annað ár.
Reuter
Vonast eftsrfriöi
Stríðandi fylkingar í Bosníu
vonast eftir að ná samkomulagi
um 4 mánaða vopnahlé.
Mannskættflugslys
Fimmtíu og tjórir létu lífið í
flugslysi í Tyrklandi í gær þegar
þota brotlenti í hríðarbyl.
Indæltstrið
Pavel Grat-
sjov, varnar-
málaráðherra
Rússlands, hót-
aði í gær að
rússneskar
hersveitir
mundu ráðast
inn í Grosní,
höfuðborg Tsjetsjeníu, ef upp-
reisnarmenn gæfust ekki upp.
Ráðherraburt
Fjármálaráðherra Mexikó
sagðl af sér þegar forsetinn
kynnti neyðaráætlun í efhahags-
málum.
Washington til bjargar
Bandaríkjastjórn ætlar að veita
Mexíkó aðstoð til að hressa upp
á efnahaginn.
Leysið upp herinn
Leiðtogar grasrótarhreyfinga á
Haití hvöttu stjórnvöld til aö
leysa upp her landsins sem al-
menningur óttast mjög.
MótmælaíBelgrad
Nokkur þúsund Belgradbúar
mótmæltu tilraunum stjómvalda
til að sölsa undir sig eina óháða
dagblaðið.
Clintonframáný
Bill Clinton
Bandaríkjafor-
seti sagði að
hann ætlaði aö
bjóða sig aftur
fram til forseta-
cmbættisins
eftir tvö ár og
sér ekki hvers
vegna hann ætti að skipta um
skoðun síðar.
Drykkjumenn óhressir
Drykkjumenn á írlandi eru
óhressir með strangari reglur um
akstur og áfengisneyslu.
Kínaskelfur
Jaröskjálfti sera mældist 5,7 stig
olli nokkrum skemmdum í Suð-
vestur-Kína í morgun.
Ííhaldsátt
Repúblikanar taka við sfjómar-
taumum Bandaríkjaþings í
næstu viku og stefna á nýtt
íhaldstímabil.
Átféiagann
Afríkumaöur í Belgiu drap fé-
laga sínn í rifrildi og lagði sér
hann til munns.
Rabin í klemmu
Yitzhak Rab-
in, forsætisráð-
herra ísraels,
er í klemmu um
þessar mundir
og í dag ætla
ísraelskir og
arabiskir
vinstrisinnar
gð mótmæla í sameiningu nýrri
landnemabyggð gyðinga.
e-nuiii
Daglegt líf innan stækkaðs ESB
verður enn flóknara og erfiðara
eftir inngöngu Svía, Finna og
Austurríkismanna.
Danirámóti
Forráðamenn dansks fiskiðn-
aðar eru andvígir því aö ESB veiti
Norömönnum frekari viöskipta-
ÍVÍlnanÍrmeðflsk. Reuter, Ritzau