Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.1994, Blaðsíða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.1994, Blaðsíða 29
FÖSTUDAGUR 30. DESEMBER 1994 29 Skák Ólympíumót sem peð í valdatafli - íslendingunuin tókst ekki að hrista af sér Moskvudrungann Þrátt fyrir kraftmikla byrjun á ólympíumótinu í Moskvu náði stórmeistarasveit íslendinga ekki að uppfylla þær vonir sem við hana voru bundnar. Lokar.iðurstaðan varð 20. sæti sem var heldur ofar en útht var fyrir um tíma og nán- ast í kórréttu samhengi við stiga- tölu sveitarinnar. Nú, þegar Sovét- lýðveldin - meö alla sína ægisterku Umsjón Jón L. Árnason skákmenn - hafa skipt sér í fimmt- án skáksveitir, verður þessi frammistaða íslendinganna að telj- ast vel viðunandi. Margt hefur breyst í Moskvu síð- an greinarhöfundur var þar síðast á ferð, fyrir liölega fjórum árum. Nú berast þaðan fregnir af bófa- flokkum og gripdeildum og KGB- foringjarnir hafa skipt um hlut- verk. Breytingarnar voru áþreifan- legar í búðargluggum þar sem alls- kyns vestrænn varningur var áber- andi. Fólkið í neðanjarðarlestun- um var líflegar klætt en áður og jafnvel vottaði fyrir brosi. Margir sakna þó hðins tíma, ekki síst þeir sem komnir eru á efri ár og búa ekki lengur við vemd stóra bróður. Aldrei sást í heiðan himin meðan á dvöl okkar stóð en frostið var þó ekki nema tíu gráður hið mesta. Nokkru eftir að heim var komið bárust fregnir af þrefalt meiri kulda. Hótel Kosmos, þar sem keppend- ur og fylgdarlið bjuggu meðan mót- ið fór fram, er gríðarlega stórt. Nokkuð kom á óvart að það var þrifalegt og vistarverur keppenda buðu upp á óvænt þægindi, eins og salernispappír og einhvers konar sápu. Fæði hafði það sér til ágætis að vera fremur bragðlítið og aðeins einum íslendinganna varð illt af þess völdum. Hins vegar voru fleiri sem fengu í magann við það eitt að stíga inn í eina af svonefndum lyftum þessa hótels. Garrí Kasparov stóð á bak við skipulagningu ólympíumótsins ásamt einkavini sínum, Andrei Makarov. Með því að taka að sér mótshaldið á síðustu stundu komu þeir FIDE til bjargar og um leið var kominn grundvöllur fyrir Ka- sparov að „taka upp PCA-vitleys- una“ og ganga aftur th hðs við FIDE. Campomanes var með í ráð- um og eins og svo marga grunaði urðu lyktir þær á þingi FIDE að hann var kjörinn til þess að gegna áfram embætti forseta, m.a. til þess að freista þess aö ná sáttum mhh FIDE og PCA-samtaka Kasparovs. FIDE-þingið var eitt ahsherjar sjónarspil þar sem eðhlegar lýð- ræðisreglur voru þverbrotnar. Undir lok þinghalds voru fuhtrúar þó þrátt fyrir aht bærhega sáttir, enda hafði Campomanes boðið helstu andstæðingum sínum setu í stjóm. Einar S. Einarsson var kjör- inn svæðisforseti Norðurlanda og svona eins og th þess að gefa síð- asta sáttatóninn gerði Campoman- es hann að sérstökum heiðursfé- laga FIDE ásamt Makarov sem nú er hægri hönd Campomanesar í stjóm. Aumingja Karpov, sjálfur herjunum á fyrsta borði. En svona er skákin - stundum gengur hrein- lega ekkert upp. Hannes Hlífar tefldi mjög vel og sömuleiðis Margeir. Undir lok mótsins snerist gæfuhjólið á sveif með Margeiri og hann vann þrjár síðustu skákirnar, misjafnlega sannfærandi þó. Getum var að því leitt að hann hefði e.t.v. unnið til bronsverölauna fyrir árangur sinn á þriðja borði. Ég er enn að naga mig í handar- bökin fyrir að hafa sleppt Tisdall með tveimur peðum meira í hróks- endatafli en raunar fékk ég það endurgoldið með vöxtum í næstu umferð þegar ég hélt jafntefli með þremur peðum minna, einnig í hróksendatafli. Helgi Ólafsson var langt frá sínu besta og sömuleiðis Helgi Áss sem háði nú frumraun sína á ólympíu- skákmóti. Hann var nokkuð stirð- ur í upphafi en hefði að ósekju mátt fá fleiri tækifæri er líða tók á mótið. Liðsstjórinn hafði ekki fyrir því að afþíða heimsmeistarann fyrr en í síðustu umferð eftir að hafa fryst hann í fjóra daga. Þá tefldi hann eins og herforingi og vann létt. Helgi reyndist góður hðsmað- ur og má vænta mikils af honum í framtíðinni. Þess má geta að næsta ólympíumót er fyrirhugað í Jere- van í Armeníu 1996. Kasparov, sem hafði í mörgu að snúast, náði ekki að einbeita sér að taflmennskunni í fyrri hluta mótsins og margir héldu raunar að hann myndi bíða algjört afhroð. En þegar mest á reyndi sýndi hann mikinn styrk og geta Rússar þakk- að honum umfram aöra að þeir höfðu sigur. í tilefni áramótanna er rétt að líta á eftirfarandi „flugeldasýningu" sem fram fór á fyrsta borði í tafli Þjóðverja og Ungverja í 8. umferð. Hvítt: Artur Usupov (Þýskalandi). Svart: Judit Polgar (Ungverja- landi). Móttekið drottningarbragð. 1. d4 d5 2. c4 dxc4 3. e3 Rf6 4. Bxc4 e6 5. Rf3 c5 6. (W) a6 7. De2 b5 8. Bb3 Bb7 9. a4 Rbd7 10. axb5 axb5 11. Hxa8 Dxa8 12. Rc3 b4 13. Rb5 Db8 14. e4 Rxe4 15. Rg5 Bc6 Helgi Ass Grétarsson, heimsmeistari og stórmeistari, mun lengi minnast skákársins 1994. I Moskvu háði hann frumraun sína á ólympiumóti. FIDE-heimsmeistarinn, var hla fjarri góðu gamni. Honum var reyndar boðið á opnunarhátíðina en svo óhepphega vildi til að boðs- kortið barst honum tveimur dögum of seint. Eins og marga grunaði var ólympíumótið sjálft aukaatriði - aðeins peð í valdatafli Kasparovs og Campomanesar. Aðstæður á skákstað, sem reyndar voru fjórir mismunandi staðir á hótelinu, voru algjörlega óviðunandi, hvort heldur fyrir keppendur eða áhorf- endur. Ogjömingur var að átta sig á því hver úrsht urðu á einstökum borðum og taflmennskan sjálf fór algjörlega fyrir ofan garð og neöan. Th að kóróna vitleysuna var aðeins nokkrum útvöldum sveitum boðið til mótsslita, sem fram fóru í Kreml, og þar var borðaverðlaun- um dreift í allar áttir án þess að fyrir lægi að þau væru verðskuld- uð. Þannig afhenti Campomanes fimmta borðs manni Fihppseyja gullverðlaun fyrir besta frammi- stöðu á sínu borði en ungur 17 ára Wales-búi, Wilhams að nafni, var með miklu hærra vinningshlutfall. Wilhams var auk þess boðið sér- staklega th Kremlar en hvarf það- an tómhentur. Árangur íslensku keppendanna var þessi: 1. Jóhann Hjartarson, 2,5 v. af 9 (27,7%). 2. Hannes Hlífar Stefánsson, 8 v. af 12 (66,7%). 3. Margeir Pétursson, 7,5 af 10 (75%). 4. Jón L. Árnason, 6,5 af 10 (65%). 5. Helgi Ólafsson, 2,5 af 7 (35,7%). 6. Helgi Áss Grétarsson, 3 af 6 (50%). Liðsstjóri var Áskell Öm Kára- son og fararstjórar Þráinn Guð- mundsson og Andri Hrólfsson. Allir gerðu sín mistök en líklega gerði slyppifeng taflmennska Jó- hanns, sem ávaht hefur staðið sig mjög vel á ólympíumótunum, út- slagið um að sveitin náði ekki hærra sæti. Jóhanni tókst ekki að vinna skák, sem auðvitað er óvið- unandi, jafnvel þótt hami væri aha jafna að tefla gegn erfiðustu mót- 16. d5 Bxb5 17. Dxe4 Rf6 18. De3 Bxfl 19. Rxf7 Dxh2+ 20. Kxh2 Rg4+ 21. Kgl Rxe3 22. Rxh8 Rxd5 23. Ba4+ Ke7 24. Bg5+ Rf6 25. Kxfl c4 26. Be3 Kd6 27. R£7+ Kd5 28. Bdl e5 29. b3 e4 30. f4 c3 31. Be2 Ke6 32. Bc4+ Kf5 33. Rg5 Kg4 34. Be6+ Kg3 35. Bf5 Bc5 36. Bxc5 Kf4 37. Re6+ Kxf5 38. Rd4+ Kf4 39. Bxb4 Ke3 40. Bxc3 Rd5 41. Re2 g5 42. b4 Kd3 43. b5 Kc4 44. Bd2 e3 45. Ba5 - Og Judit gafst upp.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.