Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.1994, Blaðsíða 20
20
FÖSTUÐAGUR 30. DESEMBER 1994
Dagur í lífl Randvers Þorlákssonar leikara:
Áramótaskaup í lokavinnslu
Randver Þorláksson leikur i áramótaskaupi Sjónvarpsins, í Fávitanum
og leikstýrði talsetningu á kvikmyndinni Konungur Ijónanna.
* DV-mynd GVA
Ur einu atriða áramótaskaupsins. Lesendur ættu að þekkja hvað þarna
Það var síminn sem vakti mig
þennan ágæta morgun. Þegar ég leit
á klukkuna með stírurnar í augun-
um sá ég mér til skelfmgar að hún
var að verða tíu. í símanum var mín
ágæta vinkona í Mosfellsdalnum og
bæjarfulltrúi í Mosfellsbæ, Guöný
Halldórsdóttir, leikstjóri áramóta-
skaupsins og rithöfundur. Hún
spurði mig með þjósti hvort ég ætlaði
ekki að hunskast niður í Sjónvarp til
að kíkja á áramótaskaupið. Nú væri
kominn tími til að raða þvi upp og
ég þyrfti að vera með sem einn af
höfundum. Hinir höfundarnir, Gísh
Rúnar og Edda Björgvinsdóttir, væru
löngu mættir og biðu eftir mér.
Ég afsakaði mig með löngu máh.
Ég hafði verið að frumsýna í Þjóð-
leikhúsinu kvöldið áður í leikritinu
Fávitanum og oft vilja frumsýning-
arveislurnar verða langar og ég því
í litlu stuði. Því lagði ég til að þau
hin röðuðu skaupinu upp og ég
myndi síðan, eins og aðrir lands-
menn, horfa á það gagnrýnum aug-
um og finna því síðan allt til foráttu:
„Þetta er nú ekki eins gott og í fyrra
- rosalega vont grín. Af hverju eru
ekki bara sungnar gamanvísur eins
og á þorrablótinu.“
Guðný skildi mig vel og kvaddi mig
með virktum.
Tvær frumsýningar
Þegar mér var hugsað til gærdags-
ins sá ég að þetta hafði verið við-
burðaríkur dagur, tvær frumsýning-
ar. Fyrir utan frumsýninguna á Fá-
vitanum í Þjóðleikhúsinu - sem hafði
gengið mjög vel og áhorfendur tóku
frábærlega, var frumsýnd kvik-
myndin Konungur ljónanna í SAM-
bíóunum. Það er mögnuð teikni-
mynd úr smiðju þeirra Walt Disney-
manna en ég var leikstjóri talsetn-
ingarinnar.
Eg ákvað að kúra örlítiö lengur.
Bömin okkar voru ekki heima. Lith
sonurinn var hjá ömmu sinni og afa
og táningurinn, dóttir mín, hjá vin-
konu sinni. Þaö var því óvenju frið-
sælt þennan morgun.
West Side Story
„Þetta voru góð jól en alltof stutt,“
hugsaði ég þegar ég var að sofna aft-
ur. Enn hringdi síminn. Eiginkonan
teygði sig í tóhð og ýtti við mér: „Kahi
er í símanum". í símanum var Karl
Ágúst Úlfsson, Spaugstofumaður og
vinur minn. Hann var að minna mig
á fund sem átti að halda í Þjóðleik-
húsinu í hádeginu vegna söngleiks-
ins West Side Story sem æfingar eru
að hefjast á. Kalh, sem er leikstjór-
inn, hafði beðið mig að vera aðstoð-
arleikstjóri. Ég sagðist muna allt um
fundinn (sem ég var reyndar búinn
að gleyma), kvaddi Kalla og sippaði
mér í leppana.
Við hjónin ákváðum að sækja son-
inn til ömmu og afa áður en fundur-
inn hæfist. Þetta var langur fundur,
var ekki búinn fyrr en klukkan
fimm. Þá dreif ég mig heim th að
reyna að hjálpa konunni við að und-
irbúa mikla matarveislu sem viö
ætluðum að halda um kvöldið.
er á seyði.
Gestirnir voru meðhmir hins frá-
bæra félags, „Ítalíufélagsins“, en í
því eru tvenn hjón fyrir utan okkur
Guðrúnu, þau Björgvin Halldórsson
og Ragnheiður kona hans og Björn
G. Björnsson og eiginkona hans,
Þóra. Þetta er magnað félag því til-
gangur þess er eingöngu að hittast
yfir góðum mat, ræða um uppáhalds-
landið okkar allra, ítahu. í þessu
matarboði átti að taka ákvörðun
hvar á Ítalíu við ætluðum að eyða
saman sumarfríinu. Viö höfðum eytt
þremur vikum saman á ítahu fyrir
nokkrum árum - sem er eitthvert
eftirminnhegasta sumarfrí sem við
höfum átt. Því hefur verið ákveðið
að endurtaka þetta í sumar. Sannar-
lega eitthvað til að hlakka th og ylja
sér yfir í svartasta skammdeginu.
Maturinn heppnaðist frábærlega
hjá frúnni að venju og við sátum og
spjölluðum fram eftir.
Þetta var búinn að vera góður dag-
ur og svo hefst grár hversdagsleikinn
- en bara í nokkra daga því önnur
hátíð er í vændum.
Finnur þú finnn breytingar? 290
ss^z
Er þetta hjá áfengisútsölunni?
Nafn:
Heimili:
5512
Vinningshafar fyrir tvö hundruð áttugustu og átt-
undu getraun reyndust vera:
1. Jóna Guðjónsdóttir, 2. Sigtryggur Þórhallsson,
Skipholti 45, Teigagerði 14,
105 Reykjavík. 108 Reykjavík.
Myndirnar tvær virðast við fyrstu sýn
eins en þegar hetur er að gáð kemur i ljós
að á myndinni til hægri hefur fimm atrið-
um verið breytt, Finnir þú þessi fimm at-
riði skaltu merkja við þau með krossi á
myndinni hl hægri og senda okkur hana
ásamt nafni þinu og heimihsfangi. Að
tveimur viktim hðnum birtum við nöfn
sigurvegaranna.
1. verðlaun:
Grundig útvarpsklukka að verðmæti 4.860
krónur frá Sjónvarpsmiöstöðinni hf.
2. verðlaun:
Fimm Örvalsbækur. Bækumar sem eru i
verðlaun heita: Þú ert spæjarinn, Símínn,
Á ystu nöf, i helgreipum haturs og Lygi
þagnarinnar. Bækurnar eru gefnar út af
Frjálsri íjölmiðlun.
Merkið umslagið með lausninni:
Finnur þú fimm breytingar? 290
c/o DV, pósthólf 5380
125 Reykjavík