Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.1994, Blaðsíða 39
FÖSTUDAGUR 30. DESEMBER 1994
51
DV hefur valið Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur mann ársins 1994:
Glæstur kosningasigur
á viðburðaríku ári
„Ég lít svo á aö tilnefning eins og
aö vera valin maður ársins sé tii
uppörvunar og áminningar því eitt
er aö vinna kosningar og annað er
allt það starf sem á eftir kemur.
Það er í rauninni miklu mikilvæg-
ara og miklu erfiðara heldur en
sjálf kosningabaráttan og ég tala
nú ekki um kosningasigurinn sem
var aðallega sætur,“ segir Ingibjörg
Sólrún Gísladóttir borgarstjóri sem
DV hefur vabð mann ársins 1994.
Starfið sem fylgdi í kjölfar kosn-
ingasigursins hefur verið viðamik-
ið og vinnudagur borgarstjóra því
langur. Þaö kemur fyrir að synir
Ingibjargar Sólrúnar, Sveinbjörn
og Hrafnkell, sem eru 11 og 9 ára,
séu ekki alltaf ánægöir með kosn-
ingasigur móðurinnar. „Ég veit nú
ekki hvort ég á að hafa það eftir
en þegar þeir eru aðframkomnir
eiga þeir til að segja að þeir vonist
bara til að Sjálfstæðisflokkurinn
vin'ni næst svo að þessu linni. En
yfirleitt sýna þeir þessu heilmikla
þolinmæði og út á viö sýna þeir
stuðning þegar þeir eru spurðir
hvort það sé ekki leiðinlegt að
mamma sé aldrei heima. Þá segja
þeir gjarnan að það sé nú ekki
þannig."
Vill ekki lokast
inni í ráðhúsinu
„Þessi bók kemur sér vel við samningu ávarpa." Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri með bókina Orðastað sem hun hlaut i tilefni þess að
hafa verið valin maður ársins af DV. DV-mynd Brynjar Gauti
Á kosninganótt þegar Ingibjörg Sólrún og Reykjavíkurlistinn felldu rótgróinn meirihluta sjálfstæðismanna í
borginni. Árið sem er að líða hefur verið viðburðarikt hjá Ingibjörgu Sólrúnu. Hún gifti sig í sumar og siðasta
dag ársins heldur hún upp á fertugsafmæli sitt. DV-mynd GVA
Borgarstjórinn ver miklum tíma
í ráðhúsinu og Ingibjörg Sólrún
segir auðvelt að einangrast. „Mað-
ur er svo óskaplega upptekinn í
þessu starfi að það er hætta á að
maður losni úr tengslum við aðra
en þá sem leita hér inn í borgar-
kerfið. Ég sé þetta skýrt núna þegar
ég stend á þessum áramótum og
horfi til baka. Ég var upptekin af
því fyrstu mánuðina að fá yfirsýn,
kynnast öllum málaflokkunum,
embættismönnunum og starfsfólk-
inu. Ég tel mig hafa náð nokkuð
góðri yfirsýn en mér finnst ég þurfa
að fara meira úr út úr ráöhúsinu.
Mér finnst ég vera aö lokast hér
inni,“ greinir Ingibjörg Sólrún frá.
Hún leggur áherslu á að nauð-
synlegt sé að vinna gegn því og þá
að hluta til með þvi að koma af sér
daglegum verkum sem ýmsir aðrir
geta sinnt. „Ég gæti þá komist
meira út og heimsótt ýmsar stofn-
anir og komist í hverfi borgarinnar
og bara skoðað það sem þar er að
gerast. Þá gæti ég átt samræður við
fólk á vettvangi þess en ekki bara
mínum."
Borgarstjórinn
fæstviðrekstur
Að sögn Ingibjargar Sólrúnar er
munurinn á starfi borgarstjóra og
alþingismanns aðallega sá að borg-
arstjórinn fæst mikið við rekstur
en alþingismaðurinn er á stöðug-
um málfundi. „Það á reyndar sér-
staklega við þegar maður er í
stjórnarandstöðu. Héma er maður
stöðugt að takast á við praktísk
vandamál, vandamál dagsins í dag.
Hingaö koma óskaplega mörg er-
indi sem þarf að leysa úr.“
Henni em sérstaklega minnis-
stæð vandamál í sambandi við
íþróttahöllina og Borgarspítalann.
„Máhð í sambandi við íþróttahöll-
ina var auðvitað að mörgu leyti
erfitt viðureignar. En ég er mjög
ánægð með þá lausn sem fékkst á
því. Ég held að hún hafi verið far-
sæl. Hún var tiltölulega ódýr fyrir
borgina og leysti þátt sem þurfti
að leysa. Borgarspítalinn var með
óskaplega mikinn rekstrarhalla á
eftir sér. Það tókst að vinda ofan
af honum og ná sameiningu við
Landakotsspítala."
Veróurvörvið
aukna fátækt
í starfi borgarstjóra hefur Ingi-
björg Sólrún kynnst erfiðleíkum
hins almenna borgara betur heldur
en hún gerði í þinginu. „Mér finnst
ég sjá aukna fátækt. Ekki bara í
Reykjavík heldur landinu öllu. Það
er sífellt stærri hópur fólks sem
getur í rauninni ekki framfleytt sér
þó það sé fullvinnandi fólk. Það lif-
ir ekki á laununum sínum. Þetta
er sérstaklega barnafólk og eldri
konur sem eru bara á strípuðum
launum. Þær fá enga yfirvinnu og
eiga kannski ekki eigið húsnæði
heldur eru á leigumarkaði. Mér
finnst þetta mjög áberandi hjá eldri
konum.“
Orðin sjálfsöruggari
Þar sem Ingibjö'rg Sólrún hefur
vakiö athygli fyrir skörulegan mál-
flutning við alls kyns aðstæður
kemur það eiginlega á óvart þegar
hún segir talsverðan tíma hafa far-
ið í að semja ávörp og ráeður í upp-
hafi. „Þetta er ekkert sem maöur
gerir einn, tveir og þrír. Þetta er
þjálfun. Ég hef um árin lagt mikla
vinnu í svona hluti. Fólk heldur
kannski að þetta komi af sjálfu sér.
Þetta er eins og þegar þú sérð ein-
hvern leika á hljóðfæri og heldur
að það sé ekkert mál. En að baki
liggur ákveðin æfing. Ég hef alltaf
eytt miklum tíma í aö undirbúa
mig fyrir slíka hluti og ég bý að því
núna. Ég er orðin sjálfsöruggari og
þori að tala meira frá brjóstinu en
í upphafi."
Stuðningurfrá
erlendum konum
Framboð Ingibjargar Sólrúnar í
vor og kosningasigurinn í kjölfarið
vakti talsverða athygli víöa í Evr-
ópu. Síðastliðið sumar komu hing-
að margir erlendir blaðamenn til
að ræða við hinn nýja borgarstjóra.
„Þetta þótti greinilega talsverður
áfangi fyrir kvennabaráttuna, ekki
bara hér heldur í víðara samhengi.
Ég finn fyrir miklum stuðningi frá
erlendum konum sem ég hitti eða
láta í sér heyra. Stuðningurinn
hefur verið sérstaklega áberandi
frá Norðurlöndum. Nú eru reyndar
konur þar komnar mjög langt í
þessum málum en það eru þó enn-
þá tímamót þegar konur eru bein-
línis kosnar til ábyrgöarstarfa."
Nýttárí
meirajafnvægi
Komandi ár leggst vel í Ingi-
björgu Sólrúnu. „Það verður ör-
ugglega ekki eins viðburðaríkt og
árið sem er að líða því það hefur
verið mjög viðburðaríkt í lífi mínu,
bæði í pólitíkinni og persónulega.
Ég held að nýja árið verði gott ár
og í meira jafnvægi en árið sem er
að líöa. Ég stefni að því að gera
eins vel og ég get í borgarmálunum
og reyna, þegar við erum komin
meö fótfestu hérna, að koma
stefnumálum Reykjavíkurlistans í
framkvæmd hverju á fætur öðru.“
Síðasta dag ársins verður Ingi-
björg Sólrún fertug. Hún ætlar að
taka á móti vinum, vandamönnum
og velunnurum í Norræna húsinu
milli klukkan 13 og 15. „Svo reikna
ég með að halda áramót með hefö-
bundnum hætti og borða kvöldmat
með Össuri Skarphéðinssyni og
Árnýju og vinafólki sem við bjugg-
um lengi með, Gylfa Páli Hersi og
Sigurlaugu. Óg nú hefur Birta,
kjördóttir Össurar og Árnýjar,
bæst í hópinn. Þetta verða fastir
liöir eins og venjulega, flugeldum
skotið upp og farið á brennu."