Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.1994, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.1994, Blaðsíða 28
28 FÖSTUDAGUR 30. DESEMBER 1994 Gleðilegt nýtt ár Okkar bíður nýtt ár og því fylgja vonir og óskir. Hvemig verður það? Hinn kunni danski stjömuspámaður Jörgen Juhldal var beðinn að skyggnast inn í framtíðina og segja hvers má vænta af árinu 1995 Hrúturinn 21. mars-20. apríl Árið 1995 verður mjög jákvætt fyrir þig. Ástamálin dafna í skjóli góðra skilyrða. I starfi sækirðu styrk í úrslit deilumáls og þín bíða verkefni sem gera auknar kröfur til þín. Sumarleyf- ið einkennist af ró og ánægju. Á fjár- hagssviðinu verður bjartara en þú hefurátt von á. Nautið 21. apríl-21. maí Árið einkennist af ýmsu áhugaverðu. Ástamálin taka breytingum til hins betra eftir að lausn fæst á ágrein- ingi. Á vinnustað bíða stór tækifæri ef þú kannt að takmarka, í tæka tíð, þær kröfur sem þú gerir. Óvenjulegt sumarleyfi vekur með þér hvatningu. Fé verður af skornara skammti en verið hefur. Tvíburarnir 22. maí-21. júní Þú færist nær því að ná takmarki þínu. Á sviði ástamálanna skaltu var- ast að hraða ákveðinni þróun sem er jákvæð eins og er. Starfið mun færa þéránægjulegan árangur. Sum- arleyfið veldur nokkrum vonbrigðum en á fjármálasviðinu nærðu auknum árangri með hverjum mánuðinum sem líður. Krabbinn 22. júní-22. júlí Allt bendir til að á flestum sviðum verði framhald á því góða ástandi sem ríkt hefur 1994. Ástamálin lofa góðu. Á vinnustað verður ekki um að ræða neinar meiri háttar beyting- ar. I sumarleyfinu rætist ósk sem þú hefur átt þér í mörg ár. Fjárhagslega munþér vegnaallvel. Ljónið 23. júlí-23. ágúst Árið verður ekki sérlega viðburðaríkt í byrjun en þegar á líður breytist það. Sönn og heit ást mun dafna við góð skilyrði. Á starfssviðinu bíður þín meiri árangur en á liðnu ári en var- astu gylliþoð. Sumarleyfið verður ánægjulegra en þú bjóstvið. Fjárhag- urinn verður þokkalegur. Bogmaðurinn 24. nóvember-21. desember Ánægjulegt ár er framundan. Á til- finningasviðinu muntu njóta breyt- inga sem þú átt upphafið að. Árang- urinn kemur á óvart. í starfi ættirðu að takast á við færri verkefni og af meiri natni. Sumarleyfið verðureins og þú væntir en líklega rólegra. Sýndu gætni á fjármálasviðinu. Þín bíður ár breytinga. Þú verður ástfangin(n) en gættu þessaðsegja ekki alveg skilið við skynsemina. Með starfi þín leggurðu grundvöll framtíðarinnar og sigra sem bíða þín. Sumarleyfið mun bæta starfsstöð- una. Fjárhagurinn verðurundirmeð- allagi en þú munt oft hafa heppnina með þér. Steingeitin 22. desember-20. janúar Árið 1995 verður yfir meðallagi hjá þér og margtjákvætteinkennirþað. Tilfinningalífið einkennist af ham- ingju og öryggi. í starfi verðurðu fyr- ir nokkrum vonbrigðum af því að þú hefur vænst of mikils. Sumarleyfis- ferðina ákveðurðu á síðustu stundu. Fjárhagurinn verðurallgóður. Vogin 24. september-23. október í kyrrð og ró muntu ná miklu af þeim árangri sem þú vonast eftir. Ástamál- in njóta betri skilyrða en á árinu 1994 enda áttu það skilið. Á starfssviðinu býðst gott tækifæri um mitt árið. Gríptu það. Dálítið hugmyndaflug færir þér gott sumarleyfi án mikilla útgjalda. Fjárhagurinn krefstgætni. Vatnsberinn 21. janúar-18. febrúar Nýja árið verður enn betra en 1994. Vertu opinskár um óskir þínar. Það færir þér hamingju í ástamálum. Starfið gerir nýjar kröfur til þín en . færir þér líka tækifæri sem þú skalt ekki hika við að grípa. Sumarleyfið verður viðburðaríkt. Fjármálastaðan verður nokkuð sveiflukennd. Sporödrekinn 24. október-23. nóvember Þér gengur vel á árinu 1995 og fjöl- breytnin verðurmikil. Dálítil vand- ræði í ástamálum leysastskyndilega og vel. i starfi verða gerðar miklar kröfurtil þín. Þessvegna muntu njóta sumarleyfisins vel. Fjárhagurinn verður öruggur en forðastu lymsku- legarfreistingar. Fiskarnir 19. febrúar-20. mars Árið 1995 kemur þér ánægjulega á óvart. í ástamálum nærðu bestum árangri með því að sýna varfærni og fara þér hægt. Starfið verðurfjöl- breytt og þú mátt jafnvel eiga von á miklum breytingum. Sumarleyfið færir þér nýja vini. Fjárhagurinn verð- ur góður en varastu alla áhættu í fjár- málum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.