Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.1994, Blaðsíða 35

Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.1994, Blaðsíða 35
FÖSTUDAGUR 30. DESEMBER 1994 47 Margir hafa gleymt þvi að líkami og sál eru samofnar einingar. Gömul spakmæli um hrausta sál í heilbrigð- um líkama eiga jafnvel við nútimamenn sem Rómverja hina fornu. Um áramót er holit að átta sig á kröfum líkamans um holla lifnaðarháttu. Gleðileg ár amótaheit! Áramót eru áfangi á lífsleið hverrar manneskju. Enn einir 365 dagar eru að baki meö sínum leið- indum, áföllum og sigrum, sinni gleði, sorg, hamingju og niðurlæg- ingu. Framundan er nýtt ár með 3153600 sekúndum sem allar eru huldar eftirvæntingu og óvissu. Enginn veit hvað komandi ár ber í skauti sér og margir telja að ör- lög, tilviljanir eða Guð ráði mestu um gang mála. En sérhver ein- staklingur getur stjórnað miklu um Á læknavaktíiuii Óttar Guðmundsson læknir f eigin hamingju og velferð. Á ára- mótum er tími til að átta sig á þeirri ábyrgð sem hver einasta mann- eskjaberálífisínu. Nýir bílar - nýtt fólk Á hverju ári koma á markaðinn nýir bílar og tæki sem framleiðand- inn hefur endurbætt frá fyrri ár- gerðum. Fimmtiu ára gamlar bif- reiðar standast nútímabílnum ekki tæknilegan snúning. Tækniframf- arir gera kannski viðgerðarmenn óþarfa vegna þess að ekkert bilar lengur. En maðurinn er sífellt hinn sami. í raun er enginn eðhsmunur á barni sem fæðist á fæðingardeild- um spítalanna á þessum jólum og ungviði sem leit dagsins ljós fyrir 4-10 þúsund árum. Bömin eru hvorki fullkomnari, gáfaðri né bet- ur af guði gerð á neinn hátt. En andleg og líkamleg bilanatíðni mannsins er alltaf að aukast vegna lélegs viðhalds. Margir hafa gleymt því að líkami og sál eru samofnar einingar. Gömul spakmæh um hrausta sál í heilbrigðum Ukama eiga jafnvel við nútímamenn sem Rómverja hina fornu. Um áramót er hollt að átta sig á kröfum líkam- ans um holla lifnaðarháttu. En hverju er hægt að breyta? Er einhverju hægt aö breyta? Ótal skáldsagna- og leikritahöf- undar hafa haldiö því fram að menn geri sömu mistökin aftur og aftur. Margir eru þeir sem reyndu að taka upp nýtt og betra líf en uppgötvuðu innan tíðar að ekkert hafði í raun breyst. Þeir voru fastir í mýrarfeni ákveðinnar rútínu þar sem vani og fastheldni réðu ríkjum. Er hægt að greiða úr ílækjum fort- íðar og nútíðar og losa sig úr kvik- syndinu? Auðvitað, en það er erf- itt. Best er að rekja spor sín til baka og finna stað og stund þegar viUst var af leið. Hvenær misstu menn tökin á stýrinu? Spekingur nokkur svaraði á þessa leiö: „Þegar þeir hættu að vera þátttakendur í lífinu en fluttu sig upp á áhorfendabekk- ina.“ Þetta skUst betur þegar horft er á börn og leiki þeirra. HeUbrigð börn ærslast og leika sér, finna stöðugt upp á nýjum leikjum og gefa ímyndunarafli sínu lausan tauminn. Önnur börn draga sig út úr öllum ærsla- og athafnaleikjum en einangra sig fyrir framan sjón- varp, horfa á video og spila á tölvu- spU. Fyrmefndu bömin eru þátt- takendur í lífinu en hin hafa komið sér fyrir á áhorfendabekkj unum, sitja sem fastast og láta misvitra tölvufræðinga og sjónvarpsmenn mata sig á Ufssannindum tilver- unnar. Sama máU gegnir um marga fuU- orðna. Þeir stjórna ekki lengur at- burðarásinni heldur hafa komið sér vel fyrir i sæti áhorfandans, hreyfa sig lítið sem ekkert, fitna, láta æðarnar fyllast af kalki og lungun af nikótínreyk. Eftir því sem blóðþrýstingur og blóðfitur hækka og kílóum fjölgar minnkar súrefnismettun blóðsins, þan lungnanna, úthald og styrkur vöð- vanna. Andlegt og líkamlegt at- gervi em kærustupar; andleg og líkamleg vellíðan em harðgift. hjón. Sá sem skeytir engu um líkama sinn hefur fórnaö andlegri velferð sinni á altari þæginda og hóglífis. Þýski heimspekingurinn Friðrik Nietzsche segir einhvers staðar: „Sitjið eins lítið og mögulegt er. Hugsun sem ekki fæðist utandyra á hreyfingu er sjaldnast mikils virði.“ Mannvinurinn spaki var mikill göngugarpur og skildi vel mikilvægi líkamshreyfingar fyrir sköpunargáfu og lífsfyllingu. Tillaga að nýársheiti Nýársheitiö ætti því að vera: „Ég ætla á þessu ári að hætta að sitja á áhorfendabekknum heldur koma mér út á völlinn og taka þátt í leikn- um. Ég ætla aö kaupa mér hlaup- askó og æfa hlaup eða einhverjar aðrar íþróttir tU að veita líkama mínum þá virðingu og umönnun sem hann hrópar á. Ég ætla að hætta að reykja, fara að sofa reglu- lega og sinna mataræði betur en áður. Ég ætla að hætta að drekka eða stilla áfengisnotkun í hóf. Ég er að að missa af öllu fjörinu; leik- gleðinni, sigurgleðinni og jafnvel þeirri gleði sem stundum fylgir því að tapa. Hann dugir ekki lengur þessi djöfull. Ég vU vera með í lífinu af líkama og sál!“ Þetta gæti orðið upphaf nýrrar ævi sem er bæði skemmtUegri og gjöfuUi en sú að baki. Megi guðirnir gefa aUri þjóð- inni gott og farsælt og áfaUalaust komandiár. ÁLMNGI ÍSLHNDINGA Frá stjórnarskrárnefnd Alþingis Stjórnarskrárnefnd Alþingis gefur þeim, sem þess óska, kost á að koma með skriflegar athugasemdir við frum- varp til stjórnarskipunarlaga um breyting á stjórnar- skrá lýðveidisins íslands, nr. 33/1944, með síðari breyt- ingum, 297. mál. Meginefni frumvarpsins er tillögur til breytinga á VII. kafla stjórnarskrárinnar sem m.a. hefur að geyma mannréttindaákvæði hennar. Frum- varpið liggur frammi í skjalaafgreiðslu Alþingis að Skólabrú 2, Reykjavík. Óskað er eftir að athugasemdirnar berist skrifstofu AI- þingis, nefndadeild, Þórshamri við Templarasund, 150 Reykjavík, eigi síðar en 20. janúar 1995. Auglýsendur, athugið! Smáauglýsingadeild /////////////////////////////// Lokað: Laugardaginn 31. des., gamlársdag Sunnudaginn l.jan., nýársdag Athugiðl f Síðasta blað fyrir áramót kemur út föstudaginn 30. desember. Fyrsta blað eftir áramót kemur út mánudaginn 2.janúar. Sími 632700 Gleðilegt nýár!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.