Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.1994, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.1994, Blaðsíða 22
22 FÖSTUDAGUR 30. DESEMBER 1994 Minnisstæðustu atburðir á árinu 1994 ÞórhildurLíndal: Tónleikar í Hvítahúsinu „Þettaár verðurmér minnisstætt fyrirmargra hluta sakir, t.d. heimsótti égífyrsta sinn Róma- borg, þá stór- kostleguei- lífuborg. Frumburður- innvarðstúd- ent og í haust sem leið fékk ég tæki- færi til að vera viðstödd mikla tón- leika í Hvíta húsinu í Washington. Síðast en ekki síst var mér á þessu ári veitt embætti umboðsmanns barna hér á landi frá 1. janúar nk. en lög um stofnun þess voru sam- þykkt á Alþingi sl. vor. Ég á þá von að árið 1995 verði okkur öllum heilladrjúgt og við, hin full- orðnu, reynum að sýna hvert ööru mannúð og virðingu í daglegu lífi og verðum þannig að góðum fyrirmynd- um fyrir börnin okkar sem eiga allt hið besta skilið. Þá vona ég svo sann- arlega að ávinningur náist í barátt- unni gegn hvers kyns ofbeldi gagn- vartbömum." Ólafur Skúlason: Breytingar á Biskupsstofu „Vandi erað velja milli at- burða. Margt leitaráhug- ann enda skilja mánuð- umir tólfsem beturfereftir margar myndir. Fljót- legaerþó staðnæmst viðbreyting- ar á Biskupsstofu. Flutt var í stórt og mikiö hús við Laugaveginn, þar sem iðandi mannflöldi virðist sífellt streyma til ýmissa viðfangsefna. Nú eru flestir þættir Þjóðkirkjunnar komnir undir eitt þak svo að ekki þurfa þeir sem sinna erindum sínum að leita víða. Hefur veriö eftirtektar- vert á aöventu að sjá hina flölmörgu sem leggja leið sína á aðra hæðina til Hjálparstofnunar kirkjunnar og fara síðan í kjallarann til að fá vist- ir. Gott að vita aö svo mörgum er hægt að hjálpa. Sárt aö sjá hversu margir þarfnast aðstoðar," segir séra Ólafiir Skúlason biskup. Ég leyfi mér að gæla við þá hugmynd að næstu fimm ár verði nýtt sem allra best til undirbúnings hátíða- höldunum árið 2000 og sé hvert þess- ara ára notað í sérstökum tilgangi sem þá nái hámarki er þakkað er fyrir þau forréttindi aö hafa verið kristin þjóð í þúsund ár.“ Haraldur Haraldsson: Tókst að snúa vöm í sókn „Vinnubrögð stjómvaldaí söluáopin- berum eign- um, einkum á SR-mjöli, eru mérefstí huganúíárs- lok. Hið já- kvæðaerhins vegarþaðað mértókstað snúavömí sókn og safna saman liði vaskra manna til að byggja loðnuverk- smiðju á Fáskrúðsfirði. Fyrir vikið verður þetta eftirminnilegt ár í mín- um huga,“ segir Haraldur Haralds- soní Andra. Haraldur kveöst sjá fyrir sér niiklar annir við að koma verksmiðjunni á Fáskrúðsfirði í gagnið. Varðandi landshagi segir hann brýnt að þjóðin hætti að rífast um skiptingu krón- unnar sem ekki er tfi. „Vonandi ber þjóðin gæfu til þess. Annað gæti þýtt dauðiallra,“segirHarlaldur. -kaa Jóhannes Jónsson: Gjöfult ár „Gleðilegasti atburður árs- inseránefa fæðing sonar- sonarmíns. Þáerumvið vonandibúin aðfáeina kynslóðenní Bónus. Árið hefuríalla staöiverið gjöfult. Tfi dæmis opnuðum við nýja Bónus- verslun í Holtagörðum og hún er nú þegar orðin stærsta verslunin okk- ar,“ segir Jóhannes Jónsson, for- stjóri Bónuss. Jóhannes segist ætið eiga erfitt með að spá í framtíðina en á þó von á að margt fari á betri veg á komandi ári. „Ég lít björtum augum tfi næsta árs. Vonandi grípa hvorki stjómvöld né verkalýðshreyfingin til handahófs- kenndra aðgerða sem raska stöðug- leikanum,“bætirhannvið. -kaa Einar K. Guðfinnsson: Ánægjuleg niðurstaða í profkjon „Þettahefur verið mikið átakaár. Erf- iðleikaríat- vinnulífi Vestfirðinga hafagengið nærrimanni oghafatekið verulegamik- iðafmínum tíma. Éghef reyndarfátt gert sem ekki tengist starfi mínu. Hvað mig persónulega varðar er það prófkjör sjálfstæðismanna á Vest- flörðum í haust og sú ánægjulega niðurstaða sem ég fékk þar,“ segir Einar K. Guðfinnsson, alþingismað- uráVestflörðum. „Hváð næsta ár áhrærir þá hef ég vonir um að vestfirskt atvinnulíf komist á lygnari sjó. Það bendir margt tfi þess að í þeim efnum fömm við að sjá árangur erfiðis okkar.“ -rt Kristín Ástgeirsdóttir: Kvennaferð um Bandaríkin „Fráþessu árisemeraö líðaermér minnisstæð- ustferðsem égfórísept- ember síð- astliðnumum Bandaríkin. Égvaríhópi 23kvennaalls staðar aðúr heiminum. Við vomrn að kynna okkur konur í bandarískum stjórnmálum og þetta var mjög merkfieg og lærdómsrík ferð aö mínum dómi og afar minnis- stæð. Varðandi komandi ár vænti égþess að mikið líf verði í pólitíkinni. Eg vænti þess einnig að Kvennalistinn komi sterkur út úr alþingiskosning- unum. Svo sterkur að við komumst í ríkissflórn sem sefli sér það markm- ið að auka jöfnuð í þjóðfélaginu og að bæta stöðu kvenna og bama, sagði Kristín Ástgeirsdóttir, formaður þingflokks Kvennalistans. Anton Ingvason: Frægt haglabyssu- skot „Efstíhuga erumérauð- vitað öll þau læti sem urðu í kringum þettafræga haglabyssu- skotáSval- barðamiðum ogvarðhald semégsættií norskufang- elsi. Þá eru mér hugleiknar þær frábæru mót- tökur sem ég fékk við heimkomuna tfi Dalvíkur,“ segir Anton Ingvason, yfirstýrimaður á Hágangi 2. frá Vopnafirði. „Ég vonast til þess á nýju ári að sá málarekstur sem ég stend í við Norð- menn endi farsællega og að það náist gott samkomulag við Norðmenn um veiöar á þessum umdeildu slóðum í Smugunni og við Svalbarða." -rt Sigurður Þórðarson: Afsögn ráðherra „Mérer minnisstæð- urstöðugleik- inníefna- hagsmálun- umáárinu semeraðlíða. Verðbólgan hérálandier með því lægstasem geristíVest- ur-Evrópu. Það finnst mér markvert. Þá tel ég það tímamót að ráðherra hafi sagt af sér ráðherradómi vegna embættis- færslu," segir Sigurður Þórðarson ríkisendurskoðandi. „Brýnasta verkefnið á næsta ári er aö byggja upp þorskstofninn að nýju, halda stöðugleika í efnahagsmálum og snúa vöm í sókn meö atvinnuleys- iö. Ég hef áhyggjur af því að atvinnu- tækifæri fyrir ungt og vel menntað fólk eru nánast engin. Með nýsköpun væri hægt að gefa fólkinu tækifæri og nýta þekkinguna. Það þarf að vinna að breytingum á þessu," segir Sigurður. GuðmundurÁrni Stefánsson: Viðburðaríkt ár hvað mig snertir „Áriðhefur veriðóvenju- viöburðaríkt hvaðmig snertir. Eg skiptium starftvisvará árinu.Fyrstí júníþegarég fórúreinu ráðuneytií annað. í nóv- emberlétég af starfi félagsmálaráðherra, eins og fór ekki fram hjá neinum manni. í kjölfarið sit ég sem þingmaður og síðan skrifaði ég bók með engum fyr- irvara," segir Guðmundur Árni Stef- ánsson. „Þetta ár hefur borið þann póhtíska keim að þetta er síðasta áriö fyrir kosningar og ég horfi björtum augum tfi næsta árs. Ég hef gaman af kosn- ingum og undanfara þeirra, próf- kjöri. Það er bjart fyrir stafni aö minni hyggju, bæði í efnahagslífi þjóðarinnar og þrátt fyrir að gefið hafi á bátinn á síðustu árum þá hef ég enga ástæðu til aö ætla annað en að næsta ár verið gjöfult og gott.“ Þráinn Bertelsson: Þjóðhátíð í bílalest „Flestarfrétt- ir semborist hafautanúr heimieru heldurdapur- legarenþó manégeftir gleðitíðind- um. Annars vegarað Brasfiíumenn skylduverða heimsmeist- arar í fótbolta og hins vegar að Norð- menn höfnuðu aðild að Evrópusam- bandinu. Ef ég lít mér nær þá er fimmtíu ára afmæh lýðveldisins mér minnisstæðast en flölskyldan hélt upp á það með því að sitja þrjá klukkutíma í bílalest á Miklubraut- inni. Frá persónulegu sjónarmiöi var þettta gott ár þar sem ég fékk tæki- færi tfi að byrja á nýrri kvikmynd, Einkalífi,“ sagði Þráinn Bertelsson kvikmyndaleiksflóri. „Á komandi ári vona ég aö nýja myndin min fái jafn góðar viðtökur og Sigla himinfley og aö Brasfiíu- mönnum gangi vel í knattspym- unni.“ ÞórarinnV. Þórarinsson: Minnsta verðbólga í Evrópu „Mér erefstí hugafráliðnu ári sá árang- ursemnáðst hefuraf markvissum endurbótum á samkeppn- isskfiyrðum atvinnulífs- ins.Þaö birt- istmeðalann- arsíþvíað verðbólga var 0,1 prósent á árinu öllu sem er minna en í nokkru öðm Evr- ópuríki. Líka að flölgun starfa tók við af aukningu atvinnuleysis og aukinn útflutningur af samdrætti. Ég vænti þess af næsta ári að það verði framhald á þessari þróun. Ég held aö það sé almennur stuðningur við það meðal fólks að sigla áfram sömu slóð. Að hægur bati muni skfia okkur ömggustum árangri. Ég er sannfæröur um að svo muni verða,“ segir Þórarinn V. Þórarinsson, fram- kvæmdasflóri Vinnuveitendasam- bandsíslands. Birgir Rafn Jónsson: Samhugur á þjóðhátíð „Mér er minnisstæð- ustþjóðhátið- ináÞingvöll- um, sá hátíð- leikiogsam- hugur sem þarríkti.í kreppunni hefégtekið eftirauknum samhug með þjóðinniþar sem sundurþykkja hefur vikiö. Þetta er hka orðið opnara þjóðfélag gagn- vart útlöndum," sagði Birgir Rafn Jónsson, formaður Félags íslenskra stórkaupmanna. „Ég vænti mikfis af EES- og GATT- samningunum, tveimur stærstu við- skiptasamningum sem þjóðin hefur gert. Þeir eiga eftir að hafa feiknaleg áhrif. Hver þau veröa fer eftir því hvemig okkur tekst að vinna úr auknum útflutningstækifærum. Þá eru athyglisverð þau áhrif sem þess- ir samningar, sérstaklega GATT, koma tfi með að hafa á innflutning og samkeppni hér á landi, ekki síst lækkun á veröi landbúnaðarvara.“ Bryndís Kristinsdóttir: Árið einkennst af sigrum „Áriðhefur einkennstaf sigmmaf minni hálfu. Fyrst 17. mars þegarHæsti- rétturdæmdi mérívfiog svoþessiynd- islegidagur 20. desember þegarégvinn þettasvokall- aöa viðurkenningarmál og einnig skaðabótamálið sem ég höfðaði gegn Tannlæknafélaginu," segir Bryndís Kristinsdóttir tannsmiður. „Mér er einnig ofarlega í huga sigur KR-inga í bikarkeppninni, þá var ansi kátt hér í húsinu því öll bömin og bóndinn em KR-ingar. Ég vænti þess á komandi ári að friður ríki og Hæstiréttur staðfesti dóma héraðs- dóms ef dómunum verður áfrýjað og tannlæknar slíöri sverðin, uni glaðir við sitt og láti mig og mitt í friöi.“ Benedikt Davíðsson: Ferðá Homstrandir „Úreinkalíf- inuer mér minnisstæð- ustfráliðnu áriferðá Hornstrandir í sumar. Það er svoupp- lífgandi að veraíþvíum- hverfisem Hornstrandir em. Ég kann óviða betur við mig en þar og mér finnst ég ekki komast annars staðar betur í snertingu við uppmnann. Ekki veit ég hvað veröur í einkalífinu á næsta ári. Hins vegar vænti ég þess að verkafólk fái notið í einhveijum vemlegum mæh þess bata í efna- hagslífinu sem verið er að tala um og enn var undirstrikaður í nýrri þjóðhagsspá í vikunni fyrir jól. Og að árangur náist í að eyða atvinnu- leysinu. Þetta em stóru málin fram undan, sérstaklegaatvinnuleysið," segir Benedikt Davíðsson, forseti Al- þýðusambands íslands. Sigurður B. Stefánsson: Miklarvaxta- hækkanir „Á flármála- markaði árið 1994 era mér efstíhuga miklarvaxta- hækkanirá alþjóðlegum markaöisem hófust í Bandaríkjun- umífebrúar en breiddust síöantil flestra annarra ríkja. Raunvextir á alþjóðlegum markaði eru nú um 2 prósent hærri en á sama tíma árið 1993. Hækkun vaxta leiddi tfi verð- lækkunar á skuldabréfum um allan heim og tfi lakrar ávöxtunar á hluta- bréfamarkaði - annars staðar en á íslandi,“ segir Sigurður B. Stefáns- son, framkvæmdastjóri VÍB. Sigurður segir aö árið 1995 geti orðið einstakt og bendir á að framleiösla fari vaxandi í öllum iðnríkjum á samatíma. „Með ráöstöfunum nú- verandi ríkissflómar í efnahagsmál- um hefur tekist að binda enda á lá- deyðu og lækkandi tekjur á mann allt frá árinu 1987 svo að útht á ís- landi er heldur bjartara en áður.“ -kaa
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.