Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.1994, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.1994, Blaðsíða 14
14 FÖSTUDAGUR 30. DESEMBER 1994 Fréttir r>v Tveir handrukkarar fengu að hringja í húsi á Nesinu: Buðu barnshaf andi húsráðanda f íknief ni - stálu síðan myndavél, peningum og rakvél Lögreglan í Reykjavík handtók tvo menn í fyrrakvöld eftir að þeir fengu að fara inn á heimili konu til að hringja. Meðan þeir fengu aö nota síma stálu þeir peningum úr seðla- veski, myndavél og rakvél. „Það var hankað hérna uppá og þegar ég kom til dyra þá stóðu þar tveir menn á fertugs- eða fimmtugs- aldri, snyrtilega til fara, og spurðu eftir fyrrum eiganda íbúðarinnar. Ég benti þeim á aö við hefðum nýlega keypt íbúðina og hann væri ekki að finna hér. Þeir sögðu að hann skuld- aði þeim peninga fyrir einhverja vinnu, meðal annars við íbúðina, og spurðu hvort þeir mættu hringja í hann hjá mér. Ég rétti þeim símann fram í anddyrið og fór að leita í síma- skránni fyrir þá. Annar þeirra fór þá eitthvað að skoða íbúðina og þeg- ar þeir voru búnir að hringja bauð annar mér í haus (bauð fram fikni- efni til neyslu). Þá áttaði ég mig á hvað var á ferðinni og vísaði þeim strax út. Hinn haföi á orði að auðvit- að vildi ég ekki í haus, ég væri ófrísk,“ sagði Sigrún Eva Ásmunds- dóttir, barnshafandi kona á Seltjarn- arnesi. Sigrún Eva, sem var ein heima þegar mennirnir komu, segist hafa verið mjög brugðiö þegar mennirnir buðu henni fíkniefni. „Um leið og þeir lokuðu hurðinni hljóp ég af stað og gáöi í veskið og kannaði hvort eitthvað fleira væri hrofið. Ég fékk algjört taugaáfall og hringdi í mann- inn minn og lögregluna sem kom fljótlega," segir Sigrún. Um hálfum öðrum tíma seinna var lögreglan kölluö að Baldursgötu þar sem grunur lék á að sömu menn væru á ferð og var bílstjóri þeirra handtekinn. Hann reyndist próflaus og vísaði á hvar rukkarana væri aö finna. Þeir voru handteknir í húsi við Lindargötu og reyndust í annar- legu ástandi með fikniefni í fórum sínum og gistu fangageymslur yfir nóttina. Fáskrúðsflrðingar missa skip og kvóta: Vestfjarðaaðstoð notuð til að soga skip og kvóta frá öðrum - segir Eiríkur Stefánsson verkalýðsformaður „Þeir sem kaupa skipið eru m.a. fyrirtæki sem eru að fá þessa svoköll- uðu Vestfjarðaaðstoð. Þetta er að mfnu mati algjört hneyksli þar sem þetta eru fyrirtæki sem eru að þiggja aðstoð ríkisins. Það er gegnumgang- andi hægt að segja að þetta eru pen- ingarnir sem þeir nota til að soga til sín kvóta frá öðrum byggðarlögum," segir Eiríkur Stefánsson, formaöur Verkalýðs- og sjómannafélags Fá- skrúðsfjarðar, vegna sölunnar á rækjutogaranum Klöru Sveinsdóttur SU 50 til ísafjarðar. Eiríkur segir að meö sölu togarans, sem hefur um 1400 þorskígildistonn, missi 20 manns á Fáskrúösfirði at- vinnu sína fyrirvaralítið. Þetta gerist á stað þar sem fyrir er atvinnuleysi. „Þetta eru menn sem hafa haft af þessu atvinnu og miklar tekjur. Þeir voru miður sín á fundi í verkaiýðsfé- laginu þar sem þeir voru þá með uppsagnarbréf í höndunum frá út- Klara Sveinsdóttir sem nú hefur verið seld frá Fáskrúðsfirði til ísa- fjarðar. Þegar myndin var tekin hét skipið Jón Þórðarson frá Patreksfirði en síðar Drangavik frá Hólmavik. gerðinni," segir Eiríkur. „Mér hefur alltaf fundist þessi Vestfjarðaðastoð orka mjög tvímælis þar sem atvinnuástand er mun betra á Vestfjörðum en t.d. hér á Fáskrúös- firði. Hér hefur veriö meira atvinnu- leysi en í 6 byggðarlögum á Vestfjörð- um samanlagt,“ segir hann. Eiríkur segir ljóst að þessi kaup séu gerð í krafti mikils fjármagns. Kaup- verðið sé 315 milljónir en áhvílandi skuldir aðeins 210 milljónir. Útgerðin fái því rúmar 100 milljónir upp úr krafsinu. Þá segir hann ljóst að þetta muni leiða til einnar allsherjar hringavitleysu. „Það er alveg á hreinu að þegar Vestfirðingarnir eru búnir að ná skipum og kvótum héöan í skjóli opinbers fjármagns verður hér sviö- in jörð og þá er auövitað nærtækast að stjórnvöld stofni til Austfjarðaað- stoðar til að bæta skaðann eftir Vest- fjarðaaðstoðina," segir Eiríkur. -rt Átta til tíu prósenta samdráttur 1 bóksölunni í desember: Bókaverslanir fengu mikinn skell - 20 prósenta samdráttur í einstökum bókaverslunum Margar bókaverslanir fengu mik- inn skell í jólabókaflóðinu þar sem salan dróst saman um allt að 20 pró- sent miðað við desember í fyrra. Skellurinn er enn alvarlegri þegar haft er í huga að jólabókasalan getur numið allt að 40 prósentum af veltu smærri bókaverslana. „Þegar bóksalan er skoðuð í heild nemur samdrátturinn 8-10 prósent- um. Þetta sveiflast frá því að vera svipuð sala og í fyrra í um 18 pró- senta samdrátt. I þessu sambandi verður þó að taka tillit til þess að færri tiflar voru gefnir út en í fyrra. Þá tóku útgefendur virðisaukaskatt- inn á sig í fyrra en nú hækkuðu bækur hins vegar um 10-14 prósent. Bókin átti því erfitt uppdráttar í sam- keppni við aðrar gjafavörur," sagði Teitur Gústafsson, formaður Félags íslenskra bóka- og ritfangaverslana, viö DV. í samtölum viö eigendur nokkurra bókaverslana kom fram að samdrátt- urinn væri tilfinnanlegur og skellur- inn mikill. Mundu sumir eiga erfitt uppdráttar enda ekki hægt að dreifa sölunni yfir á aðrar vörur þegar stað- ið væri í rekstri sérverslana. Stærri bókaverslanir virðast hafa komið heldur betur út úr jólaversl- uninni. Rúmlega 7 prósenta sam- dráttur varð f bókaverslunum Máls og menningar. í Pennanum hafði salan síðustu vikuna ekki verið keyrð út í gær og tölur því ekki end- anlegar. Þó að salan síðustu daga fyrir jól hefði verið mjög lífleg var DV tjáö að þar yrði einnig vart við samdrátt. Samkvæmt upplýsingum DV varð 10-20 prósenta samdráttur í bóksöl- unni hjá bókaverslunum Eymunds- sonar, mismunandi eftir verslunum, en í gærkvöld lágu nákvæmar tölur ekki fyrir. Eftir "því sem DV kemst næst nær Hagkaup því að halda sín- um hlut í bóksölunni en þar á bæ var boðinn ríflegur afsláttur af bók- um helgina 10.-12. desember. Framan af desember var bóksalan greinilega minni en í fyrra. Það kem- ur sérstaklega fram þegar rætt er við smærri bókaverslanir. Hins vegar tók salan kipp í síðustu vikunni fyrir jól, sérstaklega síðustu dagana. „Þaö var ekki fyrr en síðustu dagana fyrir jól að bóksalar fóru að kannast al- mennilega við sig. Síðustu dagamir björguðu miklu," sagði einn bóksah. Teitur Gústafsson sagði að margir sem misstu af tilboðshelgi Hagkaups hefðu haldiö aö sér höndum í von um að einnig yrði boðinn afsláttur af bókum helgina þar á eftir. Það gerðist hins vegar ekki og því hefði bóksalan tekið mikinn kipp þegar leið á síðustu viku fyrir jól. Þótt skellurinn hafi orðið veruleg- ur fyrir margar smærri bókaverslan- ir hefur ekki heyrst að neinn bóksali hyggi á lokun. I því sambandi er þó minnt á að endanlegt uppgjör liggi fyrst fyrir upp úr miöjum janúar. Sigrún Eva, sem á von á sér um miðjan janúar, segist hafa verið mjög skelkuð þegar mennirnir buðu henni fíkniefni. Sigurður Ágústsson, maður Sigrúnar Evu, er með henni á myndinni sem tekin var á heimili þeirra í gær. DV-mynd GVA ísfirðingar kaupa rækjutogara: Kvótinn sem menn eru að seilast í Siguijón J. Sigurðsson, DV, ísafirði: Fjögur fyrirtækin á ísafirði, Gunn- vör, Ishúsfélag ísfirðinga, Togaraút- gerð Ísaíjarðar og Ritur, hafa ákveðið að kaupa rækjutogarann Klöru Sveinsdóttur frá Fáskrúðsfiröi með um 1400 tonna úthafsveiðikvóta. Ekki hefur verið gengið endanlega frá kaupsamningnum en í bígerð er að stofna hlutafélag um kaupin sem mun verða með aðsetur á Fáskrúös- firði. Skipið verður síðan úrelt og munu skip fyrirtækjanna fiögurra veiða kvótann sem er 2,2% af heild- arúthafsveiðikvóta landsmanna. Klara Sveinsdóttir er 293 brúttólest- ir. „Það er búið að sækja um úreld- ingu fyrir skipið en það er kvótinn sem menn eru að seilast í. Ég býst ekki við að skipið verði notað neitt að ráði. Kvótinn verður að öllum lík- indum veiddur af þeim skipum sem þessi fyrirtæki eiga i dag,“ sagði Kristján G. Jóhannsson, fram- kvæmdastjóri Gunnvarar, við DV. Ráðgert er að skipið verði afhent nýjum eigendum 15. janúar. Kaup- verð hefur ekki fengist uppgefið. „Það hefur komið fram að viðræð- ur standa yfir um sameiningu ís- hússfélags ísfirðinga og Rits og er þetta fyrsti hluti samstarf sem kem- ur úr þeim viðræðum. Ég reikna með að þær viðræður skýrist mjög fljót- lega,“ sagði Kristján. Hann sagði ennfremur að ekki stæði til að sam- eina Togaraútgerð ísafiarðar fyrir- tækjunum tveimur en sögusagnir hafa verið uppi þess efnis. Ekki jaf n f á banaslys í 10 ár Samkvæmt upplýsingum frá Slysavamafélagi íslands hafa 42 ein- staMingar farist í banaslysum það sem af er árinu. Um er aö ræða 33 karla og 9 konur. 9 útlendingar fór- ust af slysförum hér á landi og einn íslendingur fórst í umferðarslysi er- lendis. Flestir, eða samtals 18, létu lífið í umferðarslysum en 10 fórust í sjóslysum eða drukknuöu. Þá létust 4 í flugslysum, þar af tveir útlending- ar, en 10 af öðrum orsökum. Á síðasta ári létust 48 einstakhngar af slysfömm og höföu þá ekki færri látið lífið af völdum slysa siðan 1985 ef marka má upplýsingar Slysa- varnafélagsins. Það er því ljóst að í 10 ár hafa ekki orðið færri banaslys á íslandi og er það einlæg von allra að þeim fiölgi ekki þá tvo daga sem eftir eru af árinu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.