Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.1994, Blaðsíða 48
60
FÖSTUDAGUR 30. DESEMBER 1994
Minnisstæðustu atburðir á árinu 1994 dv
Þorbergur Aðalsteinsson:
Mjög
spennandi
verkefni fram
undan
„Á þessu ári
semeraðlíða
ermérefstí
hugaósigur
sjálfstæðis-
mannaíborg-
arstjórnar-
kosningun-
um. Árið
íþróttalega
séð fannst
méráheild-
inalitiðdauf-
legt. Við skulum vona að það sé logn-
ið á undan storminum því það verður
nóg að gerast í íþróttunum á næsta
ári,“ sagði Þorbergur Aðalsteinsson,
landsliðsþjálfari í handknattleik.
„Ég geri þær væntingar til nýja árs-
ins að mér gangi vel í starfinu mínu
sem landsliðsþjálfari. Við eigum
mjög skemmtilegt og spennandi
verkefni fyrir höndum, sjálft heims-
meistaramótið á íslandi. Mótið verð-
ur stór stund fyrir okkur íslendinga
sem vonandi ferst okkar vel úr
hendi.“
Arthúr Bogason:
Gríðarupp-
bygging í
Taílandi
„Égfórtil
Taílandsáár-
inuoger
ákaflega
minnisstætt
aðsjáhversu
gríðarleg
uppbygging
erþarígangi.
íslendingar
virðastætla
aðverðaut-
anveltu þar
sem allar aðrar þjóðir eru að taka
sinn skerf af heimskökunni. Þá situr
í mér slagurinn um krókaleyfið á
Alþingi. Grundvallarmannréttindi
um nýtingu auðlindanna eru þver-
brotin þar sem fiskveiðistjórnunar-
lögin eru annars vegar,“ sagði Art-
húr Bogason, formaður Landssam-
bands smábátaeigenda.
„Ég hef þá trú að þorskstofninn okk-
ar sé stærri en mælingar vísinda-
manna segja til um. Ég vona að eitt-
hvað verði til þess að vísindamenn
viðurkenni að þetta sé rétt. Og næsta
ár verði árið sem þorskkvótinn byrj-
araðstækkaáný.“
Sigurður Sigurðarson:
Vígsludagur á
Skálholts-
hátíð
„Þegarmaður
hefurbæði
skipt umstarf
ogfluttsig
búferlumá
samaárinu
hljótaþeirat-
burðiraðtaka
mikiðrúm
meðalminn-
ingannafrá
þvíári.
Hvorttveggja
gerðist hjá mér á árinu 1994 og hlýtur
það í minningunni að verða nokkurt
tímamótaár í fjölskyldu minni," seg-
ir séra Sigurður Sigurðarson vígslu-
biskup. „Samnefnari þess verður í
huga mínum vígsludagur minn á
Skálholtshátíð. Minnisstætt er mér
einnig hvemig ég með nýjum hætti
varð þess var aö Skálholt á marga
velunnara og vini sem binda vonir
við vöxt og viðgang staðarins.
Þegar hugsað er til komandi árs blas-
ir við að það er kosningaár. I því
sambandi vil ég vona að ekki verði
sú upplausn í stjórnmálalífinu að
erfitt verði að mynda góða ríkis-
stjórn. Allir stjórnmálaflokkar eiga á
að skipa hæfu fólki til að fara með
völd. Vandinn er aðeins sá að finna
traustan grundvöll til samstarfs.
Kirkjan, sem stöðugt biður fyrir
stjórnvöldum, vill að stjómvöld séu
styrk í þvi að þjóna þjóðinni og segja
henni satt.“
Sjofn Har:
Hlýlegar
móttökur í
London
„Mérersýn-
inginmíní
London eftir-
minnilegust
ogþærhlý-
legu mótttök-
ursemég
fékk, einnig
frábæroggóð
frammistaöa
Jakobs Frí-
manns Magn-
ússonarsem
vinnur óeigingjart starf í þágu lista-
manna. Það var líka eftirminnilegt
að fara til Finnlands og vinna að lýð-
veldispeningnum fyrir Þroskahjálp.
Þá fórum viö hjónin í mjög skemmti-
lega siglingu með Heimsklúbbi Ing-
ólfs um Karíbahaf," segir Sjofn Har
myndlistarkona.
„Næsta takmark hjá mér að halda
sýningu í Bandaríkjunum á næsta
ári, fyrst Bretamir tóku mér svona
vel.“
Gunnar Ragnars:
Upplifun að fá
nýtt skip
„Þaðvarmik-
il upplifun að
við keyptum
nýttogstórt
ogrnyndar-
legtskipsem
fékknafnið
Svalbakur.
Þaðeralltaf
stórkostlegt
þegarný skip
bætastíhóp-
inn.Þarsem
það var svo langt síðan ég hafði farið
útá sjó er mér eftirminnilegt að ég
sigldi með einu skipinu okkar, Kald-
bak, til Póllands þar sem það fór í
viðgerð. Það var afskaplega ánægju-
legt og mikil tilbreyting," segir
Gunnar Ragnars, framkvæmdastjóri
ÚA.
„Ég vona að fiskistofnarnir okkar
fari að rétta úr sér á nýju ári og að
við berum gæfu til að ganga skyn-
samlega um þá. Ég vona einnig að
við berum gæfu til að fara ekki að
krukka í þetta fiskveiöistjómunar-
kerfi sem við erum búin að koma
okkur upp á löngum tíma. Það litist
mérekkiá."
Bima Bragadóttir:
Gaman að
hitta Mandela
„Þettaárhef-
urveriðvið-
burðaríktog
skemmtilegt
fyrirmig.
Ferðin til
Suður-Afríku
varmjögeft-
irminnilegog
þaðvargam-
anaðhitta
Nelson Mand-
elaogkóng-
inn í Svasílandi en hann á sex kon-
ur. Það var líka gaman að fara í skoð-
unarferðir og sjá ýmislegt sem mað-
ur hafði ekki fengiö tækifæri til að
kynnast. Og svo auövitað að fá að
vera fulltrúi fyrir land og þjóð,“ seg-
ir Bima Bragadóttir, ungfrú Norður-
lönd.
„Ég stefni á að klára stúdentsprófið
á næsta ári og svo langar mig að fara
í eitthvað skemmtilegt framhalds-
nám. Ég er ekki búin að gera upp
hug minn en mig langar að læra gull-
smíöi eða auglýsingasálfræði."
Guðjón A. Kristjánsson:
Sögulegt
prófkjör
„Ætliþátt-
takamíní
prófkjöri
Sjálfstæðis-
flokksins á
Vestfjörðum
sémérekki
minnisstæð-
ustáárinu
semeraðlíða.
Églentií
þriðja sæti
meðaðeins32
atkvæða mun og fékk svo ekki einu
sinni að una útkomunni. Þá er mér
minnisstæð þróunin í veiöum íslend-
inga í Barentshafi á þessu ári,“ segir
Guðjón A. Kristjánsson, forseti Far-
manna- og fiskimannasambands ís-
lands.
„Allir kjarasamningar era lausir á
næsta ári og erfitt að spá hvort kjara-
deilurnar leysast fyrir kosningar. Ég
ber hálfgerðan kvíðboga fyrir því að
ekki takist að ljúka samningum án
þess að það blandist saman við póh-
tíkina,“ segir Guðjón um það hvers
hann væntir á komandi kosningaári.
Haukur Halldórsson:
17.jum
„Éghef
blendnartil-
finningartil
hátíðahald-
anna lT.júní
þvíaðég var
einnafþeim
sem var sex
tímaíbíl með
prúðbúna
fjölskylduna
áleiðinniá
Þingvöll en
komst aldrei alla leið. Ákveðið var í
almennri atkvæðagreiðslu á árinu
að sameina Stéttarsambandið og
Búnaðarfélagið og sameiningin nær
einróma samþykkt á fundum sam-
takanna í haust,“ segir Haukur Hall-
dórsson, formaður Stéttarsambands
bænda.
„Ég óska þess að við fáum samhent-
ari ríkisstjórn en við höfum núna og
um efnahagsbata og aukna atvinnu
verði að ræða en ekki samdrátt og
aukið atvinnuleysi eins og að und-
anfórnu. Ég vona að takist að Gatt-
samningurinn verði útfærður þann-
ig að hægt verði að reka öflugan
landbúnað hér,“ segir Haukur.
Alfreð Gíslason:
Eignaðist son
áárinu
„Mérerefstí
hugaaðvið
hjónin eign-
uðumst son.
Þessiatburð-
ureraðsjálf-
sögðu mér
efsturíhuga.
Éghefmiklar
áhyggjuraf
óeirðunum í
fyrramJúgó-
slavíuenvið
vitum aldrei hvort þær breiöast út
um fleiri svæði Evrópu. Á þessu
vandamáli verður að vinna bug sem
allra fyrst meö öllum ráðum,“ sagði
Alfreð Gíslason handknattleiksmað-
ur.
„Ég vona að næsta ár verði skárra
en það sem við erum aö kveðja núna.
Það verður kannski rólegra á stjóm-
málasviðinu eftir stormasama at-
burði hin síðustu misseri. Vonandi
tekst okkur aö komast upp úr öldu-
dalnum þó ég sé ekki alltof bjartsýnn
í þeim efnum. Eins verður heims-
meistaramótið í handknattleik
spennandi viðburður.
Páll Magnússon:
Dóttirin
fluglæs
Þaðsemmér
er minnis-
stæðastfrá
síðasta árier
kvöld nokk-
urtþegarég
hafði verið að
lesafyrir
dótturmína,
semþá var
fimmára. Eft-
iraöéglauk
lestrinum
hélt hún áfram að skoöa myndirnar
í bókinni og ég fór að lesa mína bók.
Allt í einu byrjaði dóttirin að lesa
upphátt upp úr bókinni og ég upp-
götvaði mér til mikillar undrunar að
hún var fluglæs. Ég varð mjög hissa.
Þá haföi barnið lært sjálft að lesa en
hún var í ísaksskóla og hafði lært
aðkveðaaðorðum.
Ég vona að næsta ár verði skemmti-
legt og gjöfult, að Morgunpósturinn
haldi áfram að ganga jafnvel og byij-
unin hefur gefið til kynna og að menn
beri gæfu til þess að hætta að drepa
hver annan í fyrrum Júgóslavíu."
Smári Haraldsson:
Snjóflóð og
pólitík
„Méreru
annars vegar
minnisstæð
snjóflóðin hér
á Isafirði að-
faranóttð.
apríloghins
vegarsveita-
stjórnarkosn-
ingarnarí
maí sl. ogþá
sérstaklega
sigur R-list-
ans í Reykjavík. Pólitíkin hefur al-
mennt verið eftirminnileg á árinu,
úrsögn Jóhönnu Sigurðardóttur úr
Alþýðuflokknum, afsögn Guðmund-
ar Árna og hin mikla geijun á vinstri
væng stjórnmálanna. Einnig eru mér
ofarlega í huga stríðshörmungarnar
í fyrrum Júgóslavíu og þjóðarat-
kvæðagreiðslan í Noregi. Ég er
spenntur aö fylgjast með kosningun-
um í vor, hverjir bjóða fram og
hvernig þær fara og bjartsýnn á
næsta ár fyrir hönd okkar íslend-
inga. Ég vona að samdráttarskeiðinu
sé lokið og að hlutimir fari að ganga
upp á við hjá okkur í efnahagslífinu."
Vanda Sigurgeirsdóttir:
Tvöfaldur
sigurhjá
Breiðabliki
„Það sem
stendurupp
úrhjámérá
árinuerbik-
arúrslitaleik-
urinngegn
KRáLaugar-
dalsvellinum
ogaðviðBlik-
amir náðum
aðvinnatvö-
falttímsbil-
inu.Þárenn-
ur mér seint úr huga sigurleikurinn
með landsliðinu gegn Hollendingum
ytra í Evrópukeppninni," sagði
Vanda Sigurgeirsdóttir, þjálfari og
leikmaður Breiöabliks í knattspyrnu
og fyrirhði íslenska landsliðsins.
„Með nýju ári vona ég að Kristinn
Bjömsson, nýráðinn landsliðsþjálf-
ari kvennalandshösins, segi jafn
fyndna brandara og Logi Ólafsson,
fyrram landshðsþjálfari, og aö friður
muni ríkja á jörðu,“ sagði Vanda Sig-
urgeirsdóttir.
Skúli Eggert Þórðarson:
Nýttbamog
nýttheimili
„Áriðhefur
veriðgottfyr-
irmig, bæðií
starfiogper-
sónulega. Ég
eignaðist mitt
þriðjabarná
árinuogfjöl-
skyldan eign-
aðist nýtt
heimili. Að
þvíieytith
hefurárið
verið gott. í starfi hafa verið enda-
lausir möguleikar og mikil viðfangs-
efni. Verkefnum stofnunarinnar hef-
ur verið vel tekið og skhningur á
nauðsyn þeirra starfa. Mikh áhersla
hefur verið lögð á að þeir sem sæta
rannsókn hjá embættinu njóti fyllstu
hlutlægni og réttaröryggis af hálfu
mín og minna starfsmanna og svo
mun verða áfram á nýju ári.
Á nýja árinu vænti ég alls góðs, von-
ast til að eiga gott samstarf við starfs-
menn og utanaðkomandi og hlakk-a
th að sjá bömin mín þroskast á nýju
ári.“
Jóhann Geirdal:
Bruninn í
blokkinni
„Þaðsemupp
úrstendur
eru sveita-
stjórnarkosn-
ingarnar, sér-
staklegahérá
Suðurnesjum
þar semAl-
þýðubanda-
lagið fékk tvo
mennogvann
hraustlegan
sigur. Vinnan
öll í kringum það er hlutur sem ekki
gleymist né sameining sveitarfélag-
anna í kjölfarið. Svo er mér einnig
mjög minnisstæður bruninn í stóru
blokkinni þann 9. júní þar sem ég bjó.
Ég býst við að nýja áriö verði ár
átaka. Það eru kjarasamningar og
alþingiskosningar framundan og
væntanlega stjórnarmyndun í kjöl-
far þess. Ég vonast til þess að þau
átök komi th með að leiða af sér auk-
inn kjarajöfnuð.“
ÁgústEinarsson:
Uppstokkun í
stj‘ómmálum
„Mérer
minnisstæð-
ustfráliðnu
ári sú mikla
uppstokkun
semerað
verðaíís-
lenskum
stjórnmálum.
Flokkakerfið
eraðriðlast
ogþaðvar
kominn tími
th. Hin nýja hreyfmg Þjóðvaka sem
stendur fyrir ný vinnubrögð, traust
og heiðarleika mun vafahtið ná góð-
um árangri. Almenningur vih nýjar
áherslur og nýja stjómmálamenn. Á
næsta árfverða stjómmálin og Al-
þingiskosningamar í brennideph. Ég
spái góðum kosningaúrshtum fyrir
Þjóðvaka og nýrri ríkisstjóm. Ég tel
að næsta ár verði gott til lands og
sjávar og það mun ríkja meiri bjart-
sýni í þjóðfélaginu en nú er.“