Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.1994, Blaðsíða 31
30
FÖSTUDAGUR 30. DESEMBER 1994
FÖSTUDAGUR 30. DESEMBER 1994
43
I
Iþróttir_________________________________________________________’_______________________________________x>v__________dv
Enhenaríkvöid
Magnús Scheving þolfimimaður íþróttamaður ársins:
Stærsta stundin
Árlegt samsæti Einheija-
klúbbsins verður haldiö í Naust-
kjallaranum í kvöld og hefst
klukkan 18 en þar fá allir verð-
laun sem farið hafa holu 1 höggi
í ár.
Incemissirúr
Útlit er fyrir aö Paul Ince geti
ekki leikiö með Manchester Un-
ited í ensku knattspyrnunni
næstu vikumar vegna meiðsla.
Ásta kosin í Kópavogi
Ásta B. Gunnlaugsdóttir, knatt-
spyrnukona úr Breiðabliki, var í
fyrrakvöld útnefnd iþróttamaður
Kópavogs 1994 en íþróttaráð
Kópavogs stóð að kjörinu í ellefta
skipti.
Tap gegn Frakklandi
Drengjalandsliö íslands í knatt-
spyrnu tapaði fyrir Frökkum,
2-0, á alþjóðlega mótinu sem nú
stendur yflr í ísrael. Frakkar
skoruðu bæði mörk sín í síðari
hálfleik. íslenska höið á frí í dag
en leikur á morgun við Tyrki sem
unnu Möltu, 4-0, í gær.
Sigurpáll bestur nyrðra
Sigurpáll Geir Sveinsson, kylf-
ingur úr Golfklúbbi Akureyrar,
var í gær útnefndur íþróttamað-
ur Norðurlands árið 1994, í kjöri
dagblaðsins Dags og lesenda j>ess.
Vemharð Þorleifsson, júdómað-
ur úr KA, varð annar og Jón
Amar Magnússon, fxjálsíþrótta-
maöur úr UMSS, varð þriðji.
Kvennaliðið númer tvö
íslenska kvennalandsliðið í
handknattleik varð í öðru sæti á
sjö liða móti sem lauk í Noregi í
fyrradag. Landsliðið tapaði fyrir
Toten, 12-10, í úrslitaleik en Tot-
en er eitt af efstu liðum norsku
1. deildarinnar. íslenska liðið
vann síðan 2. deildar lið Elveram,
3S-20, í æfingaleik.
Forteikur að pressuleik
Pressuleikurinn í handknatt-
leik fer fram í Víkinni í kvöld
klukkan 20 en þar mætir landsl-
iðið úrvalsliði sem lesendur DV
og Morgunblaðsins hafá valið.
Nánar er sagt frá því á bls. 39 en
rétt er að taka fram að tvö lið,
skipuð leikmönnum úr drengja-
landsliðinu, leika forleik í Vík-
inni og hefst hann klukkan 18.30.
ieardsleymeiddur
Peter Beardsley, enski landsl-
iðsmaöurinn hjá Newcastle,
missir af leikjum liðsins viö
Norwich og Manchester City í
úrvalsdeildinni í knattspymu um
áramótin vegna meiðsla.
Ball liklega í bann
Alan BaJl, framkvæmdastjóri
Southampton, á yfir höfði sér
leikbann eftir að hafa verið rek-
inn af varamannabekk liðsins í
leiknum við QPR í fyrrakvöld
fyrir að skamma línuvörð.
Keflvikingar
í báðum liðum
Körfuknattleiksdeild Keflavíkur
og Brosið í Keflavik standa fyrir
stórleik í körfuknattieik i Keflavfk.
Þá leika bikarmeistarar Keflavfk-
ur gegn Keflvíkingum sem leika
með öðrum iiðum í DHL-deildinní.
í liði brottlluttra verða Nökkvi
Már Jónsson, Guðjón Skúlason og
Pétur Guðmundsson, ailir í
Grindavík, Falur Harðarson og
Brynjar Haröarson í KR, Guöni
Hafsteinsson og Jonathan Bow í
Vai, Kristinn Friöriksson í Þór og
þeir Hjörtur Harðarson og Júlíus
Friðriksson sem leika eriendis.
Liösstjóri verður Axel Nikulásson,
jjálfari KR.
Auk leiksins veröa ýmis
skemmtiatriöi og keppendur og
áhorfendur munu spreyta sig 1
ýmsum þrautum.
Magnús Scheving, þolfimikappi úr
Ármanni, var í gær kjörinn íþrótta-
maður ársins 1994 af Samtökum
íþróttafréttamanna í hófi að Hótel Loft-
leiðum. Amór Guðjohnsen knatt-
spymumaður varð í öðru sæti og Mart-
ha Ernstdóttir, hlaupakona úr ÍR,
hafnaði í þriðja sæti.
Það er óhætt að segja aö Magnús
Scheving sé vel að þessari útnefningu
kominn. Hann varð íslandsmeistari í
þolfimi og sigraði þar með miklum yfir-
burðum. Hann varö Evrópumeistari í
greininni og lenti í ööru sæti á heims-
meistaramótinu sem fram fór í Japan
og var þar aðeins 0,04 stigum á eftir
heimsmeistaranum. Magnús er góð
fyrirmynd, er bindindismaður á vín og
tóbak og er í alla staða glæsilegur
íþróttamaöur. En átti hann sjálfur von
á að hreppa styttuna eftirsóttu sem var
nú afhent í 39. sinn?
„Ég hélt náttúrlega í vonina þar sem
ég var á topp tíu listanum en ég hélt
ekki að íþróttafréttamenn, með fullri
virðingu fyrir þeim, myndu hreinlega
velja þolfimimann. Þeir taka mikla
áhættu með því, þetta er ný grein og
þeir eiga örugglega eftir að fá skot á
sig fyrir þetta val. Ég er þeim hins veg-
ar mjög þakklátur. Auðvitað hefur
maður stundum verið súr út í frétta-
mennina en þegar öllu er á botninn
hvolft hafa þeir alltaf tekið manni opn-
um örmum,“ sagði Magnús við DV
skömmu eftir að kjörinu hafði verið
lýst.
- Er þetta stærsta stundin í lífi þínu?
„Já, ég held aö þaö sé engin spurn-
ing. Maður er búinn að horfa á íþrótta-
menn taka við styttunni frá því að
maður var lítið barn og hefur litið upp
til íþróttamanna sem hafa orðið fyrir
valinu. Þetta er mesta viðurkenning
sem ég hef fengið fyrir það sem ég hef
gert. Þetta er mikill heiöur fyrir mig
því ég var þarna að berjast við marga
íþróttamenn sem hefðu átt þennan titil
svo sannarlega skilinn. Ég er að taka
við þessum bikar fyrir hönd allra þess-
ara íþróttamanna."
„Auðvitaö er alltaf matsatriði hvaða
íþrótt þykir betri eða erfiðari en önn-
ur. Þolfimi er hins vegar sú íþrótt sem
sameinar flestar aðrar íþróttagreinar.
Þú þarft að hafa snerpu, vera sterkur,
vera liðugur, vera músíkalskur, að
hafa takt, geta samiö og að geta komið
fram og staðiö einn. íþróttafréttamenn
hafa séð að þessi íþrótt er erfið og gert
sér grein fyrir því og hafa því valið
mig sem íþróttamann ársins. Þessi út-
nefning er oíboðslega mikill heiður fyr-
ir þolfimi á íslandi í dag.“
Hverju breytir þessi útnefning fyrir
þig?
„Hún breytir kannski engu fyrir mig
í sjálfu sér nema bara heiðurinn sem
ég á eftir að nærast á um ókomna tíð.
Þetta auðveldar mér þegar ég þarf að
tala við börn og unglinga í skólum,
bæði af því aö ég stend alveg statt og
stöðugt við það að þú nærð engum ár-
angri með því að reykja og neyta áfeng-
is. Þetta mun hins vegar virka eins og
vitamínssprauta fyrir þolfimigreinina
hér á landi. Það stunda um 8.000 manns
þessa íþrótt milli 17 og 19 á daginn svo
þetta er ein íjölmennasta íþróttagrein-
in hér á landi þó svo að það fari kannski
ekki mikið fyrir keppni."
- Ekki ætlar þú að hætta keppni þegar
þessi eftirsótti titill er nú í höfn?
„Ég ætla mér að halda áfram aö æfa
og keppa enda hefur þaö auðveldað
manni að halda áfram eftir að íþrótta-
greinin komst undir hatt ÍSÍ. Núna get
ég einbeitt mér að því að keppa og auð-
veldara verður að fjármganga allar
ferðir. Ég hef sett mér það markmið
að verða í betra formi 40 ára gamall
heldur en ég er í dag 30 ára gamall,"
sagði Magnús aö lokum.
Sögulegur landsleikur 1 körfu 1 Hveragerði:
Enskir fóru í fýlu
og gengu af velli
- íslenskur sigur 1 þriðja landsleiknum gegn Englendingum
Sveinn Helgason, DV, Hveragerðu
Þriöji og síðasti vináttuleikur ís-
lands og Englands í körfuknattleik
sem fram fór í Hveragerði í gær-
kvöldi reyndist enginn vináttuleikur
í raun. Harkan var gífurleg og þegar
20 sekúndur vora eftir fékk Lazslo
Nemeth, þjálfari enska liðsins, tvö
tæknivíti og gekk þá af leikvelli með
lið sitt. Þá var staðan 105-101 fyrir
ísland. Þetta var fyrsti landsleikur-
inn sem háður er í Hveragerði og
kannski táknrænt fyrir bæinn aö
upp úr skyldi sjóða þar!
„Við komum til leiks með réttu
hugarfari og voram ákveðnir í aö
tapa ekki aftur fyrir þeim. Við náð-
Lazslo Nemeth er frægur hér á landi
fyrir líflega framkomu og í gærkvöldi
gekk hann af leikvelli með lið sitt.
íslaml - Engtond (55-53) 105-101
6-9, 17-17, 24-19, 26-30, 34-34, 43-48, 47-50, (55-53), 61-56, 68-62, 70-70, 76-77,
86-77, 92-85, 99-99, 105-101.
• Stig íslands: Guðmundur 24, Herbert 21, Valur 16, Falur 12, Magnús 11,
Brynjar Karl 6, Hinrik 6, Jón Arnar 5, Nökkvi Már 2, Marel 2.
• Stíg Englands: Baker 21, Höggins 20, Austin 11,
Scaddiebury 8, Whyte 8, Vorulatís 8, Brown 8, Dunkley
5, Nelson 5, Sims 4, Harvey 2, Paine l.
3ja stiga körfur: ísland 3, England 4.
Dómarar: Leifur S. Garðarsson og Einar Ólafsson,
þokkalegir. Áhorfendur: 300.
Maður leiksins: Guðmundur Bragason.
um upp góðri baráttu, sérstaklega í
síðari hálfleik, og náðum að stíga þá
vel út í fráköstunum," sagði Herbert
Arnarsson, sem var besti leikmaður
íslands í gærkvöldi ásamt Guðmundi
Bragasyni.
Leikurinn var jafn og spennandi
allan tímann en hitinn í leikmönnum
var mikill og allir virtust yfirspennt-
ir. Alls voru dæmdar 70 villur á liðin
í leiknum, og þar af ótal tæknivillur,
og Nökkvi Már Jónsson var rekinn
af leikvelli.
„Það var fullheitt í kolunum í kvöld
en samt er ég ánægður með margt í
leiknum. Hann lofar góðu fyrir Evr-
ópukeppnina næsta sumar,“ sagði
Torfi Magnússon, landsliðsþjálfari
íslands.
Lazslo Nemeth, sem íslenskir
körfuknattleiksáhugamenn þekkja
vel síðan hann þjálfaði KR og lands-
liðið, vildi ekki ræða mikið um atvik-
ið fáheyrða í lokin en sagði að dómar-
amir heföu ekki haft stjórn á leikn-
um.
„Sigur íslands var sanngjarn og
góð hittni liðsins úr vítaköstum á
lokakaflanum réö úrslitum. Mínir
menn vora í villuvandræðum allan
tímann og þaö hafði áhrif á leik
þeirra," sagði Lazslo Nemeth.
Flugeldasala Víkings
í Víkinni
Góöir flugeldar frá Hjálparsveit skáta
á góöu verði.
Opið miövikudag, fimmtudag og föstu-
dag kl. 10-23, gamlársdag kl. 10-16.
Heildarúrslit í kjörinu á
íþróttamanni ársins 1994
1. Magnús Scheving, Ármanni-þolfimimaður............................ 395
2. Amór Guöjohnsen, Örebro - knattspyrnumaður...........................280
3. Martha Ernstdóttir, ÍR - fxjálsíþróttamaður........................ 126
4. PéturGuðmundsson.KR-fijólsíþróttamaður..............................114
5. Siguröur Sveinsson, Selfossi/Víkingi - handknattleiksmaður...........73
6. JónArnarMagnússon.UMSS-fijáisíþróttamaður......................... 69
7. Jóhannes R. Jóhannesson -snókerleikari................................53
8. Ásta B. Gunnlaugsdóttír, Breiðablikí - knattspyrnumaöur...............50
9. Geir Sveinsson, Alzira/Val - handknattleiksmaður......................47
10. Vanda Sigurgeírsdóttir, Breiðabliki - knattspymumaður................41
11. Geir Sverrisson, Ármanni -frjálsíþróttamaður.;.......................37
12. Vernharð Þorleifsson, KA -júdómaður..................................36
13. Ásta S. Halldórsdóttír, ísafirði - skíðamaöur........................34
14. Sigursteinn Gíslason, Akranesi - knattspymumaður.....................28
15. Sigrún Huld Hrafhsdóttir, Ösp - sundmaður............................26
16. Sigurbjörn Bárðarson, Fáki - hestaíþróttamaður......................23
17. Teitur Örlygsson, Njarðvík - körfuknattleiksmaður....................20
18. Margrét Ólafsdóttir, Breiöabliki - knattspymumaður...................18
19. Þorvaldur Örlygsson, Stoke City - knattspyrnumaður...................17
20. ÓlafurEiríksson.ÍFRogKR-sundmaður....................................16
21. BirkirKristmsson.Fram-knattspyrnumaður...............................10
22. -23. GuðmundurBragason.Grindavík-körfuknattleiksmaður.................9
22.-23. Broddi Kristjánssons TBR - badmintonmaður.........................9
24.-25. Herbert Arnarsson, IR - körfuknattleiksmaður......................7
24.-25. Guðmundur Stephensen, Víkmgi-borðtennismaður......................7
26.-29. Olga Færseth, Breiðabliki/Keflavík - körfukn. og knattspymumaöur.6
26.-29. Patrekur Jóhannesson, Stjömunni/KA - handknattleiksmaður.........6
26.-29. Bergsveinn Bergsveinsson, FH/Aftureldingu - handknattleiksmaður..6
26.-29. Eyjólfúr Sverrisson, VIB Stuttgart/Besiktas - knattspyrnumaður...6
30.-31. Sigurpáll Geir Sveinsson, GA - golfleikari.......................5
30.-31. Guöjón Skúlason, Keflavík/Grindavík - körfuknattleiksmaður........5
32.-36. Ulfar Jónsson.Keili-golfleikari.............................. .4
32.-36. Guðrún Arnardóttir, Armanni - ftjálsíþróttamaðúr..................4
32.-36. SigurðurBergmann, Grindavík-júdómaöur.............................4
32.-36. Elva Rut Jónsdóttír, Björk -flmleikamaður.........................4
32.-36. Guðjón Guömundsson, Ármanni - fimleikamaður.......................4
37.-38. Karen Sævarsdóttír, GS - golfleikari............................ 2
37.-38. Rúnar Jónsson-bifrelðaiþróttamaöur................................2
39.-41. OrríBjömsson.KR-glímumaður........................................1
39.-41. Elsa Nielsen, TBR - badmintonmaður................................1
39.-41. Amar Freyr Ólafsson, HSK, sundmaöur..............................1
Houston slapp
Ótrúleg tilþrif hjá Vernon Maxwell forð-
uðu meisturum Houston frá tapi gegn
Golden State á heimavelli í NBA-deildinni
í nótt. Maxwell náði boltanum af miklu
harðfylgi eftir slæma sendingu félaga síns
og skoraði með 3ja stiga körfu þegar ein
sekúnda var eftir, 126-124.
Toppliðið Orlando mátti sætta sig við
ósigur í Charlotte, 125-123, og það voru
Hersey Hawkins og Muggsy Bogues sem
gerðu út um leikinn í lokin.
Úrslit í NBA-deildinni í nótt:
Miami - LA Clippers..............126-83
Rice 35 - Ellis 11.
Charlotte - Orlando..............125-123
Hawkins 23, Bogues 18 - Shaq 30/17.
Atlanta - San Antonio............127-121
Houston - Golden State...........126-124
Olajuwon 42 - Hardaway 32, Sprewell 25,
Gugliotta 18/12.
LA Lakers - Seattle.............. 96-95
Ceballos 35, Campbell 28 - Schrempf 26.
Portland - Denver................104-93
Robinson 27, Strickland 16 - Abdul-Rauf 18.
Tyrone Corbin skoraði átta stig í fram-
lengingu þegar Atlanta stöðvaði sigur-
göngu San Antonio. Miami vann sinn
stærsta sigur í sögunni þegar botnlið
Clippers kom í heimsókn. Velgengni LA
Lakers heldur áfram og liðið vann sinn
fyrsta sigur á Seattle í síöustu sjö viður-
eignum félaganna.
Stúlkurnar unnu aftur
Stúlknalandshðið í körfuknattleik sigraði Eistland, 67-66, á Norðurlandamótinu í
Noregi í gær. Þetta var annar sigur íslands, sem haföi ekki áður unnið leik á þessu
móti. Júlía Jörgensen var stigahæst með 21 stig. Piltalandsliðið tapaði hins vegar tvíveg-
is á NM í Svíþjóð, 71-85 fyrir Eistlandi og 65-88 fyrir Svíþjóð. Páll Vilbergsson var stigæ
hæstur í báðum leikjum, með 22 stig í þeim fyrri og 28 í þeim síðari.
Iþróttir
Magnús Scheving
burðum og er afar vel að titlinum og heið
þolfimimaður með bikarinn glæsilega eftir útnefninguna i gærkvöldi. Magnús sigraði í kjörinu með miklum yfir-
ðrinum kominn enda frábær iþróttamaður og glæsileg fyrirmynd iþróttaæsku landsins. DV-mynd Brynjar Gauti