Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.1994, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.1994, Blaðsíða 25
FÖSTUDAGUR 30. DESEMBER 1994 25 Tvær sprengjur koma upp í borgarstjórn og Ingibjörg Sólrún þarf að miðla málum. upp samstarf viö kanadíska aðila og sýnist mér þær breytingar verða í maí. Fræðsluefni mun aukast til muna hjá Sjónvarpinu. Erlent blað mun bjóöa íslensku dagblaði sam- starf. A Stöð 2 sé ég miklar svipting- ar og átök munu verða þar í maí og lok júlí. Mannabreytingar veröa og sömuleiðis áherslubreytingar í efnis- vali. Vorið á íslandi verður mjög gott og sumarið sæmilegt. Þó verða tvö flóð, annað í apríl en hitt í lok júní, á Suðurlandi og Norðvesturlandi. Þá skellur á aftakaveður á Vesturlandi í febrúar og einnig verða tveir óveð- urskaflar á Norðurlandi. Mikill snjór verður á Sigluíjarðarsvæðinu í mars. Það verða smákippir í kringum Heklu og einnig verða skjálftar á Grímseyjarsvæðinu. Reyndar finnst mér ekki verða stór kippur á íslandi fyrr en árið 1998. Garðyrkjubændur á íslandi eiga eftir að gera það gott og mér sýnist sú ræktun eiga eftir að vekja athygli í framtíðinni og verða gjaldeyris- skapandi. Góð loðnuveiði Loðnuveiði verður mikil í febrúar og aftur í október. Skipastóllinn á eftir að breytast og minni bátar koma frekar til sögunnar. Lögfræðistéttin á íslandi á eftir að bíða álitshnekki út af tveimur stór- um málum sem koma upp. Þau verða til þess að þaö verður tekið á siðferð- inu í þeirri stétt en þar kraumar ýmislegt í pottunum sem þarf að komast upp á yfirborðið. Mikil umræða á eftir að verða um Tryggingastofnun ríkisins á árinu 1995 og þar eiga eftir að verða mikil slagsmál. Sú umræða mun snerta kosningabaráttuna. Einnig verða mál apótekara viðamikil í umræð- unni og einhverjar breytingar verða hjá þeirri stétt. Fyrir árslok verður komin upp mikil umræða um nýtt skipafélag en það mun líta dagsins Ijós í byrjun árs 1996. Ég sé sjúkraliðaverkfallið ekki leysast fyrr en að þremur vikum Uðnum en þegar því lýkur taka hjúkrunarfræðingar við. Sjúkraliða- deilan leysist óvænt en ekki fyrr en nýr samningsaöili kemur inn í málið. Á árinu 1995 munu gerast söguleg- ar sættir milli tveggja stjórnmála- manna sem lengi hafa eldað grátt silfur. Þessir menn eru í Sjálfstæðis- flokki og Framsóknarflokki. Málið snýst um gamla rimmu. íslensk kvikmynd fær viðurkenningu í heimi íslenskra kvikmynda munu koma upp mjög stór og góð mál. ís- lensk kvikmynd mun njóta vel- gengni í Cannes og erlendir kvik- myndagerðarmenn munu bta til ís- lands. Bridgespilararnir okkar munu aft- ur gera góða hluti á heimsmæli- kvarða og við munum eignast nýjan Guðmundur Árni virðist fá uppreisn æru. sundsnilling. Handboltamönnum mun einnig ganga vel á mótinu sem verður í vor en það eru mjög ánægju- legir straumar í kringum það mót. Einnig fær íslenskúr rithöfundur mikla viðurkenningu í útlöndum í nóvember. Og íslenskur kór á eftir að hljóta viðurkenningu á Norður- löndum. Hins vegar sé ég skjálfta í kringum Þjóðleikhúsið og einhver rimma kemur þar upp meðal starfsfólks í lok febrúar. Atökin snúast um val á leikurum í eitthvert verk. Díana til íslands Margt frægt fólk á eftir að heim- sækja ísland og mér sýnist að Díana prinsessa muni koma hingað til lands. Margir áhrifamenn munu heimsækja landið og ráðstefnur verða fjölmargar í haust. Einnig verða margir frægir tónlistarmenn hér á ferðinni og ekki kæmi mér á óvart að sjálfur Rod Stewart héldi tónleika hér. Einhver hátíð verður á Þingvöllum í júlí og tekin veröur ákvörðun um að gera nýjan Þingvallahring. Mér finnast vera miklar breytingar í kringum páfann á árinu 1995 sem ég get þó ekki skilgreint nánar. Clin- ton Bandaríkjaforseti veröur eitt- hvað tengdur Islandi frá júlí til sept- ember. Clinton á eftir að lenda í ein- hvers konar árás sem hann jafnar sig á. Mér finnst jafnframt að tveir ungir áhrifamenn, menn á miðjum aldri, muni farast á árinu sem er að koma. Forseti íslands þarf að taka að sér málamiðlunarstörf á árinu, bæði innanlands og utan. Eitthvað gæti það tengst stjórnarmyndun. Fyrir lok ársins verða komin upp þrjú nöfn með væntanlegum forsetaframbjóð- endum. Eitt þeirra mun koma mjög á óvart. Sundrung í borgarstjórn Borgarstjóranum okkar mun farn- ast vel í starfi. Þó mun hún þurfa að halda hópnum saman en hættan ligg- ur pínulítið í sundrungu. Tvisvar sinnum munu koma upp miklar sprengjur á árinu í þessu samstarfi. Það mun trufla Ingibjörgu í því að ná fram hversu miklir kraftar fara í að mynda samstöðu. Þetta verður ekki átakalaust tímabil í borgar- stjóm, hvorki fyrir stjórnarandstöð- una né stjóm. Kvennalistinn mun hins vegar njóta góðs af Ingibjörgu Sólrúnu. Guðmundur Árni mun ekki gjalda þeirrar umræðu sem var um hann í haust en það eiga eftir að verða gríð- arleg átök í prófkjöri Alþýðuflokks- ins á Reykjanesi og þar verða sær- indi. Það verða diplómatískir samn- ingar þar. Jóhanna Sigurðardóttir á eftir aö standa sig vel en ég get ekki séð fyr- ir mér að flokkur hennar eigi eftir að verða langlífur. Mikið þrætumál kemur upp í þjóð- félaginu vegna viðbyggingar við Al- þingishúsið og fólk verður almennt ekki ánægt með þá teikningu sem lögö verður fram, né arkitekt. Að öðru leyti fmnst mér bjart yfir ís- landi árið 1995. Páfinn verður í sviðsijósinu á árinu. Líkur eru á að Rod Stewart haldi tónleika á íslandi. AUGLÝSING UM INNLAUSNARVERÐ VERÐTRYGGÐRA SPARISKÍRTEINA RÍKISSJÓÐS INN LAUSN AR VERÐ* FLOKKUR INNLAUSNARTÍMABIL 10.000 GKR. 1976-2.fl. 25.01.95-25.01.96 kr. 13.927,09 1977-1 .fl. 25.03.95 - 25.03.96 kr. 12.998,61 1978-1.fl. 25.03.95 - 25.03.96 kr. 8.813,32 1979-1 .fl. 25.02.95 - 25.02.96 kr. 5.827,74 INNLAUSNARTÍMABIL INNLAUSNARVERÐ* FLOKKUR Á KR. 10.000,00 1981-1.fl. 25.01.95-25.01.96 kr. 234.004,30 1985-1 .fl.A 10.01.95- 10.07.95 kr. 66.190,90 1985-1 .fl.B 10.01.95 - 10.07.95 kr. 33.648,10** 1986-1 .fl.A 3 ár 10.01.95- 10.07.95 kr. 45.624,50 1986-1.fl.A4 ár 10.01.95 - 10.07.95 kr. 51.714,50 1986-1.fl A6 ár 10.01.95- 10.07.95 kr. 53.899,30 1986-1.fl.B 10.01.95 - 10.07.95 kr. 24.816,70** 1986-2.fl.A4 ár 01.01.95-01.07.95 kr. 42.784,50 1986-2.fl.A 6 ár 01.01.95-01.07.95 kr. 44.505,80 1987-1.fl.A2 ár 10.01.95- 10.07.95 kr. 35.796,60 1987-1.fl.A4 ár 10.01.95 -10.07.95 kr. 35.796,60 1989-1 .fl.A 2,5 ár 10.01.95-10.01.96 kr. 17.889,90 *) Innlausnarverð er höfuðstóll, vextir, vaxtavextir og verðbætur. **) Við innlausn fylgi ógjaldfallnir vaxtamiðar spariskírteinis. Innlausn spariskírteina ríkissjóðs fer fram í afgreiðslu Seðlabanka íslands, Kalkofnsvegi 1, og liggja þar jafnframt frammi nánari upplýsingar um skírteinin. Reykjavík, 30. desember 1994. SEÐLABANKIÍSLANDS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.