Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.1994, Page 25

Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.1994, Page 25
FÖSTUDAGUR 30. DESEMBER 1994 25 Tvær sprengjur koma upp í borgarstjórn og Ingibjörg Sólrún þarf að miðla málum. upp samstarf viö kanadíska aðila og sýnist mér þær breytingar verða í maí. Fræðsluefni mun aukast til muna hjá Sjónvarpinu. Erlent blað mun bjóöa íslensku dagblaði sam- starf. A Stöð 2 sé ég miklar svipting- ar og átök munu verða þar í maí og lok júlí. Mannabreytingar veröa og sömuleiðis áherslubreytingar í efnis- vali. Vorið á íslandi verður mjög gott og sumarið sæmilegt. Þó verða tvö flóð, annað í apríl en hitt í lok júní, á Suðurlandi og Norðvesturlandi. Þá skellur á aftakaveður á Vesturlandi í febrúar og einnig verða tveir óveð- urskaflar á Norðurlandi. Mikill snjór verður á Sigluíjarðarsvæðinu í mars. Það verða smákippir í kringum Heklu og einnig verða skjálftar á Grímseyjarsvæðinu. Reyndar finnst mér ekki verða stór kippur á íslandi fyrr en árið 1998. Garðyrkjubændur á íslandi eiga eftir að gera það gott og mér sýnist sú ræktun eiga eftir að vekja athygli í framtíðinni og verða gjaldeyris- skapandi. Góð loðnuveiði Loðnuveiði verður mikil í febrúar og aftur í október. Skipastóllinn á eftir að breytast og minni bátar koma frekar til sögunnar. Lögfræðistéttin á íslandi á eftir að bíða álitshnekki út af tveimur stór- um málum sem koma upp. Þau verða til þess að þaö verður tekið á siðferð- inu í þeirri stétt en þar kraumar ýmislegt í pottunum sem þarf að komast upp á yfirborðið. Mikil umræða á eftir að verða um Tryggingastofnun ríkisins á árinu 1995 og þar eiga eftir að verða mikil slagsmál. Sú umræða mun snerta kosningabaráttuna. Einnig verða mál apótekara viðamikil í umræð- unni og einhverjar breytingar verða hjá þeirri stétt. Fyrir árslok verður komin upp mikil umræða um nýtt skipafélag en það mun líta dagsins Ijós í byrjun árs 1996. Ég sé sjúkraliðaverkfallið ekki leysast fyrr en að þremur vikum Uðnum en þegar því lýkur taka hjúkrunarfræðingar við. Sjúkraliða- deilan leysist óvænt en ekki fyrr en nýr samningsaöili kemur inn í málið. Á árinu 1995 munu gerast söguleg- ar sættir milli tveggja stjórnmála- manna sem lengi hafa eldað grátt silfur. Þessir menn eru í Sjálfstæðis- flokki og Framsóknarflokki. Málið snýst um gamla rimmu. íslensk kvikmynd fær viðurkenningu í heimi íslenskra kvikmynda munu koma upp mjög stór og góð mál. ís- lensk kvikmynd mun njóta vel- gengni í Cannes og erlendir kvik- myndagerðarmenn munu bta til ís- lands. Bridgespilararnir okkar munu aft- ur gera góða hluti á heimsmæli- kvarða og við munum eignast nýjan Guðmundur Árni virðist fá uppreisn æru. sundsnilling. Handboltamönnum mun einnig ganga vel á mótinu sem verður í vor en það eru mjög ánægju- legir straumar í kringum það mót. Einnig fær íslenskúr rithöfundur mikla viðurkenningu í útlöndum í nóvember. Og íslenskur kór á eftir að hljóta viðurkenningu á Norður- löndum. Hins vegar sé ég skjálfta í kringum Þjóðleikhúsið og einhver rimma kemur þar upp meðal starfsfólks í lok febrúar. Atökin snúast um val á leikurum í eitthvert verk. Díana til íslands Margt frægt fólk á eftir að heim- sækja ísland og mér sýnist að Díana prinsessa muni koma hingað til lands. Margir áhrifamenn munu heimsækja landið og ráðstefnur verða fjölmargar í haust. Einnig verða margir frægir tónlistarmenn hér á ferðinni og ekki kæmi mér á óvart að sjálfur Rod Stewart héldi tónleika hér. Einhver hátíð verður á Þingvöllum í júlí og tekin veröur ákvörðun um að gera nýjan Þingvallahring. Mér finnast vera miklar breytingar í kringum páfann á árinu 1995 sem ég get þó ekki skilgreint nánar. Clin- ton Bandaríkjaforseti veröur eitt- hvað tengdur Islandi frá júlí til sept- ember. Clinton á eftir að lenda í ein- hvers konar árás sem hann jafnar sig á. Mér finnst jafnframt að tveir ungir áhrifamenn, menn á miðjum aldri, muni farast á árinu sem er að koma. Forseti íslands þarf að taka að sér málamiðlunarstörf á árinu, bæði innanlands og utan. Eitthvað gæti það tengst stjórnarmyndun. Fyrir lok ársins verða komin upp þrjú nöfn með væntanlegum forsetaframbjóð- endum. Eitt þeirra mun koma mjög á óvart. Sundrung í borgarstjórn Borgarstjóranum okkar mun farn- ast vel í starfi. Þó mun hún þurfa að halda hópnum saman en hættan ligg- ur pínulítið í sundrungu. Tvisvar sinnum munu koma upp miklar sprengjur á árinu í þessu samstarfi. Það mun trufla Ingibjörgu í því að ná fram hversu miklir kraftar fara í að mynda samstöðu. Þetta verður ekki átakalaust tímabil í borgar- stjóm, hvorki fyrir stjórnarandstöð- una né stjóm. Kvennalistinn mun hins vegar njóta góðs af Ingibjörgu Sólrúnu. Guðmundur Árni mun ekki gjalda þeirrar umræðu sem var um hann í haust en það eiga eftir að verða gríð- arleg átök í prófkjöri Alþýðuflokks- ins á Reykjanesi og þar verða sær- indi. Það verða diplómatískir samn- ingar þar. Jóhanna Sigurðardóttir á eftir aö standa sig vel en ég get ekki séð fyr- ir mér að flokkur hennar eigi eftir að verða langlífur. Mikið þrætumál kemur upp í þjóð- félaginu vegna viðbyggingar við Al- þingishúsið og fólk verður almennt ekki ánægt með þá teikningu sem lögö verður fram, né arkitekt. Að öðru leyti fmnst mér bjart yfir ís- landi árið 1995. Páfinn verður í sviðsijósinu á árinu. Líkur eru á að Rod Stewart haldi tónleika á íslandi. AUGLÝSING UM INNLAUSNARVERÐ VERÐTRYGGÐRA SPARISKÍRTEINA RÍKISSJÓÐS INN LAUSN AR VERÐ* FLOKKUR INNLAUSNARTÍMABIL 10.000 GKR. 1976-2.fl. 25.01.95-25.01.96 kr. 13.927,09 1977-1 .fl. 25.03.95 - 25.03.96 kr. 12.998,61 1978-1.fl. 25.03.95 - 25.03.96 kr. 8.813,32 1979-1 .fl. 25.02.95 - 25.02.96 kr. 5.827,74 INNLAUSNARTÍMABIL INNLAUSNARVERÐ* FLOKKUR Á KR. 10.000,00 1981-1.fl. 25.01.95-25.01.96 kr. 234.004,30 1985-1 .fl.A 10.01.95- 10.07.95 kr. 66.190,90 1985-1 .fl.B 10.01.95 - 10.07.95 kr. 33.648,10** 1986-1 .fl.A 3 ár 10.01.95- 10.07.95 kr. 45.624,50 1986-1.fl.A4 ár 10.01.95 - 10.07.95 kr. 51.714,50 1986-1.fl A6 ár 10.01.95- 10.07.95 kr. 53.899,30 1986-1.fl.B 10.01.95 - 10.07.95 kr. 24.816,70** 1986-2.fl.A4 ár 01.01.95-01.07.95 kr. 42.784,50 1986-2.fl.A 6 ár 01.01.95-01.07.95 kr. 44.505,80 1987-1.fl.A2 ár 10.01.95- 10.07.95 kr. 35.796,60 1987-1.fl.A4 ár 10.01.95 -10.07.95 kr. 35.796,60 1989-1 .fl.A 2,5 ár 10.01.95-10.01.96 kr. 17.889,90 *) Innlausnarverð er höfuðstóll, vextir, vaxtavextir og verðbætur. **) Við innlausn fylgi ógjaldfallnir vaxtamiðar spariskírteinis. Innlausn spariskírteina ríkissjóðs fer fram í afgreiðslu Seðlabanka íslands, Kalkofnsvegi 1, og liggja þar jafnframt frammi nánari upplýsingar um skírteinin. Reykjavík, 30. desember 1994. SEÐLABANKIÍSLANDS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.