Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.1994, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.1994, Blaðsíða 17
FÖSTUDAGUR 30. DESEMBER 1994 17 Miniiisstæðustu atburðir á árinu 1994 Arngrímur Jóhannsson: Neikvæð afstaða verkalýðs- félaga „Þaðsemer ferskastí mínu minni fráárinusem eraðlíöa,er þessi afstaða verkalýðs- hreyfingar- innartilný- sköpunaríat- vinnulifiáís- landisem maðurvarð áþreifanlega var við. Mér fmnst það leiðinlegt hve þessi afstaða verka- lýðshreyfingarinnar er neikvaeð. Annars hef ég haft ákaflega mikið að gera á þessu ári og áriö er eftir- minnilegt fyrir það,“ sagði Arngrím- ur Jóhannsson, forstjóri flugfélags- insAtlanta. „Ég vona að á næsta ári fáum við að vinna í saemilegum friði að okkar málum, en það má þó koma fram að við erum hjá Atlanta að draga okkur út úr landinu, að minnsta kosti að einhveijuleyti.“ Steingrímur Hermannsson: Gerðist Seðlabanka- stjóri „Mérerþað minnisstæð- astáárinu að égdrómigút úrstjómmál- umoggerðist Seðlabanka- stjóri. Það var fjölmargt sem þvífylgdi, bæðiper- sónulegtogí starfi. Arið hefur verið ánægjulegt með fjöl- skyldunni og barnabömunum og því fylgdu meiri ferðalög um landið en ég hef haft tíma fyrir áður. Ég náði að endumýja kynni mín af óbyggð- um og hálendi þar sem ég var mikið sem ungm- maður. Á nýju ári verður fróðlegt aö sjá úrslit kosninganna. Þó ég sé hættur í stjórnmálum held ég áfram að fylgjast vel með. Ég vænti þess að stöðugleiki haldi áfram, mér finnst menn vera farnir að skilja nauðsyn hans. Þó óttast ég að nauðsyn þess að halda stöðugleik- anum takist á við nauðsyn þess að bæta kjör þeirra sem lægstu launin hafa.“ Matthías Á. Mathiesen: Eftirminnileg þjóðhátíð „Þaðermér minnisstæð- astáliðnuári aðíslending- arhélduupp á 50 ára af- mælilýðveld- isins. Þetta varmjög ánægjuleg hátíðáÞing- völlum, helg- uð íslenskum börnum en því miður komust þangað ekki alhr sem vildu. Það var mjög ánægjulegt hvemig Ríkissjónvarpið gerði þeim kleift sem aldrei ætluðu til Þingvalla að fylgjast með hátíðar- höldunum. Það ljúka afiir upp einum munni um hve frábær frammistaða þeirra var. Þá held ég að lýðveldisaf- mæhð og undirbúningur þess hafi vakið mikla athygli á okkar fámennu þjóð í hinum stóra heimi því að ótrú- legur fjöldi fjölmiðla greindi frá 50 ára afmælinu og landi og þjóð,“ sagði Matthías Á. Mathiesen sem var formaður þjóðhátíðarnefndar. „Ég vænti þess á nýju ári að okkur takist að halda þannig á málefnum þjóðarbúsins að áframhaldandi stöð- ugleiki haldist því það hefur sýnt sig að það sem tekist hefur á undanfóm- um ámm er ómetanlegt og nú er það áframhaldið sem öhu skiptir." Eiríkur Guðnason: Bankastjóra- staöan „Þaðerauð- vitað nær- tæktfyrirmig aðnefna þessamiklu breytingu semvarðá yfirstjórn SeðlabankanS ogvarðaði mína hagi líkaþarsem égvarráðinn bankastjóri. Mér eru ofarlega í huga þær skipulagsbreytingar sem em að ganga í gildi í efnahagsumhverfmu. Gatt kemur th með að hafa nokkur áhrif á efnahagsumgjöröina og lokaáfanginn varöandi breytingu á gjaldeyrisreglum er að nást en þá eiga íslendingar sambærilega mögu- leika og aðhar í viðskiptalöndunum, bæði fyrirtæki og almenningur, um að ráðstafa sínu fé. Þetta er að mín- um dómi framfaraspor sem getur krafist meiri aga á stjórn efnahags- mála, t.d. ríkisfjármála, en ella væri.“ Tómas Guðmundsson: Stofnaði eigið fyrirtæki „Það minnis- stæðastaáár- inusemerað líðaereðli- legaþátttaka mín í ferðaá- takinu ísland -sækjumþað heimogsá árangursem náðist með þvíátakiog alltþaðfólk sem maður kynn ^st í þessu starfi. Annað sem ber hæst er að ég stofn- aði á árinu eigið fyrirtæki, íslensku hugmyndasamsteypuna, með sam- starfsmanni mínum í ferðaátakinu, Áma Sigurðssyni. Það er hehmikih áfangi að ráðast í slíkt verkefni í ljósi ástandsins í þjóðfélaginu," sagði Tómas Guðmundsson, fyrrum fram- kvæmdastjóri ferðaátaksins ísland - sækjumþaðheim. „Nýstofnað fyrirtæki er ofarlega í huga þegar horft er fram th næsta árs og ég vona að þaö haldi áfram að vaxa og dafna en það hefur farið vel af staö.“ Jón Amar Magnússon: íslandsmetin tvö „Það eruís- landsmetin tvösem standauppúr hjá mér, tug- þrautarmetið semégsettií Austurríki og langstökks- metiðþegar égnáði8 metrunumá Laugardals- velhnum. Það má segja að gamall draumur hafi ræst þegar ég náði langstökksmetinu því með því komst ég loksins á afrekaspjaldið sem hang- ir uppi undir stúku Laugardalsvah- arins,“ sagði Jón Amar Magnússon, frjálsíþróttamaður úr Ungmenna- sambandi Skagafjarðar. „Á næsta ári er þátttaka í heims- meistaramótinu í Gautaborg efst á listanum hjá mér og sennhega verð- ur það tugþrautin sem ég einbeiti mér að þar,“ sagði Jón Arnar. Magnús Oddsson: Silfurbrúð- kaup okkar hjóna „Það er erfitt aðmetaílok árshvaðer minnisstæð- astþegaraf mörguerað takaávið- burðaríku ári. Ég held þóaöégnefni lýðveldisaf- mæhð, átakið ísland-sækj- um það heim og síðast en ekki síst silfurbrúðkaup okkar hjóna. Það gleymist oft að það erfjarri því að vera sjálfgefið að fólk fái lifað í far- sælu hjónabandi í aldarfjórðung. Því hlýtur maður að nefna það í árslok meö þakklæti til þess sem öllu ræð- ur,“ sagði Magnús Oddsson, formað- ur Ferðamálaráðs íslands. Hvað varðar árið 1995 þá er mér efst í huga nauðsyn þess að takist að gera okkur bjartsýn og að við lærum að meta hve vel við erum sett hjá þess- ari þjóð í þessu landi.“ Tryggvi Baldursson: Norska nei-ið „Ímínum hugaberhæst 50áralýð- veldishátíö- ina, þó reynd- ar égogfjöl- skyldan vær- um erlendis þannl7.júní enáþannhátt sluppum við fráogmisst- umafum- ferðaröngþveitinu á Þingvallavegin- um. í öðru lagi ber að nefna norska nei-ið og möguleg áhrif þess, m.a. í framhaldi þá hótun Spánveija og Portúgala að koma í veg fyrir inn- göngu Svía, Finna og Austurríkis- manna í ESB vegna fiskveiðiheim- hda. Þetta er kúgun og vert umhugs- unarefni fyrir íslendinga," sagði Tryggvi Baldursson, formaður Fé- lags íslenskra atvinnuflugmanna. Ég óska þess að samtök atvinnurek- enda og launþega nái samkomulagi um skiptingu aukins hagvaxtar á nýju ári á þann hátt að það nýtist launþegum nú þegar þörfin er brýn en einnig um leið þjóðarbúinu th lengri tíma.“ Teitur Örlygsson: íslandsmeist- aratitillinn „Það sem fyrstkemur uppíhuga manns erað sjálfsögðu þegarvið Njarðvíking- arurðum ís- landsmeistar- aríkörfu- knattleik með sigriáGrind- víkingum í æsispennandi úrshtaleikjum í vor. Þetta var sjötti íslandsmeistaratitill minn með Njarðvík," sagði Teitur Örlygsson, einn af lykilmönnum úr- valsdeildarhðs Njarðvíkinga í körfu- knattleik. „Við stefnum á að halda okkar efsta sæti í úrvalsdeildinni og að vinna báða titlana sem í boði eru. Það er alltaf stefnt á þetta og það er komin hefð á að hafa alla vega annan bikar- inn hjá okkur,“ sagði Teitur Örlygs- son. Steinn Lárusson: Þjóðhátíð á Þingvöllum „Síðastliðið árbyijará þvíaðáfyrri hlutaársins vanriégað mjög skemmtilegu verkefni, einu stykkiþjóð- hátíð. Eg vannmeðfrá- bærufólki semlagðisig allt fram til að gera umhveríi og hluti á Þingvöllum sem besta sem áttu ekki að geta gert annað en takast. Eftir þjóðhátíð eru síðan ofarlega í huga manns öll þau leiðindi og upp- hlaup sem urðu eftir á þar sem átti að setja umferðarvandamál á okkar herðar. Að ööru leyti eru minningar rnjög góðar frá árinu. Hvað nýtt ár varðar, hef ég skipt um stól og er kominn aftur í mín gömlu ferðamál og væntingar eru miklar þar. Þær eru ef th vhl meiri en í mörgum öðr- um atvinnugreinum. Von mín er sú að næsta ár verði gjöfult th sjávar ogsveita." ÞARFTU AÐ FJARFESTA FYRIRÁRAMÓT? Fjárfesting í fasteign er vænlegur kostur. FASTEIGNABLAÐIÐ - Á NÆSTA BLAÐSÖLUSTAÐ INNLAUSNARVERÐ VAXTAMÐA VERÐTRYGGÐRA SPARISKlRTEINA RÍKISSJÓÐS Hinn 10. janúar 1995 er tuttugasti fasti gjalddagi vaxtamiða verðtryggðra spariskírteina ríkissjóðs í 1. fl. B 1985. Gegn framvísun vaxtamiða nr. 20 verður frá og með 10. janúar n.k. greitt sem hér segir: Vaxtamiði með 5.000 kr. skírteini = kr. 555,20 n ii 10.000 kr. skírteini = kr. 1.110,40 ii n 100.000 kr. skírteini = kr. 11.104,00 Hinn 10. janúar 1995 er átjándi fasti gjalddagi vaxtamiða verðtryggðra spariskírteina ríkissjóðs í 1. fl. B 1986. Gegn framvísun vaxtamiða nr. 18 verður frá og með 10. janúar n.k. greitt sem hér segir: Vaxtamiöi með 50.000 kr. skírteini = kr. 4.963,30 Ofangreind fjárhæð er vextir af höfuðstól spariskírteinanna fyrir tímabilið 10. júlí 1994 til 10. janúar 1995 að viðbættum verðbótum sem fylgja hækkun sem orðið hefur á lánskjaravísitölu frá grunnvísitölu skírteinanna. Athygli skal vakin á því að innlausnarfjárhæð vaxtamiða breytist aldrei eftir gjalddaga. Innlausn vaxtamiða ferfram gegn framvísun þeirra í afgreiðslu Seðlabanka íslands, Kalkofnsvegi 1, Reykjavík og hefst hinn 10. janúar 1995. Reykjavík, 30. desember 1994. SEÐLABANKIÍSLANDS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.