Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.1994, Blaðsíða 37

Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.1994, Blaðsíða 37
FÖSTUDAGUR 30. DESEMBER 1994 49 Þeir sem stunda erfiðar æílngar nú á kaldasta tíma ársins þurfa að þekkja áhrif kuldans á líkams- starfsemina. Öfugt við þaö sem margir halda er mjög kalt loft ekki óhollt fyrir lungun. Mikill raki tapast út með andardrættin- um í köldu veðri og veröur þvi vökvatap í samræmi við það oft meira en á heitum sumardegi. Gegn þessu má vinna með því að hafa treftl eöa þunnan klút fyrir vitunum sem hindrar völivatap að einhverju leyti. Mikilvægt er að láta tölurnar á hitamæhnum ekki blekkja sig heldur horfa eftir vindhraða þegar verið er að búa sig útaö skokka. Vindkæling get- ur margfaldaö áhrif kuldans, sér- staklega þegar skokkað er með vindinn í fangið og rétt að haga hlaupaleið sinni í samræmi við það í mjög mildum kulda. Sér- staklega þarf að huga að klæðn- aði og forðast allt sem heldur í sér raka eins og bómull. Ullin er til allra hluta best. Rétt er að hafa í huga aö 70% hitans tapast út um háls og höfuð og hyggja því vel að húfum og treflum. Skokkari sem Trimmsíðan þekk- ir fullyrðir að besta höfuðfatið til vetrarskokks sé svellþæfð lamb- húshetta úr lopa pijónuð af um- hyggjusemi aldraðrar móður. (UltraFit nóv. 1994) Jóla- kort hlaup- arans Þeir hlauparar sem hafa ástríðufullan áhuga á hlaupum og fylgjast grannt með mataræði sínu eiga iðulega erfiða daga um matarmiklar hátiöir eins og þær sem nú standa. Hlaupari sem hefur átt vanda til að hrasa á svelli freistinganna á þessu sviði fékk óvenjulegt jólakort frá þjálf- ara sínum. Þar stóð meðal ann- ars: „Eftir hvert kalóríu- og kó- lesterólsukk ber að refsa veik- lyndum búk roeð víðavangs- hlaupi til að svæla vessana út. Sem þjálfara rennur mér súreftv isríkt blóðið til skyldunnar. Sjá; yður er í dag jólaáætlun færð. Þorláksmessa: 10 km rólega að morgni. Aðfangadagur: Hádegis- skokk og jólabaö. Jóladagur: 13 km morgunhlaup og svo beint í jólaboð til mömmu. Annar jóla- dagur: Hvíld, e.t.v. sund. Milli hátíða sprettæfingar en hvíld fyr- ir gamlársdag vegna Gamlárs- hlaups ÍR sem aö sjálfsögðu skal mæta í. Aö kvöldi skal Bakkus blóta. EkM þarf að fjölyrða um að viötakandinn hefur farið og hyggst fara eftir skipunum þjálfa út í hörgui. Ekki gleyma Gaml- árshiaupinu. GamlárshlaupÍRer í dag kl. 13.00 og hefst að vanda við íþróttahús IR við Túngötu. Hlaupinn er rúmlega 9,5 km hringur um Seltjarnarnes, Ægis- íöu og Suðurgötu. Allir sem vilja láta taka mark á sér i skokkinu mæta á staöinn og brenna jólasp- ikinu á léttu skokki um vest- urbæinn. Trimm Að ganga á skíðum: Frábær al- Auður Ebenesersdóttir skíðagöngugarpur. DV-mynd Sveinn hliða þjálfun Nú fer í hönd gósentími þeirra sem ganga á skíðum. Um hátíðir hefur mátt sjá einn og einn göngugarp svífa fagurlega fram úr svifaseinum veg- farendum á göngustígum í Fossvogi, Elliðaárdal, Miklatúni og Laugardal en þetta eru helstu staðirnir sem Reykvíkingar sækja á til þess að hlaupa á skíðum. En bæði í Bláfjöll- um og Skálafelli eru skemmtilegar göngubrautir troðnar þegar skíða- svæðin eru opin og þess utan eru víðáttumiklir heiöaflákar á Mosfells- og Hellisheiði kjörin skíðalönd fyrir gönguskíði þó sennilega sé best að ráða byrjendum að halda sig í troðn- um brautum. Til þess að skrafa um ýmislegt sem lýtur að gönguskíöaiðkan fékk Trimmsíðan sér til halds og trausts sérfræðing á þessu sviði. Sú er Auður Ebenesersdóttir sem í vor lýkur námi við íþróttakennaraskólann á Laugarvatni. Auður er margfaldur og núverandi íslandsmeistari í skíða- göngu kvenna, fædd og uppalin á Isafirði með skíði á fótunum frá blautu barnsbeini eins og þar tíðkast. Hvemig áaðbyrja? Fyrsta spurningin er sú hvemig maður byrjar á því að verða slyngur göngugarpur á skíðum. „Flestir byija á því að fá lánuð skíöi til þess að vita hvort þeim finnst gaman en svo fara menn bara út á sínum skíð- um og byija aö ganga. Það geta flest- ir komist áfram með einhveiju móti,“ segir Auður. „Hitt er svo ann- að mál að til þess að fá eitthvaö að ráði út úr skíðagöngu, fá hjartað til að slá og komast eitthvað áfram er best að fá sér kennslu." Vandinn sem byrjendur standa frammi fyrir er sá aö erfitt er að nálgast kennslu á gönguskíðum. í fyrra var gerö lítils háttar tilraun með tilsögn í Laugardal og Bláfjöll- um á vegum Skíðasambandsins og sá Auður um hana. Af ýmsum ástæð- um gekk það ekki sem skyldi en ætl- unin er að taka aftur upp þráðinn í vetur og reyna að koma á lengri og Umsjón Páll Ásgeir Ásgeirsson skemmri námskeiðum fyrir byrjend- ur og lengra komna. „Margir kunna svolítið á skíöum en komast lítið áfram. Kennsla í undirstöðutækni skíöagöngu gerir mönnum kleift að fá miklu meira út úr þessu. Það er ýmislegt sem kemur aö gagni eftir því hvernig aðstæður eru.“ Minni hætta á meiðslum Við spjöllum um það hvort skíða- íþróttinni sé gert nægilega hátt undir höfði og Auður segir að nú sé vakn- ing meðal fólks. Margir hafi vitað hve hollt er að ganga á skíðum en svo hafi ólympíuleikar í Lillehammer haft sitt að segja til að útbreiða fagn- aðarerindið. „Mér finnst oft synd að sjá fólk skokka í slabbi og vondu færi þegar mikil hætta er á meiðsl- um. Það væri miklu betra að bregöa sér á skíðin. Minni hætta meiðslum, annað álag og íjölbreyttara og góð þjálfun. Ég hleyp mikið á sumrin en þegar snjór er dettur mér ekki í hug annað en fara á skíði.“ En getur sá sem skokkar eða hleyp- ur mikið haldið sér í þjálfun með því að taka skíðin fram í staðinn? „Ég býst við að til þess að halda sömu þjálfun þurfi að fara í viku jafnlangt á skíðum og venjulega er skokkað eða hlaupið. Gönguskíðamenn eru með mesta þrek allra íþróttamanna. Þegar mæld eru hámarksafköst í langan tíma koma þeir best út og Björn Dæhlie, skíðagarpurinn norski, hefur mælst með mestu súr- efnisupptöku sem mæld hefur verið. Þessar tvær íþróttir, hlaup eða skokk og skíðaganga, eru áþekkar. Á skið- unum dreifist álagið meira á stoö- kerfið, notaðir eru fleiri vöövar en við skokkið og meiðsh meðal göngu- manna á skíðum eru mjög sjaldgæf ef ekki óþekkt. Þegar viö meiðum okkur þá er það alltaf á sumrin þegar við eram að hlaupa." Jafnmikil brennsla og að skokka „Það er alveg jafnerfitt að ganga á skíðum, þ.e. jafnmikil eða meiri brennsla og við það að skokka. Mað- ur er fljótur að auka þol sitt á göngu- skíðum með því að velja sér mishæð- ótt land. Brautin í Skálafelli er sér- lega skemmtileg aö þessu leyti. Það velja sér allir verkefni við hæfi. Sá sem er ekki í þjálfun tekur framför- um við aö fara út einu sinni í viku en allajafna er miðað viö að fara út ca þrisvar í viku til þess að halda sér í góðri þjálfun en það er erfitt að al- hæfa.“ Auður segir að sem undirbúning fyrir skíðagöngur sé gott að gera al- mennar þrekæfingar sem styrkja all- an líkamann. Helst eigi að leggja áherslu á að styrkja bakið, kálfana og lærvöðvana sem séu þeir vöðva- hópar sem mest reynir á við skíða- göngu. Hún mælir með sundi og al- mennum styrktaræfingum, arm- beygjum og svo framvegis frekar en tækjasal til þess því skíðamenn sæk- ist eftir að vera sem léttastir með þolna vöðva en ekki stóra. Auður segir mér frá bollalegging- um manna um aö koma á stóru skíðagöngumóti fyrir almenning í vetur. Slík mót era haldin víða um heim, misjafnlega erfið og mörg þeirra draga að sér fjölda ferða- manna ár hvert. Vandi Reykvíkinga felst í því að hér kemur sjaldnar snjór og gott skíðafæri á sléttlendi en á rómuðum skíðastöðum úti á landi. Þess vegna hafa gönguskíði aldrei náð líkri útbreiöslu meðal al- mennings eins og þar sem menn uröu að reiða sig á þau sem samgöngu- tæki. Auður segir aö fyrir utan Blá- fjöll og Skálafell sé t.d. Heiðmörkin hreinasta gósenland fyrir göngu- garpa.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.