Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.1994, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.1994, Blaðsíða 16
16 FÖSTUDAGUR 30. DESEMBER 1994 Sviðsljós Beatrice og Eugenie búnar aö komast að því hver var í gervi jólasveinsins. í jólaboði hjá Söru Fyrir jólin bauð Sara Ferguson, hertogaynja af Jórvík, hópi barna sem glíma við alvarlega sjúkdóma heim tR sín. Hún hafði keypt gjafir handa öllum barnaskaranum og auð- vitað dætrunum tveimur, Beatrice, sem er sex ára, og Eugenie sem er fjögurra ára. Þegar gleðin stóð sem hæst læddist hertogaynjan upp í svefnherbergið sitt og klæddist jólasveinabúningi sem hún hafði falið þar. Þegar sveinki birtist varð uppi fótur og fit. Beatrice og Eugenie þekktu ekki mömmu sína í fyrstu. Það voru þó þær sem voru djarfastar af bömun- um og toguðu í skeggið á jólasveinin- um. Þegar þær komust að því hver var í dulárgervinu hoppuðu þær upp í fangið á sveinka. Um jólin dvaldi Sara í litlu húsi á lóð Sandringhamhallar. Hún eyddi aðfangadagskvöldi ein þar sem dæt- urnar voru í höllinni hjá foður sínum og öðrum meðlimum konungsfjöl- skyldunnar. Á jóladag voru dæturn- ar hins vegar hjá móður sinni. Matgæðingur vikuimar Tandoori-kjúklingur - og karrígrænmetisblanda „Margir sjá indverskan mat fyrir sér eingöngu sem logandi sterkan en indverskur matur er í raun ekki aðeins blanda af fjöldamörgum matreiðsluaðferðum heldur einnig blanda af kryddum margra gerða sem framkalla viðbrögð í tungunni allt frá súkkulaðikeim yfir í logandi eld,“ segir Magnús Þorkelsson, matgæðingur og kennslustjóri í MS. Hann kveðst ætla að kynna matseðil einfaldrar gerðar en segir nauðsynlegt að gefa sér góðan tíma. „Það þarf að hafa allt að sólar- hrings fyrirvara á matseldinni. Þetta er óborganlega skemmtilegur matur fyrir þá sem hafa gaman af matseld og nautn af að borða.“ Réttinn þarf að byrja að matbúa að minnsta kosti átta klukkustund- um áður en hann er borðaður. Tandoori-kjúklingur kjúklingur (um 1 'h kíló) tandoori krydd frá Bart Spices eða Rajahsa hrein jógúrt (2 litlar dósir) sítrónusafi rauður og gulur matarlitur ef vill Kjúkhngnum skipt í að minnsta kosti fjóra hluta. Hamnum er flett af og kjúklingurinn þurrkaður. Hrært upp í jógúrtinni og 2 msk. af tandoori kryddi blandað saman við ef maður vill hafa bragðið milt en 3 msk. ef styrkurinn á að vera meiri. Út í þetta eru jafnframt sett- ar 2 msk. af sítrónusafa. Kryddlög- urinn er borinn á kjúklinginn sem raðað er ofan í stórt fat þannig að bil sé á milli bitanna. Þetta er látið standa í tólf tíma en best er aö það sé sólarhringur. Síðan ræðst það af árstíð og aðstæðum hvernig þetta er eldað. Notast má við gasgr- iU, kolagrill eða bakaraofn. Stykkj- unum er raðað á plötu eða bökuð í fatinu og látin liggja þar svo lengi sem þarf, líklega 45 til 55 mínútur við 200 gráða hita. Snúið og krydd- blandan borin á og loks sett undir grill í 5 mínútur í lokin. Sumar Magnús Þorkelsson tandoori-blöndur eru rauðleitar og kjúklingar sem fást á veitingahús- um eru þannig. Ef Bart-blandan er notuð eða aðrar grænleitar blönd- ur er ágætt að setja smá matarlit í blönduna, gulan 1 tsk. og rauðan /i tsk. til að fá réttan lit. Karrígrænmetisblanda 1 msk. turmeric 1 msk. kúmen 2 msk. kóríander 1 tsk. engifer 1 tsk. paprika 1 tsk. kardimommur 1 tsk. svartur pipar (jafnvel heill) hnífsoddur af anis garaam masala stór laukur grænmeti árstíðanna matarolía Kryddmagnið miðast við hvert pund af hráefninu. Kartöflur, gul- rætur og rófur henta vel, einnig kál, svo sem spergilkál, hvítkál, blómkál og rósakál. Laukurinn er smásaxaður og grænmetið skorið í hæfilega bita en það ræðst af teg- undinni hversu smátt. Hafa þarf í huga að kartöflur eru lengur að soðna en kál. Kryddiö, allt nema garaam masala, sett í glas og hrært vel saman við svolítið af vatni þannig að úr verði þykkur grautur. Fjórar matskeiðar af olíu settar í pott og hitað vel undir. Laukurinn settur saman við og látinn krauma smástund. Þegar hann er farinn að linast vel er kryddblandan sett út í og látin sjóða með. Indversk krydd eru af mörgum toga, sum þarf að hita og steikja áður en þau eru notuð, önnur ekki. Þetta er gert til að opna þau og gera bragðið betra. Þegar kryddið flýtur upp og leggst ofan á laukinn er óhætt að setja það af grænmetinu sem lengst er í suðu út í og setja ríflega af vatni yfir. Hrært í þannig að vel blandist. Síð- an er fljótsoðnara grænmeti sett út í. Slökkt undir pottinum og látiö standa þar til borið er fram. Þannig tekur grænmetið í sig bragðið. Best er að gera þetta ekki minna en 2 til 4 klukkustundum áður en borða á. Þegar aö því kemur að bera fram má seta 1 tn 2 msk. af garaam ma- sala út í, eftir því hvað magnið er mikið. Fyrir manninn er hæfilegt að sjóða hálft pund af grænmeti ef tvíréttað er, til dæmis meö kjúkl-. ingnum en minna ef fleiri réttir eru á borðinu. Ef soðið þykir of sterkt er ágætt að setja svolítið af kókos- mjöli eða kafíirjóma út í en það slær aðeins á bragöið. Með þessu er gott að bera fram hrísgijón og sjóða þau með saffrankryddlegi og salta lítið. Soðið af grænmetinu er notað sem sósa yfir grjónin. Magnús skorar á Kristin Alberts- son jarðfræðing að vera næsti mat- gæðingur. „Hann er útpældur kunnáttumaður í indverskum mat og við eldum saman af hreinni ástríðu." -----í*. Abbie ásamt foreldrunum Roger og Karen og bróðurnum Charlie. Abbie í faðmi fjölskyldunnar Abbie Humphrie, litla stúlkan sem rænt var af fæðingardeild í Notting- ham í Englandi í sumar, er orðin nær hálfs árs og heldur nú upp á sín fyrstu jól í faðmi fjölskyldunnar. Abbie var aðeins fimm klukku- stunda gömul þegar henni var rænt og fannst ekki fyrr en eftir sextán daga. Réttarhöldum yfir konunni, sem rændi barninu, er nýlega lokið. Hún var ekki dæmd til fangelsisvist- ar og hefur það komið mjögá óvart. Þrátt fyrir aö hafa fengið bamið sitt aftur heilt á húfi þarf móðirin enn á aðstoð sérfræöinga að halda vegna áfallsins sem hún varö fyrir. Hún gat ekki farið aftur til vinnu í október eins og ráðgert hafði verið. Hinhliðin__________________________________ Stefni á milda flugeldasölu - segir Víðir Reynisson, framkvæmdastjóri flugeldasölu Hjálparsveitar skáta Nú er flugeldasalan komin á fullt en þeir menn sem standa að söl- unni hafa unniö að henni allt þetta ár. Að sögn Víöis Reynissonar, framkvæmdastjóra Hjálparsveitar skáta í Reykjavík, hefst undirbún- ingur að sölu flugelda næsta árs um leið og sölu þessa árs lýkur. Flestir flugeldanna koma frá Kína en Víðir segir aö þeir komi einnig frá Þýskalandi, Bretlandi og Frakklandi. Það er flugeldakapp- inn sem sýnir hina hliðina að þessu sinni. Fullt nafn: Guðmundur Víðir Reynisson. Fæðingardagur og ár: 22. apríl 1967. Maki: Sigrún María Kristjánsdótt- ir. Börn: Ég á eitt barn, Kristján Orra, sem er nítján mánaða. Bifreið: Toyota Corolla árgerð 1987. Starf: Húsasmiður og fram- kvæmdastjóri flugeldasölu Hjálp- arsveitar skáta í Reykjavík. Laun: Þau eru breytileg. Áhugamál: Það eru björgunarstörf en ég hef verið í Hjálparsveitinni í tíu ár. Hefur þú unnið nýlega í happdrætti eða lottói? Nei, það er orðið langt síðan ég hef unnið eitthvað. Eg spila þó stundum í lottóinu. Hvað finnst þér skennntilegast að gera? Vera á fjöllum. Hvað finnst þér leiðinlegast að gera? Vaska upp. Uppáhaldsmatur: Góð nautasteik. Víðir Reynisson, framkvæmda- stjóri flugeldasölu Hjálparsveitar skáta i Reykjavík. DV-mynd Brynjar Gauti Uppáhaldsdrykkur: Kók. Hvaða íþróttamaður stendur fremstur í dag? Mér finnst Siggi Sveins í handboltanum alltaf góð- ur. Uppáhaldstímarit: Það er Lands- bjargarblaðið. Hver er fallegasta kona sem þú hefur séð fyrir utan eiginkonuna? Það er örugglega Hófí. Ertu hlynntur eða andvígur ríkis- stjórninni? Frekar hlynntur. Hvaða persónu langar þig mest að hitta? Það væri gaman að hitta þann sem kleif Everest fyrstur, Edmund Hillary. Uppáhaldsleikari: Tommy Lee Jo- nes. Uppáhaldsleikkona: Meg Ryan. Uppáhaldssöngvari: Bubbi er alltaf í uppáhaldi hjá mér. Uppáhaldsstjórnmálamaður: Ég þori varla að nefna Jón Baldvin en ég hef alltaf gaman af honum. Uppáhaldsteiknimyndapersóna: Grettir. Uppáhaldssjónvarpsefni: Ætli það séu ekki fréttir. Uppáhaldsmatsölustaður: Hard Rock. Hvaða bók langar þig mest að lesa? Útkall Alfa. Hver útvarpsrásanna finnst þér best? FM 95,7. Uppáhaldsútvarpsmaður: Gulli Helga. Hvort horfir þú meira á Sjónvarpið eða Stöð 2? Stöð 2. Uppáhaldssjónvarpsmaður: Ætli það sé ekki frændi konu minnar, Ólafur E. Friðriksson fréttamaður. Uppáhaldsskemmtistaður: Café Royal. Uppáhaldsfélag í íþróttum: ÍBV. Stefnir þú að einhveiju sérstöku í framtíðinni? Ná góðri sölu fyrir hjálparsveitina í Reykjavík sem mun koma henni til góöa næsta árið en það er mér efst í huga á þessari stundu. Hvað gerðir þú í sumarfríinu? Ég tók mér eiginlega ekkert frí en fór þó á þjóöhátíðina í Eyjum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.