Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.1994, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.1994, Blaðsíða 6
6 FÖSTUDAGUR 30. DESEMBER 1994 Neytendur Matgæðingar DV bera saman marineraða síld frá fimm framleiðendum: Síldin frá Ora þótti best 4=gott, 5 = mjög gott) og gera athuga- semdir varðandi bragð, útbt og áferð. - fékk 11 stig af 15 mögulegum, Islenskir sjávarréttir í öðru sæti Marineraða síldin frá Ora hlaut hæstu einkunn matgæðinga DV þeg- ar hún var borin saman við mariner- aða sOd frá íjórum öðrum framleiö- endum, íslenskum sjávarréttum, Sæsiifri, Glyngore og íslenskum matvælum. Þau Úlfar Eysteinsson, matreiðslu- meistari á Þremur frökkum, Dröfn Farestveit hússtjómarkennari og Sigmar B. Hauksson, áhugamaður um matargerðarlist, voru beðin að gefa síldinni einkunn frá 1-5 (1 = mjög vont, 2 = vont, 3 = sæmilegt, „Ekta síldarbragð" Ora-síldin fékk 11 stig af 15 mögu- legum en næst á eftir, með 10 stig, kom síldin frá íslenskum sjávarrétt- um. Um Ora-síldina sagði Sigmar: „Hressandi bragð, ekta síldarbragð og hæfilega sæt.“ Úlfari fannst hún hafa gott útht og vera „safarík og bragðgóð" og Dröfn fannst hún mjög góð. Síldin frá íslenskum sjávarréttum Hvaða síld bragðast best? ■k^^^Ú = ÚlfarD = DrOTT^=Sigmar Ora Sæsilfur ... *L| J -J 4j w 3 »» ; 21 “ * l[ i Ú D S Ú D S Ú D S Glyngúre 5 | 5 4 1 4 3 o 3 j JL •i 2 ■ J- ™ 'PSf j rk m w 1 Ú D S Ú D S „Vond lykt, ekki boðleg," var athugasemd Drafnar um marineruðu síldina frá einum framleiðandanum. Sildin frá Ora fékk hæsta samanlagða einkunn matgæðinganna, eða 11 stig af 15 mögulegum. DV-mynd ÞÖK var eina síldin sem fékk fullt hús hjá einhverjum matgæðinganna en Úlfar gaf henni 5 og sagði bragðið vera fyrir sinn sinekk, „fallegt flak, litur góður og safarík". Dröfn gaf henni 3 án athugasemda en Sigmar gaf henni einungis 2 og sagði „mjög htiö spenn- andi“. Síldin frá Sæsilfri lenti í þriðja sæti með 8 stig af 15 mögulegum. Dröfn gaf henni hæstu einkunnina af þremenningunum, eða 4, með umsögninni „þokkaleg“. Úlfar gaf henni 3 og fannst bitinn fahegur „en örlítið of mikill neguh“ en Sigmar gaf henni einungis 1 og sagði: „Fyrst sýndist mér þetta vera falleg síld en eftirbragðiö var mjög vont og síldin molnaði uppi í manni.“ REY RESTAURANT * * B A R NVARSFAGNAflUR l.JANUAR 1995 FORDRYKKUR: KAMPAVÍN MATSEÐILL: GRÆNMETIS KJÖTSEYÐI „JARDINIÉRE" FYLLT KÚRBÍTSBLÓM MEÐ HUMARSUFFLÉ KAMPAVÍNSKRAP NAUTASTEIK „DU PAPE" REYKJAVÍKUR FANTASÍA KAFFI OG KONFEKT VANIR MENN OG ÞURIÐUR SIGURÐARDOTTIR LEIKA FYRIR DANSI. VTSRfÐ 5.200 pr. mann HÚSIÐ OPNAÐ KL. 19.00 - HÁTÍÐARKLÆÐNAÐUR VEISLUSTJÓRAR: EYJÓLFUR KRISTJÁNSSON OG INGI GUNNAR JÓHANNSSON. FORSALA AÐGÖNGUMIÐA Á KAFFI REYKJAVÍK í DAG, Á GAMLÁRSDAG OG VIÐ INNGANGINN HÚSIÐ OPNAÐ FVRIR AÖRA EN MATARGESTI KL. 22.30 KR 1.500 o 1« irj M SO 5/5 1 < Q O « R E S T A U R Sími 625540 KAFFI REYKIAVÍK ÓSKAR LANDSMÖNNUM GLEÐILEGS ÁRS OG ÞAKKAR FRÁBÆRAR MÓTTÖKUR Á ÁRINU Glyngore-síldin fékk 5 stig í næst- neðsta sætið. Úlfari fannst hún seig og þurr en bragðiö í lagi og Sigmari fannst hún „sæmileg en ekki bragö- góð“. Dröfn fannst hún hreinlega vond og gaf henni 1. Loks fékk síldin frá íslenskum matvælum einungis 3 stig, þ.e. eitt stig frá hverju þeirra. Úlfar og Dröfn voru sammála um að hún væri þrá og hræðilega vond, „vond lykt, ekki boðleg“ skrifaði Dröfn. Sigmar sagði „Hræðilegt, hvaö er þetta eiginlega? - Ekki síld allavega. Hvernig er hægt að gera svona vonda síld?“ Til örygg- is athuguðum við dagsetninguna á síldinni sem reyndist vera í lagi. Sennilega var þetta gölluö fram- leiðsla. ■ V. -v Valur og Flugeldabomban standa lika fyrir flugeldasölu í ár. DV-mynd BG Fleiri selja flugelda Það eru fleiri í flugeldasölunni en fram komu í aukablaðinu okkar um flugelda á miðvikudaginn. Má þar t.d. nefna Knattspyrnufélagið Val sem bæði verður með flugeldasölu í Valsheimihnu, við Hamrahhðarskól- ann og að Borgartúni 32. Valsmenn segjast kappkosta aö hafa gott úrval, m.a. vænar fjölskyldupakkningar, hagstætt verð og vandaða vöru. Þeir veita einnig heimsendingarþjónustu sem verður að teljast nokkuð óvana- legt. Einnig má nefna að fyrirtækið S.ída er að hefja flugeldasölu í fyrsta sinn undir heitinu Flugeldabomban. Útsölustaðimir eru að Höfðatúni 12 og í gámum við Sprengisand, Skeif- una 8 og við F&A aö Fosshálsi 27. Kappkostað er að hafa mikiö úrval og að vera í ódýrari kantinum. Heilsu okk- ar ógnað Salmonellumengun í kjúkling- um á íslandi er aht of mikil. í ljós hafa komiö alvarlegar’brotalamir í framkvæmd innra gæðaeftirlits í alifuglaeldi þannig að heilsu al- mennings hefur verið ógnað og er það óviðunandi ástand. Þeirri áskorun er beint til yfirdýra- læknis og Hollustuvemdar ríkis- ins að reglum, sem í gildi em um salmonellumengun í alifuglum, verði framfylgt svo að öryggi neytenda veröi tryggt. Þessi sam- þykkt var gerð á fundi formanna heilbrigðisnefnda sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu í desember sl. eftir að þeir höfðu fjallaö um skýrslu Hollustuverndar ríkisins um úttekt á tíðni salmonellu 1991-1994. Skylt er að verðmerkja allar vör- ur greinilega. Skylt að verðmerkja Neytendasamtökin vilja minna á að samkvæmt reglum er skylt að verðmerkja allar vömr greini- lega. Jafnframt er nú skylt að merkja meö mælieiningarverði, þ.e. veröi á lítra, kíló eða fer- metra, þar sem það á við. Samtökin segjast munu leita allra leiða til aö knýja á um að seljendur verðmerki samkvæmt reglunum og beina því til seljenda vöra og þjónustu að virða þessa sjálfsögðu skyldu við neytendur. Þanrtig verði eðlileg samkeppni tryggð og veröskyn neytenda en fram hefur komið að verðmerk- ingu erí mörgum tilvikum áfátt. Ekki í flug- eldasölu Vegna fréttar þess efnis í flug- eldakálfinum okkar aö íslenskir ungtemplarar standi fyrir flug- eldasölu í ár vill Sigurður B. Stef- ánsson stórkapelán árétta aö Góötemplarahreyfingin á íslandi, IOGT, eigi enga aöild að þeirri sölu. Hann segir góðtemplara ávallt hafa átt gott samstarf við Landsbjörg og telur mikilvægt aö félög sem byggja á-hugsjónastarfi í þágu fólksins í landinu hafi öfluga fjáröflunarleið sem hægt sé að treysta. Hann hvetur því landsmenn til að styðja þá með flugeldakaupum. "S-U-J,-1 A#>'i Yndisaukinn frá Emmessís hf. Þörf fyrir Yndisauka Nýverið kom á markaðinn nýr ís frá Emmessís hf. Um er að ræða ekta rjómaskafís sem hlotið hefur nafnið Yndisauki. Fyrsta bragötegundin er Swiss Mint, sem er súkkulaöiskafís með frísklegu myntubragði. Bragðið er einkar spennandi og býður upp á ýmsar nýjungar þegar um er að ræða eftirrétti. Yndisauki fæst í eins htra umbúðum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.