Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.1994, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.1994, Blaðsíða 19
FÖSTUDAGUR 30. DESEMBER 1994 19 Merming Samuel Lebihan smellir mynd af Irene Jacob í Rauðum Kieslowskis, frábærri lokamynd þríleiksins um frönsku fánalitina. Háskólabíó-Þrír litir: Rauður: ★★★ Á valdi örlaganna Þá er lokið þríleik pólska leikstjórans Krzysztofs Kieslowskis um frönsku fánalitina og einkunnarorð stjómiagabyltingarinnar frá 1789, frelsi, jafnrétti og bræðralag. Þrír litir: Rauður er komin í Háskólabíó, verðugur endir á annars mistækum myndafiokki. Bláa myndin um frelsið gerist í Frakklandi, sú hvíta um jafnréttið í Póllandi frjálshyggjunnar og hin rauða um bræðralagið í Svisslandi á vorum dögum, sannkall- aður samevrópskiu- búðingur. Upphafsatriði Rauðs sýnir okkur dásemdir tækninn- ar, hvemig hún gerir okkur kleift að velja númer á tóli sem sendir síðan boð um leiðslur, fyrst innan- húss, síðan neðanjarðar og neðansjávar áður en kom- ið er á land í öðru ríki. En þrátt fyrir þessi tækniund- ur næst ekki alltaf samband. Stundum er enginn til að taka upp tóhð á hinum endanum. Og stundum tala persónurnar svo á skakk og skjön hvor við aðra að þær ná ekki saman. Þannig er því farið um Valentine (Jacob) sem alltaf er að tala við kærastann í síma til Englands en sér hann aldrei. Svo er annað fólk sem hún er alltaf að hitta á fornum vegi, eins og ungi upprennandi lögfræðingminn (Lo- rit), án þess að neitt annað gerist en að leiðir skerist. Lögfræðingurinn verður síðan stöðugt á vegi enn ann- ars manns, gamals og biturs dómara á eftirlaunum (Trintignant) sem ver tíma sínufrf í að hlera símtöl nágrannanna, án þess að þeir hittist. Það er ekki fyrr en örlögin, eða tilviljunin (dómarinn mundi segja að Sviðsljós Kvikmyndir Guðlaugur Bergmundsson það væru örlögin og lögfræðingurinn ungi líka), sjá til þess að Valentine og dómarinn kynnast að (örlaga- )hjólin fara að snúast. Kieslowski tekst að byggja upp töluveröa spennu meö sífelldu flakki sinu milh persóna þar sem hinar eru þó aldrei langt undan, sjást til dæmis út um glugga. Samskipti sýningarstúlkunnar og dómarans fá þó mest rými enda eru þau einu persónurnar sem eitt- hvað er lagt í, frábærlega túlkaðar af Irene Jacob og þeim gamla jálki Jean-Louis Trintignant. Kieslowski tengir svo í lokin allar myndirnar þrjár á alveg frábær- lega skemmtilegan hátt í sjóslysi á Ermarsundi þar sem hann segir okkur að við verðum að ástunda frelsi, jafnrétti og bræðralag ef við ætlum okkur að lifa af í þessari álfu okkar. Þrir litir: Rauður (Trois Couleurs: Rouge). Handrit: Krzysztol Piesiewicz og Krzysztof Kieslowski. Leikstjóri: Krzysztof Kieslowski. Leikendur: Irene Jacob, Jean-Louis Trintignant, Jean-Pierre Lorit, Frédérique Feder. Sylvester Stallone brýtur blað í kvikmyndasögu Sylvester Stallone er ekki auralaus nú fremur en fyrri daginn og á ástandið þó heldur eftir að skána. Sylvester Stallone er maður mik- illa vöðva og mikUr vöðvar þurfa fleiri krónur í vasann en meðaljón- inn fær. Þess vegna er það að Sly, eins og vinir hans kalla hann, mun brjóta blað í sögu kvikmyndagerðar í HoUy wood þegar hann stingur tutt- ugu miUjóna dollara launatékka í vasann. Það samsvarar tæplega hálf- um öðrum milljarði króna. Stórblaðið Los Angeles Times segir að karl fái þetta fyrir kvikmynd sem hann leikur í árið 1996 fyrir Savoy kvikmyndafélagið. Að vísu fylgir sá bögguU skammrifi að myndin verður að græða meira en hundrað milljónir dollara. Hvorki StaUone né kvik- myndafélagið vildu staðfesta frétt blaðsins. Annars verða stærstu stjörnurnar í Hollywood að gera sér heldur lægri laun að góðu. Menn eins og Tom Cruise, Kevin Costner og Arnold Schwarzenegger fá alla jafna ekki nema tólf tíl fimmtán miUjónir doll- ara fyrir hverja mynd. Það svarar tíl 800 fil 1000 miUjóna króna, eða þar um bU markaðstorg tækifæranna Ur Fávitanum. Baltasar Kormákur, t.h., leikstýrir einnig Hárinu. DV-mynd GVA Síðasta sýning á Hárinu Fávitinn eftir Fjordor Dostojevskí er sýndur á stóra sviðinu í Þjóðleik- húsinu í kvöld og er uppselt. Á stóra sviðinu í Borgarleikhúsinu er í kvöld sýning á Leynimel 13 eftir Harald Á. Sigurðsson, Emil Thoroddsen og Indriða Waage og á litla sviðinu er Óskin (Galdra-Loftur) eftir Jóhann Sigurjónsson. Leikhús Frú Emilía sýnir Kirsu- berjagarðinn í kvöld og er uppselt og þá er sömuleiðis uppselt á Hárið í Islensku óperunni en þetta er loka- sýning á verkinu. BLAÐBERAR ÓSKAST Reykjavík Skeifan - Faxafeni Styrktarfélag vangefinna Vinningsnúmer í happdrætti félagsins 24. des. 1994. 1. vinningur Mazda 323 1300 LXi, árgerð ’95, kr. 1.200.000 Nr. 15173 2.-5. vinningur bifreið að eigin vali á kr. 450.000 Nr. 89 - 8058 - 14l 92 - 21631 Þökkum stuðninginn. Gledilegt nýár. Styrktarfélag vangefinna Breytingar á Sparileiðum vegna nýrra reglna Seðlabanka íslands Frá og með l.janúar 1995 koma til framkvæmda nýjar reglur frá Seðlabanka íslands um verðtryggingu sparifjár. Reglurnar hafa eftirfarandi áhrif á Sparileiðir íslands- banka: Sparileið 3 Verðtrygging leggst af. Óheimilt er að verðtryggja óbundið sparifé og verður því hætt samanburði á ávöxtun nafnvaxta og verðtryggðra kjara. Reikn- ingurinn ber því eingöngu nafnvexti. Sparileið 12,24 og 48 Reglur um úttektir breytaslAð loknum binditíma, eru reikningar lausir með fimm mánaða millibili, einn mánuð í senn. ISLAN DSBAN Kl
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.