Þjóðviljinn - 22.12.1946, Blaðsíða 17
Jólin 1946
Þ JÖÐVIL JINN
15
Ilerou-
breið. —
Séð úr
hrauninu
norðvest-
ur af
Lindun-
um.
göng upp í gegnum hengjuna, en það var ekki áhlaupa-
verk og auk þess heldur kulsamt. „Himnastiginn" okkar
náði aldrei lengra. Með nafnakalli var samþykkt að snúa
við.
En ekki þýðir að fara sér óðslega. Misstigið spor gæti
þýtt, að við færum í loftköstum niður í miðja fjallshlíð,
og ekkert okkar langar til að reyna sig á slíku sporti. Við
byrjum því ,,stiga“-gönguna á nýjan leik. Göngum aftur
ábak og styðjum okkur við hjarnið. Það væri líklega rétt
ara að segja1, að við hefðum skriðið, en ekki gengið, niður
í skriðurnar.
Enda þótt við værum alls ekki ánægð með þessi mála-
lok, höfðum við dágóða matarlyst, þar sein við sátum með
ögrandi jökulhjálminn yfir okkur, og það efst í liuga að
betur skyldi takast næst þegar við kæmum á þessar slóð-
ir. (Seinna frétti ég, að Herðubreið væri ekki talin kleif á
þessum stað, heldur norðar og vestar. Varð mér það
nokkur raunabót!)
Nú skildust leiðir. Stúlkan og einn pilturinn, taka stefnu
suðvestur í Lindar, þar sem þau ætla að dvelja nokkr-
um dögum lengur, en við hinir höldum í stefnu á Grafar-
lönd, er nú lágu hálffalin í hrauninu. Til að vera vissir um
að fara skemmstu leið þangað tökum við mið frá hraun-
hól við fjallsræturnar, þar sem Grafarlönd ber í sunnan-
vert Ferjufjall. Fulla þrjá klukkutíma göngum við yfir
sprungið og missigið helluhraun. Loks erum við komnir að
upptökum Grafarlandaár; hvorutveggju jafnfegnir: að
komast í vatn og hafa gras til að ganga á. Nokkru austar
á árbakkanum er búið aðTeisa tjöldin. Eftir litla stund er-
um við þar. Voru þá liðnir 12 tímar síðan við fórum úr
f
Herðubreiðarlindum.
KVÖLDVAKA OG „KENNIMAÐUR"
Eftir ferðaáætluninni áttu Grafarlönd að verða okkar
síðasti náttstaður í óbyggð. Um kvöldið var komið saman
til að skemmta sér í stóra tjaldinu. Ræður voru fluttar,
bæði á íslenzku og dönsku, sagðar gamansögur og sung-
ið. Þegar það kvisaðist, einhvern tíma í ferðinni, að í hópn
um væru bæði hjúkrunarkona og ljósmóðir, (sem raunar
fengust aldrei óyggjandi sannanir fyrir!) þótti sumum
öruggara að vera ekki prestlaus. Gekk embættisveitingin
greiðlega og án nokkurrar kosningabaráttu. Skal það ját-
að, að leitun myndi á skemmtilegri „presti'1 en þessum ör-
æfapresti okkar. Var liann hrókur alls fagnaðar í tjald
stöðum og fylgdist af kostgæfni með líðan — og líferni!
„sóknarbarna" sinna. Voru ræður hans aldrei hjartnæm-
ari en þetta kvöld, enda komið að kveðjustund. Lauk
kvöldvökunni með því að sungnir voru þjóðsöngvar ís-
lands og Danmerkur, en söngmenn stóðu álútir í röðum
meðfram tjaldhliðum, svo höfuðin námu næstum saman.
Það var komið fram yfir miðnætti, þegar við skriðum í
1
i