Dagblaðið Vísir - DV - 24.02.1996, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 24.02.1996, Blaðsíða 6
6 útlönd LAUGARDAGUR 24. FEBRÚAR 1996 JLlV stuttar fréttir Morðingi líflátinn Maður sem var fundinn sek- ur um morð á 14 drengjum og ungum mönnum í Kaliforníu var tekinn af lífi snemma í gær- morgun. Bildt að skilja Carl Bildt, fyrrum for- sætisráð- herra Sví- þjóðar, og eig- inkona hans, Mia, hafa sótt um skilnað til yfirvalda. Þau verða þó að bíða í sex mán- uði áður en skilnaðurinn geng- ur í gegn þar sem þau eiga tvö lítil börn, fjögurra og sex ára. Eldflaug á tíma Rússnesk Sojus-eldflaug lagð- ist að geimstöðinni Mir í gær á tilsettum tíma og í henni voru tveir geimfarar til að leysa af þrjá sem voru í Mir. í rannsókn Borgarstjórinn í Feneyjum og sjö aðrir að minnsta kosti sæta nú rannsókn vegna brun- ans í óperuhúsi borgarinnar í fyrra mánuði. HIV í Skotlandi Nú er svo komið í Skotlandi að fleiri hafa smitast af alnæm- isveirunni viö mök gagnkyn- hneigðra en samkynhneigðra. Ferðakona skotin Hollensk kona á ferðalagi í Miami á Flórída var skotin til bana í gær þegar reynt var að ræna hana. Tekinn fyrir njósnir Fyrrum starfsmaður hinnar ofurleynilegu þjóðaröryggis- stofnunar Bandaríkjanna (NSA) hefur verið handtekinn og ákærður fyrir njósnir í þágu Sovétríkjanna á miðjum sjö- unda áratugnum. , Þúsundir á faraldsfæti Þúsundir Serba úr Vogosca úthverfinu í Sarajevo flúðu frá heimilum sínum í gær þegar lögregla Bosníustjórnar tók við eftirliti í hverfinu. Major í baráttuhug John Major, for- sætisráð- herra Bret- lands, sagði í gær að ríkis- stjóm hans mundi þrauka eitt árið enn, þótt einn þingmaður- inn í viðbót hefði yfirgefið flokkinn, sá þriðji á fjórum mánuðum. Óttast vinnumissi Óttast er að ákvörðun Chiracs Frakklandsforseta um endurskipulagningu heraflans muni leiða af sér atvinnumissi fyrir fjölda manna í hergagna- iðnaði. Reuter Vöruverö erlendis: Bensínverð rýkur upp Verð á bensíni og olíu á heims- markaði hefur rokið upp undan- farna viku. Kuldatíð í Evrópu og Bandaríkjunum er kennt um. Kostnaður við húshitun hefur hækkað gríðarlega og eftirspurn eft- ir gasolíu aukist i takt við það. Ef fram heldur sem horfir þá mun bensínverð á innanlandsmarkaði hækka á næstunni. Þannig hefur bensínverð í Rotterdam hækkað um 5% á einni viku og hráolíuverð í London um 7%. Ró hefur komist á hlutabréfavið- skipti í helstu kauphöllum heims nema hvað Dow Jones vísitalan í Wall Street tók stökk sl. fimmtudag og setti enn eitt sögulega metið. Ástæðan er spá fjárfesta um vaxta- lækkun vestra á næstunni. -Reuter Jeltsín Rússlandsforseti hótar aö reka ríkisstjórnina: Þolinmæði þjóð- arinnar á þrotum „Við hvöttum þjóðina lengi til að herða sultarólina og hún gerði það en nú er þolinmæði hennar á þrot- um,“ sagði Borís Jeltsín Rússlands- forseti í þrumuræðu sem hann flutti í rússneska þinginu i gær. Þar hót- aði hann að reka ríkisstjórnina ef henni tækist ekki að draga úr slæm- um áhrifum efnahagsumbótanna á almenning. „Ríkisstjórnin mun annaðhvort rækja þá skyldu sína að standa vörð um félagsleg og efnahagsleg réttindi þjóðarinnar eða þá að önnur ríkis- stjóm mun gera það,“ sagði Jeltsin í eins konar „stefnuræðu". Fjórir mánuðir eru í forsetakosningar í Rússlandi og er forsetanum í mun að ná sér í prik. „Ríkisstjórnin, sem beinir allri athygli sinni að stöðugleika í efna- hagsmálum, er búin að gleyma fólk- inu sem þarf að lifa á launum sín- um eða eftirlaunum," sagði forset- inn. Daginn áður hafði Alþjóða- gjaldeyrissjóðurinn veitt stjórn hans 10,2 milljarða dollara lán. Jeltsín var mjög ákveðinn í fasi þegar hann flutti ræðuna og var ekki að sjá á honum nein merki um hjartasjúkdóminn sem hefur verið að hrjá hann að undanfomu. Forsetinn er staðráðinn í að gera sitt besta til að koma í veg fyrir að kommúnistar komist aftur til valda í Kreml en forsetaframbjóðandi þeirra nýtur mun meira fylgis með- al almennings en hann. Jeltsin sagði að forsetakosningarnar í júní væra síðasta tækifærið til að láta lýðfrjálst samfélag skjóta rótum í Rússlandi. „Þetta kann að vera síðasta tæk- ifæri okkar til að brjótast út úr víta- hringnum, til að sjá til þess að ekki verði aftur snúið á lýðræðisbraut- inni,“ sagði Jeltsín. Reuter Edward Fleyney og Jabulani Matubane sitja við sama borð í suður-afrískum skóla sem eitt sinn var bara fyrir hvít börn. Skólinn var þvingaður til að taka við blökkubörnum í vikunni en stjórnendur hans hafa leitað tjl dómstólanna til að fá þeirri ákvörðun hnekkt. Símamynd Reuter Dætur Saddams hafa fengið skilnað frá svikabræðrunum Dætur Saddams Husseins íraks- forseta hafa nú skilið við eiginmenn sína, landflóttamennina og bræð- urna Hussein Kamel Hassan og Saddam Kamel Hassan, aðeins nokkrum dögum eftir að þau komu heim til íraks úr útlegð í Jórdaníu, að sögn irösku fréttastofunnar INA. Dæturnar, þær Raghad og Rana, sóttu um skilnaðinn á fimmtudag og var hann veittur samdægurs. „Þær vilja ekki vera giftar mönn- um sem sviku fóðurlandið, brugðust trausti og háleitum lífsgildum göf- ugra fjölskyldna þeirra og ætt- ingja,“ sagði í frétt INA í gær. Hussein Kamel var heilinn á bak við hergagnaframleiðslu íraka, auk þess sem hann gegndi lykilhlut- verki við stofnun Jýðveldisvarð- anna. Þeir bræður og fjölskyldur þeirra komust í fréttir í fyma þegar þau flúðu til Jórdaníu. Þar lýsti Hussein Kamel því yfir að hann ætl- aði að steypa stjórninni I Bagdad. Þær fyrirætlanir mistókust og fyrr í vikunni sneri fólkið allt heim eftir að Hussein hafði skrifað tengdafoð- ur sínum bréf og farið fram á upp- gjöf saka. í skilnaðarpappírum segjast dæt- urnar ekkert hafa vitað af land- flóttafyrirætlunum eiginmanna sinna i fyrra og að þær hafi viljað snúa heim strax og þeim varð ljóst hvað var á seyði. „Almáttugur guð hefur nú tryggt lausn þeima og þær hafa snúið heim til ástkærs foðurlandsins og göfugrar fjölskyldu sinnar," sagði fréttastofan. Andófsmenn telja líklegt að bræðurnir verði teknir af; lífi. Reuter Kauphallir og vöruverð erlendis | _______ _______ _______ FT-SE100 ■360Q ' mR 3740 N D J F 2 5Q0 2500 2400 DAX-40 JJ 2412 N D J F 20340 N D J F Hang Seng 1 - 60°S'S^ffi^41338 ■ N D J F EBEEMfll EBíEIsESSl 313,1 N D J F 200011 ■ ■■■■■■■■■< 150 ojbhhH' fM 1978 N D J F , 184 $/t N D J F I$/ 19,41 ; tunna N D j F DVj Danadrottning segir bjartsýni lykilatriði Margrét Þórhildur 8 Danadrottn- ing sagði í gær að greinileg bjartsýni Suður-Afr- íkumanna mundi gera þeim kleift að byggja á ný upp efnahag lands- ins, nú þegar kynþáttaaðskiln- ; aðarstefnan hefur liðið undir | lok. „Maður sér að það eru marg- | ir erfiðleikar sem þarf að yfir- stíga en maður sér líka að fólk | er staðráðið í að sigrast á þeim,“ sagði Margrét á fundi | með fréttamönnum. Hún hefur | verið á ferðalagi um Suður-Afr- íku með eiginmanninum og | Friðriki krónprins. CIA með áhyggj- ur af öryggi Bandaríkjanna Bandaríska leyniþjónstan, : CIA, hefur áhyggjur af alls kyns ógnunum sem steðja að öryggi Bandaríkjanna að kalda stríðinu afstöðnu og skal þar nefna hryðjuverkastarfsemi, eiturlyfjasmygl og glæpi. Þetta kom fram í máli Johns | Deutch, forstöðumanns CIA, | þegar hann svaraði spuming-. um leyniþjónustunefndar öld- : ungadeildarinnar. „Á síðustu árum höfum við orðið vitni að stöðugri aukn- ingu á hryðjuverkastarfsemi, bæði af hálfu hópa sem njóta | stuðnings ríkisstjórna og ann- arra, svo sem sértrúarhópsins í Japan sem sleppti eiturgasinu í | jarðlestakerfinu í Tokyo," sagöi Deutch. Hann sagði þó að ógnirnar sem steðjuðu að Bandaríkjun- um væru ekki eins alvarlegar og á tímum Sovétríkjanna sál- | ugu. Snurða hljóp á þráð konu sem vill giftast líki Það hljóp. heldur betur snurða á þráðinn hjá hinni 35 ára frönsku konu, Patriciu ; Montenez, þegar hún fékk ekki að giftast látnum elskhuga sin- um í gær, eins og fyrirhugað var. Hún hafði fengið leyfi Chiracs forseta til þess en fjöl- Iskylda látna mannsins kom í veg fyrir athöfnina. Patricia og hinn látni, lög- regluþjónn sem var drepinn við skyldustörf sin fyrir tveimur árum, bjuggu saman og áttu son. Konan vildi síðan fá að giftast sambýlismanninum eftir dauða hans, svo hún gæti sagt syninum að ’foreldrar hans hefðu verið hjón í alvörunni. Vegna misskilnings milli konunnar og fjölskyldu manns- ins kom réttur í Marseille í veg Ífyrir athöfnina en málið verður skoðað aftur í næstu viku. Leit senn hætt að konum sem tengdust West Lögregla í Bretlandi, sem hefur verið að reyna að finna níu konur sem hurfu eftir aö hafa komist I kynni við fjöldamorðingjana Fred West í og Rosemary, eiginkonu hans, I hefur dregið mjög úr leitinni. Þrjár hafa fundist á lífi, þeirrar fjórðu er enn leitað en leit að fimm hefur verið hætt. Lögreglan fékk 150 vísbend- ingar og barst leiíin alla leið til Ástralíu og Japans. Reuter
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.