Dagblaðið Vísir - DV - 24.02.1996, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 24.02.1996, Blaðsíða 22
Elise Ruckenbrodt bjó með nokkrum ættingjum sínum í lítilli íbúð í Innsbruck í Austurríki. Hún var að verða áttatíu og fimm ára, en hafði gerst nokkuð erfið í umgengi síðari árin. Þess vegna höfðu henn- ar nánustu ákveðið að koma henni á elliheimili. Elise fékk allt sem hún þarfnaðist heima fyrir, þar var vel séð um hana og hún hafði gott út- sýni til Alpanna, en engu að -síður var hún nú orðin þver og óánægð með flest í tilverunni. Á hverju kvöldi vildi Elise fá að horfa á léttmeti í sjónvarpinu áður en hún fór inn í herbergið sitt, en þangað fór hún nú orðið á hverju kvöldi með flösku af léttvíni. Haustið 1989 komst Rucken- brodts- íjölskyldan að þeirri niður- stöðu að nú væri ekki hægt að draga það lengur að koma gömlu konunni á elliheimili. Heimilið í Innsbruck þótti þó ekki koma til greina, því það kallaði á of margar heimsóknir til gömlu konunnar. Því var ákveðið að leita annars sem hentaði betur í þessu tilliti. Til Vínar Brátt hafði fjölskyldan fundið deild sem talin var henta. Hún var í Vín, á Lainz-sjúkrahúsinu. Elise hafði búið í Vín þegar hún var ung, og þótti við hæfi að þar lyki hún ævinni. En Elise gamla hafði heppnina með sér. Áður en til þess kæmi að hún færi til Vínar var flett ofan af skelfilegu athæfi á Lainz-sjúkrahús- inu, morðum sem vöktu heimsat- hygli um leið og frá þeim var skýrt, því um var að ræða fjöldamorð, sem borgarstjóri Vínar, Helmut Zilk, líkti við það sem gerðist í útrýming- arbúðum nasista í síðari heims- styrjöldinni. Sjúkrahúsið hafði á sér frekar skuggalegt yfirbragð. Byggingin var eitt hundrað og fimmtíu ára gömul, en þögnin sem yfir henni hvíldi þótti oft nánast ógnvænleg, því hún var svo mikil að sumum þótti sem þeir væri komnir i grafhýsi þegar þeir komu þar inn fyrir dyr. Ekki hafði þó neinn dregið í efa ágæti þeirra umönnunar sem gamla fólkið á D-deild á fimmtu hæð, allt á aldrinum frá sjötíu til áttatíu og fimm ára, fékk. En það álit átti eftir að breytast. Spjallað á krá Fjórar hjúkrunarkonur unnu á næturvaktinni á D-deild. Waltraud Wagner, þritug, Irene Leidolf, þrí- tug, Maria Grubner, tuttugu og átta ára, og Stephanie Mayen, fimmtug. Wagner var leiðtogi hópsins og vel látin. Af og til fóru þessar fjórar konur á veitingahús fyrir næturvaktina tU að fá sér hressingu. Kvöld eitt fór einn læknanna á sjúkrahúsinu, Franz Pesendorfer, á þessa krá og lenti á borði skammt frá hjúkrunar- konunum. SkyndUega heyrði hann skelfilega umræðu. Konurnar fjórar voru að ræða um að myrða einn af vistmönnum eUiheimilisins. Hafði honum misheyrst? Nei, hann hélt ekki. Hann hafði heyrt fjórar af virt- ustu hjúkrunarkonum þess leggja á ráðin um morð. Pesendorfer íhugaði lengi á eftir hvernig hann gæti farið að því að kanna hvort einhverjir af þeim vist- mönnum sem komnir væru undir græna torfu hefðu verið myrtir. Honum var aftur ljóst að það gæti orðið þrautin þyngri að sýna fram á morð á deildinni, því gamalt fólk deyr öðrum fremur. Ráða leitað Pesendorfer læknir hélt á fund yf- irmanns síns og skýrði honum frá því sem hann hafði heyrt. Yfirmað- urinn tók hann alvarlega, og í sam- einingu tóku þeir að ræða leiðir til Lainz-sjúkrahúsið. að afla sannana í málinu. Loks gengu þeir á fund rannsóknarlögreglunnar og greindu henni frá því sem þeir teldu að væri að gerast á Lainz-sjúkrahús- inu. Deildarstjóri rannsóknar- lögreglunnar dró ekki í efa að læknunum væri al- vara með ábendingum sínum, og eftir nokkra umþóttun var ákveðið að leggja rannsóknarlög- reglumann inn á deild- ina. Gallinn var hins veg- ar sá að hann var aðeins um fimmtugt. Wagner hjúkrunarkona fékk grunsemdir. Hvað gat maður á þessum aldri vOjað innan um fólk sem var miklu eldra en hann sjálfur? Og auðvitað gerð- ist ekkert grunsamlegt þann tíma sem rannsókn- arlögreglumaðurinnn var á deildinni. Kom það líka fram þegar hann var „útskrifaður" og lagði fram skýrslu sína um dvöl- ina. Breyttar aðferðir Wagner þóttist viss um að njósn- að væri um sig og samstarfskonurn- ar þrjár. Þess vegna væri nauðsyn- legt fyrir þær að breyta um aðferð- ir. Ákvörðun um það tóku þær í febrúar 1989. En nokkrum mánuð- um seinna var flett ofan af starfsemi þeirra, og það sem kom þeim sem að rannsókn málsins unnu loks á spor- ið var sú staðreynd að flestir dóu þegar konurnar fjórar voru saman á næturvaktinni. Ljóst var þó að það eitt myndi ekki nægja til að sýna fram á að þær myrtu vistmennina, því ekki lá enn fyrir á hvern hátt þeir væru myrtir. Það var Pesendorfer læknir sem komst loks á snoðir um hvaða að- ferðum hjúkrunarkonurnar fjórar beittu. Svo virtist sem margt gamla fólksins gæfi upp öndina án undan- farandi veikinda, og þá vegna þess að það gæti skyndilega ekki náð andanum lengur. Rannsóknir lækn- isins leiddu svo í ljós að Wagner hafði gefið sjúklingunum insúlín- sprautu, en hún hafði hins vegar ekki leyfi til að gefa sprautur. 100 morð Hjúkrunarkonurnar fjórar voru nú handteknar, og þá hófst saka- málarannsókn sem átti eftir að verða einstök í Vín. í fyrstu áttu bæði rannsóknarlögreglan og borg- aryfirvöld erfitt með að gera sér grein fyrir þvi sem gerst hafði. En smám saman kom í ljós að rúmlega eitt hundrað manns höfðu verið myrt í rúminu á sjö ára tímabili. Ástæðan var ekki sú að hjúkrunar- konurnar fjórar vildu ræna eigum gamla fólksins, heldur af því þær höfðu ánægju af því að myrða það, en allt hafði það átt sameiginlegt, að áliti kvennanna fjögurra, að þykja erfitt í umgengni. í upphafi hafði verið beitt tiltölu- lega einfaldri aðferð, en í játningu sinni nefndi Wagner hana ýmist „munnskolu'naraðferðina" eða „munnþvottinn". Var gamla fólkið myrt á þann hátt að þegar það var sofnað gekk einhver hjúkruna- rkvennanna fjögurra að því og tók fyrir nef þess. Til þess að geta náð andanum opnaði það þá munninn. Á sama augnabliki var skvett úr vatnsglasi upp í viðkomandi, en þá sogaðist vatnið niður í lungun, svo vistmaðurinn „drukknaði" í raun í rúminu. Þessi dauðdagi er mjög sársauka- fullur, en Wagner og hinar hjúkrun- arkonurnar þrjár beittu aðferðinni jafnan fram til þess er þær héldu að Pesendorfer hefði grunsemdir um athæfi þeirra, en komu fimmtuga mannsins á elliheimilið töldu þær staðfestingu á að fylgst væri með þeim. Söguleg opinberun Nýrri aðferð var svo beitt þegar rannsóknarlögreglumaðurinn hvarf á braut. Þá fóru hjúkrunarkonurnar að gefa sjúklingunum insúlín- eða svefnlyfjasprautur. Á fréttamannafundi sem haldinn var eftir að málið var að fullu upp- lýst sagði Alois Stacher, yfirmaður eftirlitsdeildar með sjúkrahúsum á því svæði sem Lainz-sjúkrahúsið var á, meðal annars eftirfarandi: „Þessar hjúkrunarkonur nutu þess að drepa, af því það færði þeim vald yfir lifi og dauða. Þær myrtu vistmenn sem ollu þeim erfiðleikum eða áttu við sérstakan vanda að glíma. í byrjun myrtu þær sjúkling ann- an eða þriðja hvern mánuð, en síð- an fjölgaði morðunum í um eitt á mánuði, þar til rannsókn málsins hófst. Wagner sagðist ekki vita ná- kvæmlega hve marga hún hefði myrt. Það hefðu þó verið „allnokkr- ir“.“ Dómarnir Hjúkrunarkonurnar fjórar komu fyrir rétt i Vín 1991. Þá krafðist al- menningsálitið í Austurríki þess að þeim yrði harðlega refsað fyrir iU- mennsku sína við gamalt fólk. Hinar ákærðu reyndu að halda því fram í réttinum að þær hefðu aðeins haft í huga að hjálpa gamla fólkinu, svo það þyrfti ekki að þjást lengur. En kviðdómendur tóku ekki mark á þeim. Wagner og Leidolf fengu lífstíðar- fangelsi, Mayen tuttugu ára fangelsi og Gruber fimmtán ára fangelsi. Rétturinn hafði sagt sitt. En með- al aðstandenda þeirra sem létust á D- deild Lainz-sjúkrahússins á árun- um 1983 til 1989 eru margir sem spyrja sig enn þeirrar spurningar hvort fráfall ættingjans hafi verið eölilegt, eða hvort hann hafi ef til vill verið eitt fórnardýra kvartetts- ins ógnvænlega. I
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.