Dagblaðið Vísir - DV - 24.02.1996, Blaðsíða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 24.02.1996, Blaðsíða 29
X> ,/ LAUGARDAGUR 24. FEBRÚAR 1996 Kristbjörg Kjeld, menningarverðlaunahafi DV í leiklist: r menning 37 „Ég er ánægð með að hafa fengið þessi verðlaun. Þau eru að sjálf- sögðu ákveðin viðurkenning fyrir mig sem leikkonu. Ég var tilnefnd til þessara sömu verðlauna í fyrra og hittifyrra þannig að ég var hálf- partinn búin að taka út þá ánægju sem fylgir því að fá viðurkenn- ingu,“ segir Kristbjörg Kjeld sem hlaut menningarverðlaun DV í leik- list að þessu sinni. Kristbjörg hlaut verðlaunin fyrir fráhæra túlkun sína á hlutverki Möllu, móðurinnar í leikriti Jims Cartwright, Taktu lagið Lóa. Krist- björg hefur starfað sem leikkona síðan 1958 og hefúr sýnt það og sannað að hún er óhrædd við að takast á við ögrandi verkefni sem gera miklar kröfur til listamanns- ins. í niðurstöðu dómnefndarinnar, sem í áttu sæti Auður Eydal, leik- listargagnrýnandi DV, Sigurður A. Magnússon rithöfundur og Jórunn Th. Sigurðardóttir, leikkona og dag- skrárgerðarmaður, segir að með því að ganga sjálf heil og óskipt inn í heim Möllu hafi Kristbjörgu tekist að leiða áhorfandann með sér inn að innstu kviku persónunnar og láta hann skynja sársaukann sem allan tímann gekk hönd i hönd við gamansemina i verkinu. Leikhúsið er mitt líf „Ég hef alltaf reynt að gefa mig alla í þau hlutverk sem ég hef tekið að mér, vond eða góð. Skapandi og gott andrúmsloft verður að vera til sem eg staðar til að ná því besta út úr leik- urum sem vinna að ákveðnu verki, það verða allir að vera sammála um að hverju sé stefnt í því sambandi. Þannig verða allir leikarar að vinna og ég er þar eng- in undantekning. Ég hef nú starfað í leikhúsi í tæp 40 ár og vissulega hafa sum hlutverk staðið nær hjartanu en önnur. Leikhúsið er lífið mitt, þetta er það sem ég kann og ég verð í þessu eins lengi og ég hef krafta til.“ Kristbjörg segir heil- mikla þróun hafa átt sér stað frá því hún tók fyrst þátt í íslenskri leik- list. Hún segir Leiklistarskóla ís- lands hafa sinnt mikilvægu hlut- verki og hafa skilað mörgum góð- um, ungum leikurum sem lands- menn geti verið stoltir af. Leikhúsið er menningar- tæki samfálagsins „Það er mikill metnaður hjá leik- arastéttinni að gera hlutina vel og við höfum alla burði til að standa undir því. En við íslendingar verð- um að passa okkur á því að leiklist- in verði ekki einhvers konar skemmtihransi, eins og veitinga- staðirnir eru. Leikhúsið er menn- ingartæki sem við getum notað til að átta okkur á ýmsu í samfélag- inu. Það á að vera þroskandi og gefandi fyrir fólk að fara í leik- hús. „Svo lengi sem ég hef gaman af leiklistinni og metnað til að gera hlutina vel þá veit ég að ég er á réttri hillu.“ Kristbjörg segir aö lítill tími gef- ist fyrir annað en leikhúsið þar sem áhugamál tengist öll leiklistinni á einn eða annan hátt. Hún reki þó einnig heimili sem sé mikil vinna. Og hún segir að framundan séu næg verkefni, hæði á fjölunum og annars staðar. Meira en nóg að gera „Ég hef verið svo upptekin und- anfarin ár að ég hef aðeins reynt að draga úr verkefnum í bili. í raun hefur samt verið meira en nóg að gera hjá mér, ég hef verið að vinna talsvert uppi í Útvarpi að undan- förnu og svo hefjast æfingar í Þjóð- leikhúsinu fljótlega á nýju spenn- andi islensku verki. Svo ég kvarta ekki vegna verkefnaskorts. Mér þykir afskaplega gaman að fá að taka þátt í öllum þeim verkefnum sem mér bjóðast, hvort sem þau eru í útvarpi, á sviði eða í kvikmynd. Þetta er á mismunandi sviðum þar sem hvert gefur öðru og er fjöl- breytt. Leiklistarflóran er afar fjöl- breytt hér á landi og það er hugur í fólki. Svo lengi sem ég hef gaman af starfinu mínu og metnað til að gera hlutina vel þá veit ég að ég er á réttri hillu. Allir leikarar verða að hafa metnað fyrir hönd leiklistar- innar til að hún geti þroskast og dafnað." -brh Pátur Gunnarsson, menningarverðlaunahafi DV í bókmenntum: „Það var oft erfítt að þýða þessa bók. Það lá nú kannski ekki beint i orðunum sjálfum en það er ekki hægt að segja að þetta sé mjög að- laðandi verk við fyrstu sýn og mér þótti á stundum erfitt að ganga inn í þennan heim. Svona svipuð til- finning og að ganga inn í frystiklefa, maður setur sig í ákveðnar stelling- ar,“ segir Pétur Gunnarsson rithöf- undur, sem hlaut menningarverð- laun DV í bókmenntum fyrir þýð- ingu sína á Frú Bovary eftir Gusta- ve Flaubert. Sagan mn frú Bovary var áður til í íslenskri þýðingu. Sú þýðing kom út fyrir um hálfri öld. Það var stytt útgáfa og sennilega ekki þýdd beint úr frönsku. „Þetta er nú svolítið óvenjulegt á Islandi, þó að það tíðkist víða ann- ars staðar, að bækur komi út í mörgum þýðingum. En það er auð- vitað eins með mál|ð og annað að það breytist og „eldist" svo að það er alveg ástæða til að dusta rykið af því eins og hlutunum." Skyldulesning rithöfunda Pétur var langt í frá ókunnur frú Bovary og hennar málum þegar hann byrjaði að þýða söguna. „Þegar maður var að setja sig í rithöfundarstellingarnar og var að hlusta eftir því hvað hafði haft áhrif á aðra höfunda þá var þetta senni- legast sú bók sem einna oftast var nefhd og þessi höfundur, Flaubert. Þannig að ég hafði lesið Bovary bæði í enskri þýðingu og svo í þess- ari íslensku þýðingu ög svo seinna alltaf vera áþreifanlegur árangur eftir hvern dag. Þá er mjög fullnægj- andi til dæmis að þýða eina blað- síðu í einhverju verki, þessi tilfinn- ing að það liggi eitthvað eftir. Þannig að ég hef haft það sem með- al með skriftunum, svona hjartastyrkjandi." - Hvað ertu svo að gera þessa dag- ana? „Núna er ég að vinna mína dag- legu vinnu, bara svona að hræra í pottunum. Maður er alltaf að kokka marga rétti í einu en það er ekkert sem er komið á smökkunarstig enn þá. -ból „Það var oft erfitt að þýða þessa bók - svona svip- uð tilfinning og að ganga inn í frystiklefa," segir Pétur Gunnars- son rithöfundur, menningarverð- launahafi DV í bókmenntum. DV-mynd Brynjar Gauti eftir að ég var kominn út til Frakk- lands þá las ég hana á frummálinu. Flaubert vandaði feikilega vel til verka. Hann er alveg einstakur í sögu bókmenntanna hvað snertir metnað sem hann leggur í sitt verk og það er á vissan hátt unun að sjá hvernig hann skrúfar saman setn- ingarnar og dást að tilþrifum hans í stU. Svo er þessi hók algjört fyrir- bæri. Hún hefur öðlast sérstakan sess i bókmenntasögunni. Hún er svo undarlega lifandi. Manni finnst eins og þessar persónur séu af holdi og blóði, raunverulegt fólk sem maður er að fást við,“ segir Pétur. Engin samúð með persónunum Sagan um frú Bovary þótti mjög nýstárleg á sínum tíma sökum þess að lesandinn gat ekki samsamað sig eða haft samúð með neinni persónu í bókinni. Pétur segir að sérstaða Flauberts felist í þeirri ijarlægð sem hann skapaði á milli sín og söguper- sóna sinna. Hann nálgaðist persón- ur sínar að nokkru leyti eins og Guð almáttugur og horfði á þær utan frá. Þýðingin á Frú Bovary var á skrifborði Péturs í úm eitt og hálft ár áður en bókin var gefin út. „Það skiptir ákaflega miklu máli í sambandi við öll ritstörf, alveg sama hvort það er frumsamning eða þýðing, að hafa nógu góðan tíma og hafa hlutina lengi hjá sér, geta unn- ið við þá, lagt þá svo til hliðar og hvílt og komið að þeim aftur. Það er viss hversdagsleiki að þýða svona bók og ég var orðinn ægi- lega spenntur þegar fór að draga að þvi í sögunni að aðalpersónan tæki inn eitrið og langaði stundum til að hraða því ferli.“ Fullnægjandi að þýða Pétur segir að það sé á vissan hátt fullnægjandi að þýða. „Það að skrifa er á löngum köflum eins og að slá vind högg. Maður er kannski heil- an dag að bjástra og manni finnst ekki
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.