Dagblaðið Vísir - DV - 24.02.1996, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 24.02.1996, Blaðsíða 13
JjV LAUGARDAGUR 24. FEBRÚAR 1996 menning u Tólf tóna Stravinsky Tuttugasta öldin hefur verið öld örra viðhorfsbreyt- inga, svo í tónlist sem öðrum greinum mannlegrar sýslu. Frciman af öldinni mátti greina tvær fylkingar meðal tónskálda. Önnur aðhylltist tólf tóna aðferð Amolds Schönbergs, hin var höll undir áðferðir Igors Stravinskys, sem voru í eðli sínu hefðbundnari og oft kenndar við nýklassik. Það vakti því mikla athygli þeg- ar Stravinsky tók að semja tólftónamúsík eftir lát Schönbergs. Þótti sumum sem þar hefði sjálfur höfuð- paurinn svikið lit. Okkur hefur borist hljómdiskur þar sem á eru nokk- ur verk Stravinskys og öll samin með aðferð Schön- bergs. Verkin eru The Flood, Abraham and Isaac, Vari- ations in Memoriam Aldous Huxley og Requiem Cant- icles. Þá er þarna einnig að finna eitt verk eftir banda- ríska tónskáldið Charles Wuorinen; A Reliquary for Igor Stravinsky. London Sinfoniette, undir stjóm Oli- vers Knussens, leikur ásamt einsöngvurunmn Peter Hall, David Wilson-Johnson, Susan Bickley o.fl. Tónlist Finnur Torfi Stefánsson Tólftónaaðferðin nýtur ekki hylli lengur, sennilega vegna þess aö í raun og vem hafnar hún tónunum sem byggingarefni í tónlist. Verkin þurfa því að byggjast á einhverju öðm og oftast er það litur hljóðfæra. Þrátt fyr- ir áratuga tilraunastarfsemi hefur mönnum gengið illa að gefa lit hljóðfæra þann djúpa áhrifamátt sem tónaunál á borð við dúr og moll kerfið hefur. Tólftóna verk og af- sprengi þeirra, serialísk verk, njóta nú orðið almennt þess álits að vera hvert öðm lík. Þrátt fyrir þetta em tólftónaverk eftir sjálfan Stravin- sky allrar athygli verð, meðal annars vegna þess að hann var óvenjulegur snillingur í meðferð hljóðfæra og hljómsveita. The Flood var samið fyrir sjónvarp og ber þess merki. Þar er texti bæði sunginn og lesinn auk þess sem gert er ráð fyrir dansatriðum. Tónlistin er í raun og vera mjög einfóld og aðgengileg og má mæla með henni fyrir þá sem era að byrja að kynna sér tónlist hins aldna meistara. Abraham og Isaac hefur á sér þyngra yfir- bragð eins og efnið gefur til kynna. Huxley-tilbrigðin eru hins vegar töluvert tilþrifarík og sama má segja um litlu sálumessuna. Það er athyglisvert hversu sparsöm þessi verk em að allri gerð og skýrleiki er mikill. Hrein- ir litir em áberandi. Fyrir bragðið ná blöndur meiri áhrifum þegar þeim bregður fyrir. Hinu er þó ekki að neita að nú em allir þessir effektar orðnir gamalkunn- ugir eftir að önnur tónskáld hafa notað þá aftur og aft- ur í verki eftir verk. Charles Wuorinen er þekkt banda- rískt tónskáld og verk hans er gert af kunnáttu og þekk- ingu en ef til vill ekki sama skilningi á takmörkunum aðferðarinnar og verk Stravinskys. Afleiðingin er sú að það hljómar mjög kunnuglega. Flutningur á þessum hljómdiski er allur fyrsta flokks. Stjómandinn Knussen er ágætt tónskáld sjálfur auk þess að hafa getið sér orð sem stjómandi og túlkun hans og annarra listamanna sem við sögu koma ber merki djúprar virðingar fyrir viðfangsefninu. Stravinsky. Þær vinna vel saman ÍAppbumboðið ! j ! Macintosh - eins og hugur mannsl Skipbolti 21 • Sími 511 5111 Heimasíðart: bttp://www. apple. is ■
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.