Dagblaðið Vísir - DV - 24.02.1996, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 24.02.1996, Blaðsíða 15
3- " LAUGARDAGUR 24. FEBRÚAR 1996 15 Friðrik Sophusson fjármálaráðherra skuldar þeim tollurum sem hann veittist að afsökunarbeiðni. Til þess að bæta enn frekar fyrir syndir sínar væri við hæfi að hann tæki upp baráttu fyr- ir breyttum áherslum innan löggæslu. Hann getur barist fyrir hærri hraðasektum ef honum sýnist svo og hvatt til þess að fleiri ökuþórar verði teknir. Aðalatriðið er þó að þeir sem vinna við það að afeitra æsku landsins fái til þess vinnufrið og umbun þegar árangur er merkjanlegur. DV-samsett mynd ÓG Arðbærir og óarðbærir lögbrjótar íslenskir tollverðir hafa lýst þeirri skoðun sinn í DV að öld- ungis sé um að ræða ófullnægj- andi eftirlit frá þeirra hendi til að spoma við innflutningi eiturlyfja. Nokkrir þeirra hafa sagt frá því af hreinskilni undir fullu.nafhi að nánast séu ótakmarkaðir mögu- leikar til innflutnings á efnum sem valda meiri hörmungum en orð fá lýst. Aðeins er skoðað á dagvinnutíma í einhverjum tilvik- um og örfáir einstaklingar annast skoðun á öllum gámum sem til landsins koma. Þarna er um að ræða háalvarlegt mál þar sem fjöldi mannslífa er í uppnámi og þessvegna hefði verið ástæða fyrir illa upplýst stjómvöld að taka um- mæli tollaranna alvarlega. á teppið Þeim viðbrögðum er þó ekki að heilsa, það eina sem fjármálaráð- herra hefur um málið að segja er að beita sér fyrir því að þeim verði hótað brottrekstri. Umrædd- um starfsmönnum var skipað á teppið þar sem þeim var nánast hótað brottrekstri ef þeir haldi ekki kjafti og leyfí dópinu athuga- semdalaust að flæða. Jafnframt dylgjar fjármálai'áðherra með það að DV eigi ekki að slá slíkum mál- um upp. Þessi afstaða ráðherrans er i meira lagi undarleg og hugs- anlega er þetta hluti skýringar þess að vandamál vegna dóp- neyslu eru allsráðandi um allt land. Fjöldi manns hefur rústað lífi sínu vegna þess að framboð eiturlyfja er nánast ótakmarkað og jafhvel böm eiga auðvelt með að nálgast efni sen orðið geta þeim að fjörtjóni. Framkoma ráðherr- ans er gjörsamlega úr takt við flokk hans sem tekið hefur málið upp innan nokkurra stofnana sinna þar sem skýrt hefúr komið fram hversu mikil alvara málsins er. Almenningi 1 landinu er einnig ljóst að það eru önnur verk meira áríðandi en að refsa tollurum sem samvisku sinnar vegna lýsa raun- verulegu ástandi. Landið galopið fyrir dópi Flestar fiölskyldur þekkja ein- stakinga af eigin raun sem orðið hefur fótaskortur í lífinu vegna þess að landið er galopið fyrir dóp- inu. Margir þekkja til ungmenna sem áttu alla möguleika til að komast til manns en féllu í valinn fyrir vágestinum. Meðal starfsmanna tolls og lög- reglu er hópur sem veit að grípa þarf til aðgerða til að stemma stigu við ógninni. Margir hverjir hafa unnið af vanmætti gott starf í því skyni að stöðva ósómann. Þessir einstaklingar fá nú þau skilaboð að þeim sé hollara að halda sig á mottunni. Það má öll- um vera ljóst að slíkt er ekki til þess fallið að efla starfsandann sem aftur gæti orðið til að minnka vandann. Áherslur við löggæslu í landinu eru í raun fáránlegar. Á meðan tveir tollarar vappa innan um hundruði gáma, í þeirri von að gámur opnist fyrir tilviljvm og þar sé fýrir aðra tilviljun dóp, þá eru tugir lögreglumanna að hraða- mæla á götum og þjóövegum. Þar er aðaláhersla lögð á að taka þá sem fara nokkra kOómetra yfir löglegan hraða. Þar með streyma Wœ Li augardagspistill Reynir Traustason peningar í kassann. Það er ekki mikill fengur af því að sifja fyrir dópsölum því þó þeir náist eru þeir sjaldnast borgunarmenn fyrir sektum og þess vegna ekki arð- bærir. Svo er erfitt að ná tO þeirra og þess vegna varla fyrirhafnar- innar. virði. Legið í leyni á þjóðvegum Það er mun arðbærara að liggja í leyni á þjóðvegum eða í húsasundum í því skyni að góma smáborgara með hreint sakavott- orð og greiöslugetu. Dæmi eru um að Selfosslögregla hefur á góðum degi gómað 30 til 40 bOstjóra á Hellisheiðinni yfir hraðamörkum. Það er útgerð sem gefur pening i kassann en breytir litlu ef litið er tO framtíðar. Ekki eru þekkt dæmi um að sama lögregla hafi lagt sig hart eftir að handtaka dóp- sala. Áherslur lögreglu vítt og breitt liggja fyrst og fremst í arð- bærum aðgerðum. Það er í sjálfú sér ekki undarlegt þvi handtökur á raunveruegum glæpamönnum sem gera út á líf ungmenna skOa ekki þeim stundarhagnaði sem ök- þórarnir gefa. Qkuþórar arðbærari en dópsalar Það skiptir því engum sköpum i rekstri lögreglunnar hversu marg- ir dóparar er teknir en það breyt- ir öllu hversu marga ökuþóra tekst að góma. Að sama skapi er fjölgað í umferðarlögreglunni og fjársektir hækkaðar. Sama er uppi á teningnum hvaö varðar toll- gæslu. Það gefur pening að hirða vörur sem síðan eru seldar á upp- boði. Dópi, sem hirt er af glæpa- mönnum, er fargað á meðan lög- legt góss er selt. ToUgæsla og fíkniefnalögrega eru svelt í mannahaldi sökum þess að starf þeirra er ekki arðbært að mati stjórnvalda. Ef dæminu yrði snúið við og „ökufantar“ skiptu minna máli með tilliti tO afraksturs og embættum yrði umbunað fyrir að uppræta dópiö er nokkuð víst að meiri árangur sæist. Það er napurt að toUarar skuli ekki mega þiggja farsíma að gjöf, eins og fram kom í DV, vegna þess að þeir fá ekki fjármagn tO að reka slík hjálpartæki. Það er lika sorglegt að einungis skuli vera leitað á dagvinnutima í böggla- pósti sem er ein leið dópsalanna. Á meðan faUa sífeUt fleiri í valinn og markaðssetningin heldur áfram. Miðað við umfang fíkni- efnavandans mætti ætia að fátt yrði til sparað í þeim ttigangi að stemma stigu við honum. Því er þó ekki aldeOis að hetisa og það bentu umræddir starfsmenn ToU- gæslunnar á. DV hefur alltaf barist gegn dópmafiunum og bent á þær leiðir sem þeim eru opnar að æskufólki. Að sama skapi hefúr blaðið verið opið fyrir sjónarmiðum þeirra sem vtija bregða fæti fyrir sölu- menn dauðans. Það eru engin áform uppi um að breyta þessari stefnu og meðan svo er eiga toU- arar með samvisku skjól á síðum blaðsins. Friðrik Sophusson fjármálaráð- herra skuldar þeim toUurum sem hann veittist að afsökunarbeiðni. TU þess að bæta enn frekar fyrir syndir sínar væri við hæfi að hann tæki upp baráttu fyrir breyttum áherslum innan lög- gæslu. Hann getur barist fyrir hærri hraðasektum ef honum sýn- ist svo og hvatt tU þess að fleiri ökuþórar verði teknir. Aðalatriðið er þó að þeir sem vinna við það að afeitra æsku landsins fái tU þess vinnufrið og umbun þegar árang- ur er merkjanlegur. Friðrik skuldar afsökunarbeiðni
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.