Dagblaðið Vísir - DV - 24.02.1996, Blaðsíða 38
» |tyiglingaspjall
LAUGARDAGUR 24. FEBRÚAR 1996 33"V
DV-myndir GS
Inn úr
kuldanum
- ókeypis tónleikar á hverjum föstudegi í Hinu húsinu
„Það er alltaf fullt af krökkum
niðri í bæ á föstudögum að gera
ekki neitt og það er því ágætis-
grundvöllur fyrir alls konar uppá-
komur á þessum tíma, tU dæmis til
’að kynna tónleika sem síðan eru
haldnir um kvöldið eða um helgina
eða vera með alls konar uppákom-
ur,“ segir Birgir Örn Thoroddsen,
einnig þekktur sem Bibbi eða Cur-
ver. Birgir Örn og nafni hans Birg-
ir Örn Steinarsson sjá um að skipu-
leggja svokallaðar síðdegisuppá-
komur í Hinu húsinu við Aðalstræti
á hverjum föstudegi klukkan 17.00.
Á hverjum föstudegi
Byrjað var með föstudagsuppá-
komurnar, sem ætlaðar eru fyrir
fólk á aldrinum 16 til 25 ára, i sept-
ember sl. og þær hafa verið á hverj-
um föstudegi síðan þá. Birgir Örn
segir að langoftast séu þetta hljóm-
sveitir en á jólatónleikunum lásu
ljóðskáld einnig upp úr verkum sín-
um og mæltist það vel fyrir. Stefnt
er að því að hafa uppákomurnar
fjölbreyttari, til dæmis að hafa sýn-
ingar úr leikritum líka.
Hugmyndin að þessu starfi kvikn-
aði hjá þeim nöfnum síðasta sumar.
„Ég og Birgir vorum að vinna í
sumar við skipulagningu opnunar-
hátíðar fyrir Hitt húsið og þessi
hugmynd svona spratt upp úr því.
Krakkar fara mjög mikið í bæinn á
föstudögum eftir skólavikuna til að
slappa af og rölta og þar er grund-
völlurinn kominn."
Erlendar
hljómsveitir líka
Að meðaltali sækja um 50 manns
tónleikana sem eru ókeypis. Stund-
um eru þó mun fleiri og til dæmis
þegar sænska danshljómsveitin
Lucky People’s Riot spilaði í Hinu
húsinu í haust þá komu um 300
manns.
„Þetta eru alls ekki bara íslensk-
ar hljómsveitir sem spila hérna. Við
höfum Verið í samstarfi við þá sem
eru að flytja inn hljómsveitir
þannig að við höfum fengið erlend-
ar hljómsveitir til að spila fyrir okk-
ur. Þegar Atari Teenage Riots kom
til landsins þá kom einn úr hljóm-
sveitinni og spilaði af plötunni
þeirra og kynnti hljómsveitina og
þegar Ash kom þá var einnig kynn-
ing á þeirri hljómsveit."
- Er aldrei vesen að fá hljómsveit-
ir?
„Það er alveg upp og ofan. Einu
sinni eða tvisvar höfum við ver'ið á
fimmtudegi að redda hljómsveit. En
það er aðallega ef einhverjar hljóm-
sveitir klikka á því að spila. Oftast
er þetta alveg planað og núna er til
dæmis búið að plana mánuð fram í
tímann,“ segir Birgir Örn.
I sumar er áætlað að flytja föstudagsuppákomurnar yfir götuna og út á Ingólfstorg.
Næsta föstudag spilar hljómsveit-
in KK og síðan Sóun og svo eru
væntanlegar hljómsveitir frá Finn-
landi og Hollandi. Birgir Örn segir
að í sumar sé síðan hugmyndin að
flytja tónleikana um set og halda þá
úti undir berum himni á Ingólfs-
torgi.
-ból
Söngvari hljómsveitarinnar LOS í sveiflu.
in hliðin
w
Ahugamaður um hvers kyns nautnir
- segir Guðmundur Pátursson, gítarleikari ársins
Guðmundur Pétursson var fyr-
ir skömmu valinn gítarleikari árs-
ins. Þrátt fyrir ungan aldur þá er
þetta í þriðja sinn sem hann hlýt-
ur íslensku tónlistarverðlaunin
fyrir gítarleik.
IGuðmundur tók þátt í söng-
leiknum Hárinu í hittifyrra og í
Jesus Christ Superstar í fyrra.
Hann segir að í þessum bransa
komi oft tímabil þar sem lítið er
að gera en hann hafl hins vegar
| haft í nógu að snúast síðustu miss-
I erin. Tvö önnur leikhúsverkefni
eru í vændum, annars vegar leik-
rit í Þjóðleikhúsinu þar sem Guð-
mundur mun sjá um tónlist og
hins vegar er það leikrit í Borgar-
leikhúsinu þar sem hann á að
leika í hljómsveit.
Að auki er Guðmundur að leika
með hinum ýmsu listamönnum,
svo sem Emilíönu Torrini, Trega-
sveitinni, KK og Bubba Morthens.
Þá er hann að huga að því að gefa
út plötu með öðrum listamönnum.
Þaö er Guðmundur sem sýnir á
sér hina hliðina að þessu sinni:
Fullt nafn: Guðmundur Sv. Pét-
ursson.
Fæðingardagur og ár: 6. des.
1972.
Maki: Enginn.
Böm: Ekkert.
Bifreið: Engin, en ég á hjól.
Starf: Tónlistarmaður.
Laun: Mjög breytileg.
Áhugamál: Tónlist, mannleg
fræði og hvers kyns nautnir.
Hefur þú unnið í happdrætti
eða lottói? Já, ég hef unnið svona
smáræöi hér og þar í gegnum tíð-
ina.
Hvað finnst þér skemmtileg-
ast að gera? Gera uppgötvanir.
Hvað finnst þér leiðinlegast
að gera? Leggjast lágt í starfi
mínu.
Uppáhaldsmatur: Hamborg-
Bmmmmmmm
arhryggur upp á hefðbundinn jóla-
máta.
Uppáhaldsdrykkur íslensk
mjólk.
Hvaða íþróttamaður stendur
fremstur í dag, að þfnu mati?
Mér stendur eiginlega á sama.
Uppáhaldstímarit: Classic CD.
Hver er fallegasta kona sem
þú hefur séð? Þær eru marg-
ar. Ég geri ekki upp á
milli þeirra.
Ertu
hlynntur eða
andvígur rík-
isstjórninni?
Andvígur.
Hvaða
persónu
langar þig
mest að
hitta?
Guðmundur Pétursson var valinn gítarleikari ársins,
þriðja árið í röð.
DV-mynd GS
Pete Townsend.
Uppáhaldsleikari: Daniel Day
Lewis.
Uppáhaldsleikkona: Emma
Thompson.
Uppáhaldssöngvari: Lennon
og McCartney.
Uppáhaldsstj ór nmála-
maður: Fidel Castro.
Uppáhaldsteikni-
myndapersóna: Hagg-
is McHaggis.
Uppáhaldssjónvarps-
efni: Heimildarmyndir
og sápuóperur.
Uppáhaldsmatsölu-
staður: Vitabar.
Hvaða bók langar þig
mest að lesa? Jólasögur úr
samtímanum eftir Guðberg
Bergsson.
Hver útvarpsrásanna finnst
þér best? Rás eitt.
Uppáhaldsútvarpsmaður:
Pétur Tyrfingsson.
Á hvaða sjónvarpsstöð
horfir þú mest? Stöð 2.
Uppáhaldssjónvarps-
maður: Óskar Ingi-
marsson.
Uppáhalds-
skemmtistaður:
Kaffi List.
Uppáhaldsfélag í
íþróttum: Ekk-
ert.
Stefnir þú að
einhverju sér-
stöku í framtíð-
inni? Að verða
að betri manni
og að komast úr
landi.
Hvað ætlar
þú að gera í
sumarfríinu?
Ég fer aldrei í
sumarfrí.
-ból
Banderas hjartaknúsari:
Fúlsaði við Madonnu
Spænski hjartaknúsarinn Anton-
io Banderas er einn umtalaðasti
maðurinn í Hollywood þessa dag-
ana. Áður en hann varð frægur
meðal Hollywoodstjarnanna sem
„maðurinn sem fór frá konunni
sinni vegna Melanie Griffith“ þá
var þessi hormónahetja helst þekkt
sem „maðurinn sem fúlsaði við
Madonnu".
Banderas vísaði ástleitni
Madonnu á bug í partíi í Madríd hjá
spænska leikstjóranum Pedro
Almodovar en hann hefur leikið í
nánast öllum myndum Almodovars.
Þessi atburður varð til þess að augu
Bandaríkjamanna beindust að þess-
um hugaða manni sem sneri sig út
úr neti Madonnu og honum var
fljótlega boðið að leika í kvikmynd-
inni The Mambo Kings i Bandaríkj-
unum. Banderas kunni enga ensku
en var fljótur að læra og fleiri kvik-
myndir fylgdu í kjölfarið. Hann lék
elskhuga Tom Hanks í Philadelphia,
í Húsi andanna, Interview with the
Vampire og Desperado.
Banderas er 36 ára og hann hefur
margsinnis verið kosinn kynþokka-
fyllsti karlmaður heims. Hann er þó
ósammála þessum dómi. „Þegar ég
byrja að missa hárið og eldast þá
breytist þetta. Þá á fólk eftir að
segja: Hann var kynþokkafyllstur
en nú er hann ekkert."
Banderas vinnur nú við tökur á
kvikmyndinni Evita þar sem hann
leikur byltingarforingjann Che Gue-
vara. Leiðir Banderas og Madonnu
hafa enn einu sinni legið saman því
að Madonna leikur Evu Peron í
myndinni.
Þær sögur ganga að vel fari á með
hjartaknúsaranum og söngdísinni
en litlar líkur eru þó taldar á því að
Madonnu takist að tæla Banderas í
sína sæng þar sem kappinn hugsar
þessa dagana um lítið annað en
hana Melanie sína.
Banderas hjartaknúsara finnst Madonna ekkert sexí.