Dagblaðið Vísir - DV - 24.02.1996, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 24.02.1996, Blaðsíða 24
24 u^uGARDAGUR 24. FEBRÚAR 1996 J. Fyrrverandi dópisti og smyglari segir frá reynslu sinni: Fyrst í nefið á Litla-Hrauni - segir stórsmyglarana alltaf sleppa „Venjulegt fólk sér sjaldan þessa einstaklinga því þeir liggja í hálfgerðum dvala á daginn og koma ekki út nema á næturnar. Það er undantekning ef þetta fólk fer á skemmtistaði. Það hangir frekar í hinum fjölmörgu grenjum sem finnast um alla Reykjavík." Hann ólst upp í Breiðholtinu, í Fellahverfinu þegar það var að byggjast upp. Snemma kynntist hann eiturlyijavímunni og þeirri „gleði“ sem henni fylgdi. Eiturlyfin, hvort sem það var vín eða önnur efni, voru leið hans út úr hinum gráa hversdagsleika, inn í tælandi gerviveröld vímunnar. Áður en langt um leið var hann sokkinn djúpt í eiturlyfjaneyslu og átti sér varla viðreisnar von. Til þess að fjármagna neysluna fór hann að smygla eiturlyfjum til landsins. Að hans mati auðveld leið til að ná sér í dóp, peninga og spennu. En samtímis auöveld leið til að brjóta sig niður andlega og lík- amlega, eins og hann kynntist Ul- þyrmilega. Hann er þrjátíu og þriggja ára gamall og hefur verið edrú í tæp tvö ár. Hér er saga hans í stuttu máli. Baði 13 ára að ka „Ég drakk áfengi í fyrsta skiptið 13 ára gamall. Ég drakk strax illa og drykkjunni virtist alltaf fylgja eitt- hvert vesen. Fyrst i stað drakk ég aðeins um helgar en um fimmtán ára aldurinn kynntist ég hassinu. Þá fann ég „mitt“ vímuefni. Ég varð rólegri og gerði ekki neitt af mér. Mér leið vel af hassinu til að byrja með og minnkaði drykkjuna mikið eftir að ég kynntist því. Það var ágætt því eins og ég sagöi áðan fylgdi alltaf eitthvað helvitis vesen drykkjunni. Á þeim tíma sem við strákamir vorum að byrja í hassinu var frekar erfitt að nálgast það. Hægt og rólega komum við okkur upp samböndum við „dílera", sem seldu hass, og smám saman varð auðveldara að komast yfir efnið.“ Hassið gaf lífinu lit „Stundum gat þó verið erfitt að redda hassinu. Ég man eftir kvöld- um þar sem ég og vinir mínir vor- um alveg á nálum yfir því hvort tækist að ná í einhvem „dílerinn“ sem átti hass. Ef við náðum í hass breyttist mórallinn á svipstundu og ailt varð gott. Við gátum farið í bíó eða gert eitthvað annað skemmti- legt. Hassið gaf lífinu lit. Ef það reddaðist ekki breyttist eftirvænt- ingin og biðin í algert þunglyndi og ekkert var hægt aö gera. Lífið var bara ekki lengur gaman án hassvimunnar. Ég hafði farið nokkrum sinnum til útlanda á þessum tíma, sérstak- lega til Kaupmannahafnar. Auðvelt var að kaupa hass þar og það var mun ódýrara þar en á íslandi. Við tókum alltaf nokkur grömm með okkur heim til eigin nota. Ég held að þá hafi maður kveikt á perunni með að hægt væri að stórgræða á því að smygla inn eiturlyfjum. Ég var dæmdur i sex mánaða fangelsi fyrir gömul brot þegar ég var sextán ára gamall. Ég átti erfitt með að láta annarra manna bíla í friði þegar ég drakk og hafði nokkrum sinnum verið tekinn fyrir að stela bílum og ölvun við akstur. Dóminn tók ég út þegar ég var tvítugur. Þá kynntist ég liði-sem var mikið í alls kyns dópi. Daginn sem ég slapp úr fang- elsinu bauð einn af góðkunningjum lögreglunnar og félagi minn í fang- elsinu mér upp á amfetamín. Þannig að á Litla-Hrauni fékk ég mér í fyrsta skiptið í nefið.“ Amfetamín í endaþarmi „Fyrstu alvörusmyglferöina fór ég þremur mánuðum eftir að ég kom út af Litla-Hrauni. Fór þá fyrir aðila, sem ég kynntist í fangelsinu, til Amsterdam og náði þar í rúm 200 grömm af hreinu amfetamíni. Hluta af því sendi ég með pósti til vissra aðila á íslandi en ég tók um 130 grömm sjálfur heim. Setti efnið í smokka og stakk þeim upp í enda- þarminn. Það var búið að ganga frá öllu áður en ég fór út. Ég þurfti bara að fara á ákveðinn stað og ná í efn- ið. Mér fannst mjög spennandi í þeirri ferð og það var viss ævintýra- ljómi yfir öllu. Flugfarið var borgað fyrir mig út, ég fékk um 30 grömm af efninu í minn hlut og gat síðan, með því að blanda það, breytt því í 50-60 grömm. Ég notaði hluta af því sjálfur, gaf vinum og kunningjum og seldi svo afganginn.“ Kóngur í smátíma „Allt í einu átti ég nóg af dópi, nóg af peningum og ofan á allt sam- an komst ég til útlanda. Það eina sem ég þurfti að gera var að komast í gegnum tollinn án þess að verða tekinn. Ég var kóngur í smátíma því allir vilja vera vinir manns þeg- ar maður á dóp. Þess má geta að öll „spíttbréfin" sem ég sendi skiluðu sér. Þannig að fyrsta ferðin gekk eins og í sögu. Ég var mjög spennt- ur þegar ég fór í gegnum tollinn og átti alveg eins von á því að verða tekinn. Á þessum tíma var ég ekki enn kominn á skrá hjá Fíknó og átti samkvæmt því að vera nokkuö ör- uggur. Maður veit samt aldrei. Ég komst þó í gegn án nokkurra erfið- leika." Vítahringur „Það er einu sinni þannig að þeg- ar maður græðir peninga á auðveld- an hátt þá eyðast þeir einnig fljótt,“ segir hann. „Ég lifði hátt og eyddi á báða bóga. Því leið ekki á löngu þar til peningarnir voru búnir, dópið einnig og ég fór að huga að annarri ferð. Þetta verður að hálfgerðum vítahring þegar maður er á annað borð byrjaður og erfitt að losna út úr þessu. Þremur til fjórum mánuðum eftir fyrstu ferðina fór ég aftur til Ámsterdam og tók svipaðan skammt með heim. Allt gekk vel í þeirri ferð og ég gat haldið áfram svipuðu liferni. Nóg af dópi og pen- ingum.“ Tekinn á flugvellinum „Þriðja ferðin gekk ekki eins vel því ég var tekinn á Keflavíkurflug- velli. Ég var alveg rólegur þegar þeir stoppuðu mig og fóru með mig afsíðis til að leita á mér. Ég var lát- inn klæða mig úr öllu og þeir fóru vandlega yfir allan farangurinn minn og fótin en fundu ekkert. Þá vildu þeir fara með mig í gegnum- lýsingu og mér fór ekki að lítast á blikuna. Ég var samt kaldur og sagðist ekkert hafa á móti því að fara í gegnumlýsingu. Bjóst jafnvel við að þeir myndu sleppa mér. Við keyrðum i bæinn, á Borgar- spítalann þar sem ég var settur í gegnumlýsingu. Þá kom í ljós að ég hafði eitthvað inni í mér. Það var farið með mig beint niður á lög- reglustöð. Þar fékk ég klefa með kló- setti og skilaði af mér amfetamín- smokkunum. Þeir tóku þá i sína vörslu og voru mjög glaðir. Ég sat inni í nokkra daga og var þá sleppt. Þeir vissu sem betur fer ekkert um fyrri ferðirnar mínar því ég hafði eyðilagt gamla vegabréfið mitt og fengið mér nýtt og aðeins einn stimpill frá Amsterdam var í því.“ Missti nefið ofan í kók- ið „Tvö ár liðu áður en dæmt var í málinu og fékk ég átta mánaða dóm. Svo liðu tvö ár í viðbót þar til ég af- plánaði dóminn. í millitíðinni fór ég í meðferð. Þá var ég tuttugu og tveggja ára. Ég var búinn að fá al- gert ógeð á þessu lífemi. Þetta gat ekki farið öðruvísi en niður á við. Ég var orðinn háður „spíttinu" og það gekk alltaf meira á mig. Ég tærðist meir og meir upp og var orðinn grindhoraður. Djammið rann út í eitt og var ekki lengur bundið við helgamar. Oft kom fyrir að ég svaf ekki í marga daga, hvað þá að ég borðaði eitthvað. „Spíttið" hefur þau áhrif að maður þarf hvorki að sofa né borða. Það lengsta sem ég vakti var um fjórtán sólar- hringar. Mókti af og til á daginn í mesta lagi. Ég náði ekki löngum edrútíma eftir þessa meðferð og var aftur kominn á kaf nokkrum mánuðum seinna. Það kostar mikið að vera í neyslu og því var auðvelt að sann- færa sig um að.best væri að fara í aðra ferð. Ég og vinkona min fómm saman út og hún smyglaði efninu inn, því mjög líklegt var að ég yrði tekinn. í það skiptið smygluðum við um hundrað grömmum af hassi og um fjörutíu grömmum af kókaíni til landsins. Við ætluðum að selja allt og græða á þessu. Ég náði að selja hassið en missti nefið ofan í kókið og seldi í mesta lagi 4-5 grömm af því. Afgangurinn fór ofan í mig, vin- konu mína og nokkra vini.“ Kolsvartur hversdags- leiki „Smyglið borgaði þó ferðina og ég kom sléttur út úr þessu „ævintýri". Síðustu smyglferðina fór ég tuttugu og fimm ára gamall. í þetta sinn tók ég einn kunningja minn með mér og tók hann það að sér að koma efninu gegnum tollinn. Við komumst inn með um 300 grömm af hassi og um tíu grömm af kókaíni, lifðum hátt í stuttan tíma en svo var allt búið og hinn kolsvarti hversdagsleiki tók við. Stöðugt að redda sér í næstu vímu og reyna að halda áfram að „lifa“ lífinu. Ég þekkti nokkra „dílera“ og fékk
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.