Dagblaðið Vísir - DV - 24.02.1996, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 24.02.1996, Blaðsíða 4
4 LAUGARDAGUR 24. FEBRÚAR 1996 DV fréttir Þrír stjórnarmenn hjá Ósvör hf. í Bolungarvík, sem voru vitni í kvótamálinu svokallaða, báru sam- hljóða í réttarhöldunum á ísafirði í gær að rætt hefði verið um á stjórn- arfundi þann 24. janúar 1995 aö selja og yfirfæra aflamark fyrir allt að 30 milljónir króna þegar hallaði undan fæti í rekstri fyrirtækisins. TOgangurinn hefði verið að kosta viðgerð á Dagrúnu ÍS, sem nýlega hafði bflað, og rekstur fyrirtækis- ins. Þessir vitnisburðir samræmast framburði Björgvins Bjarnasonar, fyrrum framkvæmdastjóri Ósvarar, sem er einn aðalsakbominga í mál- inu, um að hann hafi haft heimild til að yfirfæra aflamark á síöasta ári. Með þessum framburðum þykir Ari Halldórsson, frá Lúbbert GmbH í Bremerhaven í Þýskalandi, sem er einn af fimmmenningunum sem eru ákærðir í kvóta- og fjárfestingarmál- Inu. Úr dómsalnum. Fyrir miðju er Jónas Jóhannsson, héraðsdómari Vestfjarða, og meðdómsmennirnir Arngrímur ísberg og Ingibjörg Benediktsdóttir, héraðs- dómarar úr Reykjavík. DV-mynd Gisli Hjartarson ákæran og sakargiftirnar á hendur Björgvini orðin heldur haldlítfl. Sakborningurinn ber af sér sakar- giftir. Ólafur Kristjánsson, bæjarstjóri i Bolungarvík, sagði við réttarhöldin i gær að hann hefði afhent Kristjáni Jóni Guðmundssyni, fyrrum útgerð- arstjóra, og Ósvararmönnum þrjú undirrituð en að ööru J,eyti ótútfyllt eyðublöð fyrir flutningi aflamarks - en í trausti þess aö eyðublöðin yrðu ekki misnotuð. Þetta gerðist, að sögn Ólafs, fyrir þann tíma sem ákæruatriðin ná yfir. Kristjáni Jóni er gefið að sök skjalafals í ákærunni. Ólafur sagöi að Kristján Jón hefði fært inn á eyðublöðin aflamarkstölur eftir að Ólafur hafði undirritað. Þetta hefði því verið gert í heimildarleysi. Ólaf- ur sagðist jafnframt ekki muna að hafa, eins og Björgvin segir, átt við hann orðastað um að selja aflamark á nefndum fundi í janúar 1995. Hann kannaðist hins vegar við aö menn hjá Ósvör hefðu rætt um það al- mennt að eitthvað yrði að gera til að bjarga félaginu. Dómsyfirheyrslumar snerust að talsverðu leyti um að fá fram í dags- ljósið hvort Ólafur hefði haft vitn- eskju um framangreindan afla- marksflutning. Hann er ekki ákærð- ur í málinu en framburður hans sem fyrrum stjórnarformanns og bæjarstjóra þykir hins vegar hafa mikið vægi hvað varöar sakargiftir á hendur fyrrum forsvarsmönnum Ósvarar sem eru ákærðir. -ótt Kristján Jón Guðmundsson, fyrrum útgerðarstjóri Ósvarar í Bolungar- vík. Björgvin Bjarnason, fyrrum fram- kvæmdastjóri Ósvarar, við réttar- höldin á ísafirði. Framburður í réttarhöldunum í kvótamálinu um málefni Ósvarar hf.: Bæjarstjórinn afhenti óútfyllt eyðublöð - þrjú vitni segja að rætt hafi verið um kvótasölu á stjórnarfundi fyrir ári Alþýðusambandsþing eftir rúma tvo mánuði: Hef ekkí tekið nýja ákvörðun í því máli - segir Benedikt Davíðsson, forseti ASI, um hvort hann hyggist halda áíram Nú eru ekki nema rúmir tveir mánuöir þar tfl þing Alþýöusam- bands íslands veröur haldið en sambandið verður 80 ára 12. mars næstkomandi. Þegar er farið að ræða um næsta forseta sambands- ins. Ýmsir telja að Benedikt Dav- íðsson, núverandi forseti ASÍ, sé tiibúinn til að halda áfram. Eins og menn muna eflaust var það ekki ákveðið fyrr en ASÍ-þingið var hálfnaö fyrir 4 árum að Benedikt gæfi kost á sér og hann geröi það ekki fyrr en eftir miklar fortölur. Hann var spurður hvort hann myndi gefa kost á sér áfram ef eftir því yrði leitað: „Ég hef ekki tekið neina nýja ákvörðun um það hvort ég gef kost á mér áfram sem forseti Alþýðu- sambandsins," sagði Benedikt. Þarna er Benedikt að vísa til þess sem hann sagöi í viötali viö DV, eftir aö hann tók við forseta- embættinu fyrir fjórum árum, að hann ætlaði ekki að sitja nema eitt kjörtimabil. Hann sagðist þá líta svo á að hann væri að brúa ákveð- ið bU með því aö taka embættið að sér, jafn fuUoröinn og hann væri orðinn. Benedikt verður sjötugur á næsta ári. „Að svo miklu leyti sem ég hugs- anlega get haft áhrif á val þess sem sæti hér eftir þingið mun ég aö- stoöa þá sem eru að eöa munu vinna í þessu á vettvangi landssam- bandanna innan ASÍ. Sú virina er ekki komin mjög langt en eitthvað er hún komin af stað. Aöalatriðið tel ég vera að í forsetastóli sitji ein- hver sem nýtur sæmilegs trausts á sem breiðustum vettvangi,“ sagði Benedikt. Rætt hefur verið við Kára Amór Kárason, framkvæmdastjóra Líf- eyrissjóðs Norðurlands, um að gefa kost á sér í forsetaembættið. Hann hefur enn ekki gefið ákveðið svar. Menn benda á að hann sé nýtekinn við mjög góðu embætti á Akureyri og myndi sennUega lækka í laun- um við að flytja sig tU Reykjavíkur að taka við forsetaembættinu hjá ASÍ. Og því sé eðlilegt að hann hlaupi ekki tU. Lagt var að Grétari Þorsteins- syni, formanni Samiðnar, fyrir fjór- um árum að taka embættið að sér. Hann léði ekki máls á því þá en er hugsanlega tilbúinn nú. Sömuleiðis er rætt um Björn Grétar Sveinsson, formann Verkamannasambands- ins, og fleiri verða nefiidir áður en yfir lýkur. -S.dór Hráefnisskortur í fiskvinnsluhúsum í Hanstholm: íslendingar á atvinnu- leysisbótum á meðan - enginn flótti í mönnum, segir Jónas Guðmundsson Ég vissi um þrjá íslendinga hjá þessari verksmiðju en þeir eru aUir komnir í vinnu annars staðar. Það er næg vinna hér fyrir okkur íslending- ana. Reyndar hefur verið frekar rólegt að gera síðustu vikumar. Það gera frosthörkumar því hér em aUar hafn- ir ísi lagðar og samgöngur á landi hafa gengið Ula vegna ófærðar. En það er enginn flótti í mönnum, mér vitanlega. Þetta skánar með hækk- andi sól,“ sagði Jónas Guðmundsson, búsettur í Hanstholm í Danmörku, í samtali við DV. í fréttabréfi danska verkamanna- sambandsins er sagt frá því að einu stærsta fiskvinnsluhúsinu í Hanst- holm, Espersen, verði lokað i sumar og öUum starfsmönnum, um 100, hafi verið sagt upp. Haft er eftir Peter Sand Mortensen, formanni verkalýðs- félagsins á staðnum, að hann óttist að þetta sé byrjunin á öðm verra. Eig- endur Espersen hafi ákveðið að flytja vinnsluna tU PóUands þar sem ódýr- ara vinnuafl sé þar að finna og því geti fleiri fyrirtæki fylgt i kjölfarið. Sem kunnugt er hefur íjöldi íslend- inga flutt tU Hanstholm síðustu ár og í dag búa þar um 170 manns. Flestir starfa við fiskvinnslu. Jónas sagði að frá því hann fluttist tU Hanstholm í fyrra hefðu töluvert margir íslendingar farið annað, t.d. tU Noregs, Svíþjóðar eða innan Dan- merkur. Það hefði ekki verið vegna at- vinnuleysis heldur að annað betra hefði verið í boði annars staðar. Vegna hráefnisskorts í vetrarhörk- unum hafa nokkur fiskvinnsluhús þurft að senda fólk heim nokkra daga í senn. Á meðan fari fólk á atvinnu- leysisbætur. Jónas sagði að nær aUir íslendingar væru í verkalýðsfélaginu í Hanstholm og fengju því bætur. -bjb
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.