Dagblaðið Vísir - DV - 24.02.1996, Page 4
4
LAUGARDAGUR 24. FEBRÚAR 1996 DV
fréttir
Þrír stjórnarmenn hjá Ósvör hf. í
Bolungarvík, sem voru vitni í
kvótamálinu svokallaða, báru sam-
hljóða í réttarhöldunum á ísafirði í
gær að rætt hefði verið um á stjórn-
arfundi þann 24. janúar 1995 aö
selja og yfirfæra aflamark fyrir allt
að 30 milljónir króna þegar hallaði
undan fæti í rekstri fyrirtækisins.
TOgangurinn hefði verið að kosta
viðgerð á Dagrúnu ÍS, sem nýlega
hafði bflað, og rekstur fyrirtækis-
ins.
Þessir vitnisburðir samræmast
framburði Björgvins Bjarnasonar,
fyrrum framkvæmdastjóri Ósvarar,
sem er einn aðalsakbominga í mál-
inu, um að hann hafi haft heimild
til að yfirfæra aflamark á síöasta
ári. Með þessum framburðum þykir
Ari Halldórsson, frá Lúbbert GmbH í
Bremerhaven í Þýskalandi, sem er
einn af fimmmenningunum sem eru
ákærðir í kvóta- og fjárfestingarmál-
Inu.
Úr dómsalnum. Fyrir miðju er Jónas Jóhannsson, héraðsdómari Vestfjarða, og meðdómsmennirnir Arngrímur ísberg og Ingibjörg Benediktsdóttir, héraðs-
dómarar úr Reykjavík. DV-mynd Gisli Hjartarson
ákæran og sakargiftirnar á hendur
Björgvini orðin heldur haldlítfl.
Sakborningurinn ber af sér sakar-
giftir.
Ólafur Kristjánsson, bæjarstjóri i
Bolungarvík, sagði við réttarhöldin i
gær að hann hefði afhent Kristjáni
Jóni Guðmundssyni, fyrrum útgerð-
arstjóra, og Ósvararmönnum þrjú
undirrituð en að ööru J,eyti ótútfyllt
eyðublöð fyrir flutningi aflamarks -
en í trausti þess aö eyðublöðin yrðu
ekki misnotuð. Þetta gerðist, að
sögn Ólafs, fyrir þann tíma sem
ákæruatriðin ná yfir.
Kristjáni Jóni er gefið að sök
skjalafals í ákærunni. Ólafur sagöi
að Kristján Jón hefði fært inn á
eyðublöðin aflamarkstölur eftir að
Ólafur hafði undirritað. Þetta hefði
því verið gert í heimildarleysi. Ólaf-
ur sagðist jafnframt ekki muna að
hafa, eins og Björgvin segir, átt við
hann orðastað um að selja aflamark
á nefndum fundi í janúar 1995. Hann
kannaðist hins vegar við aö menn
hjá Ósvör hefðu rætt um það al-
mennt að eitthvað yrði að gera til að
bjarga félaginu.
Dómsyfirheyrslumar snerust að
talsverðu leyti um að fá fram í dags-
ljósið hvort Ólafur hefði haft vitn-
eskju um framangreindan afla-
marksflutning. Hann er ekki ákærð-
ur í málinu en framburður hans
sem fyrrum stjórnarformanns og
bæjarstjóra þykir hins vegar hafa
mikið vægi hvað varöar sakargiftir
á hendur fyrrum forsvarsmönnum
Ósvarar sem eru ákærðir. -ótt
Kristján Jón Guðmundsson, fyrrum
útgerðarstjóri Ósvarar í Bolungar-
vík.
Björgvin Bjarnason, fyrrum fram-
kvæmdastjóri Ósvarar, við réttar-
höldin á ísafirði.
Framburður í réttarhöldunum í kvótamálinu um málefni Ósvarar hf.:
Bæjarstjórinn afhenti
óútfyllt eyðublöð
- þrjú vitni segja að rætt hafi verið um kvótasölu á stjórnarfundi fyrir ári
Alþýðusambandsþing eftir rúma tvo mánuði:
Hef ekkí tekið
nýja ákvörðun
í því máli
- segir Benedikt Davíðsson, forseti ASI, um hvort hann hyggist halda áíram
Nú eru ekki nema rúmir tveir
mánuöir þar tfl þing Alþýöusam-
bands íslands veröur haldið en
sambandið verður 80 ára 12. mars
næstkomandi. Þegar er farið að
ræða um næsta forseta sambands-
ins. Ýmsir telja að Benedikt Dav-
íðsson, núverandi forseti ASÍ, sé
tiibúinn til að halda áfram. Eins og
menn muna eflaust var það ekki
ákveðið fyrr en ASÍ-þingið var
hálfnaö fyrir 4 árum að Benedikt
gæfi kost á sér og hann geröi það
ekki fyrr en eftir miklar fortölur.
Hann var spurður hvort hann
myndi gefa kost á sér áfram ef eftir
því yrði leitað:
„Ég hef ekki tekið neina nýja
ákvörðun um það hvort ég gef kost
á mér áfram sem forseti Alþýðu-
sambandsins," sagði Benedikt.
Þarna er Benedikt að vísa til
þess sem hann sagöi í viötali viö
DV, eftir aö hann tók við forseta-
embættinu fyrir fjórum árum, að
hann ætlaði ekki að sitja nema eitt
kjörtimabil. Hann sagðist þá líta
svo á að hann væri að brúa ákveð-
ið bU með því aö taka embættið að
sér, jafn fuUoröinn og hann væri
orðinn. Benedikt verður sjötugur á
næsta ári.
„Að svo miklu leyti sem ég hugs-
anlega get haft áhrif á val þess sem
sæti hér eftir þingið mun ég aö-
stoöa þá sem eru að eöa munu
vinna í þessu á vettvangi landssam-
bandanna innan ASÍ. Sú virina er
ekki komin mjög langt en eitthvað
er hún komin af stað. Aöalatriðið
tel ég vera að í forsetastóli sitji ein-
hver sem nýtur sæmilegs trausts á
sem breiðustum vettvangi,“ sagði
Benedikt.
Rætt hefur verið við Kára Amór
Kárason, framkvæmdastjóra Líf-
eyrissjóðs Norðurlands, um að gefa
kost á sér í forsetaembættið. Hann
hefur enn ekki gefið ákveðið svar.
Menn benda á að hann sé nýtekinn
við mjög góðu embætti á Akureyri
og myndi sennUega lækka í laun-
um við að flytja sig tU Reykjavíkur
að taka við forsetaembættinu hjá
ASÍ. Og því sé eðlilegt að hann
hlaupi ekki tU.
Lagt var að Grétari Þorsteins-
syni, formanni Samiðnar, fyrir fjór-
um árum að taka embættið að sér.
Hann léði ekki máls á því þá en er
hugsanlega tilbúinn nú. Sömuleiðis
er rætt um Björn Grétar Sveinsson,
formann Verkamannasambands-
ins, og fleiri verða nefiidir áður en
yfir lýkur.
-S.dór
Hráefnisskortur í fiskvinnsluhúsum í Hanstholm:
íslendingar
á atvinnu-
leysisbótum
á meðan
- enginn flótti í mönnum, segir Jónas Guðmundsson
Ég vissi um þrjá íslendinga hjá
þessari verksmiðju en þeir eru aUir
komnir í vinnu annars staðar. Það er
næg vinna hér fyrir okkur íslending-
ana. Reyndar hefur verið frekar rólegt
að gera síðustu vikumar. Það gera
frosthörkumar því hér em aUar hafn-
ir ísi lagðar og samgöngur á landi
hafa gengið Ula vegna ófærðar. En
það er enginn flótti í mönnum, mér
vitanlega. Þetta skánar með hækk-
andi sól,“ sagði Jónas Guðmundsson,
búsettur í Hanstholm í Danmörku, í
samtali við DV.
í fréttabréfi danska verkamanna-
sambandsins er sagt frá því að einu
stærsta fiskvinnsluhúsinu í Hanst-
holm, Espersen, verði lokað i sumar
og öUum starfsmönnum, um 100, hafi
verið sagt upp. Haft er eftir Peter
Sand Mortensen, formanni verkalýðs-
félagsins á staðnum, að hann óttist að
þetta sé byrjunin á öðm verra. Eig-
endur Espersen hafi ákveðið að flytja
vinnsluna tU PóUands þar sem ódýr-
ara vinnuafl sé þar að finna og því
geti fleiri fyrirtæki fylgt i kjölfarið.
Sem kunnugt er hefur íjöldi íslend-
inga flutt tU Hanstholm síðustu ár og
í dag búa þar um 170 manns. Flestir
starfa við fiskvinnslu.
Jónas sagði að frá því hann fluttist
tU Hanstholm í fyrra hefðu töluvert
margir íslendingar farið annað, t.d. tU
Noregs, Svíþjóðar eða innan Dan-
merkur. Það hefði ekki verið vegna at-
vinnuleysis heldur að annað betra
hefði verið í boði annars staðar.
Vegna hráefnisskorts í vetrarhörk-
unum hafa nokkur fiskvinnsluhús
þurft að senda fólk heim nokkra daga
í senn. Á meðan fari fólk á atvinnu-
leysisbætur. Jónas sagði að nær aUir
íslendingar væru í verkalýðsfélaginu
í Hanstholm og fengju því bætur.
-bjb