Dagblaðið Vísir - DV - 24.02.1996, Blaðsíða 33

Dagblaðið Vísir - DV - 24.02.1996, Blaðsíða 33
DV LAUGARDAGUR 24. FEBRÚAR 1996 _ erlendar fréttir Baráttan fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum komin upp á Internetið: Þetta er miklu fremur eins konar auglýsingabrella núna „Fyrir tíu árum voru umslög og frímerki okkar ær og kýr. í dag er það faxtækið og á morgun verða Internetið og tölvupósturinn helstu samskiptatækin," segir K.B. Forbes, aðstoðarblaðafulltrúi Patricks Buc- hanans sem keppir um að verða út- nefndur forsetaframbjóðandi repú- blikanaflokksins fyrir kosningarnar i nóvember. Kosningabaráttan í Bandaríkjun- um er samt þegar komin upp á Int- ernetið og allir frambjóðendurnir sem eitthvað kveður að, og jafnvel fleiri, eru komnir með heimasíður á veraldarvefnum. Þar koma þeir sjónarmiðum sinum á framfæri í rituðu máli, með ljósmyndum, hljóði og lifandi myndum. Allir með viðeigandi tölvubúnað og Inter- nettengingu geta nálgast og kynnt sér það sem frambjóðendurnir hafa fram að færa, hvar sem þeir eru staddir í heiminum. Geanir ekki lykilhlut- verki enn Stjórnmálaskrif fjölmiðlanna eru einnig komin á netið, hvort sem um er að ræða risa á borð við tímaritið Time, sjónvarpsstöðina CNN og dag- blaðið Washington Post, eða smærri blöð í fylki eins og New Hampshire þar sem mikilvægar forkosningar voru haldnar í vikunni. Þá nota stuðningsmenn frambjóðendanna netið einnig tO að reka áróður fyrir sínum manni og til að ræða áhuga- mál sín við aðra. Erlent fréttaljós á laugardegi En þrátt fyrir sívaxandi notkun Internetsins, segja sumir stjórn- málaskýrendur að það gegni ekki enn lykilhlutverki í bandarískum stjórnmálum. „Einmitt núna mundi ég segja að það væri miklu frekar eins konar auglýsingabrella," segir Norman Ornstein, sem starfar við American Enterprise Institute fræðimanna- stofnunina í Washington. „Þetta er eitt af þvi sem býr yfir miklu meiri möguleikum. En ég held að allir hlaupi til núna af því að allir hinir gera það og enginn vill verða eftir- bátur hinna.“ Internetfíklar að skemmta sár Stephen Hess, sem starfar við Brookings Institution, aðra fræði- mannastofnun í Washington, er á ýyt,ycita To restore Amcrica’s scnsc of confidcncc through crowih. fteertom. ami pcrsonal rcsponsibitily.” ..............—...i - segir stjórnmálaskýrandinn Norman Ornstein, sem spáir netinu þó bjartri framtíð Officlfll nole foi Presirtenf IHllilli SMe WöfW | | * 0 per- & Frln* I Fíttd jhMp' :'//yvvr cofn/Jc-ir. " # fNT Vfk'Omg' | Vhit’; fH'-n'? | Vhöi ; Cwl) ( 0<j*sihris ^ | N?* S»arch | Uei &ý?ct<»ru| Welcome... BOB p gg FOM’RESMBm OmctAl WORID WIDt WU t N í I R N £ T SITt DOlf FOR t ttt S 10 K N T W £ 8 $IT£ f t I I Ú : *: R Y 2 V 49 6 rjúafANANfVpRi-snVi-KT jPat fo* JProsjdenl Home Patgc fetteLÍi lÉg-MíEgHtgC! TK>V jowlm ovrr Ms Kvf.r ro Pnt SWrtfcJrt* airf ‘pV-íee.t «> c.'awj tunt «*|re»s«yrty tigrhai-afi r *« 0» froMrw^r, fcw l'ra hrfihiar. htM ot. Ids ht*h tfcíalt Im'í VrtíQjxt ttrj ksrtt ri*kt *ow.* Qaao. 1 Vclmateers [ Dfflaafti&iB Lwín ffiOK Aow oiw oí AfixAct's grcst tough ■> ts.r50ft>2 look 5f hií hfe; hCiín his því að Internetið skipti ekki sköp- um enn. „Ég held að þetta séu Internetfikl- ar sem ræða hver við annan fram og til baka og skemmta sér konung- lega yflr því en ég mundu nú ekki veðja á að þetta væri mjög fjölmenn- ur hópur,“ segir Stephen Hess. Bæði Hess og Omstein eru þó sammála um ágæti Internetsins sem mjög góðs rannsóknartækis fyrir blaðamenn og aðra. „Þetta er til dæmis frábært fyrir stúdenta," seg- ir Ornstein. Forsetaframbjóðendurnir hafa ýmislegt efni á boðstólum á heimil- isföngum sínum á veraldarvefnum. Þar skal nefna fréttatilkynningar, ræður í heilu lagi, afrit af fréttum um þá, ævisögur þeirra í smækk- aðri mynd og margt fleira, svo sem mynbandsbúta og segulbandsupp- tökur. Þá geta áhugasamir skráð sig sem sjálfboðaliða til að vinna að brautargengi frambjóðandans í kosningabaráttunni eða sent fram- bjóðandanum og hans mönnum tölvupóst. Bob Dome með fjöl- breyttustu síðuna Bob Dole, leiðtogi repúblikana í öldungadeOd Bandaríkjaþings og sá frambjóðandi sem margir telja sig- urstranglegastan í kapphlaupinu, þótt hann hafi nú orðið að láta í minnipokann fyrir Buchanan í New Hampshire á dögunum, heldur uppi umfangsmiklu kynningarstarfi á Internetinu. Auk efnis sem finna má hjá flestum hinna frambjóðend- anna, geta gestir hjá Dole smellt á kort af Bandaríkjunum til áð kom- ast að því hvaða embættismenn í hverju fylki hafa lýst yfir stuðningi sínum við öldungadeildarþing- manninn frá Kansas. Gestir geta einnig búið til kosningaspjöld og sent tölvupóstkort til vina sinna með áróðri fyrir Dole. Tiltölulega ódýrt er að nota ver- aldarvefmn til að ná til kjósenda. Það kostaöi til dæmis ekki nema fimmtán þúsund dollara, eða um eina milljón króna, að búa til heim- ilisfang Doles með öllu því sem þar er. Síðan kostar rúmlega sjötíu þús- und krónur á mánuði að endurnýja það þannig að alltaf séu þar nýjustu fáanlegar upplýsingar. Það er miklu minna en hefðbundnar auglýsingar í sjónvarpi og dagblöðum kosta. Pat Buchanan slapp miklu betur en Dole því sjálfboðaliðar hafa séð um allan rekstur heimasíðu hans á netinu, frambjóðandanum að kostn- aðarlausu. Heimilisföng frambjóðendanna á Internetinu Hér á eftir fara heimilisfong nokkurra forsetaframbjóðenda í Bandaríkjunum á veraldarvef Internetsins: Repúblikanar: Bob Dole: http://www.dole96.com Pat Buchanan: http://www.buchanan.org Lamar Alexander: http://www.Nashville. Net/(tilde)lamar Steve Forbes: http:// www.forbes96.com Demókratan Bill Clinton: http://whitehouse.gov Flokkamin Demókratar: http://www.democrats.org Repúblikanar: http://www.mc.org Önnur gagnleg heimilisföng: ElectionLine: http://www.electionline.com All Politics: http://allpolitics.com Clinton er enn fjarri góðu gamni Flokksstjórn repúblikanaflokks- ins í Washinton notfærir sér Inter- netið með því að senda þúsundir bréfa með tölvupósti, með nánast engum tilkostnaði. Einn frambjóðandinn, og ekki sá atkvæðaminnsti, er þó fjarri góðu gammni á kosningasíðum Internets- ins, enn að minnsta kosti. Það er sjálfur Bill Clinton forseti. Anne Lewis, talsmaður kosningabaráttu forsetans, segir þó að það standi til bóta. Hún veit samt ekki hvenær forsetinn opnar heimasíðu á netinu. Þangað tO geta þeir sem vilja, kynnt sér gögn um forsetann á heimasíðu Hvíta hússins og á heimasíðu flokksstjórnar demókrataflokksins. „Ég held að okkur takist vel upp með þessar tvær,“ segir Anne Lew- is. Fjölmiðlamir hafa fylgt frambjóð- endunum upp á vefinn. ABC sjón- varpsstöðin, Washinton Post og Newsweek hafa lagt saman í púkk á vefstað sem heitir ElectionLine og CNN og Time eru saman meö efni á All Politics. En tíðindi af frambjóðendunum á Internetinu eru ekki eintóm alvara, ekki frekar en i öðrum fjölmiðlum. Einhverjir spaugsamir náungar hafa til dæmis komið upp síðu þar sem segir að Bob Dole sé stofnandi Dole ávaxtcifyrirtækisins og að hann sé „þroskaði maðurinn fyrir starfið", þ.e. forsetembættið. Fyrri fullyrðingin er alla vega ekki sönn, en um hina síðari deila repúbli’kan- ar, og sjálfsagt aðrir líka.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.