Dagblaðið Vísir - DV - 24.02.1996, Blaðsíða 23
LAUGARDAGUR 24. FEBRÚAR 1996
sviðsljós 23
líkist Andrési önd
- segir hin þokkafulla Michelle Pfeiffer um eigið útlit
og fór að vinna á grænmetismark-
aði en vann síðan fegurðarsam-
keppni og steig sín fyrstu skref í
kvikmyndunum. Hún náði ekki
frægð og frama þrautalaust en sló í
gegn í kvikmyndinni The Fabulous
Baker Boys árið 1989 og var tilnefnd
til óskarsverðlauna fyrir hlutverk
sitt, verðlaun sem hún hefur tvíveg-
is síðan verið tilnefnd til.
Einkalífið gekk lítið betur þar til
frami hennar í kvikmyndum var
tryggður. Hún skildi við Peter. Hitti
annan mann sem hún skildi svo við
eftir að hún kom að honum í bólinu
með annarri konu.
Þrátt fyrir að hún hafi ákveðið að
treysta ekki oftar á karlmenn þá
giftist hún núverandi eiginmanni
sínum, David Kelley, árið 1993, ætt-
leiddi dóttur um svipað leyti og
eignaðist síðan eigið barn tæplega
ári seinna. Þetta segir hún að hafi
gjörbreytt lífi sínu.
„Það var
aldrei
markmið í
sjálfu sér
að verða
fræg og
ég hef
heldur
aldrei litið
á mig sem
fallega
konu. í
raun Ifkist
ég Andrési
önd.“
Greiðsluáskorun
Innheimtumenn ríkissjóðs skora hér með á gjaldendur, sem enn hafa ekki staðið skil á staðgreiðslu og
tryggingagjaldi til og með 12. tímabili með eindaga 15. janúar 1996 og virðisaukaskatti til og með 48.
tímabili með eindaga 5. febrúar 1996 og gjaldföllnum álagningum og ógreiddum hækkunum er féllu í
gjalddaga til og með 15. febrúar s.l. á staðgreiðslu, tryggingagjaldi og virðisaukaskatti, virðisaukaskatti í tolli,
áfengisgjaldi, launaskatti, bifreiðagjaldi, slysatryggingagjaldi ökumanna, föstu árgjaldi þungaskatts, þunga-
skatti skv. ökumælum, viðbótar- og aukaálagningu söluskatts vegna fyrri tímabila, skemmtanaskatti og miða-
gjaldi, virðisaukaskatti af skemmtunum, tryggingagjaldi af skipshöfnum ásamt skráningargjöldum, vinnu-
eftirlitsgjaldi, vörugjaldi af innlendri framleiðslu, aðflutningsgjöldum og útflutningsgjöldum, skilagjaldi á
umbúðir, verðbótum á ógreiddan tekjuskatt og verðbótum á ógreitt útsvar, skipulagsgjaldi, skipagjaldi,
fisksjúkdómagjaldi, jarðaafgjaldi og álögðum opinberum gjöldum, en þau eru:
tekjuskattur, útsvar, aðstöðugjald, sérstakur tekjuskattur manna, eignarskattur, sérstakur eignarskattur, slysatrygginga-
gjald vegna heimilisstarfa, tryggingagjald, iðnlánasjóðs- og iðnaðarmálagjald, þróunarsjóðsgjald, kirkjugarðsgjald, niark-
aðsgjald, gjald í framkvæmdasjóð aldraðra, skattur af verslunar- og skrifstofuhúsnæði, ofgreiddar bamabætur, ofgreiddur
bamabótaauki og ofgreiddar vaxtabætur.
Gjaldendum skal bent á að gera skil nú þegar eða í síðasta lagi innan 15 daga frá dagsetningu
áskorunar þessarar.
Fjámáms verður krafist án frekari fyrirvara fyrir vangoldnum eftirstöðvum gjaldanna ásamt dráttarvöxtum
og öllum kostnaði sem af innheimtu skuldarinnar kann að leiða, á kostnað gjaldenda, að þeim tíma liðnum.
Athygli skal vakin á því að auk óþæginda hefur fjámámsgerð í för með sér verulegan kostnað fyrir gjaldanda.
Fjámámsgjald í ríkissjóð er allt að 10.000 kr. fyrir hverja fjámámsgerð. Þinglýsingargjald er 1.000 kr. og
stimpilgjald 1,5% af heildarskuldinni, auk útlagðs kostnaðar eftir atvikum. Eru gjaldendur hvattir til að gera
full skil sem fyrst til að forðast óþægindi og kostnað.
Jafnframt mega þeir gjaldendur, sem skulda staðgreiðslu, tryggingagjald, vörugjald og virðisauka-
skatt, búast við því að starfsemi þeirra verði stöðvuð án frekari fyrirvara.
Reykjavík, 24. febrúar 1996
„Ég var heilaþvegin. Þetta voru
fanatískar grænmetisætur og ég
trúði því að með því að lifa eftir
þeirra boðorðum þá tækist mér að
halda mér grannri. Þetta endaði
hins vegar með því að þau höfðu af
mér mikla peninga og ég varð háð
þeim,“ segir Michelle Pfeiffer leik-
kona sem nú er 37 ára.
Michelle var aðeins tvítug þegar
hún hafði fengið nóg af skemmtana-
lífinu með félögum sínum. Hún leit-
aði dýpri tilgangs í lífinu og lenti í
klónum á sértrúarsöfnuði. Sá sem
bjargaði henni úr klónum á söfnuð-
inum var fyrsti eiginmaður hennar,
Peter Horton, sem lék Garry í sjón-
varpsþáttunum á Fertugsaldri. Þau
giftu sig þegar Michelle var 22 ára
og Peter þremur árum eldri. Hjú-
skapurinn entist í 8 ár.
„Það tók mig mörg ár að komast
yfir þetta og enn í dag get ég ekki
horft á kvikmyndir sem fjalla um
sértrúarhópa," segir Michelle sem
leikið hefur í kvikmyndum eins og
Nornirnar frá Eastwick, The Fabu-
lous Baker Boys, Dangerous Lia-
sons og nú síðast Dangerous Minds.
í þeirri mynd leikur hún unga
kennslukonu sem hefur nýverið lok-
ið herskyldu og tekst á hendur
strembið verkefni - að koma aga á
bekk í skóla í fátækrahverfi.
í Hollywood er Michelle stjarná.
Hún vill þó lítið tala um sjálfa sig í
viðtölum og margir líta hana sömu
augum og Gretu Garbo.
„Það var aldrei markmið í sjálfu
sér að verða fræg og ég hef heldur
aldrei litið á mig sem fallega konu.
í raun líkist ég Andrési önd.“ Aðdá-
endur hennar eru á öðru máli því
hún hefur verið talin meðal falleg-
ustu kvenna á hvíta tjaldinu.
Michelle er næstelst íjögurra
systkina. Hún hætti snemma í skóla
Gjaldheimtan í Reykjavík
Tollstjórinn í Reykjavík
Sýslumaðurinn í Kópavogi
Gjaldheimtan á Seltjamamesi
Gjaldheimtan í Garðabæ
Sýslumaðurinn í Hafnarfirði
Gjaldheimtan í Mosfellsbæ
Sýslumaðurinn í Keflavík
Sýslumaðurinn á
Keflavíkurflugvelli
Sýslumaðurinn á Akranesi
Sýslumaðurinn í Borgamesi
Sýslumaðurinn í Stykkishólmi
Sýslumaðurinn í Búðardal
Sýslumaðurinn á Isafirði
Sýslumaðurinn í Bolungarvík
Sýslumaðurinn á Patreksfirði
Sýslumaðurinn á Hólmavík
Sýslumaðurinn á Siglufirði
Sýslumaðurinn á Sauðárkróki
Sýslumaðurinn á Blönduósi
Sýslumaðurinn á Akureyri
Sýslumaðurinn á Húsavík
Sýslumaðurinn á Ólafsfirði
Sýslumaðurinn á Seyðisfirði
Sýslumaðurinn á Neskaupstað
Sýslumaðurinn á Eskifirði
Sýslumaðurinn á Höfn
Sýslumaðurinn í Vestmannaeyjum
Sýslumaðurinn á Selfossi
Sýslumaðurinn í Vík
Sýslumaðurinn á Hvolsvelli
Gjaldheimta Vestfjarða
Gjaldheimta Austfjarða
Gjaldheimtan í Vestmannaeyjum
Mennirnir í lífi Michelle. David Kelly
og Michelle.