Dagblaðið Vísir - DV - 24.02.1996, Blaðsíða 21
JjV LAUGARDAGUR 24. FEBRÚAR 1996
21
TÆKNILEGAR UPPLÝSINGAR:
• Digital FM/MW/LW útvarp
með 30 minnum
• 80 zvatta magnari
• Karaoke-kerfi
• Geislaspilari m. 32 minnum
• Handahófs spilun á geislasp.
• Tónjafnari m. bassa- og
diskant stilli
• Tvöfalt segulband
• Innstunga fyrir heyrnartól
og hljóðnema
• Fullkomin fjarstýring
...og margt fleira.
AKAl
FULLKOMIN
KARAOKE-HLJÓMTAKI
Þorrablót í Mið-Flórída:
Fáðu betri mynd á fjármálin!
27. eða 28. febrúar, kl. 2000 -2200 að Bankastræti 7,2. hæð.
Kyífntar verða, meðal annars, nýjungar í fjölbreyttri fjármálaþjónustu Landsbankans
svo sem Einkabókhaldinu, Einkabankanum, Þjónustusímanum, Vörðunni o.fl.
Ókeypis aðgangur. Kaffiveitingar. Allir viðskiptavinir bankans eru velkomnir.
Skráðu þig í síma 560 6185 > sem fyrst vegna takmörkunar á fjöldá.
varða
EINK FaIbANKI
EINKAt/
bókhald
Landsbanki
íslands
Bankl allra landsmanna
http://www.centrum.is/lbank/
Júlíus Sólnes og eiginkona hans, Sigríður, voru í heimsókn í Flórída og not-
uðu tækifærið að blóta þorra með Ólafi Jónssyni, Mt. Dóra, áður í New York.
Inga Patton frá Lady Lake asamt manni sínum, John, og syni þeirra, Arthur
Nærri tvö hundruð manns blótuðu
þorra í Vetrargarðinum í Flórída
Einstaklega velheppnað þorrablót
var haldið á vegum íslendingafé-
lagsins Leifs Eiríkssonar í Mið-
Flórída um helgina. Aldrei áður
hafa verið jafnmargir gestir á þorra-
blóti hjá félaginu en þetta er í sjötta
sinn sem það gengst fyrir þorra-
blótshaldi.
Eiríkur Friðriksson, matreiðslu-
meistari frá íslandi, sá um þorra-
matinn sem þótti einkar góður og
tóku menn hraustlega til matar
slns. Einnig var boðið upp á hefð-
bundinn bandarískan hátíðamat
fyrir þá sem ekki þorðu að leggja í
þorramatinn.
Vönduð skemmtiatriði voru á
blótinu. Þar lék munnhörpusnilling-
urinn Bill Freistadt en hann er
kvæntur íslenskri konu, Birnu Þór-
arinsdóttur. Þá komu fram tveir
liðsmenn úr hljómsveitinni Stjórn-
inni, þau Grétar Örvarsson og Sig-
ríður Beinteinsdóttir. Sungu þau
við svo góðar undirtektir viðstaddra
að fagnaðarlátum ætlaði aldrei að
linna.
Þá var fjöldasöngur undir stjórn
fisk sem fyrirtæki Þóris Gröndals,
ræðismanns í Ft. Lauderdale, gaf. Á
blótinu lék diskótekið BBB fyrir
dansi en sumum blótsgestum þótti
hljómlistin vera einum of hávaða-
söm. Var bent á að fólk væri saman
komið til þess að spjalla saman ekki
síður en að dansa og hlusta á hljóm-
list. Leikin vofu íslensk lög af
geisladiskum og þótti mörgum þau
bera af öðrum lögum.
Þorrablótið var haldið að Lang-
ford hótelinu í Winter Park sem er
ein af útborgum Orlando. Fór blótið
vel fram í hvívetna og var íslend-
ingum til sóma. Varla gat heitið að
vín sæist á nokkrum manni þótt
fólk væri greinilega kátt og gleymdi
þarna daglegu streði sínu.
A.BJ./DV Flórída
Fjör í dansinum. Óli Miolla frá Nor-
folk í villtum dansi með heitkonu
sinni, Maríu Durham.
DV-myndir A.Bj.
Gylfa Þ. Gíslasonar, kennara frá
Selfossi, en hann er nú við fram-
haldsnám í Pensacola í Flórída.
Mjög vandað happdrætti var á
blótinu með svo mörgum vinning-
um að þriðji hver maður á blótinu
gat hugsanlega fengið vinning. Að-
alvinningurinn var flugferð fyrir
tvo til Islands sem Flugleiðir gáfu.
Aðrir vinningar voru gefnir af ís-
lenskum fyrirtækjum og vöktu þeir
mikla hrifningu viðstaddra sem
kunnu vel að meta islenskar niður-
suðuvörur, íslenskt sælgæti, hljóm-
diska, vandaðar bækur, áprentaða
háskólabóli, handprjónaðar værðar-
voðir, gistingar á hótelum og matar-
boð og síðast en ekki síst íslenskan
SIÐUMULA 2 • SIMI 568