Dagblaðið Vísir - DV - 24.02.1996, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 24.02.1996, Blaðsíða 8
8 sælkerinn LAUGARDAGUR 24. FEBRÚAR 1996 Mexíkóskar ostabökur Það tekur ekki langan tíma að matbúa mexíkóskar ostabökur eða quesadillur og ekki skemmir fyrir að þær eru afar ljúffengar. Quesa- dillur eru tortillur með osti innan í enda þýðir spænska orðiö queso, ostur. Nú er hægt að kaupa tortillur, þunnar flatkökur úr maísmjöli, í flestum búðum og hægt er að setja hvað sem er inn í þær. í Mexíkó er venjulegast ein- göngu bræddur ostur inni í quesadillunum en hér koma uppskriftir að quesadiflum sem örlítið meira er lagt í. Quesadilla með svörtum baunum K bolli soðnar svartar baunir, stappaöar (fást í dós) 2 heilhveititortillur y3 bolli rifinn Monterey Jack ost- ur eða annar góður ostur y3 bolli sterk salsa sósa Dreifið baununum yfir eina tort- illu. Setjið ost og salsa sósu þar ofan á og lokið með annarri tortillu. Penslið tortillurnar að utan létt með olíu og grillið í ofni þangað til þær eru létt- brún- ar. Ber- ið fram með salsa og gu- acamole. Gráð- ostaquesadilla 2 msk. ferskt tarragon 2 tsk. ólívuolia y, tsk. svartur pipar, nýmalaður 3 ristuð hvítlauksrif salt á hnifsoddi 2 heflhveititortillur y4 gráðostur, mulinn 5 þunnar tómatsneiðar sýrður rjómi og ferskt tarragon Blandið tarragoni, 1 tsk. olíu, pip- ar, hvítlauk og salti. Skiptið tarrag- on- pastanu á milli tveggja tortilla og þekið þær vel. Setjið helminginn af gráðostinum á aðra tortilluna, svo tómatana og síðan afganginn af gráðostinum. Lokið með hinni tort- illunni. Penslið tortillurnar með af- ganginum af olíunni og grillið þar til þær eru gullbrúnar. Skerið i fjóra hluta og skreytið með sýrðum rjóma og fersku tarragoni. -ból Bráðhollt soja Soja er nýjasta heilsufæðið. Nýlegar kannanir sýna að ef fólk borðar daglega um 50 g af soja- prótíni þá minnkar kólesteról- magn líkamans um 10% á mán- uði. Sá böggull fylgir skammrifi að til að ná þessum árangri þarf fólk að innbyrða þrjá bolla af tofu eða sojamjólk daglega. Soja er hins vegar bráðhollt þó að það sé borðað í minni mæli. Kannanir sýna að borði fólk soja reglulega þá minnka líkumar á sumum tegundum krabbameins, kalsíumtap beina minnkar og einkenni breytingaskeiðsins hjá konum linast. Alls konar soja Soja kemur úr sojabaunum. Úr baununum er unnið sojamjöl og sojaolía. Þá er sojasósa búin til úr gerjuðum sojabaunum. Úr krömdum baununum kemur sojamjólk sem líklegast er þekkt- ust í fóstu formi sem tofu. Tofu hefur ekki mikið bragð og er þvi oft blandað saman við bragð- sterkan mat. Hér kemur upp- skrift að slíkum rétti fyrir sex. :mu ccn Tom Chili með tofu V, bolli + 2 tsk. ólifuolía 3 rauðlaukar, saxaðir 4 hvítlauksrif 2 stk. chilipipar, frælaus, saxaður 1 stór rauð paprika, smátt söxuð 1 jalapeno chili, afar smátt saxaö y3 bolli chiliduft 1 tsk. kúmenduft ein stór dós afhýddir tómatar í safa 1 bolli tómatpm-é Yí tsk. oregano salt 500 g extra firm tofu, án safa ein dós svartar baunir, án safa Hitið % bolla olíu á stórri pönnu eða í potti. Setjið lauk, hvitlauk, chilipipar og papriku, y bolla chiliduft og kúmen á pönnuna og hitið þangað til það er mjúkt eða í um 10 mín. Skeriö tómata gróft niður og bætið út í með safanum og tómatpuré. Blandið oregano og 2 tsk. salti og látið sjóða á vægum hita í smá- stund. Lækkið hitann og hrærið af og til í 15 mín. Skerið tofu í teninga, þurrkið vel til dæmis með eldhúsrúllu og setjið í skál með afganginum af chiliduftinu. Hitið afganginn af olíunni í litl- um potti og steikið tofu i 3 mín. Bætið V, tsk. salti út í og færið síðan tofu á pönnuna. Setjið smá- vatn í litla pottinn til að leysa upp safann og skellið á pönnuna. Blandið nú svörtu baununum saman við, hrærið af og til í 10 mín. Best er að láta réttinn standa i að minnsta kosti klukkustund áður en hann er hitaður upp aftur og borinn fram. matgæðingur vikunnar Jógúrtbollur Það er gaman að geta boðið upp á heimabökuð rúnn- stykki. Þau geymast líka vel í frysti svo það er óhætt að baka stór- an skammt og hita þau svo upp með mat, svo sem súpum og pasta- réttum eða bara í morgunmatinn. Þessi uppskrift gerir um 24 bollur. 50 g ger 4 dl vatn 2 dl hrein jógúrt 3 msk. olía 1K tsk. salt 2 dl heUmjöl, hveitikorn 2 dl haframjöl 8 dl hveiti Hrærið gerið út í volgt vatn. Setjið jógúrt, olíu, salt, heil- hveiti og haframjöl saman við og hrærið vel saman. Bætið við hveiti smátt og smátt þangað til deigið rétt losnar við skálina. Lát- ið hefa sig í 45 mínút- ur á heitum stað undir plasti. Skiptið nú deiginu í 24 bita, mótið boUu úr hverjum bita og leggið á bökunarpappír. Lát- ið aftur hefa sig í um 30 mínútur. Penslið með vatni og dreifið heUhveiti yfir. Síðan eru boUurnar bakaðar í miðjum ofni við 225 gráða hita í 10 mínút- ur. Gott er aö láta boU- urnar kólna inni í ofn- inum. -ból Fiskiréttir með appelsínubragði „Ég kunni nú aldrei að elda mat en neyddist til að elda ofan í mig meðan ég var í námi í Kaupmanna- höfn. Svo þegar ég kom heim og byrj- aði að fara í veiðitúra hér upp um fjöll og fimindi þá fannst mér skömm að því að veiða fisk og geta svo ekki eldað hann sjálfur. Svoleiðis byrjaði ég að fikra mig áfram og nú eldar enginn lax, urriða eða bleikju heima hjá mér nema ég. Það er min sér- grein,“ segir Vignir Albertsson, deildarstjóri hjá Reykjavíkurhöfn, en hann er matgæðingur vikunnar að þessu sinni. Vignir segir að það sé mikið borð- aður flskur á hans heimili og þá ekki bara soðin ýsa og kartöflur. „Nei, nei, hann er soðinn, bakaður, grillaður og steiktur. Svo er konan mín, Sigríður Jónsdóttir, snillingur í aö búa til fiskisúpu. Ég myndi segja að heima hjá mér væm á milli 70 og 80% af öllum máltíðum fiskur. Vignir ætlar að gefa lesendum DV uppskrift að appelsínufiskrétt- um. Appelsínukeimur- inn er ekki mjög sterkur en gefur matnum afar gott bragð. Vignir segir að það sé gaman að borða mat þegar bæði forrétt- urinn og aðalrétturinn hafa sama keim. Búrann pantar hann hjá fisksöl- um. Uppskriftirnar eru fyrir 4-6. Salatið: Grillaður urriði A| a mpelsmumariner- ður búri með salati Marinering: K. 1 appelsínusafi (helst ferskur) rflinn börkur af einni appelsínu rifmn börkur af einni sítrónu safi úr einni sítrónu ‘/2 dl hvítvínsedik y2 tsk. salt y2 tsk. picanta 14—1 tsk. fiskikraftur Öllu blandaö saman. Búrinn (um 400 g) er skorinn í þunnar sneiðar sem látnar eru liggja í leginum í um það bil 12 tíma. 2 avókadó ávextir 1 salathöfuð 2 ástríðuávextir Gott er að dreifa smávegis sítrón- Vignir Albertsson veiðir sinn fisk sjálfur. usafa yfir ávöxtinn svo að hann verði ekki brúnn. Salatið hreinsað og skor- ið niður, sett í flata skál. Safinn lát- inn renna af fiskinum og hann settur yfir salatið. Avókadó.sneiðum er dreift yfir og ástriðuávextir þar yfir. Rétturinn er borinn fram með brauði. Marinering: 1 dl matarolía !4 dl appelsínuþykkni % dl sítrónusafi 2 hvítlauksgeirar 1 tsk. salt 1 tsk. pipar y2 tsk. dill Öllu blandað saman. Notaður er einn urriði, um það bil 2-214 kg. Hausinn er skorinn af. Gott er að nýta hausinn og búa til úr honum fiskisoð tfl að eiga í frystinum. Fisk- urinn er síðan skorinn í sneiðar, um það bil 1,5 cm að þykkt. Aftasti hluti fisksins, stirtlan, er flökuð. Smámarineringu er hellt í skál og fiskinum raðað í skálina. Best er að nokkuð þröngt sé um fiskinn í skál- inni því að þá nýtist marineringin best. Marineringunni er síðan hellt yfir fiskinn og hann hafður þar í 3-6 tíma, eftir smekk. Vignir segir aö skemmtflegast sé að grilla urriðann á útigriilinu og setja birkikvist eöa rósmarínkvist á kolin til að fá góðan keim. Best er að nota fiskigrind því þá festist fiskur- inn ekki við grillgrind- ina. Fisk- urinn á aðeins .að hvítna í gegn, um þrjár mínút- á hvorri hlið. ~I meðlæti er gott að hafa soönar kartöflur, ferskt salat og sósu sem búin er til þannig að 1 dl þeyttum rjóma er blandað saman DV-mynd við 1 box af sýrðum rjóma og síðan er kryddað með salti og pipar og hvítlauk ef vill. Vignir ætlar að skora á Jóhann Sigurgeir Jónsson, framleiðslustjóra hjá Krútti á Blönduósi, að vera næsti matgæðingur. „Hann er listakokkur, strákurinn. Ég hef borðað nokkrum sinnum hjá honum og hann er alveg skolli glúrinn." -ból
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.