Dagblaðið Vísir - DV - 06.07.1996, Side 6
6
LAUGARDAGUR 6. JÚLÍ 1996
Istuttar fréttir
13 ára brennuvargur
13 ára drengur var handtek-
inn í gær, grunaður um að eiga
sök á eldsvoðanum í flugelda-
verslun í Ohio í Bandaríkjun-
um.
Ciller róar konur
Fyrrum
forsætisráð-
herra Tyrk-
lands, Tansu
| Ciller, vísaði
I í gær á bug
Igagnrýni
kvenrétt-
indahópa fyr-
ir aö taka þátt í samsteypu-
| stjórn með múslímum. „Ég er í
;! þessari baráttu fyrir unga fólk-
| ið mitt og konurnar mínar. Ég
j er vemdari ykkar,“ sagði Ciller
i við sendinefiid kvenna.
Ákvörðun frestaö
1 ísraelska stjórnin frestaöi
: þar til á sunnudag aö taka
ákvöröun um hvort Ariel Shar-
; on eigi að fá ráðherrastól.
IApi fékk kúariðu
Franskir vísindamenn segja
apa í dýragarði, sem var alinn á
afurðum úr nautgripum, hafa
fengið kúariðu. Það styðji kenn-
ingar um að hægt sé að fá veik-
ina í gegnum fæðukeðjuna.
560 þúsund byssur
Kínversk yfirvöld hafa undir-
ritað lög um hert eftirlit með
byssueign eftir að lögreglan
lagði haid á 560 þúsund byssur
á tveimur mánuðum.
1,3 milljónir látnar
Að minnsta kosti 1,3 milljón-
ir létust úr alnæmi eða tengd-
um sjúkdómum á síðasta ári.
Búist er við að 3,1 milijón smit-
ist á næsta ári.
Faldir fjársjóöir
Leikmenn i fornleifafræöi,
sem grafa upp forna fjársjóði í
Bretlandi, geta átt á hættu fang-
elsisvist afhendi þeir ekki rík-
í inu fund sinn.
Læknir dæmdur
í Fyrrum
| læknir
Francois
\ Mitt-
* errands,
| fyrrverandi
| Frakklands-
j forseta, var
í gær
dæmdur í fjögurra mánaða skil-
orösbundna fangelsisvist fyrir
I að skýra frá því að forsetinn
J hefði ekki sagt sannleikann um
J sjúkdóm sinn í 11 ár.
.
Astarþríhyrningur
Svikin eiginkona i Bretlandi
lagði heimili móður sinnar í
rúst þegar hún uppgötvaöi að
j móöirin hafði átt í ástarsam-
bandi við eiginmann hennar.
% Reuter
Verðá
bensíni og
olíu hækkar
Verð á bensíni og olíu á erlendum
mörkuðum hefur hækkað talsvert
undanfama viku. 95 oktana bensín
hækkaði úr 196 dollurum í 210, 98
oktana bensín hækkaði úr 201 í 214
dollara og hráolía fór úr 19,09 í 19,85
dollara tunnan.
Sigurgeir Þorkelsson, starfsmað-
ur Esso, segir að bensín og olia
hækki oft um sumartímann. „Vafa-
laust er aukin eftirspum á þessum
árstíma þegar Evrópubúar eru í
sumarfríi," segir hann.
Viðskipti með hlutabréf i erlend-
um kauphöllum hafa verið blómleg
að undanfomu. Hlutabréfavísitalan
í New York, Lundúnum og Hong
Kong hefur hækkað meðan vísital-
an í Frankfurt og Tókýó hefur sigið.
Reuter
Clinton um símtal viö Rússlandsforseta:
Virtist hress og
sagði brandara
Bill Clinton Bandarikjaforseti
hringdi í Borís Jeltsín Rússlandsfor-
seta í gær til að óska honum til
hamingju með sigurinn í forseta-
kosningunum. Að sögn Clintons
gerði Jeltsín að gamni sínu og virt-
ist sæmilega hress.
„Ég þurfti ekki að spyrja hann
um heilsufarið því hann hljómaði
svo hress,“ sagði Clinton á fundi
með fréttamönnum. Jeltsín greindi
Clinton hins vegar frá því að hann
væri þreyttur og hlakkaði til að fara
í frí eftir 9. ágúst en þá verður hann
settur inn í embættið.
Jeltsín óskað Clinton góðs gengis
í forsetakosningunum í Bandaríkj-
unum í nóvember næstkomandi.
Sigur Jeltsíns sviptir bandaríska
repúblikana tækifærinu til að nota
slagorðiö „Hver tapaði Rússlandi?"
Forsetaframbjóðandi repúblikana,
Bob Dole, og aðrir repúblikanar
hafa gagnrýnt Clinton fyrir að
tengja stefnu Bandaríkjanna gagn-
vart Rússlandi um of einum aðila.
Starfsmaður Hvíta hússins
greindi frá því að forsetamir hefðu
ræðst við í 25 mínútur. Jeltsin hefði
fullvissað Clinton um að hann ætl-
aði að halda áfram efnahags- og lýð-
ræðisumbótum.
En það era erfiðir dagar fram
undan. „Það eru engar forsendur
fyrir sæluvímu," sagði í fyrirsögn
greinar í dagblaðinu Izvestia i gær
þar sem fjallað var um efnahags-
vandann. Jeltsín lofaði öllu fögru í
kosningabaráttunni og fjármálaráð-
herra hans, Vladimir Panskov,
sagði loforðin vera í samræmi við
fjárlögin. Hagfræðingar eru varkár-
ari og segja allar tölur óljósar. í gær
samþykkti stjórnin aðgerðir til að
tryggja skattheimtu. Reuter
Flugvél var í fyrsta sinn flogið undir brú í Litháen í gær. Fjölmargir komu til að horfa á atburðinn og skemmtu sér
hið besta. Símamynd Reuter
Segja martröð að starfa fyrir
forsætisráðherrafrú ísraels
Barnfóstruvandamál Benjamins
Netanyahus, forsætisráðherra ísra-
els, voru efst á baugi í fréttunum í
ísrael í gær. Ástæðan var sú að ein
barnfóstra til viðbótar sagði það
martröð að starfa fyrir eiginkonu
Netanyahus, Söm.
„Sara hafði einkennilegar reglur
sem ég hafði aldrei heyrt um áður.
Maður varð að þvo sér um hendum-
ar áður en maður fór á milli her-
bergja,“ sagði barnfóstran Heidi
Ben-Yair sem varð að fara í sál-
fræðipróf að beiðni Söru áður en
hún hóf störf. Ben-Yair starfaði
bara í viku á heimili Netanya-
huhjónanna í nóvember 1994.
„Éinu sinni öskraði hún á mig í
20 mínútur af því að ég hafði borð-
að tómat. Hún sagði við mig að
tómatar væru dýrir og að ég ætti
ekki að borða fleiri en einn tómat á
dag og bara eitt egg annan hvern
dag. Ég var svo svöng að ég borðaði
að lokum graut bamanna,“ sagði
Ben-Yair. Talsmaður forsætisráð-
herrahjónanna sagði bamfóstruna
hafa verið ráðna til reynslu í
nokkra daga en áður en vika hafi
verið liðin hafi verið ákveðið að láta
hana fara.
Fyrr í vikunni sögðu ísraelskir
fjölmiðlar frá annarri barnfóstm
sem Sara kallaði morðingja og rak
eftir að súpa hafði brunnið við hjá
henni.
Sara hefur nú greint frá sinni
hlið á málinu og segir í sambandi
við hreinlætismálin að fólk sem er
óþrifið segi oft slíkar sögur af þeim
sem eru þrifnir. Hún vísaði einnig á
bug fréttum um að hún hringdi í
mann sinn í tíma og ótíma á meðan
hann væri í vinnunni. Reuter
—
'
Kauphailir og vöruverð erlendis I
.
Bíða spenntir
eftir svari frá
Díönu
;• Karl
Bretaprins
og hans
- nánustu í
ÍBucking-
hamhöll
biðu spennt-
ir í gær eftir
| viðbrögðum
Díönu við tilboði prinsins um
; skilnaðarsáttmála. Lögmaður
Díönu sagði í gær að hún kynni
að samþykkja tilboðið strax í
næstu viku en ef til vill í vik-
unni þar á eftir. Talsmaður
Karls neitaði í gær að tjá sig
um málið og sagði að um einka-
i mál væri að ræða. Breskir fjöl-
miðlar giskuðu á aö svar kynni
| að berast á mánudag til að forð-
ast að skugga verði varpað á
heimsókn Mandela til Bret-
lands á þriðjudag.
Sígarettustubb-
ar komu upp
um mafíósa
i;;
I Lögreglan í Reggio Calabria
á Ítalíu handtók í gær dæmdan
| mafiósa á flótta eftir að sígarett-
ustubbar höfðu leitt hana að
! heimili hans. Mafíósinn, Anton-
ino Votano, haföi verið dæmd-
ur i lífstíðarfangelsi.
Að sögn lögreglunnar kom
Votano upp um sig með því að
fleygja hundruðum sígarettu-
stubba út um lítinn glugga á
felustað sínum sem annars
hefði verið ósýnilegur frá göt-
unni. Lögreglan kannaði hvort
stubbarnir væm af sama merki
og Votano reykir og réðst síðan
til inngöngu. Votano hafði ver-
ið á flótta síðan í fyrravor.
Leitað að
leyniskyttu
eftir árás
í Atlanta
ILögregla hóf leit að meintri
leyniskyttu eftir að öryggis-
vörður særðist af völdum
byssukúlu við inngang aö
ólympíusvæðinu í Atlanta á
: fimmtudagskvöld. Tveir verðir
I sluppu naumlega þegar bifreið
Ívar ekið í gegnum öryggishlið á
svæðinu i gærmorgun. í biln-
um, sem ók á tjald, voru tveir
menn og slapp annar þeirra.
Mikill viðbúnaður er nú á
svæðinu vegna ólympíuleik-
anna sem hefjast þann 19. júlí
1 og standa til 4. ágúst.
Cruise bjargar
j barni frá því að
I troðast undir
IKvik-
myndaleik-
arinn Tom
Cmise, sem
lék hetju í
myndinni
Mission
Impossible,
gerðist al-
vöru hetja þegar hann bjargaði
sjö ára dreng, Laurence Sadler,
í London frá því að troðast und-
r ir í hópi aðdáenda sem þyrptust
að leikaranum á fimmtudags-
kvöld. Cruise var í London
vegna ffumsýningar á nýjustu
mynd sinni. Hann þaut til
Laurence þegar hann sá að
| drengurinn þrýstist upp að
hindmn. Cruise kallaði á að-
; stoð lögreglu og losaði drenginn
■ sem jafhaði sig eftir að hafa
rætt í nokkrar mínútur við
1 stjörnuna. Cruise sagði viö
blaðamenn að hann heföi séð
hvernig drengurinn fólnaði.
| „Eftir að ég dró hann út úr
þrengslunum og faðmaði hann
| virtist hann vera í lagi,“ sagði
; hann. Reuter