Dagblaðið Vísir - DV - 06.07.1996, Qupperneq 18
18
LAUGARDAGUR 6. JÚLÍ 1996 I>‘V
Ég vaknaði um áttaleytið á
mánudegi eftir kosningar en naut
þess að þurfa ekki fram úr strax og
blundaði áfram. Fékk mér svo
morgunverð í önnunum í eldhús-
inu. Fjölskyldan er skemmtilega
stór núna og húsið fullt af fólki,
auk okkar sem erum hér vanalega.
Eldri sonurinn, kona hans og
drengur eru komin heim í sína
íbúð á neðri hæðinni til sumar-
dvalar frá námi í Englandi og dótt-
ir okkar hefur verið hér í nokkrar
vikur með mann sinn og tvö böm
til að aðstoða við kosningabarátt-
una. í dag á einmitt að skira litlu
dóttur þeirra sem fæddist eftir
langa bið á hlaupársdag. Hún er
kankvís og athugul manneskja
sem trónir rólynd í sínum litla
barnastól ofan á borðstofuborðinu
og fylgist með bróður sínum og
frænda hlaupa til og frá.
Við tygjum okkur svo niður á
kosningamiðstöð til að laga til og
þrífa því að þar verður skírnar-
veislan haldin. Kosningamiðstöðin
að Ingólfsstræti 5 er stór, björt og
mjög vistleg og þar er allt blómum
skreytt.
Þegar við komum þangað upp úr
klukkan ellefu eru þegar mættir
Guðrún Agnarsdóttir hefur staöið í ströngu þó forsetakosningarnar séu aö baki,
var sunginn við útför hennar: „Ég
er hamingjubarn," segir í fyrstu
hendingu.
Skírnarveislan var skemmtileg
og bættust stöðugt fleiri í hana
sem voru komnir til að vinna við
að ganga frá ýmsum málum eftir
kosningarnar eða gengu fram hjá
og sáu að þarna var enn mann-
fundur og fjör. Sumir komu inn og
spurðu: „Hvaða fundur er þetta, af
hverju var ég ekki boðuð/boðað-
ur?“
Um kvöldmatarleytið héldu allir
heim sælir og ánægðir og við tók-
um með okkur mest af blómunum
því ætlunin er að þeir sem báru
hita og þunga kosningabaráttunn-
ar hittist heima hjá okkur Helga á
miðvikudagskvöldið.
Tengdasonur okkar er enskur og
bróðir hans og eiginkona komu til
að vera viðstödd, svo og vinafólk
þeirra sem eru guðfaðir hans og
móðir Lilju Guðrúnar Filippíu.
Þau fóru öll í sund í kvöldsólinni
og áttu ekki orð til að dásama
þessa auðlind okkar nógu mikið.
Síðan sofnuðu börnin þreytt og
ánægð og við fullorðna fólkið borð-
uðum glóðarsteiktar kosningamið-
stöðvarpylsur sem voru afgangs og
Dagur í lífi Guðrúnar Agnarsdóttur:
Skírnarveisla a
vinnufúsir sjálfboðaliðar til að
vinna að happdrættinu og hjálpa
til að þrífa. Teppið ber þess sann-
arlega merki að hér gengu þúsund-
ir manna um á kosningadaginn.
Þá var svo ótrúlega mikið streymi
af fólki allan daginn, gestir og
gangandi og sjálfboðaliðar að
leggja fram vinnu sína. Kökur og
kræsingar bárust frá ótal mörgum
sem aldrei verður þakkað sem
skyldi því að þeir létu ekki nafns
síns getið. Það var mjög góður
andi í kosningastarfinu, mikil eft-
irvænting og spenna siðustu dag-
ana, ekki síst vegna þeirrár miklu
uppsveiflu sem var á fylgi okkar
síðustu vikur og daga fyrir kosn-
ingar. Allir eru sammála um það
að niðurstöður kosninganna
kynnu að hafa orðið aðrar ef við
hefðum haft eina til tvær vikur i
viðbót. Þó megum við vel við una
að öll þessi mikla og góða vinna
bar sannarlega árangur.
Margar hendur vinna létt verk
og brátt er allt komið í viðunandi
horf óg við flýtum okkur heim til
að skipta um föt og klæða litla
skírnarbamið.
kosningaskrifstofunni
Athöfnin hefst um fjögurleytið í
Dómkirkjunni. Prestur er séra Sig-
urður Ámi Þórðarson á Þingvöll-
um en hann og Helgi, afi litlu
stúlkunnar, eru systrasynir og
hann hefur einnig skírt litiu
drengina tvo. Þarna er nánasta
fjölskylda og vinir og presturinn
kallar okkur upp í kórinn þannig
að við stöndum öll umhverfis
skírnarfontinn og litlu börnin fá
að standa næst. Síðan fer athöfnin
fram, falleg og látlaus, og litla
stúlkan fær hvorki meira né
minna en þrjú nöfn: Lilja Guðrún
Filippía. Dóttir okkar segist ekki
vilja eiga neitt á hættu, það fæðist
svo sjaldan stúlkur í fjölskyldu föð-
ur hennar að betra sé að koma
nöfnúm frá báðum ömmum og
langömmu áfram þegar færi gefst.
Við erum öll fegin að skírt var
nafni ömmu hennar, Filippíu
Kristjánsdóttur, Hugrúnar, en hún
lést nýlega háöldruð en ern og
verður einmitt greftruð á morgrrn.
Sjálf vissi hún um nafnið áður en
hún dó. Sálmurinn sem dóttir okk-
ar valdi til að syngja við skímina
er einmitt eftir ömmu hennar og
spánska sumarsúpu úr tómötum
og agúrkum sem tengdasonur okk-
ar bjó til. Svo var spjállað og spil-
að fram á nótt en þau fara til Eng-
lands á morgun. Góður dagur var
genginn, dagur gleði og gefandi
mannlegra samskipta.
Ég er þegar farin að sakna dálít-
ið barnabarnanna sem fara á
morgun en næg verkefni blasa við
fram undan, enda mörgu verið ýtt
til hliðar í þessu mikla ævintýri á
gönguför sem þátttakan í forseta-
kosningunum var.
Finnur þú fimm breytingar? 366
Nafn:
Heimili:-
Vinningshafar fyrir þrjú hundruð sextugustu og
fjórðu getraun reyndust vera:
1. Daníel Þór
Kjarrhólma 32
200 Kópavogur
2. Bjarni Þór Svavarsson
Hilmisgötu 1
900 Vestmannaeyjar
Myndirnar tvær virðast við fyrstu
sýn eins en þegar betur er að gáð kem-
ur í ljós að á myndinni til hægri hefur
fimm atriðum verið breytt. Finnir þú
þessi fimm atriði skaltu merkja við
þau með krossi á myndinni til hægri
og senda okkur hana ásamt naíni þínu
og heimilisfangi. Að tveimur vikum
liðnum birttun við nöfn sigurvegar-
anna.
1. verðlaun:
SHARP vasadiskó með útvarpi að
verðmæti kr. 7.100, frá Hljómbæ Skeif-
unni 7, Reykjavík.
2. verðlaun:
Tvær Úrvalsbækur, að verðmæti kr.
1.790. Annars vegai- James Bond-bókin
Gullauga eða Goldeneye eftir John
Gardner og hins vegar bók Luzanne
North, Fín og rík og liðin lík.
Vinningamir verða sendir heim.
Merkið umslagið með lausninni:
Finnur þú finun breytingar? 366
c/o DV, pósthólf 5380
125 Reykjavík