Dagblaðið Vísir - DV - 06.07.1996, Side 47
LAUGARDAGUR 6. JÚLÍ 1996
55
tónlist
Æstar unglingsstelpur þjöppuðu sér að sviöinu í Laugardalshöll þar sem Pulp hélt tónleika.
Jarvis, söngvari Pulp, sýndi góöa takta
en þvagan og þrengslin voru svo mikil
aö bjarga varö einum og einum upp á
sviðiö. DV-mynd PÖK
DV-mynd PÖK
Gósentíð hefur verið að undanförnu hjá tónlistaráhugamönnum:
Ljós og litadýrð
Það hefur verið
sannkölluð tónlistar-
hátíð á íslandi á veg-
um Listahátíðar í
Reykjavík að undan-
fómu þar sem hver
stórstjarnan á fætur
annarri hefur troðið
upp til að gleðja augu
og eyra tónleikagesta
á öllum aldri.
Skemmst er að minn-
ast tónleika með
bresku sveitinni
Pulp í Laugardals-
höll. Þar vora 5.000
hljómleikagestir
mættir og að sjáif-
sögðu höfðu þeir líka
unun af að hlusta á
heimasveitirnar
Funkstrasse, Botn-
leðju og SSSól r n
hituðu upp.
Það voru einkum David Bowie, rokksöngvarinn þekkti, klæddist silfur-
ungar stúlkur á aldr- ijtum jakka á tónleikum sínum í Laugardalshöll þar
inum 14-16 ára sem sem fólk á miðjum aldri hoppaöi og hrópaöi eins og
hylltu hvað ákafast táningar. DV-mynd PÖK
goðin í Pulp þegar sú
Damon Albarn, söngvari Blur, á fjöldann allan af einlægum aödáendum og
hefur sinnt þeim aö undanförnu meö því að gefa eiginhandaráritanir og leyfa
myndatökur af sér. DV-mynd ÞÖK
hljómsveit byrjaði að spila þó að
auðvitað hafi strákamir líka verið
hrifnir. Stelpurnar þjöppuðu sér
upp að sviðinu, veifuðu handleggj-
um og sýndu ákafa sinn eftir öllum
mætti og söngvarinn Jarvis Cocker
lék við hvern sinn fingur enda var
hann húinn að lofa góðum tónleik-
um í fjölmiðlum.
Stórstjarnan Björk brást ekki að-
dáendum sínum frekar en fyrri dag-
inn, flutti lögin sín á íslensku og lét
litla guttann sinn, hann Sindra,
syngja franska barnagælu í töfra-
skógi á sviðinu við mikinn fögnuð
tónleikagesta. Hún kynnti líka kær-
Einar Örn Benediktsson sótti Björk
Guömundsdóttur söngkonu þegar
hún kom til landsins fyrir tónleika
sína. DV-mynd ÆMK
astann sinn, Goldie, fyrir aðdáend-
um og þyrstir íslendinga nú í að
frétta af væntanlegu brúðkaupi
þeirra.
Kvöldið áður hafði breski snill-
ingurinn David Bowie tryllt popp-
ara á miðjum aldri, sem hoppuðu og
veifuðu eins og táningar þegar
Bowie tók sína góðu takta. Bowie
var trúr sínu í tötralegum, silfurlit-
um jakka og svörtum leðurbuxum
og skyrtu innan undir. Hann kann
lagið á sviðinu og svipti sig klæðum Björk í töfraskógi í Laugardalshöll.
á réttum tíma. DV-mynd ÞÖK
Á tónleikum Bjarkar og Bowies
var um mikla
sviðssýningu að
ræða. Björk var
með töfraskóginn
sinn og þó að ekki
væri mikil við-
höíh á tónleikum
Bowies á sviðinu
var þar leikið
ljós og litadýrð og
greinilega
þaulvana menn að
ræða hvað
varðar.
Erlendir popp-
arar hafa verið
mikið í fréttunum
að undanfömu og
fólk hefur fengið Pessar pfur voru hressar og ánægöar enda á leiö á tón-
að hitta goðin sín. Ieika PuiP ' Höllinni. DV-mynd Hari
Dam.on Albam,
söngvari Blur, hefur þannig valdið
heilmiklu uppþoti meðal ungu kyn-
slóðarinnar, til dæmis á röltinu um
miðbæ Reykjavíkur með gítar í
hendinni eða stökkvandi upp á svið
á 17. júni. Hann virðist hafa kunnað
vel við sig á íslandi og lofað tónleik-
um með Blur í haust.
Það hefur greinilega verið
gósentíð hjá áhugamönnum um
popptónlist að undanfórnu.
-GHS
rSkemmtilegt á''
skautasvellinu
Bjarnar-
búningar
og vagn
IS* J
Rafdrifnir
og fótstignir bílar
Falleg sterk tjöld
LEIGJUM ÞETTA OG
MARGT FLEIRA í:
afmæli,
ættarmót,
fyrirtækjamót,
OG
bæjarfélagamót
TJALDALEIGAN
Skemmtilegt
KRÓKHÁLSI 3,
SÍMI 587 6777