Dagblaðið Vísir - DV - 12.10.1996, Qupperneq 10

Dagblaðið Vísir - DV - 12.10.1996, Qupperneq 10
10 LAUGARDAGUR 12. OKTÓBER 1996 JjV Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaöur og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: EYJÓLFUR SVEINSSON Ritstjóri: JÓNAS KRISTJÁNSSON Aöstoöarritstjóri: ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjóri: PÁLL STEFÁNSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar: ÞVERHOLT111, blaöaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLT114,105 RVfK, SÍMI: 550 5000 FAX: Auglýsingar: 550 5727 - RITSTJÓRN: 550 5020 - Aörar deildir: 550 5999 GRÆN númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/ Ritstjórn: dvritst@centrum.is - Auglýsingar: dvaugl@centrum.is. - Dreifing: dvdreif@centmm.is AKUREYRI: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 461 1605 Setning og umbrot: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Filmu- og plötugerö: ÍSAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. - Prentun: ÁRVAKUR HF. Áskriftarverö á mánuði 1700 kr. m. vsk. Lausasöluverð 150 kr. m. vsk., Helgarblað 200 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Brynja gegn breytingum Af dagskrá landsfundar Sjálfstæðisflokksins mætti að óreyndu ætla, að hann væri eins konar kvenréttindafé- lag. Þetta minnir á síðustu kosningabaráttu, þegar sami flokkur kynnti sig sem eins konar jafnréttisfélag fyrir konur, og er jafn fjarri raunveruleikanum og þá. Ekki verður séð, að flokkurinn sinni þessum mála- flokkum, þegar hann hefur til þess völd, til dæmis í langri ríkisstjórnarsetu. Enda er eitt helzta einkenni hans að vilja halda fast í ríkjandi ástand, hvert sem það er á hverjum tíma. Hann er ekta íhaldsflokkur. Sjáifstæðisflokkurinn er að koma út úr skápnum sem einn helzti andstöðuflokkur aðildar að Evrópusamband- inu og veiðileyfasölu í sjávarútvegi. Hann hefur löngum verið burðarás óbreyttrar steftiu í landbúnaði. Hann er hræddur við breytingar, þar á meðal á stöðu kvenna. Fastast stendur flokkurinn fyrir, þegar ógnað er hags- munum gamalgróins auðs, sem fenginn var með forrétt- indastöðu í séríslenzku skömmtunar- og fáokunarkerfi efnahagslífsins. Hann óttast samkeppni, styður fáokun- arfyrirtæki og vill halda auði í óbreyttum höndum. Þetta er stefna, sem ekki verður lesin í ályktunum landsfunda. Hún er hins vegar rituð skýrum stöfum í að- gerðum og afstöðu fulltrúa flokksins, þegar á reynir í ríkisstjórn, á Alþingi og í sveitarstjómum. Flokkurinn er ekki breytingaflokkur, heldur íhaldsflokkur. Að ráði markaðsfræðinga er hugmyndum um breyt- ingar oft veifað á landsfundum. Áherzlan að þessu sinni er á jafnrétti kvenna, en hún mun ekki fá útrás í gerð- um fulltrúa flokksins, þar sem þeir sitja á valdastólum þjóðfélagsins. Milli orða og athafna er ekkert samband. Áratugum saman hafa landsfundir Sjálfstæðisflokks- ins annað veifið samþykkt ályktanir um bætta stöðu neytenda í búvörumálum. Þannig er að þessu sinni kvartað í ályktunardrögum um, að ríkisstjórn flokksins hafi rýrt lífskjör fólks með ofurtollunum illræmdu. Þótt landsfundurinn samþykki ályktunina í einhverri mynd, gerir enginn ráð fyrir, að það hafi nokkur áhrif á gerðir fulltrúa flokksins í ríkisstjóm og á Alþingi. Ekki frekar en umræða fundarins um jafnréttismál. Ályktan- ir og raunveruleiki eru aðskildir heimar flokksins. Sjálfstæðisflokkurinn minnir stundum meira á kirkju en flokk. Þar eru gömlu spakmælin enn í fuflu gildi, svo sem „stétt með stétt“. Þar hlýða menn yfirboðurum sín- um. Þar er hlutverk kvenna að hella upp á kaffi og hinna greindustu meðal þeirra að rita fundargerðir. Sjálfstæðisfólk kýs sér ekki forustu til að framkvæma einhverjar ályktanir, sem markaðsfræðingar telja heppi- legt að framleiða. Það kýs sér forustu tfl að leiða sig og segja sér fyrir verkum. Það vill í raun, að stefnan komi að ofan, frá hinum kirkjulegu yfirvöldum flokksins. Flokkurinn er stór, af því að margir kunna vel við þetta íhaldssama kerfi. Fæstir kjósendur eru gefhir fyr- ir sífelldar breytingar og tilraunir. Þeir leita skjóls í stór- um faðmi Sjálfstæðisflokksins, sem stendur vörð um, að breytingar séu hægar og valdi sem minnstri röskun. Þráin í festu í þjóðfélaginu fer saman við gæzlu gró- inna hagsmuna, hvort sem þeir eru í fáokunarfyrirtækj- unum stóru, í landbúnaðinum almennt eða á einhverj- um afmörkuðum sviðum, svo sem í stofnun óþarfs emb- ættis til að leysa persónuleg vandamál í þjóðkirkjunni. Þegar landsfundi er lokið, mun Sjálfstæðisflokkurinn áfram vera brynja hins fóðurlega skömmtunar- og fyrir- greiðslukerfis, sem einkennir íslenzk stjómmál. Jónas Kristjánsson Nýr þáttur í stríði Afgana innbyrðis Stríð hefur staðið í Afganistan í tæp sautján ár, síðan sovétstjóm- in lét her sinn ráðast inn í landið til að koma sínum manni til valda í höfuðborginni Kabúl. f áratug börðust sundurleitar skæruliða- sveitir gegn innrásarliðinu og bandamönnum þess og nutu til þess ríílegra vopnasendinga og fjáiframlaga frá Bandarikjunum og íslömskum ríkjum, einkum Saudi-Arabíu, og frá þeim komu einnig sjálfboðaliðar á vettvang. Stuðningur við andspyrnu- hreyfingamar kom um Pakistan og réð leyniþjónusta í Pakistanher og bandaríska leyniþjónustan CIA mestu um hvernig vopnabirgðum og íjárhæðum var dreift. Síðasti skjólstæðingur Kremlverja, Naji- bullah að nafni, varðist enn í tvö ár eftir aö Mikhaíl Gorbatsjov kallaði sovétherinn á brott, en loks afsalaði hann sér völdum í hendur ráðs foringja mótspymu- hreyfinga fyrir milligöngu erind- reka SÞ, en leitaði sjálfur hælis í aðalstöðvum alþjóðasamtakanna í Kabúl. Aldrei varð úr því leiðtogaráðið yrði starfhæft. Kom þar einkum tvennti til, rígur forustumanna sveita mismundandi þjóðerna sem Afganistan byggja og utanaðkom- andi íhlutun, einkum frá Pakist- an. Fjölmennastir þjóðarbrotanna í Afganistan eru Pashtúnar um landið sunnan- og austanvert, sem einnig byggja aðliggjandi hérað Pakistans. Óttast pakistönsk stjómvöld aðskilanaðarhreyfingu þeirra beggja vegna landamær- anna, ef aðrir Afganar en Erlend tíðindi Magnús Torfi Ólafsson Pashtúnar ríkja í Kabúl. Nú vildi svo til að til forsætis fyrir bráðabirgðastjóminni í Kab- úl valdist Burhanuddin Rabbani, foringi Tadsjika, sem búa um Afganistan norðaustanvert og byggja einnig fyrmm sovétlýð- veldi sem við þá er kennt. Leyni- þjónusta Pakistanhers tók því að styðja Gulbuddín Hektmatjar og Pashtúnasveitir hans til að herja á Rabbani og lið hans í Kabúl. Hektmatjar vann þó lítt á, eink- um eftir að Rabbani fékk til liðs við sig þann skæruliðaforingjann sem mestan orðstír hlaut í viður- eigninni við sovétherinn, Ahmed Shah Masúd. Menn hans héldu Panjsírdal norður af Kabúl fyrir áköfum atlögum allt það stríð út í gegn. Þá kom til sögunnar fyrir tveim árum áður óþekkt lið, Talebanar, sem kenna sig við íslamska trú- fræðiskóla meðal afgansks flótta- fólks í Pakistan, og þaðan réðust þeir til atlögu. Þetta em Pashtún- ar og fer ekki milli mála að leyni- þjónusta Pakistanhers hefur stutt Talebana með vopnum og ráðgjöf. Fram til þessa hafa Talebanar farið sigurfor, lögðu fyrst undir sig vesturhluta Afganistans, síðan héruðin suður af Kabúl, þá aust- urhémð og tóku höfuðborgina 27. september. Þar eins og annars staðar hófu þeir strax að fram- fylgja sinni túlkun á íslamskri strangtrú, tóku fyrir alla menntun kvenna og vinnu þeirra utan heimilis, lögðu grýtingu við hór- dómi, handhögg við þjófnaði og hýðingu við víndrykkju. Taleban- ar banna með öllu tónlist, kvik- myndir, sjónvarp og spil. Af þess- um sökum er hafinn flótti mennt- aðs og efnaðs fólks frá Kabúl og er giskað á að allt að fjórðungur milljónar sé farinn. Alvarlegra fyrir Talebana er þó að Masúd landvarnaráðherra í fyrri stjórn hefur búið um sig í Panjsírdal, sínu gamla vígi, og virðist hafa náð höndum saman við þann stríðsherrann í Afganist- an sem talinn er hafa harðsnún- ustu liði á að skipa og ráðið norð- urhéruðunum allt frá því hann var á bandi leppstjómar sovét- manna. Liðsmenn Abduls Rashids Dústans era Úsbekar eins og hann °g byggja héraðin sem hann ræð- ur. í þessan viku fóru sveitir Masúds um Salangskarð á yfir- ráðasvæði Dústans, komust að baki liði Tale- bana við mynni Panjsírdals og stráfelldu það. Er það mesti ósigur sem sá her hefur beðið. Rabbani forseti býður nú friðar- viðræður stríð- andi fylkinga, en viðbúið er að það sé tilraun haiis til að komast hjá að verða ýtt til hlið- ar. Héðan af ræðst framtíð Afganist- ans af styrkleika- hlutföllum og áformum Tale- bana annars vegar og Dústans og Masúds hins veg- ar. En nú sem fyrr er landið á kross- götum í Mið- Asíu. Stríðsmenn úr röðum Talebana við bæinn Golbahar við mynni Panjsírdals. annarra Baráttan gegn eyðni „Sannanir em fyrir því að forvarnarstarf í Taílandi hefur dregið úr eyðnismiti. Þegar höfð er í huga ógnunin sem stafar af eyöni er undarlegt að flest lönd, þar á meðal Bandaríkin, leyfa þrýstihóp- um að hindra árangursríkar herferðir gegn eyðni. Það mun ekki alls staðar ganga jafn vel og í ' Taílandi en alls staðar er hægt að hægja á útbreiðsl- | unni.“ Úr forystugrein New York Times 10. okt. Rokkaralögin „Þar sem rokkaralögin snerta grundvallarmann- réttindi skyldi maður ætla að vandað yrði til verks- ins. En þvert á móti á að hraða afgreiðslu þeirra og leggja til hliðar venjulegt ferli í sambandi við laga- setningu. Hvorki er haft nægilegt samráð við sér- fræðinga né dómstóla um lagaframvarpiö sem er miklu víðtækara en sýnist í fyrstu. Lögreglan fær ekki aðeins tækifæri til að banna einstökum rokk- uram aö dvelja í rokkaramiðstöðvum heldur einnig til að banna heilum hópum sem tengjast rokkuram að dvelja á vissum stöðum, t.d. veitingastöðum og einkaíbúðum." Úr forystugrein Jyllands- Posten 5. okt. Kúgun í nafni íslams „Bandarikin og önnur lönd, sem aðstoðuðu Afganistan viö að losa sig við rússneskar hersveit- ir, verða nú að reyna að fá reynslulitla leiðtoga þess til að hætta útflutningi á fíkniefnum, vopnum og hryðjuverkum. Leiðtogar Talebana verða líka að skilja að það er rangt að kúga konur í nafni ís- lams.“ Úr forystugrein New York Times 9. okt. skoðanir
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.