Dagblaðið Vísir - DV - 12.10.1996, Síða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 12.10.1996, Síða 16
LAUGARDAGUR 12. OKTÓBER 1996 JjV i6 menning Sólin kyssti skáldin á Akranesi þegar Ijósmyndari smellti af þeim mynd hjá sjómanninum. DV-myndir PÓK ir æskuna að alast upp í,“ segir Hannes. Guðrún og Kristján segjast fara á völlinn þar sem ekki verði hjá því komist fyrir þá sem ætla að búa á Skaga. „Sonur minn fann til þess að hann væri út undan þar sem hann hafði ekki nógu mikinn áhuga á fót- bolta. Ég held að til þess að öðlast þennan brennandi áhuga þurfi strákar að vera af Skagaættum og fæðast með bolta á fótunum," segir Guðrún. Gyrði þykir boltinn menga helst til mikið fyrir menningunni. Ef leikur er á veUinum þýðir ekki að hafa upplestur eða sýningu því þá eru aUir á vellinum, segir hann. Tilviljanakenndur flutnmgur Það var fyrir tUvUjun að Gyrðir kynntist Skaganum en honum lík- aði strax vel þar. Kristján kom fyrst á Skagann með vini sínum og skoð- aði hús sem vinur hans ætlaði að kaupa. Það endaði svo að hann keypti húsið sjálfur. Nú dundar Kristján sér við að gera upp gamalt hús á Suðurgötunni sem hann hefur málað eldrautt. Hann er með vinnu- stofu sína í risi hússins, í mjög nota- legu herbergi. Kristín fluttist frá Þýskalandi árið 1979 á Akranes þegar eiginmað- Þar sem andinn kemur yfir menn Kristín Steinsdóttir sækir kraft í Snæfellsjökul. „Ég smitast aldrei af fótboltaá- huganum. Mér er það ljóst að hann mengar meira en sementsverk- smiðjan. Fótboltinn dregur slæðu yfir andlegt líf á Skaganum og það menningarlíf sem verið er að reyna að halda uppi,“ segir Gyrðir Elías- son rithöfundur sem sestur er að á Akranesi. Sex rithöfundar hafa komið sér vel fyrir á Akranesi. Helgarblaðið tók hús á fimm þeirra, þeim Gyrði Elíassyni, Kristínu Steinsdóttur, Kristjáni Kristjáns- syni, Hannesi Sigfússyni og Guð- rúnu Eiríksdóttur, og bað þá að rekja ástæður þess að þeir ákváðu að flytjast frá Reykjavík til fótbolta- bæjarins. Auk þeirra býr rithöfund- urinn Gunnlaugur Haraldsson á Akranesi en hann var ekki við. Ólíkar ástæður voru nefndar til sögunnar en all- ir voru sammála um að mjög þægilegt væri að sinna ritstörfum á Akra- nesi og bærinn væri yfir- höfuð góður staður til bú- setu. Tilviljun réð því í mörgum tilvikunum að skáldin fluttust á Skagann en i öðrum tilfellum réð ósk um að flytjast út fyrir bæinn en ekki of langt frá höfuðborginni. Sumir hafa tekið upp þann sið inn- fæddra Akurnesinga að skella sér á völlinn en öðr- um verður ekki hnikað. Gyrðir er einn þeirra sem telja knattspyrnuna menga menningarlif á Skaganum. Kann ekki við mig í Reykjavík Gyrðir Elíasson flutti á Akranes fyrir tveimur árum og býr á Lerkigrundinni þar sem stutt er í útivistarsvæði Akur- nesinga, skógræktina. Blaðamanni var boðið í vinnuherbergi Gyrðis í kjallaranum. Þar hefur hann komið sér vel fyrir með tölvuna sina og bækurnar og þar fær skáldgáfa hans að njóta sín. Gyrðir er alinn upp á Sauðárkróki og hann kann betur við sig utan við ys og þys borgarinnar. „Ég kann alls ekki við mig í Reykjavík því að þar er mjög erfitt að komast í beint samband við land- ið. Mér gengur betur að skrifa héma heldur en í bænum og hef til þess næði en Akranes er í hæfilegri fjarlægð frá Reykavík,“ segir Gyrð- ir. Kristján, Hannes og Guðrún taka í sama streng og segja að það sé mjög auðvelt að sitja við skriftir á Akranesi og þeim gangi betur að vinna þar. Til að byrja með fannst Kristínu þrengja að sér en það lag- aðist með tímanum. „Við vorum eiginlega búin að fá okkur fullsödd af borginni. Við vor- um á leiðinni norður á Akureyri en millilentum hérna,“ segir Kristján. Knattspyrna mengar meira en Sementsverksmiðjan En hvemig líkar andans mönnum að búa í bæ þar sem knattspyman er ofar öllu? „Ég horfi á knattspyrnuna í sjón- yarpinu en ég nenni ekki á völlinn. Ég dáist að því hvemig bærinn býr að ungviðinu sem er að alast upp. Það eru vellir alls staðar þar sem krakkamir geta æft sig. Akranes- bær er eitthvert besta umhverfi fyr- ur hennar fékk vinnu hjá Járnblendifélaginu á Grundartanga. Hún hefur hreiðrað um sig í stóm einbýlishúsi á Vesturgöt- unni. Blaðamanni var boð- ið í sólskálann sem er vin- sælasta vistarveran í hús- inu. Hjónin fluttu heim frá Þýskalandi með tvö börn og Kristín fór að kenna í Fjölbrautaskóla Vestur- lands. Guðrún og eiginmaður hennar leituðu sér að starfi eftir að þau útskrif- uðust úr Háskólanum og fengu bæði störf við hæfi á Akranesi árið 1981. Þau búa á Brekkubrautinni, í litsterkri og fallegri íbúð. Hannes fluttist á Skag- ann frá Noregi fyrir átta árum þar sem húsnæði var ódýrara þar en í Reykja- vík. Hann hefur komið sér fyrir í Vallholtinu í fal- legri íbúð og frá þeim þrem er stutt í útivist í nágrenni fjörunnar. Þó tilviljanir hafi ráðið búsetunni eru allir ánægðir. Nálægð við náttúruna Nálægðin við náttúruna er oft nefnd til sögunnar sem eitt af þvi já- Gyrðir Elíasson í afdrepi sínu í kjallaranum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.