Dagblaðið Vísir - DV - 12.10.1996, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 12.10.1996, Blaðsíða 16
LAUGARDAGUR 12. OKTÓBER 1996 JjV i6 menning Sólin kyssti skáldin á Akranesi þegar Ijósmyndari smellti af þeim mynd hjá sjómanninum. DV-myndir PÓK ir æskuna að alast upp í,“ segir Hannes. Guðrún og Kristján segjast fara á völlinn þar sem ekki verði hjá því komist fyrir þá sem ætla að búa á Skaga. „Sonur minn fann til þess að hann væri út undan þar sem hann hafði ekki nógu mikinn áhuga á fót- bolta. Ég held að til þess að öðlast þennan brennandi áhuga þurfi strákar að vera af Skagaættum og fæðast með bolta á fótunum," segir Guðrún. Gyrði þykir boltinn menga helst til mikið fyrir menningunni. Ef leikur er á veUinum þýðir ekki að hafa upplestur eða sýningu því þá eru aUir á vellinum, segir hann. Tilviljanakenndur flutnmgur Það var fyrir tUvUjun að Gyrðir kynntist Skaganum en honum lík- aði strax vel þar. Kristján kom fyrst á Skagann með vini sínum og skoð- aði hús sem vinur hans ætlaði að kaupa. Það endaði svo að hann keypti húsið sjálfur. Nú dundar Kristján sér við að gera upp gamalt hús á Suðurgötunni sem hann hefur málað eldrautt. Hann er með vinnu- stofu sína í risi hússins, í mjög nota- legu herbergi. Kristín fluttist frá Þýskalandi árið 1979 á Akranes þegar eiginmað- Þar sem andinn kemur yfir menn Kristín Steinsdóttir sækir kraft í Snæfellsjökul. „Ég smitast aldrei af fótboltaá- huganum. Mér er það ljóst að hann mengar meira en sementsverk- smiðjan. Fótboltinn dregur slæðu yfir andlegt líf á Skaganum og það menningarlíf sem verið er að reyna að halda uppi,“ segir Gyrðir Elías- son rithöfundur sem sestur er að á Akranesi. Sex rithöfundar hafa komið sér vel fyrir á Akranesi. Helgarblaðið tók hús á fimm þeirra, þeim Gyrði Elíassyni, Kristínu Steinsdóttur, Kristjáni Kristjáns- syni, Hannesi Sigfússyni og Guð- rúnu Eiríksdóttur, og bað þá að rekja ástæður þess að þeir ákváðu að flytjast frá Reykjavík til fótbolta- bæjarins. Auk þeirra býr rithöfund- urinn Gunnlaugur Haraldsson á Akranesi en hann var ekki við. Ólíkar ástæður voru nefndar til sögunnar en all- ir voru sammála um að mjög þægilegt væri að sinna ritstörfum á Akra- nesi og bærinn væri yfir- höfuð góður staður til bú- setu. Tilviljun réð því í mörgum tilvikunum að skáldin fluttust á Skagann en i öðrum tilfellum réð ósk um að flytjast út fyrir bæinn en ekki of langt frá höfuðborginni. Sumir hafa tekið upp þann sið inn- fæddra Akurnesinga að skella sér á völlinn en öðr- um verður ekki hnikað. Gyrðir er einn þeirra sem telja knattspyrnuna menga menningarlif á Skaganum. Kann ekki við mig í Reykjavík Gyrðir Elíasson flutti á Akranes fyrir tveimur árum og býr á Lerkigrundinni þar sem stutt er í útivistarsvæði Akur- nesinga, skógræktina. Blaðamanni var boðið í vinnuherbergi Gyrðis í kjallaranum. Þar hefur hann komið sér vel fyrir með tölvuna sina og bækurnar og þar fær skáldgáfa hans að njóta sín. Gyrðir er alinn upp á Sauðárkróki og hann kann betur við sig utan við ys og þys borgarinnar. „Ég kann alls ekki við mig í Reykjavík því að þar er mjög erfitt að komast í beint samband við land- ið. Mér gengur betur að skrifa héma heldur en í bænum og hef til þess næði en Akranes er í hæfilegri fjarlægð frá Reykavík,“ segir Gyrð- ir. Kristján, Hannes og Guðrún taka í sama streng og segja að það sé mjög auðvelt að sitja við skriftir á Akranesi og þeim gangi betur að vinna þar. Til að byrja með fannst Kristínu þrengja að sér en það lag- aðist með tímanum. „Við vorum eiginlega búin að fá okkur fullsödd af borginni. Við vor- um á leiðinni norður á Akureyri en millilentum hérna,“ segir Kristján. Knattspyrna mengar meira en Sementsverksmiðjan En hvemig líkar andans mönnum að búa í bæ þar sem knattspyman er ofar öllu? „Ég horfi á knattspyrnuna í sjón- yarpinu en ég nenni ekki á völlinn. Ég dáist að því hvemig bærinn býr að ungviðinu sem er að alast upp. Það eru vellir alls staðar þar sem krakkamir geta æft sig. Akranes- bær er eitthvert besta umhverfi fyr- ur hennar fékk vinnu hjá Járnblendifélaginu á Grundartanga. Hún hefur hreiðrað um sig í stóm einbýlishúsi á Vesturgöt- unni. Blaðamanni var boð- ið í sólskálann sem er vin- sælasta vistarveran í hús- inu. Hjónin fluttu heim frá Þýskalandi með tvö börn og Kristín fór að kenna í Fjölbrautaskóla Vestur- lands. Guðrún og eiginmaður hennar leituðu sér að starfi eftir að þau útskrif- uðust úr Háskólanum og fengu bæði störf við hæfi á Akranesi árið 1981. Þau búa á Brekkubrautinni, í litsterkri og fallegri íbúð. Hannes fluttist á Skag- ann frá Noregi fyrir átta árum þar sem húsnæði var ódýrara þar en í Reykja- vík. Hann hefur komið sér fyrir í Vallholtinu í fal- legri íbúð og frá þeim þrem er stutt í útivist í nágrenni fjörunnar. Þó tilviljanir hafi ráðið búsetunni eru allir ánægðir. Nálægð við náttúruna Nálægðin við náttúruna er oft nefnd til sögunnar sem eitt af þvi já- Gyrðir Elíasson í afdrepi sínu í kjallaranum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.