Dagblaðið Vísir - DV - 12.10.1996, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 12.10.1996, Blaðsíða 28
LAUGARDAGUR 12 OKTÓBER 1996 28 sérstæð sakamál Konan sem hvarf Dennis Liddle var fjörutíu og tveggja ára, en konan hans, Felic- ity, þrjátíu og sex ára. Þau höfðu verið gift í sextán ár og áttu eina dóttur, Gail. Hjónaband þeirra hafði verið allgott framan af, en nú var sem þau væru orðin dálítið leið hvort á öðru. Hver dagurinn í sam- búð þeirra var öðrum líkur. En skyndilega tók líf Dennis breytingum. Hann kynntist Maureen Foster, og þá var eins og ferskur andblær léki um hann. Hún var að vísu ekki sérstaklega lagleg, en þaö varð heldur ekki um Húsið þar sem Liddles- fjölskyldan bjó. Dennis sagt að hann væri eins og grískur guð. Hann hafði þó yfir að ráða nokkrum persónutöfrum, og nú beitti hann þeim til hins ýtrasta. Maureen Foster hafði komið sér vel fyrir. Hún var ógift, átti hús og bíl og gekk í dýrum fótum. Það eina sem hana vantaði var eigin- maður. Og nú leit út fyrir að hún gæti bætt úr því. Meginástæðan til þess að hún hafði verið ein síns liðs jafn lengi og raun bar vitni var offituvanda- mál, en Dennis Liddle sagði henni að hann elskaði „hvert kíló- gramm“, jafnvel þau sem hún gæti verið án. Hann væri jú sjáifur ekki nein auglýsing fyrir megrunarlyf. Grunsemdir Eftir sextán ára hjónaband er fólk orðið nokkuð glöggskyggnt á flest í fari maka sinna og greinir Maureen Foster. ýmislegt sem ókunnugir myndu vart veita eftirtekt. Það leið því ekki á löngu þar til Felicity taldi sig sjá verulega breytingu á Denn- is. Og þar kom að hún þóttist viss um að hann væri henni ótrúr. í stað þess að bera það á hann greip hún til þess ráðs að kaupa sér ný föt, fara á snyrtistofu og reyna á annan hátt að gera sig meira aðlað- andi. Það reyndist þó um seinan. Dennis var þegar orðinn það tengd- ur Maureen, að það var sem hann sæi ekki þá breytingu sem var að verða á konu hans. Um hálfu ári eftir að Dennis kynntist Maureen var hann farinn að vera að heiman í tvær til þrjár nætur í viku. Hann skýrði fjarvist- ir sínar þannig fyrir konu sinni að hann þyrfti að ferðast mikið því hafin væri ný söluherferð hjá fyrir- tækinu sem hann vann hjá, en það hafði rafmagnsvörur á boðstólum. Sagðist hann búa á hótelum í ýms- um borgum og bæjum. En í raun- inni var hann heima hjá Maureen í húsi hennar í Cambley Close í Nottingham þessar nætur. Loks kom þar að Felicity gat ekki lengur látið sem allt væri með felldu. Hún sagði manni sínum að hún grunaði hann um framhjáhald. Hann tók því illa, lét sem það væri hugarburður hjá henni og sagði að hann ætti það vart skilið að hún brigslaði sér um slíkt. Kom og fór Daginn sem Felicity bar manni símnn á brýn að hann væri búinn að fá sér hjákonu fór hann að heim- an, en sagði áður að hann kæmi eftir tvo daga. Þeir urðu hins vegar ellefu, og þegar hann sneri þá loks heim var það til að taka saman föggur sínar og hverfa á braut. Með tárin í augunum bað Felicity hann að fara ekki, en hann fór án þess svo mikið sem kveðja hana. Erfiður tími tók nú við hjá þeim mæðgum. Dennis lét ekki til sín heyra og lagði þeim ekki til eyri til eins eða neins. En þá fyrst þótti Felicity keyra um þverbak þegar hann gleymdi afmælisdegi Gail. Þá breyttist blendin afstaða hennar til hans í hatur. En margt getur breyst á skömm- um tíma og nú var svo komið að samband þeirra Dennis og Maureen var ekki lengur það sem það hafði verið. Hún var komin á þá skoðun að það hefði ekki verið hún sem hann hafði rennt svo hýru auga til, heldur peningar hennar. Hann eyddi sínu kaupi jafnharðan og lagði ekkert til sameiginlegrar framfærslu þeirra. Þegar þau höfðu búið saman í tæpt eitt og hálft ár sagði Maureen að nú væri nóg komið. Hún bað hann að taka sam- an föggur sínar og fara. í fyrstu hélt hann að henni væri ekki al- vara og fór til vinnu eins og venju- lega. En þegar hann kom heim um kvöldið sá hann að Maureen hafði verið alvara því hann kom að fögg- um sínum á tröppunum. „Fæ ég tesopa?" Dennis hugsaði sig ekki lengi um áður en hann tók þá ákvörðun að leita á náðir Felicity. Hann barði að dyrum hjá henni og þegar hún opnaði sagði hann brosandi: „Fæ ég tesopa?" Honum til mikillar undrunar var svarið nei, og hurð- inni var skellt á nefið á honum. Hann barði aftur að dyrum, en í þetta sinn var ekki lokið upp fyrir honum. Hins vegar opnaði Felicity glugga á efri hæðinni og sagði: „Farðu, eða ég kalla á lögregluna!" Dennis Liddle fékk sér herbergi á ódýru gistuhúsi í gömlu heima- borginni, Manchester. Þar reyndi hann að ráða fram úr vanda sínum. Innan skamms komst hann að þeirri niðurstöðu að þar eð hann væri enn kvæntur Felicity væri hús þeirra hjóna við Lincoln Road sameign þeirra, og hann ákvað að gefast ekki upp fyrr en hann fengi að búa í því. Næst þegar hann kom að húsinu var enginn heima, en á útihurðinni var miði með boðum til hans sem gerðu ljóst að hann væri ekki vel- ko::iinn. Aftur sneri hann til hót- elsins. Eftir nokkra umhugsun komst hann að því að til lítils myndi vera að reyna að ná sínum hluta sameignarinnar með því að leita á náðir dómstóla. Slíku máli myndi hann vafalítið tapa. „Lausnin" Að lokum sá Dennis aðeins eina leið út úr ógöngunum. Felicity yrði að deyja. Þá fengi hann tvennt, húsið og yfírráðaréttinn yfír Gail. Þar sem ekkert lá hins vegar fyrir um að Felicity væri á leiðinni úr þessum heimi ákvað hann að hjálpa henni yfir mörkin. Og til þess að tryggja að hann yrði ekki dæmdur fyrir morð skyldi hann láta líkið hverfa. Enginn fengi dóm fyrir morð nema hægt væri að sýna fram á að viðkomandi hefði verið myrtur, og það yrði ekki gert án líks. Dennis gerði áætlun. Hvað gerð- ist nóttina sem hann fór inn í hús þeirra hjóna veit enginn með vissu. Gail sagði svo frá síðar að hún hefði vaknað við þrusk og óp um miðja nótt, en svo hefði strax kom- ist á kyrrð og þá hefði hún sofnað á ný. En morguninn eftir þegar hún kom niður í eldhús til að fá sér morgunmat var það ekki móðir hennar sem stóð þar, heldur faðir hennar. Þegar hún spurði hvar móðir hennar væri var svarið það að hún hefði yfirgefið þau bæði og kæmi ekki aftur. Gail trúði föður sínum ekki, en lét á engu bera og fór í skólann. Brotnaði saman Gail hafði ekki verið lengi í skól- anum þennan morgun þegar hún féll saman. Var það skömmu fyrir löngu frímínúturnar. Ritari skóla- stjóra fór með hana inn á skrifstofu sína og þar fékk hann að heyra hvað gerst hafði á heimilinu. Hon- um fannst sá kostur bestur að hringja í lögregluna, og var Gail nú færð niður á lögreglustöð, þar sem Gail og Felicity. hún varð að segja alla söguna upp á nýtt. Þegar Dennis var yfirheyrður stóð hann fast á því að kona hans hefði ákveðið að yfirgefa heimilið. Kvaðst hann ekki vita hvert hún hefði farið. Rannsóknarlögreglu- mennirnir trúðu honum ekki, enda gaf frásögn Gail af ósætti hjónanna og atburðum næturinnar tU kynna að eitthvað voðalegt hefði gerst. Dómari veitti heimild til húsleit- ar. Kom þá í ljós að ekkert af fötum Felicity eða öðrum persónulegum munum var horfið. Hefði hún farið af heimilinu, eins og maður hennar sagði, hlaut hún að hafa farið nær allslaus. Var Dennis nú tekinn til annarrar yfirheyrslu, en jafnframt hófst mjög nákvæm leit í öllu hús- inu. Niðurstaða fyrir rétti Þrátt fyrir leitina í húsinu og garðinum fannst ekkert lík. Það leit hins vegar út fyrir að Dennis hefði gert hreint í ýmsum herbergj- um. Voru tæknimenn nú kvaddir á vettvang og tókst þeim að finna litla blóðbletti, bæði í eldhúsinu og anddyrinu. Þá leiddi leit í farang- ursgeymslu bíls hans í Ijós örsmáa blóðbletti. Rannsókn á þeim sýndi að þeir voru allir i sama blóðflokki og blóð Felicity. Málið kom fyrir sakadóm í Man- chester í október 1985. Dennis Liddle virtist mjög öruggur með sig og ekkert í fasi hans gaf til kynna að hann óttaðist að fá dóm fyrir morðið á konu sinni, enda var hann viss um að án líks yrði ekkert fullyrt um morð. Dennis var spurður um margt í réttinum og þar lýsti hann því enn einu sinni yflr að kona hans, Felic- ity, hefði farið af heimilinu og vissi hann ekki hvar hún væri. Kvið- dómendur hlýddu á frásögn hans, en ekki varð ráðið af viðbrögðum þeirra hvort þeir trúðu honum eða ekki. Að málflutningi loknum drógu kviðdómendumir sig í hlé. í fimm klukkutíma sátu þeir á rökstólum, en síðan lýsti formaðurinn yfir því að Dennis Liddle hefði verið sekur fundinn. í framhaldi af þeim úr- skurði kvað dómarinnn upp lífstíð- ardóm. Allt bendir til að Dennis Liddle hafi myrt konu sína, og þess vegna varð niðurstaða réttarhaldanna sú sem raun bar vitni. Sú skoðun hans að enginn yrði dæmdur fyrir morð ef ekkert lík fyndist reyndist því röng. Og líkið hefur aldrei fundist. Aðeins einn maður í heim- inum getur vitað hvar það er, Dennis Liddle. Dennis Lidde, en- dómurinn hefur þá ekki breytt þeim ásetningi að segja ekki til þess. Málið vakti athygli á Englandi, ekki aðeins vegna þess að sakborn- ingurinn var sekur fundinn þótt ekkert lík fyndist, heldur einnig vegna þess að áhorfandi að öllum þessum atburður var ung stúlka sem sat í raun eftir munaðarlaus. Móðirin var horfin, sögð myrt, og faðirinn kominn á bak við lás og slá.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.