Dagblaðið Vísir - DV - 12.10.1996, Síða 34

Dagblaðið Vísir - DV - 12.10.1996, Síða 34
42 {tyglingaspjall LAUGARDAGUR 12. OKTÓBER 1996 Björgvin Franz Gíslason, öðru nafni dragdrottningin Tanja: Engin nautn að vera í kvenmannsfötum -greiði við vinkonu að vera módel - gat ekki sagt nei, segir hann „Þetta var upphaflega bara greiði við vinkonu mína sem er förðunarfræðingur því að ég er sjálfur ekki nein sérstök dragdrottn- ing. Þessar dragdrottn- ingar starfa við það að fara í sérsaumuð- um kjólum með rosa make-up og mæma lög eftir aðra. Ég hef alltaf gaman af því að fara í búning og ég lít á þetta sem búning, ekki endilega sem nautn að vera í kvenmannsfötum," segir Björgvin Franz Gíslason, öðru nafni dragdrottningin Tanja, en hann kemur stundum fram sem töframaður- inn Venni. Björgvin er 19 ára gamall. Hann hefur leikið í skólaleikrit- um í mennta- skóla og síðustu misseri hefur hann komið _________ _______ fram og skemmt sem töframað- Björgvin Franz Gíslason vinnur nú á leikskóla þar sem hann gætir meðal annars frænda sins, Fannars Daníels Guðmundssonar. DV-mynd ÞÖK urinn Venni. Vinkona hans átti inni greiða hjá honum því að hún hefur farðað töframanninn Venna fyrir viðtöl og skemmtanir og þegar hún bað Björgvin um að vera mód- el hjá sér gat hann ekki neitað. „Það átti að fara lítið fyrir þessu en svo þurfti hún endilega að vinna. Það var svo sem aflt í lagi af því að fólk veit hvort sem er að ég er ofboðslega athyglissjúkur. Svo er búið að þrýsta á mig frá nokkrum stöðum að fara af stað með töfra- sýningu með dragdrottningunni. Ég ákvað að þetta væri systir Venna töframanns og það er búið að stinga því að mér að vera með lítið töfra- sjó með henni,“ segir hann. Töframaður fyrir tilviljun Björgvin er alinn upp í tengslum við leikhús og skemmtanir því að hann er sonur leikaranna og skemmtikraftanna Eddu Björgvins- dóttur og Gísla Rúnars Jónssonar. Hann segist alla tíð hafa haft mjög gaman af búningum og reyndar ver- ið áhyggjuefni í leikskóla á sínum tíma því að hann hafi verið svo mikið einn að leik og að leika og r'í-S&M.-, I Fjörkáifinum í DV á föstudögum Á Bylgjunni á fimmtudögum kl. 20 og endurfluttur á laugardögum kl. 16 W r ' pjgg#j ■ i ^Éjjf '] . w Vvj Dragdrottningin Tanja, systir Venna töframanns, fer kannski að koma fram og gera töfrabrögð. töfra fyrir aðra. Sem unglingur hafi áhuginn á búningum og förðun minnkað og tónlistaráhugi komið í staðinn en svo hafi hann tekið töfrabrögðin aftur fyrir tilviljun. „Það vantaði töfrabrögð í menntaskólaleikrit sem ég var í og ég ákvað að taka dótið upp úr kass- anum og kenna töframanninum nokkur brögð. Vinkona mín spurði hvort ég gæti skemmt fyrir hana í MR og ég ákvað að fara út í þetta aftur,“ segir hann. Björgvin stundaði nám í MH en hætti þar og hefur undanfarin miss- eri unnið við lýsingar og hljóð og ýmislegt í leikhúsum og síðustu mánuði hefur hann unnið sem leið- beinandi á leikskóla. Hann segist hafa komist að því að það henti sér best að vera uppi á sviði og ætlar því að sækja um að komast inn i leiklistarskóla í Lundúnum næsta haust. -GHS Hin hliðin: Skemmtilegast að æfa í World Class Guðjón Sigmundsson leikmynd- ari, Gaui litli, sem hálf þjóðin fylgist með í Dagsljósi þessa dag- ana sýnir á sér hina hliðina. Áhugamál hans er að grennast og honum finnst skemmtilegast að æfa í World Class með Sölva Fannari kroppaþjálfara.Fullt nafn: Guðjón Sigmundsson. Fæðingardagur og ár: 19. maí 1957 Maki: Magnea Guðmundsóttir. Börn: Tinna Björt og Áslaug Sif. Bifreiö: Volkswagen transporter. Starf: Leikmyndari. Laun: Of lág. Áhugamál: Að grennast. Hefur þú unnið í happdrætti eða lottói? Nei. Hvað finnst þér skemmtileg- ast að gera? Æfa í World Class með Sölva Fannari kroppaþjálf- ara. Hvað finnst þér leiðinlegast að gera? Fara með strætó'. Uppáhaldsmatur: Hrásalat. Uppáhaldsdrykkur: KaSi. Hver útvarpsrásanna þykir þér best? 898,5 Bylgjan. Uppáhaldsútvarpsmaður: Eva María. Hvaða sjónvarpsstöð horfir þú mest á? Omega. Uppáhaldssj ónvarpsmaður: David Letterman. Uppáhaldsskemmtistað- ur/krá: Kafflbarinn. Uppáhaldsfélag í íþróttum: Þróttur af því að Gunni Bald í Sjónvarpinu heldur með Þrótti. Stefnir þú að einhverju sér- stöku í framtíðinni? Að slá Dav- id Letterman út. Hvað gerðir þú í sumarfrí- inu? Tók ekkert. Ég var að reyna að vinna fyrir skattinum. Hvaða íþróttamaður stendur fremstur í dag? Geir í Ólymp- íuliði fatlaðra, hann kenndi dóttir minni að synda. Uppáhaldstímarit: Nýir tímar. Hver er fallegasta kona sem þú hefúr séð, fyrir utan maka? Jóhanna Jóhannsdóttir fjármála- strjóri í Sjónvarpinu. Ertu hlynntur eða andvígur ríkisstjóminni? Hvaöa ríkis- stjóm? Hvaða persónu langar þig mest til að hitta? Rósu Ingólfs- dóttur. Uppáhaldsleikari: Magnús Ólafsson. Uppáhaldsleikkona: María Ellingsen. Uppáhaldssöngvari: Strákam- ir í Sukkat. Uppáhaldsstjórnmálamaður: Mohandas Karamchand Gandhi. Uppáhaldsteiknimyndaper- sóna: Homer. Uppáhaldssjónvarpsefiii: X- files. Uppáhaldsmatsölustað- ur/veitingahús: Minn kostur er Grænn kostur á Skólavöröustíg.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.