Dagblaðið Vísir - DV - 02.11.1996, Page 21

Dagblaðið Vísir - DV - 02.11.1996, Page 21
LAUGARDAGUR 2. NÓVEMBER 1996 21 Einu þríburaforeldrarnir á Skaganum: Langarað prófa að eiga eitt barn - segir Pála Ásgeirsdóttir þríburamamma „Það er ekkert mál að hugsa um þríburana en ég geri ekki margt annað á meðan,“ segir Pála Ásgeirs- dóttir, móðir einu þríburanna á Akranesi, Þóru Bjarkar, Svönu og Jósefs Halldórs sem fæddust fyrir ellefu mánuðum og dafna nú vel. Eiginmaður hennar, Þorgeir Jós- efsson, kvartar yflr svefnleysi und- anfarnar nætur þar sem Pála sé að venja þríburana af pela. „Þeir hafa verið óþekktarormar þessa vikuna en það er uppeldishörkunni í mömmu þeirra að kenna,“ segir Þorgeir. Pála segir að það trufli næt- ursvefninn hjá allri fjölskyldunni þegar þríburarnir séu stöðugt að fá sér sopa alla nóttina og því sé best að venja þá af pelanum. Börnin eru örlítið minni en gerist og gengur með ellefu mánaða böm en það er eðlilegt þar sem tvö þeirra voru við fæðingu í kringum sjö merkur og eitt þeirra fimm og hálf mörk. Nennir ekki í heimsókn „Ég nenni yflrleitt ekki í heim- sókn með þau öll nema þau séu sof- andi því þá þarf ég að klæða þau öll úr og það er talsvert mikið verk. Börnin eru nýfarin að uppgötva hvert annað og byrjuð að rífast um dótið. Svana og Jósef Halldór ná bet- ur saman en Þóra Björk er einfar- inn í hópnum," segir Pála. Pála segist vera til í að eignast fleiri börn en Þorgeir segir nóg komið þar sem hann eigi eina dótt- ur fyrir. Pálu langar til þess að prófa að vera með eitt bam í einu. Ólíkir persónuleikar „Börnin era mjög ólíkir persónu- leikar. Jósef er vargurinn í hópnum og hann er jafnframt mjög kelinn. Svana brosir stöðugt ef einhver nennir að tala við hana og unir sér best af þeim. Þóra Björg er rólegust en þegar hún reiðist kemst maður ekki hjá því að vita af því,“ segir Pála. Pála og Þorgeir eru ósátt við að fæðingarorlofið er einungis lengt um einn mánuð fyrir hvert barn sem fæðist sem fjölburi. Hún fékk greitt fæðingarorlof samtals í átta mánuði. Þorgeir bendir á að ef þau hefðu átt þrjú böm sitt á hvoru ár- inu hefði fæðingarorlofið samtals orðið átján mánuðir. Fatagjafir frá þríburafálaginu Félag þríburaforeldra hefur verið þeim Pálu og Þorgeiri innan handar með fatasendingar og lán á tækjum sem nauðsynleg era fyrir ung börn. Það hefur náttúrlega komið við pyngjuna að eignast þrjú böm og er þá gott að eiga góða að. Félagið hugsar mjög vel um sína og hefur reynt að berjast fyrir auknum rétt- indum þríburaforeldra. -em líUZÍJj Jji3Íjj VlJ jvj-Í) Rumar4,5kg ' þrettán þvottakerfi Stiglaus hitastillir Áfangaþeytivinda 1000/650 sn/mín Leggur í bleyti Sjálfhreinsandi dæla Barnalæsing Ryðfrí tromla og belgur Hámarksorkunotkun 1,9 kw Stærð H 85 B 59,5 D 55 (cm) RONNING Borgartúm 24 Sími 562 4011 Pála og Þorgeir ásamt Póru Björk, Svönu og Jósef Halldóri.DV-myndir PÖK Áskrifendur fá aukaafslátt af smáauglýsingum a\\t mil/l hirru 'inSl Smáauglýsingar itoM tto tm&i wwu ER RAKASTIGIÐ ORUGGLEGAILAGIA ÞINNI SKRIFSTOFU EÐA ÞÍNU HEIMILI? RAKATÆKIN FRÁ BIONAIRE EIMA VATNIÐ OG ÞVÍ ENGIN HÆTTA^Á SÝKLAMYNDUN. Raka- og hitamælir Verð kr. 1.99.4 fÆ }y BIONAIRE RAKATÆKI UMzoKnem UM AUT LANÞ Verð frá kr. 5.715 Lífeyrissjóðir Adrar þjódir öfunda okkur ðf lífeyrissjóMerfiiiu veqna: Samtryggingar, sem greiðir sjóðfélögum ellilífeyri ævilangt og er auk þess trygging fyrir óvæntum áföllum s.s. við orkutap eða andlát. Sjóðsöfnunar, sem stuðlar að auknum þjóðhags- legum sparnaði og gerir sjóðina betur í stakk búna að standa undir lífeyrisskuldbindingum í framtíðinni. Skylduaðildar, sem tryggir öllum starfandi mönnum aðgang að lífeyrissjóðum, þannig að enginn verði afskiptur. d" " -4 Landssðmbðnd lífeyrissjóða Samband almennra lífeyrissjóða

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.