Dagblaðið Vísir - DV - 02.11.1996, Page 22

Dagblaðið Vísir - DV - 02.11.1996, Page 22
LAUGARDAGUR 2. NÓVEMBER 1996 22 fréttir ér ______ Formannsslagurinn í Alþýðuflokknum: ■ ■ Rannveig og Ossur gætu ráðið úrslitum - ef þau blanda sár í formanns- eða varformannsslaginn Formannsslagurinn 1 Alþýðu- flokknum er nú í algleymingi. Þeir eru fáir sem þora að spá um úrslit enda margir leikir til í stöðunni sem geta flækt valdataflið sem í gangi er. Aðeins þeir Sighvatur Björgvinsson og Guðmundur Árni Stefánsson hafa lýst því yfir að þeir gefi kost á sér til formennsku. Rann- veig Guðmunds- dóttir hefúr ekkert sagt opinherlega hvað hún ætlar að gera. Síðustu daga hef- ur verið vaxandi umræða í Alþýðu- flokknum um að Össur Skarphéð- insson ætli að blanda sér í for- mannsslaginn eða slaginn um vara- formanninn. Hann haldi sig viljandi til hlés í umræð- unni en geti svo komi fram á réttu augnabliki á flokksþinginu sjálfu. Slíkar fléttm- eru vel þekktar í póli- tik. Varafor- mannsefni getur ráðið urslitum Þegar litið er yfir stöðuna í þeirra skák sem nú er tefld um for- mannsstólinn í Alþýðuflokknum virðist sem vara- formannsefni þeirra Sighvats Björgvinssonar og Guömundar Árna Stefánssonar geti ráðið úrslitum um hvor þeirra sigrar, veröi þeir tveir í kjöri. Því er haldið fram af stuðningsmönnum Guð- mundar Áma að hann ætli ekki að vera með varaformannskandidat með sér. Flokksþingið eigi að velja hann óháð því hver verði kjörinn formaður. Hann ætli að höföa til unga fólksins sem vilji að flokkur- inn losni úr viðj- um gamalla vinnubragða ís- lenskra stjórn- málaflokka um undirróðurs- starfsemi og blokkamyndanir við val á forystu- mönnum. Á þessari stundu er ekki vitað hvort Sighvatur verður með varaformanns- efni með sér á flokksþinginu. Ef Sighvatm- fengi Rannveigu Guðmundsdóttur með sér sem vara- formann eiga þau sigurinn vísan. Þó benda margir á að ef Össur Skarphéðinsson gæfi kost á sér sem varaformaður með Guðmundi Árna gæti það breytt mjög miklu. Þeir gætu sigrað sem dúett. Eins er talið að gefi Rannveig kost á sér sem varaformaður Guðmundar Áma séu þau sigur- strangleg. Það er talið afar ólíklegt að Rannveig gefi kost á sér sem varaformaður flokksins. Hún hafi áður verið varaformaður og muni því ekki sækja í annað en formannssætið. Enn er því svo- mikil óvissa um hverjir gefi kost á sér í hin ýmsu embætti flokksins að afar erfitt er að átta sig á stöðunni Guömundur Árni Stefánsson vill kanna fylgi sitt meö framtíöina í huga. Ymsir möguleikar Sighvatur Björgvinsson er talinn hafa nauman meirihluta fram yfir Guðmund Árna eins og málin standa í dag. Lítill munur Ef þeir Sighvatur og Guðmundur Ámi verða bara tveir í framboði til formanns er talið að staðan í dag sé þannig að Sighvatur hafi nauman meirihluta. Menn benda þó á að fram að flokksþingi og þegar til þingsins kemur geti staðan breyst. Slíkt gerist svo oft á flokksþingum. Ef Rannveig og Össur gefa kost á sér líka, annað hvort eða bæði, breytist allt. Verði Rannveig þriðji frambjóðandinn á Sighvatur sigur- inn visan. Þau Guðmundur Ámi og Rannveig sækja fylgi sitt í sama hópinn, sem er hinn fjölmenni hóp- ur Reyknesinga á þinginu. Ef Össur bættist við sem fjórði maður yrði óvissan alger. Hann er talinn munu sækja fylgi til ungliðahreyfingar flokksins og róttækari arms hans. Ný hugmynd Stuðningsmenn Rannveigar Guð- mundsdóttur í Kópavogi eru uppi með þá hugmynd að hún gefi kost á sér sem formaður og fái Guðmund Áma með sér sem varaformanns- efni. Þeir telja aö þannig muni þau Fréttaljós á laugardegi Sigurdór Sigurdórsson sigra auðveldlega. Það fylgdi sög- unni að rætt væri um að Rannveig yrði formaður í 3 ár eða svo en segði þá af sér og Guðmundur Ámi tæki þá við flokknum og heföi eitt ár fram að næsta flokksþingi til að festa sig í sessi. DV hefur heimildir fyrir því að þetta hafi verið rætt. Því er meira að segja haldið fram að Rannveig og Guömundur Ámi hafi rætt þennan möguleika sín í milli. Sömu heim- ildir herma að Guðmundur Ámi sé ekki hrifinn af þessari hugmynd. Hann og helstu ráðgjafar hans telji nauösynlegt fyrir hann að kanna fylgi sitt með því að bjóða sig fram og láta kjósa. Fylgifl Þrátt fyrir þessar vangaveltur er talið líklegast að þeir Guðmundur Ámi og Sighvatur verði bara tveir í framboði til for- manns. Þá spyrja mehn eðlilega hvemig fylgið í hinum ýmsu kjör- dæmum skiptist á milli þeirra. Auð- vitað veit það enginn fyrir víst en línur era þó teknar að skýrast. í Reykjavík, sem á mn einn þriðja af fulltrúm á flokksþinginu, á Sighvatur mikið fylgi vegna stuðn- ingsyfirlýsingar Jóns Baldvins Hannihalssonar við framboð hans. Þó er vitað að Guðmundur Ámi á nokkurt fylgi í Reykjavík, ekki síst ungliðanna. Þeir eru Jóni Baldvini og Sighvati reiðir eftir vinnubrögð þeirra þegar fulltrúar Alþýðu- flokksfélags Reykjavíkur vora kosnir. Úr Reykjanes- kjördæmi kemur einn þriðji full- trúa á flokksþing- ið. Talið er að Guðmundur Ámi eigi þar mikinn meirihluta at- kvæða. Hann er þingmaður flokks- ins í kjördæminu. Þótt hann eigi ef til vill ekki óskor- að fylgi hefúr hann yfirburði. Ekki síst er það vegna Hafnfirðing- anna sem era fjöl- mennir á flokks- þinginu. í Vesturlands- kjördæmi hefur Guðmundur Ámi mun meira fylgi en Sighvatur og sagt er að það fari vaxandi. Sighvatur Björgvinsson er þing- maður Vestfirðinga og hann á að sjálfsögðu meirihluta vlsan hjá Vestfirðingum, þó ekki óskoraðan, og að auki bætist við að fulltrúar að vestan era ekki fjölmennir. í Norðurlands- kjördæmi vestra er Sighvatur tal- inn hafa meiri- hluta. í Norður- landskjördæmi eysta hefúr Guð- mundur vinning- inn. Sigbjöm Gunnarsson, fyrr- um þingmaður og krataforingi þar, styður Guðmund Áma og það mun- ar um minna. í Austfjarða- kjördæmi er fylg- iö nokkuð skipt. Gunnlaugur Stef- ánsson, bróðir Guðmundar Áma, er foringi krata á Austfjörð- um. Eiríkur Stef- ánsson, verkalýðsforingi og eðal- krati, styður Guðmund Áma líka. Því er búist við að meirihluti fúll- trúanna þaðan styðji Guðmund Árna. Sighvatur er sagður hafa meirihluta á Suð- m-landi. Það eru hins vegar ekki margir fulltrúar sem þaðan koma. Það era sem sé fulltrúamir frá Reykjavík og Reykjaneskjör- dæmi sem munu ráða mestu um úrslit kosning- anna enda koma tveir þriðju hlut- ar fulltrúa á flokksþingið úr þessum tveimur kjördæmum. Við þetta allt verðrn- þó að hæta að enn era fimm dagar fram að flokksþingi. Fimm dagar era langur tími í pólitík. Rannveig Guðmundsdóttir. Fram- boB hennar, hvort heldur væri til formanns eða varaformanns, myndi breyta miklu. Össur Skarphéöinsson er aftur kominn inn f umræöuna um for- mannsslaginn. LANGUR LAUGARDAGUR Á LAUGAVEGI OG í NÁGRENNI! Pabbadagurinn er haldinn hátíölegur víöa um heim (byrjun nóvember ár hvert. í tilefni af fyrsta pabbadeginum á íslandi laugardaginn 2. nóvember bjóða herra- fataverslanir í miöborginni til leiks sem heitir „Ljótasta bindiö". Leikurinn fer þannig fram aö einhver fjölskyldumeölimur kemur meö bindi af pabbanum í einhverja af neöangreindum verslunum. Bindiö skal merkja meö nafni eiganda, heimilisfangi og síma. í dagslok velur starfsfólk hverrar verslunar Ijótasta bindiö og eigandinn hlýtur vegleg verölaun. Eftirtaldar herrafataverslanir taka þátt í leiknum: Herrahúsiö, Laugavegi 47, Herrarnir, Austurstræti 3, Sautján, Laugavegi 91, Herrágaröurinn, Aöalstræti, Dressman, Laugavegi, Herrafataverslun Guösteins, Laugavegi 34,4 You, Laugavegi 51, Books, Laugavegi 61.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.