Dagblaðið Vísir - DV - 07.12.1996, Page 2
2
LAUGARDAGUR 7. DESEMBER 1996
'%éttir
★ ★
Þungaskattur af dísilbílum
400 milljónir komnar í
ríkiskassann unvfram áætlun
- miklu betri innheimta en áður var, segir Qármálaráðuneytið
Samkvæmt áætlunum um inn-
heimtu þungaskatts af dísilbílum
var gert ráð fyrir því að frá júní-
mánuði til ársloka innheimtust 575
milljónir vegna þungaskatts en
heildarinnheimta ársins er sam-
kvæmt áætlun 2,3 milljarðar. Frá
því í júní sl., þegar nýtt fyrirkomu-
lag innheimtunnar gekk í gildi, hef-
ur raunin hins vegar orðið allt önn-
ur. Áætlunin hefur ekki staðist en á
þann óvenjulega hátt að miklu
meira hefur innheimst og stefnir í
aö innheimtur þungaskattur verði
upp undir helmingi meiri á tímabil-
inu en gert var ráð fyrir.
Fyrirkomulagi á innheimtu
þungaskatts af dísilbílum var breytt
í júní sl. á þann veg að Vegagerð-
inni var faliö áð annast eftirlit með
ökumælum og álestur en innheimta
skattsins var flutt frá sýslumanns-
embættum landsins til ríkisskatt-
stjóra og er skatturinn nú innheimt-
ur með svipuðum hætti og virðis-
aukaskatturinn. Þetta hefur haft
það í for með sér að síðan í júní sl.
hafa heimtur skattsins verið miklu
betri en á sama tíma í fyrra og sam-
kvæmt heimildum DV hafa þegar
innheimst um 400 milljónir umfram
áætlanir fjárlagavaldsins. Magnús
Pétursson, ráðuneytisstjóri í fjár-
málaráöuneytinu, vfll ekki staðfesta
að um 400 mflljónir sé að ræða en
segir við DV: „Það er um að ræða
þriggja stafa milljónatölu."
„Það hefur orðið gjörbreyting á
þessum málum og það er fagnaðar-
efni fyrir okkur sem fyrir tæpu ári
kröfðumst sanngjamrar innheimtu
og aö allir nytu jafnræðis gagnvart
þungaskattslögunum," segir Jón
Pálsson, formaður vörubílstjórafé-
lagsins Þróttar í Reykjavík. Jón
benti snemma á árinu á verulegt
misræmi í innheimtu skattsins eftir
því hvaða sýslumannsembætti áttu
í hlut.
Hann segir við DV að hið gríðar-
lega fjárstreymi inn í ríkissjóð nú
sýni að innheimta skattsins hafi
verið i þvílíkum ólestri að með ólík-
indum sé. Það misrétti sem við-
gekkst áður hafi skapað mjög ójafha
samkeppnisstöðu og þeir vörubíl-
stjórar, sem hafi haft allt sitt i lagi,
hafi átt ójafnan leik gagnvart þeim
sem svindluðu markvisst á þunga-
skattsmælum og fengu að komast
upp með það. Þessi svik hafi sums
staðar verið öflum augljós nema
viðkomandi yfirvöldum.
„Ég heyri þessar tölur nefhdar
eins og þú. Hins vegar er Vegagerð-
in eftirlitsaðfli og við sjáum aldrei
peningana," segir Sigurður Hauks-
son, deildarstjóri þjónustudefldar
Vegagerðarinnar, sem annast eftir-
lit með og álestur á þunga-
skattsmælum. Sigurður segir að
skýringin á verri heimtum skatts-
ins áður geti verið tvíþætt: Annars
vegar hafi menn betur komist upp
með undanskot en einnig kunni að
vera að þeir hafi getað fengið meiri
ívflnanir um skil á skattinum hjá
sýslumönnum en hægt er hjá
skattayfirvöldum.
„Við höfum ekki áreiðanlegar töl-
ur fyrir þessu þannig að ég get ekki
staðfest neinar upphæðir. Hins veg-
ar má segja að kerfið í heild sinni
hafi batnað tfl muna. Menn mæta
Sighvatur Bjarnason:
Ég skil vel áhyggj-
ur starfsfólks
- þurfum tíma til aö sanna okkur
„Ég skil vel áhyggjur fólksins og
þær eru mjög eðlilegar. Það væri
eflaust það sama uppi á teningn-
um hér ef einhver stærri ætlaði að
gleypa okkur. Öfl reynsla af sam-
einingum undanfarin ár er þannig
að sá stærri hefur gleypt þann
minni. Reynslan hefur því ekki
verið jákvæð fyrir þá minni,“ seg-
ir Sighvatur Bjarnason, fram-
kvæmdastjóri Vinnslustöðvarinn-
ar í Vestmannaeyjum, um samein-
inguna við Meitilinn í Þorláks-
höfn.
Sighvatur segir að sameiningin
nú sé frábrugðin öðrvun samein-
ingum og því þurfi Þorlákshafnar-
búar ekkert að óttast.
„Við teljum að við höfum ann-
arra hagsmuna að gæta en mörg
önnur fyrirtæki og að okkur beri
skylda til að ganga um þetta mál
eins og menn. Ég tel að menn
muni binda sig til að halda áfram
fullri starfsemi í Þorlákshöfn enda
engin ástæða tfl annars. Við þurf-
um bara tíma tfl að sanna okkur.
Það er þó aldrei hægt að tryggja
neitt í sjávarútvegi því við vitum
ekki hvað gerist á morgun,“ segir
Sighvatur.
Hann segist vera sammála
þeirri niöurstöðu Talnakönnimar
að bréf i Meitlinum hafi verið of
lágt metin.
„Niðurstaða Talnakönnunar er
of lág að mínu mati. Gengi bréfa í
Vinnslustöðinni er 3,10 sem styður
þá kenningu," segir Sighvatur.
Hann segist ekki fallast á það
viðhorf að Meitillinn sé vanmet-
inn inn í sameininguna.
„Það er alls ekki rétt að Meitill-
inn sé vanmetinn inn í sameining-
una. Það er verið að tala um upp-
lausnarverð fyrirtækja en það er
alveg ljóst aö það leysir enginn
upp fyrirtæki eins Meitflinn og
Vinnslustöðina," segir Sighvatur.
-rt
Pær Sandra og Klara, sem báöar eru sjö ára, voru aö sippa þegar DV átti leiö
um. Þær eru báöar nemendur í Grunnskóla Porlákshafnar og sögöu hvergi
betra aö eiga heima en í „Höfninni". DV-mynd BG
Þróunarsjóöur gekk frá sölu hlutabréfa í Meitlinum í gær:
Hlutabréf Meitilsins vanmetin
- segir Benedikt Thorarensen, fyrrum framkvæmdastjóri
„Fyrirtækið er stórlega vanmetið
inn í þessa sameiningu og ég mun
á hluthafafundi á morgun mót-
mæla þessari sölu. Ég er algjörlega
andvígur þessu framsali aflaheim-
ilda til Vestmannaeyja," segir
Benedikt Thorarensen, fyrrum
framkvæmdastjóri Meitilsins í Þor-
lákshöfn og einn hluthafa, um fyr-
irhugaða sameiningu Meitilsins og
Vinnslustöðvarinnar sem væntan-
lega verður samþykkt á hluthafa-
fundi í dag.
Benedikt er sonur stofnanda
Meitilsins, Egfls Thorarensens, og
starfaði aldarfjórðung sem fram-
kvæmdastjóri. Hann segir ljóst að
staða fyrirtækisins sé miklu betri
en lögð er til grundvallar samein-
ingu. Eins og DV skýrði frá í gær
er hrein eign Meitilsins aö upp-
reiknaðri kvótaeign og aö frádregn-
um skuldum rúmur milljarður
króna. Eigendur Meitflsins fyrir
sölu bréfanna voru Þróunarsjóður
með 26,6 prósent, Útvegsfélag sam-
vinnumanna með 19 prósent, Olíu-
félagið hf. með 18 prósent, Vátrygg-
ingafélag íslands með 14 prósent,
Ölfushreppur með 13 prósent og
Ljósavík hf. með 2 prósent. Að auki
eru 20 smærri hluthafar. Hlutur
Þróunarsjóðs var seldur á 119 millj-
ónir króna en væri fyrirtækið gert
upp í dag yrði fjórðungshlutur á
bflinu 250 til 300 milljónir króna.
Það er því ljóst að gerð hafa verið
góð kaup í bréfunum. Talnakönnun
gerði úttekt á fyrirtækinu og þar
kemur íram að eðlilegt gengi bréfa
Meitilsins sé um 1,9.
í gær gekk Þróunarsjóður form-
lega frá sölu bréfanna og segir
framkvæmdastjóri sjóðsins að ekki
hafi verið eftir neinu að bíða.
„Það var enginn lagalegm-
grundvöllur til að bíða lengur með
sölu bréfanna. Við erum með álit
tveggja virtra lögmanna þar sem
segir að allt sé með eðlflegum hætti
hvað varðar söluna," segir Hinrik
Greipsson, framkvæmdastjóri Þró-
unarsjóðs. Hluthafafundur verður
haldinn í Þorlákshöfn í dag þar
sem áform eru um að ákveða sam-
einingu viö Vinnslustöðina í Vest-
mannaeyjum. Þar fer fyrirtækið á
genginu 0,7 inn í Vinnslustöðina.
Ekki er búist við öðru en samein-
ingin verði samþykkt þar en vitað
er að einhverjir munu þó halda
uppi andófi gegn sameiningunni.
-rt
Þú getur svarað þessari
spurningu meö því að
hringja í síma 9041600.
39,90 kr. mínútan
Ji 1 Nel 2
Er réttlætanlegt að selja
vatn á veitingastöðum?
j rödd
FOLKSINS
904 1600
betur í álestur en verið hefur og öll
mngengni í kerfinu er mun betri en
var og virðing fyrir því miklu
meiri,“ segir Eggert Hilmarsson,
defldarstjóri hjá ríkisskattstjóra.
Eggert segir að í nýjum álagning-
ar- og innheimtm-eglum, sem tóku
gfldi sl. vor, sé heimild til að áæfla
þungaskatt á þá bíleigendur sem
ekki færa akstursbók og ekki mæta
í álestur. Á atvinnubíla, sem ekki er
mætt með, er strax áætlaður 32 þús-
und km akstur en á venjulega dísfl-
fólksbíla eru áætlaðir 8 þús km.
Þungaskattur á hvern ekinn km á
stórum 10 hjóla vörubil er kr. 24,71.
Af dráttarbíl með festivagni, sem
ber 44 tonn, þarf að greiða um £4
krónur á hvern ekinn kílómetra. i
f
stuttar fréttir
I Nýtt bókasafn
Nýtt útibú Borgarbókasafns,
Foldasafn, var opnað með við
höfn í kjallara Grafarvogs
kirkju í gær. Kostnaður vegna
framkvæmda síðustu tveggja
| ára og framlags á næsta ári ei
| rúmar 100 milljónir.
GSM-útboð
Samgönguráðuneytið hefúr
jj ákveðið að auglýsa fljótlega eft-
ir umsóknum um eitt leyfi tfl
starfrækslu GSM-farsimaþjón-
i ustu en Póstur og sími hefur tfl
| þessa haft einkaleyfi á þessari
starfsemi.
Samið við Færeyinga
Fyrir áramót er stefnt að því
að undirrita nýtt samkomulag
milli Færeyja og íslands um
samvinnu og samskipti land-
! anna á sviði ferðamála.
Ný lyfjareglugerð
Umhverfisráðuneytið hefur
í sett reglugerð um notkun lyfjá
I og meöferð á sýningar- og
í keppnishrossum. Óheimilt
verður að láta hest taka þátt f
j keppni eða sýningu hafi honumi
j verið gefið lyf.
Kuml og haugfé
Ríkisstjórnin hefur ákveðið
| að verja 2,5 milljónum króna til
j að styrkja rannsóknir vegna
endurútgáfu ritsins Kuml og
j haugfé, doktorsritgerðar Krist-i
j jáns Eldjárns, fyrrum forseta.
i Áttatíu ár voru liðin í gær frá
| fæðingu Kristjáns.
Áburðarverksmiðja
seld
j Þá ákvað ríkisstjómin í gæi
j aö Ábm-ðarverksmiðjan í Gufu
| nesi verði seld, að tillögu einka-
j væðingamefndar.
Guðrún á móti
Guðrún Helgadóttir, fymnri
j þingmaður, lét bóka nýlega í
j Tryggingarráði að hún væri al-
‘ farið á móti riftun líffæra-
! skiptasamningi við Sa-
> hlgránska-sjúkrahúsiö í Sví-
! þjóö. Bylgjan greindi frá þessu.
-bjb