Dagblaðið Vísir - DV - 07.12.1996, Qupperneq 10
10
LAUGARDAGUR 7. DESEMBER 1996 T>V
Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Stjórnarformaöur og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON
Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: EYJÓLFUR SVEINSSON
Ritstjóri: JÓNAS KRISTJÁNSSON
Aðstoðarritstjóri: ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON
Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON
Auglýsingastjóri: PÁLL STEFÁNSSON
Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar: ÞVERHOLT111,
blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLT114, 105 RVÍK, SÍMI: 550 5000
FAX: Auglýsingar: 550 5727 - RITSTJÓRN: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999
GRÆN númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777
Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/
Ritstjórn: dvritst@centrum.is - Auglýsingar: dvaugl@centrum.is. - Dreifing: dvdreif@centrum.is
AKUREYRI: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 461 1605
Setning og umbrot: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Filmu- og plötugerö: ÍSAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. - Prentun: ÁRVAKUR HF.
Áskriftarverö á mánuði 1700 kr. m. vsk. Lausasöluverð 150 kr. m. vsk., Helgarblað 200 kr. m. vsk.
DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds.
Hinir sterku falla
Margir dást að föðurlegum aga einræðisstjórnarinnar
í Singapúr, þar sem göturnar séu hreinar og fangelsis-
dómum sé beitt gegn þeim, sem úða mábiingu á auða
veggi. Margir kaupsýslumenn vilja fremur fjárfesta í slík-
um ríkjum en hinum, þar sem ríkir lausung lýðræðis.
Samt er slæm reynsla af stuðningi við ríki, þar sem
járnbrautarlestir gengu á réttum tíma, og af fjárfesting-
um í slíkum ríkjum. Þannig fór illa fyrir Þýzkalandi
Hitlers og Ítalíu Mussolinis. En menn eiga afar erfitt með
að læra af sagnfræðireynslu, þar á meðal kaupmenn.
Þeim er raunar vorkunn, því að margir tízkumenn á
sviði stjórnmálafræða hafa hrifizt af meintri festu ein-
ræðis- og alræðisríkja. Svo var um bandarísku áhrifa-
mennina Henry Kissinger og Jeanne Kirkpatrick, sem
töldu, að kommúnistum yrði aldrei vikið frá völdum.
Skömmu síðar hrundi kommúnisminn í Austur-Evr-
ópu og hefur síðan ekki borið sitt barr. í ljós kom, að ríki
geta staðið afar völtum fótum undir niðri, þótt þau séu
slétt og felld á yfirborðinu. Þetta mátti raunar sjá löngu
fyrir fall kommúnistaríkja Austur-Evrópu.
Um miðjan áttunda áratuginn hrundu fasistaríkin í
Suður-Evrópu, Portúgal, Grikkland og Spánn, og breytt-
ust í lýðræðisríki. Höfðu menn þó áður haldið fram full-
um fetum, að lýðræði hentaði ekki fólki í þessum ríkjum.
Þau þyrftu á sterkum einræðismönnum að halda.
Margir dáðust mjög að hreinum götum og fínum kapí-
talisma í stjórnartíð Pinochets í Chile. Síðan hafa Chile-
menn losað sig við hann og gengur ágætlega að feta sig í
átt til lýðræðis og auðsældar. Þannig hefur þróunin orð-
ið víðs vegar um ríki hinnar Rómönsku Ameríku.
Mesta lýðræðisskrefið hefur verið stigið í Suðaustur-
Asíu, þar sem risið hafa nýir efnahagsrisar og tekið upp
lýðræðislega hætti. Þannig hefur Japan, Suður-Kóreu og
Taivan vegnað vel, meðan ólgan kraumar undir niðri í
einræðisríkjum á borð við Indónesiu og Burma.
Einn af sterku mönnunum á líðandi stund er Milos-
evic, sem stendur völtum fótum í Serbíu. Ef hann hryn-
ur ekki í uppreisninni, sem nú stendur, þá hrynur hann
í þeirri næstu eða næstnæstu. Kerfi hans styðst ekki við
þjóðarviljann og hlýtur að enda snögglega.
Vesturlöndum ber að reyna að flýta fyrir falli sterkra
manna, sem standa í vegi lýðræðis. Þau hefðu til dæmis
átt að hafa kjark til að ljúka Persaflóastríðinu, losa heim-
inn við Saddam Hussein og stofna þrjú ríki Sjíta, Súnn-
íta og Kúrda í stað gerviríkisins íraks.
Vesturlönd hafa mikinn kostnað af að standa ekki kerf-
isbundið með lýðræði gegn einræði, alræði og sterkum
mönnum. Saddam Hussein er enn að fela eitur- og sýkla-
vopn og framleiða fleiri slík til að grafa undan Vestur-
löndum og koma ringulreið af stað með hryðjuverkum.
Þótt sagnfræðin liggi eins og opin bók fyrir hverjum,
sem lesa vill, eru utanríkismálafræðingar stórveldanna
enn að láta sig dreyma um, að gott sé að styðja við bak-
ið á svokölluðum sterkum stjórnum, sem láti lestir ganga
á réttum tíma og sjái um að halda röð og reglu.
Þannig er enn í tízku, meðal annars á íslandi, að viðra
sig upp við alræðisherrana í Kína og reyna að fjárfesta
undir verndarvæng þeirra. Það er mjög misráðið, því að
Kína er sannkölluð púðurtxmna, svo sem greinilega kom
í ljós á Torgi hins himneska friðar árið 1989.
í tvær aldir hefur heimurinn með hléum og bakslögum
verið á ljúfri leið til lýðræðis, frelsis og mannréttinda.
Lingerða stjórnarfarið reynist þrautseigast allra.
Jónas Kristjánsson
Uppskátt um morð-
sveitir Tyrklandsstjórnar
Tyrkneskir valdhafar og vest-
rænar ríkisstjómir, sem eiga vilja
ítök í Tyrklandi af hernaðarlegum
og hnattpólitískum ástæðum,
reyna að láta líta svo út að landið
sé evrópskt lýðræðisríki. Tyrk-
land hefur verið í Atlantshafs-
bandalaginu frá þvl 1951 og sækist
eftir sem nánustum tengslum við
Evrópusambandið, helst fullri að-
ild.
Einvaldsstjórn herforingja á
árabili er þurrkuð út úr þessari
mynd, og ekki síður harðstjómin
sem viðgengst í Tyrklandi hvort
sem yfirskin lýðræðis er virt þar
eða ekki. Valdakerfið virkjar tyrk-
neskan þjóðernishroka í sína þágu
með kúgun á þjóðemisminnihlut-
um, sér í lagi Kúrdum, hinum
langfjölmennasta.
Tunga Kúrda hefur verið bönn-
uð um langan aldur og þrengt að
þjóðmenningu þeirra á alla vegu.
Þegar upp reis angi af réttinda-
hreyfingu Kúrda sem krafðist
fulls sjálfstæðis og hugðist sækja
það með skæruhemaði og hryðju-
verkum, hófst innanlandsófriður í
suðausturhéruðum Tyrklands
sem nú hefur staðið hátt á annan
áratug.
Kúrdar í Tyrklandi telja um tólf
milljónir og hernaðaraðferðir
Tyrklandshers gegn skæruflokk-
um Verkamannaflokks Kúrdist-
ans (PKK) hafa gert land þeirra að
vígvelli. Herinn hefur jafnað þorp
við jörðu, eytt heil byggðarlög af
Erlend tíðindi
Magnús Torfi Ólafsson
fólki og stökkt þeim íbúanna sem
eftir lifa á vergang. Mannfall er
talið í tugum þúsunda.
Þingmenn Kúrda, sem enginn
hefur borið á brýn aðild að skæm-
hernaði, hafa verið sviptir þing-
helgi og dæmdir í áralangt fang-
elsi á síðustu missemm fyrir það
eitt að tala máli sins fólks í
þingsölum. Að minnsta kosti 80
fréttamenn og rithöfundar sitja nú
í tyrkneskum fangelsum fyrir að
leyfa sér að skýra frá aðfómm
Tyrklandshers í byggðum Kúrda.
Fyrir tilviljun er nú orðið upp-
skátt að fyrri ríkisstjóm í Tyrk-
landi lét ekki við það sitja að
senda herinn gegn Kúrdum. Hún
gerði einnig út dauðasveitir, sem
falið var að myrða ákveðna ein-
staklinga, forustumenn Kúrda og
málsvara þeirra. Þessu liði eru
eignuð um 3.500 morð, sem lög-
regla hefur ekki getað eða viljað
upplýsa.
Skýring á morðöldunni kom í
Ijós i bílslysi í Susurluk i Vestur-
Tyrklandi rétt fyrir mánaðamótin.
Þar fórust í sama bíl háttsettur lög-
regluforingi, alræmdur glæpa-
mannaforingi að nafni Abdulla
Catli og þingmaðurinn Sedat
Bucak úr stjórnarflokknum Flokki
rétts vegar.
Catli hefur verið eftirlýstur
árum saman og er í almæli að
hann hefur stýrt einum öflugasta
flkniefnasmyglhring Tyrklands.
Bucak var svarinn andstæðingur
Kúrda og náinn samstarfsmaður
Tansu Ciller, fyrrverandi forsætis-
ráðherra, núverandi aðstoðarfor-
sætisráðherra og foringja flokks
þeirra.
Uppskátt varð við þennan at-
burð að þeir kumpánar höfðu í
sameiningu skipulagt dauðasveitir
með þátttöku glæpamanna og til-
tekinna lögreglusveita. í staðinn
létu lagaverðir afskiptalaust fíkni-
efnasmygl bandamanna sinna.
Þetta varð til þess að hátt í
hundrað nafnkunnra Tyrkja skor-
aði á saksóknara að hefja opin-
bera rannsókn á hlut Tansu Ciller
í skipulagningu og athæfi dauða-
sveitanna. Hún brást hin versta
við og lýsti yfir að hún liti svo á
að hver sem berðist í þágu föður-
landsins og léti lífið við störf sem
tengdust þeirra baráttu væri
hetja, hvað sem ferli hans liði að
öðru leyti.
Við þetta ofbauð Necmettin Er-
bakan forsætisráðherra, sem
veitti Ciller ofanígjöf á þá leið að
ekkert ríki megi reka glæpastarf-
semi og traðka þar með eigin lög
undir fótum. Erbakan, sem stýrir
Velferðarflokki trúaðra múslima,
er fyrsti forsætisráðherra Tyrk-
lands sem sýnt hefur lit á að vilja
rétta hluta Kúrda og hefur heim-
sótt byggðir þeirra.
Ciller studdi Erbakan til valda
til að bjarga eigin skinni. Fyrir lá
að Tyrklandsþing myndi að öðr-
um kosti samþykkja að hefja á
hendur henni rannsókn fyrir fjár-
málamisferli í forsætisráðherratíð
sinni, meðal annars að geta ekki
gert grein fyrir 400 milljóna króna
framlögum úr leynisjóðum emb-
ættisins. Er nú skýring fengin á
til hvers það fé rann.
Vel má hugsa sér að Erbakan
hafi í hyggju að láta stjóm sína
springa á þessu máli og efna til
nýrra kosninga, því enginn flokk-
ur er líklegur að vilja nú koma
Ciller til bjargar.
Tansu Ciller vitjar grafar Kemals Ataturks, þjóðhetju Tyrkja, nýskipuð
fyrsta kona á forsætisráöherrastóli Tyrklands.
skoðanir annarra
Skuldum Milosevic ekki neitt
„Milosevic (Serbíuforseti) kann að ætla að
j treysta því að alþjóðlegir ábyrgðarmenn Dayton-
friðarsamninganna sætti sig við hvað svo sem hann
ákveður að gera í Serbíu, til að hægt sé að varðveita
það sem hefur áunnist í Bosníu. En Bandaríkin
skulda Milosevic og hans mönnum ekki neitt.
Stjórn hans átti stóran þátt í ógöngunum í
Júgóslavíu og hefur lítið aðhafst þegar lykilatriði
j eins og stríðsglæpir, heimflutningur flóttamanna og
upplýsingafrelsi em annars vegar. Þvert á móti
stendur stjóm hans í þakkarskuld við Bandaríkin
og bandamenn þeirra fyrir að bjarga sundurlimaðri
Bosniu.“
Úr forustugrein Washington Post 4. desember.
Hentistefna gegn hugsjónum
„Jacques Santer, fbrseti framkvæmdastjórnar
1 ESB, og hópar í Bretlandi bíða þess að þrýstingur-
inn frá bresku atvinnulífi veröi svo mikill að and-
staða bæði almennings og stjórnmálamanna við
sameiginlega mynt verði að víkja, burtséð frá úr-
slitum þingkosninganna í maí 1997. Hentistefnan
mun sigra hugsjónirnar."
Úr forustugrein Jyllands-Posten 3. desember.
Lýðræði rifiö niöur
„Eftir þjóðaratkvæðagreiðsluna um nýja stjórn-
arskrá í síðustu viku em stjórnvöld í Alsír komin
vel á veg í því niðurrifsstarfi á lýðræðinu sem þau
hófu fyrir nærri fimm árum. Samkvæmt nýju
stjórnarskránni era flokkar íslamstrúarmanna i
gerðir útlægir, þingið missir völd og forsetanum er
heimilað að stjórna með tilskipunum. Ríkisstjórnin
segir að 86 prósent kjósenda hafi samþykkt hana en
óháðum aðilum hefur ekki verið leyft að sannreyna
það.“
Úr forustugrein New York Times 5. desember.