Dagblaðið Vísir - DV - 07.12.1996, Qupperneq 11

Dagblaðið Vísir - DV - 07.12.1996, Qupperneq 11
LAUGARDAGUR 7. DESEMBER 1996 11 Jaröfræðingurinn Harrison H. Schmitt við rannsóknarstörf á tunglinu árið 1972. Mælingar vísindamanna gefa til kynna að frosið vatn kunni að finnast á tunglinu. Aftur til tunglsins? Miklu var til kostað á sjöunda áratugnum í kapphlaupinu um að koma fyrstu mönnunum til næsta nágranna jarðarinnar, tunglsins. En þegar það hafði tekist datt áhuginn fljótlega niður, reyndar í réttu hlutfalli við niðurskurð fjár- veitinga til frekari geimferða. Bandarísk stjómvöld sneru sér fyrst og fremst að því að smíða geimskutlu sem gæti farið út fyr- ir gufuhvolf jarðar og snúið aftur til baka. Þau rússnesku einbeittu sér hins vegar að smíði geim- stöðva þar sem geimfarar gætu dvalið langtímum saman ofar jörðu. Á báðum sviðum náðist verulegur árangur. Bandarísku geimskutlumar hafa farið íjöl- margar ferðir, og visindamenn hafa dvalið jafnvel árum saman í rússnesku geimstöðinni. Áætlanir um frekari ferðir manna til tunglsins og þaðan til nálægra reikistjama voru aftur á móti lagðar til hliðar. Er vatn á tunglinu? Að undanfomu hefur áhugi á geimferðum aukist umtalsvert að nýju vegna tveggja merkilegra uppgötvana, sem hvomg hefur þó verið sönnuð enn sem komið er. Fyrir skömmu töldu sérfræð- ingar sig hafa fundið merki um lif á reikistjömunni Mars í loft- steini sem fannst á Suðurheim- skautslandinu. Og í þessari viku var tilkynnt að bandarískir vís- indamenn hefðu fundið vísbend- ingar um að líklega væri hægt að fmna vatn á tunglinu. Þeir munu gera grein fyrir niðurstöðum sín- um í næsta tölublaði tímaritsins Science. Þetta þykja merk tíðindi vegna þess að flestir höfðu fyrir löngu slegið því fóstu, í kjölfar tungl- ferðanna á sjöunda og áttimda áratugnum, að ekkert vatn væri á tunglinu. Apollo- geimfararnir lentu þar nokkrum sinnum á ár- unum 1969 til 1972 og höfðu mörg sýnishom af tunglgrjóti meö sér til jarðar. Rannsóknir á steinun- um sýndu ekki aðeins að þeir væm með öllu þurrir, heldur líka að þeir hefðu orðið til í vatns- lausu umhverfi. Ekki voru þó allir sannfærðir um að sú niðurstaða þýddi endi- lega að hvergi væri vatn að finna á tunglinu. Sumir vísuðu í þann snjalla vísindasagnahöfund Arth- ur C. Clarke, sem spáði því þegar árið 1954 að hugsanlega væri hægt að finna vatn eða gas gegn- frosið langt niðri í djúpum tungl- sprungum þar sem geislar sólar- innar næðu aldrei að lýsa. Stjörnustríðstækni Fundur bandarísku vísinda- mannanna nú virðist staðfesta þessa gömlu kenningu Clarkes. Þeir telja sig einmitt hafa fundið merki um vatn nákvæmlega við þær aðstæður sem vísindaskáldið tiltók fyrir nieira en fjörutíu ámm. Vísindamennirnir hafa verið að rannsaka ratsjármælingar sem njósnahnötturinn Clementine gerði á tunglinu árið 1994. Hnött- ur þessi var upprunalega hluti af svokallaðri Stjörnustríðsáætlun Bandaríkjamanna og hannaður til að finna og elta uppi óvinaeld- flaugar. Við tilraunir með þennan hnött var tunglið notað sem eins konar skotmark. Einn þeirra sérfræðinga, sem höfðu yfir Clementine að ráða, skýrði í vikunni frá því hvemig þeir hefðu áttað sig á þeirri stað- reynd að hægt væri að nota loft- net hnattarins til að senda rat- sjárbylgjur á suðurpól tunglsins, sem er hulinn eilífu myrkri, og komast að því hvemig hann væri samsettur - en ratsjárbylgjumar endurspeglast með allt öðrum hætti af klaka en grjóti. Hnötturinn var reyndar nýttur til að gera slíkar mælingar á 99,9 af hundraði yfirborðs tunglsins á sjötíu dögum. Afraksturinn er um 1,8 milljónir ratsjárkorta sem sér- fræöingar hafa verið að rannsaka allar götur síðan - og eiga þó mik- ið eftir. Skítugur klaki En hvað telja vísindamennimir sig hafa fundið? Jú, þeir hafa kannað sérstak- lega afskekkt svæði í stærsta gíg sem vitað er um í sólkerfi okkar. Laugardagspistill Elías Snæland Jónsson aðstoðarritstjórí Sá er við suðurpól tunglsins og nefndur eftir nóbelsverðlaunahaf- anum Schrödinger. Hann er um það bil 2500 kílómetrar í þvermál og allt að 13 kílómetra djúpur. Á einum stað í þessum gíg, þar sem kúldinn nálgast alkul sem svo er kallað, telja vísindamenn- irnir sig hafa fundið frosið „stöðuvatn" sem sé líklega á stærð við 2-3 fótboltavelli, og allt 5-10 metra djúpt. Gervihnöttur- inn Clementine sendi ratsjár- merki fjórum sinnum á þennan stað og í öll skiptin komu til baka merki sem gáfú til kynna að þar væri frosið vatn en ekki bara grjót. Þetta er þó ekki vatn í venju- legum skilningi þess orðs, heldur sambland frosins vatns og jarð- vegs. Vísindamennimir áætla að hlutfall vatns í þessum „skítuga klaka“ sé um 10 til 15 af hundraði, og að ísmagnið í heild jafnist á við lítið stöðuvatn á jörð- inni. Hitastig á þessu umrædda svæði getur farið niður í mínus 230 stig, sem er aðeins um 40 stig- um frá alkuli, enda skín þar aldrei sól. Það telja vísindamenn skýringuna á að þetta vatn hafi ekki gufað upp fyrir löngu. Leifar af halastjörnu? Kenning sérfræðinganna er sú að hér sé um að ræða leifar af halasfjörnu sem hafi lent á tungl- inu fyrir 3,6 milljörðum ára. Talið er víst að þúsundir hala- stjama hafi lent á tunglinu og margar þeirra skilið eftir sig djúpa gíga. Þar sem ekkert and- rúmsloft er umhverfis tunglið brenna loftsteinar ekki upp eins og við jörðina; þeir faUa af fullum þunga á yfirborðið. Það á líka við um halastjömur sem era að vera- legu leyti úr ís sem breiðist yfir stórt svæði við slika árekstra. En alls staðar þar sem sól nær að skína þó ekki sé nema brot úr ári hefur allt vatn sem halastjömum- ar hafa borið með sér gufað upp. Hugsanlega hefur gífurlegt, stöðugt frost hins vegar náð að fanga vatniö á stöku stað, eins og nú er talið að gerst hafi við suður- pól tunglsins. Eykur líkur á tunglstöð En hvers vegna vekur þessi vísbending um vatn á úmglinu slíkan áhuga allra þeirra sem horfa til stjamanna og dreymir um ferðir til nágranna okkar í sól- kerfinu? Ástæðan er einfold. Án vatns er miklum erfiðleikum bundið að koma upp fastri bækistöð á tungl- inu; jarðarbúar yrðu einfaldlega að flytja allt vatn með sér frá jörð- inni. Því skapast alveg nýjar for- sendur fyrir starfsemi manna á tunglinu ef hægt verður að nýta vatn úr iðram þess sjálfs. Stjameðlisfræðingur í Los Ang- eles orðar það svo: „Ef þama er vatn þá verður hægt að loka af svæði til að rækta plöntur og mat- jurtir, framleiða eldsneyti, búa til andrúmsloft.“ Annar sagði þessi tíðindi mikilvæg, ef sönn væra, því þá yrði mögulegt að koma upp eins konar „bensínstöð" á tungl- inu. Ef það finnst í raun og veru eins konar ísnáma á tunglinu verður nefnilega hægt að skilja ís- inn í vetni og súrefni og nýta síð- an sem eldsneyti. Til þess þarf verulega raforku, sem hægt er að fá annað hvort með sólarrafstöð eða kjarnorkuveri. Einn banda- rísku sérfræðinganna hefur reyndar þegar bent á að rétt við suðurpól tunglsins sé hæð þar sem sjáist til sólar allt árið, og tel- ur að hún sé kjörinn staður fyrir slíkt orkuver. Eftir eitt ár eða svo verður nýr hnöttur, sem á ensku kallast Lun- ar Prospector, sendur til tunglsins til að framkvæma frekari mæling- ar á suðurpólnum. Sú ferð ætti að sanna með óyggjandi hætti hvort vatn sé að finna í myrkum gjám í gígnum mikla eða ekki. Ef niður- staða þeirra rannsókna verður já- kvæð er ljóst að hugmyndimar um fasta bækistöð manna á tungl- inu er raunhæfari en áður var talið, þótt vísindamenn greini verulega á um hvort þær geti orð- ið að veruleika innan fárra ára- tuga eða ekki fyrr en eftir heila öld.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.