Dagblaðið Vísir - DV - 07.12.1996, Side 34

Dagblaðið Vísir - DV - 07.12.1996, Side 34
LAUGARDAGUR 7. DESEMBER 1996 viðtal Hópur manna frá Sviss kemur í sjóstangaveiöi á hverju ári og hér má sjá einn þeirra um borö í Níelsi Jónssyni EA. Mikið er um hrefnur í Eyjafiröi, þær koma oft nærri bátnum þeg- ar farið er í hvalaskoðunarferöir og gera ýmsar kúnstir eins og sjá má á myndinni sem tekin var i einni ferðinni. Hnúfubakarnir eru engin smásmíöi en talsvert virðist vera af þeim í Eyjafirði þar sem þeir hafa haldiö til síöan í vor. Mikil ásókn er í hvalaskoðun og sjóstangaveiði frá Hauganesi í Eyjafirði: Hnúfubakurinn er tignarlegur og svartfuglinn pattarafegur DV, Akureyri: ____________________ „Upphaflð að hvalaskoðunarferð- um okkar má rekja til þess að árið 1994 fórum við með norskan sjávar- líffræðing, Öivind Kaasa, í köfunar- leiðangur út af Hrólfsskeri utan við Hrísey. í þessum leiðangri sáum við 30-40 hrefnur og Norðmaðurinn spurði hvers vegna í ósköpunum við stæðum ekki fyrir hvalaskoðunar- ferðum fyrir ferðamenn á þessum slóðum. Þetta var það sem ýtti okkur af stað og þótt okkur sem búum við sjóinn þyki það í sjálfu sér engin stórtíðindi að sjá hrefnur þá þykir öðrum það, svo ég tali nú ekki um þegar stærri hvalir sýna sig,“ segir Árni Halldórsson á Hauganesi við Eyjafjörð en hann er einn eigenda Níelsar Jónssonar s/f sem á og gerir út samnefndan bát frá Hauganesi og stendur að ferðamannaþjónustu það- an. Ásamt Árna eru Halldór bróðir hans og Garðar Níelsson eigendur að fyrirtækinu en þremenningarnir hafa verið að taka við rekstri bátsins af feðrum sínum. Árið 1989 var byrj- að að fara með ferðamenn frá Hauga- nesi og var aðallega um að ræða út- lendinga sem vildu komast í sjó- stangaveiði. Koma aftur og aftur „Sumir þessara hópa hafa komið á hverju einasta ári síðan og ætla greinilega að halda áfram að sækja okkur heim. Næsta sumar koma t.d. þrír svissneskir hópar manna sem hafa komið ár eftir ár. Þeir hafa venjulega komið með öll sín tæki íil veiðanna en í fyrra voru þeir svo ákveönir að koma aftur að þeir skildu öll tækin eftir. Það er mjög gaman að fá sömu mennina aftur og aftur til sín og sýnir okkur að þeir eru ánægðir með ferðimar. Við erum tæplega eina og hálfa klukkustund á þau mið sem við för- um ávallt með þessa hópa á og þess eru dæmi að menn hafi verið að fá 300-500 kg í þessum ferðum. Sviss- lendingamir flaka sjálfir allan afla um borð sem síðan er frystur og þeir hafa hann svo með sér þegar þeir halda heim,“ segir Árni. Árni segir að þjónusta við ferða- menn frá Hauganesi hafi hafist þegar harðna fór á dalnum hjá mönnum vegna kvótasetningar, þá hafi ekki verið nein verkefni yfir sumarmán- uðina fyrir menn með báta eins og Níels Jónsson EA sem er 30 tonna eikarbátur. Mikil aukning milli ára „Það var svo fyrir hvatningu Norð- mannsins Eivind Kaasa að við fórum Árni Halldórsson t.h. og Sigurjón Hafsteinsson „í svartfugli". Ef marka má fuglafjöldann viö fætur þeirra hefur ver- iö góö veiöi þennan daginn. að fara með fólk í hvalaskoðunarferð- ir og þær hófust strax sumarið 1994. Við höfum sáralítið sinnt markaðs- málunum en þrátt fyrir það fengum við strax og við létum vita af okkur hópa í þessar ferðir og það hefur orð- ið mikil aukning milli ára. í sumar var um 40% aukning á fjölda þeirra sem fóru í þessar ferðir og við reikn- um með talsverðri aukningu á næsta ári. Við höfum fram undir þetta ein- ungis verið með ferðir fyrir hópa en munum næsta sumar einnig verða með ferðir á ákveðnum tímum sem verða öllum opnar.“ Á tímabilinu frá mars og fram í maí er Níels Jónsson EA notaður til að veiða þann kvóta sem fyrirtækið á en það eru um 150 tonn, mest þorsk- ur. Síðan er tekið til við feröaþjón- ustuna. Sjá alltaf hvali Árni segir að sést hafi til hvala í hverri einustu hvalaskoðunarferð þeirra sl. sumar og eins og staðan er þessa dagana er fátt sem bendir til að á því verði breyting. „Það er geysi- lega mikið líf hér í firðinum núna þótt bolfiskinn vanti,“ segir Ámi. „Hér hefur verið mikið af hrefnu og mikið um svartfugl en það sem hefúr komið á óvart er að svo virðist sem hnúfubakurinn sé að setjast hér að, eða það vonum við a.m.k. Síðan í vor höfum við séð til ferða hnúfubakanna af og til en að undan- fomu hefur sést til þeirra upp á hvem einasta dag og þeir eru greini- lega margir á ferðinni því sést hefur til allt að átta dýra í einu. Þessir hvalir em engin smásmíði, þeir geta orðið allt að 15 metra langir og vega um 15 tonn þeir þyngstu. Það er því tignarlegt að sjá til þeirra héma inni á firðinum. Það yrði ekki til að skemma fyrir okkur ef svo færi að þessi hvalategund settist hér að.“ Svartfuglsveiðar ísókn Eitt af því sem Árni og félagar hafa gert er að fara með menn á svart- fuglsveiðar yfir vetrarmánuðina. „Þá notum við mun minni bát og þetta sport verður vinsælla með hverju ár- inu sem líður. Það er eins með svart- fúglinn og hvalinn að það er meira um hann en áður og það er greinilega nóg um æti. Fuglinn er feitur og patt- aralegur enda mun vera mjög mikið um ungloðnu og smásíld í firðinum sem er kjörfæða fyrir bæði hvalina og svartfuglinn. Svartfuglsskyttirí er mjög skemmtilegt og ég myndi hik- laust leggja það að jöfnu við rjúpna- eða gæsaveiðar," segir Ámi. -gk

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.