Dagblaðið Vísir - DV - 07.12.1996, Page 43

Dagblaðið Vísir - DV - 07.12.1996, Page 43
Þórður í Haga hundrað ára einbúi: Hörpuútgáfan á Akranesi hefur sent frá sér bókina „Þórður í Haga hunrtrað ára einbúi sem Óskar Þórð- arson tók saman. Bókin er gefin út í tilefni 100 ára afmælis Þórðar Krist- jáns Runólfssonar bónáa í Haga í Skorradal. í bókinni segja vinir og samferðamenn Þórðar frá kynnum sínum við hann. Hér verður gripið niður í kafla sem Sveinbjörn Bein- teinsson heitinn allsherjargoði ritaði rnn vin sinn Þórð í Haga árið 1986. Þórður hefur verið nágranni minn svo lengi sem ég man. Foreldrar mín- ir bjuggu í Grafardal 1909-1929. Þá var ég kominn hátt á fimmta ár er við fluttum frá Grafardal að Geita- bergi og var þá lengra á milli. Að vonum man ég lítið eftir Þórði frá Grafardalsárum mínum. Þó er mér í minni að hann kom þar og man ég að hann var kominn inn í baðstofu og hafði heilsað heimafólki. Ekki settist Þórður þá þegar niður eins og gestir gerðu jafnan. Mér var nokkuð starsýnt á hann þar sem hann stóð á miðju baðstofugólfinu, lyfti sér upp á tærnar og sagði frétt- ir, talaði allhátt og hafði margt að segja. Þannig festist hann mér í minni og man ég þessa gestakomu eins og"hún hefði orðið í gær. Fráttaflutningur Þórðar Lítið man ég eftir Þórði næstu árin. En vorið 1934 fluttum við að Drag- hálsi og vorum þá komin í næsta ná- grenni við Hagafólk. Kom Þórður oft að Draghálsi næstu árin ýmissa er- inda. Jafhan var Þórður við smala- mennsku á Draghálsi vor og haust. Hefur sá siður haldist fram til þessa eða rúm 60 ár, ef talið er frá þeim tíma er hann flutti á þessar slóðir. Draghálsland liggur þannig að þar eru smalamennskur erfiðar og oft fékk Þóröur að kenna á því enda hlífði hann sér Að gömlum og góðum sveitasið hafði Þórður löngum fréttir að færa. Hann var athugull um athafnir manna ið viðræður manna orði til orðs og lýst náið háttsemi fólks. og háttsemi og býsna minnugur. Gat hann rak- Myndirnar eru báðar úr bókinni. ekki. Eigi minnist ég þess að þreyta sæist á Þórði þó mikið væri hlaupið né heldur að hon- um lægi lægra rómur á eftir. Mörg voru erindi önnur yfir Hálsinn, til aðdrátta suður á Strönd og oft var Þórður i vegavinnu hér syðra. Að gömlum og góðum sveitasið hafði Þórður löngum fréttir að færa. Hann var athugull um athafnir manna og háttsemi og býsna minnugur. Gat hann rakið við- ræður manna orði til orðs og lýst náið háttsemi fólks. Þessu góða minni heldur hann enn þótt kominn sé fast að níræðu. Ekki féllu honum vel allir siðir annarra. Einkum var honum lítt' gefið um upp- skafningshátt og eyðslusemi, að ekki sé minnst á slæpingshátt og leti. Fastur í skafli 0, maður Vinnumaður eða vetrarmaður var á bæ einum. Ekki þótti hann sækja fast beitina um veturinn og bitnaði það á heybirgðun- um. Undir vorið var orðið heylaust þarna fyrir féð. Þá varð Þórði að orði: „Hann hefði átt að nota krókinn minna.“ Þá var allt hey leyst með hey- krók. Það var orðtak Þóröar og er enn ef eitt- hvað gekk fram af honum: „O, maður“. Ekki hafði hann stærri orð um slíka hluti og aldrei heyrði ég hann blóta, komst það næst því að segja „ári“ þegar mikið lá við. Þann sið að blóta ekki mun hann hafa lært af Sveinbimi í Efstabæ. Þetta álykta ég meðal annars af því að faðir Þórðar og bræður hans blótuðu. En Sveinbjörn við- hafði ekki önnur blótsyrði en að hann sagði: andi - sem vera mun stytting á al- kunnu orði sem ýmsir tóku sér í munn til áherslu máli sínu. Það má nærri geta að oft voru vetrarferðir örðugar frá Haga yfir Hálsinn í misjafnri færð. Slíkar ferðir gátu raunar verið erfiðar með hest undir böggum. Ég minnist þess frá unglingsárunum að Þórður kom eitt sinn sunnan af Strönd með hest undir böggum, það voru 100 punda baggar. Færð var slæm á jafn- lendi og djúpar fannir sunnan í móti. Þóröur kom í bæinn en stóð ekki lengi við, enda kom- ið kvöld. Sjaldan þessu vant sýndist mér að Þórður væri nokkuð farinn að þreytast þó ekki hefði hann orð á þvi. Ég bauðst til að fylgja honum norður á Háis. Færð var þolan- leg inn að Stekknum austan við Dragháls. En þegar í brekkumar kom sat hesturinn fastur í skafli. Þá urðum við að taka ofan og bera baggana þangað upp sem grynnri var fönnin. Á þessu gekk upp allan hallann og við ýmist tókum ofan eða létum upp. Lá nærri að við yrðum að bera flutninginn upp allar brekk- urnar. Þegar upp á Hálsinn kom batnaði færð- in. Þar sneri ég aftur. Ekki munu slíkar ferð- ir hafa verið einsdæmi þó þessi væri með verra móti. Þórður strýkur frá lækninum Nokkru síðar sama dag veröur Jóni Bjama; syni litið út um glugga og sér þá að Þórður er að ganga úr hlaði. Ekki hafði hann kvatt eða gert kunnugt um ferð sína, enda fór hann í forboði læknis. Jóni rann í skap og snaraðist út fyrir dyr og kallaði til Þórðar. Hagabóndi sinnti því ekki en heldur greikkaði sporið. Þá hrópaði Jón læknir: „Ég bið að heilsa til Helv....“ Ekki tók Þórður undir þessa kveðju og heim fór hann þennan dag. Fréttir höföu borist að Grafardal um veikindi Þórðar og að hann væri á Kleppjámsreykjum. Nú var það daginn eftir að Þórður fór heim að Einar bróð- ir minn var staddur úti á túni. Sá hann þá að maður kom gangandi ofan af Hálsi. Sá hann ekki betur en að þar væri Þórður á ferð. Þótti honum undarlega viö bregða og kom fyrst í hug að nú væri Þórður allur og þama væri svipur hans á ferð. Fljótlega hafnaði hann þó þeirri hugmynd enda kom brátt í ljós að þarna var Þórður kominn sjálfur. Saga þessi sýnir hlífðarleysi Þórðar við sjálfan sig og heilsustyrk hans að þola það sem öðrum hefði orðið meint við. Hlífði sár ekki Þegar spánska veikin gekk haustið 1918 lasnaðist Þórður nokkuð en undi iítt við rúmið og lá aöeins eina nótt. Það kom fyrir eftir að ég fór að búa að ég fékk Þórð í heyskap einn og einn dag, helst í hirðingu. Fast var gengið að verki á slíkum dögum og lítt hlífst við erfiði. Aldrei varð ég þess var að Þórði þætti um of þótt keppst væri við, enda slíku vanur. Lítt sá þreytu á Þórði eftir langan og strangan vinnudag. Aldrei fékkst hann til að gista þó dimmt væri orðið í vinnulok. Slík dagsverk vom tíðast goldin með heyi, þrír hestar af töðu eða fjórir af útheyi fyr- ir daginn. Það sem mér hefur þótt einkenna Þórð gegn- um þau kynni sem ég hef af honum er óbilandi kjarkur. Hann var ekki haldinn neinni minni- máttarkennd i verkum sínum. Allur hans bú- skapur var miðaður við að vera efnalega sjálf- stæður og sjálfráður. Sumum virtist þetta ein- kenni bera keim af monti og fer svo jafnan ef einhver ber sig vel og ber sig djarflega. Þórður var ákaflega heilsuhraustur og vinnuþrek hans og úthald með ólíkindum. Hreysti Þórðar má marka af eftirfarandi frásögn: Það mun hafa verið vorið 1927 að hann veiktist hastarlega og reyndist það vera botn- langabólga sem þjáði hann. Hann komst þó að Kleppjámsreykjum þar sem þá var læknisset- ur og var þá héraðslæknir þar Jón Bjarnason. Jón skar Þórð upp og fórst það vel úr hendi. Farið var að grafa í meini þessu og mátti víst ekki tæpara standa. Nú liðu fáir dagar þar til Þórður komst á ról og fór að rölta um, stirður nokkuð til gangs en ekki veikur að marki. Þá kemur að því fljótlega að Þórður hefur orð á því að nú vilji hann fara að komast heim. Jón tók því fjarri að hann færi að svo stöddu, sár- ið væri naumast gróið og hann yrði að bíða betri tíma og meiri bata. Spánska veikin herjar Þegar spánska veikin gekk haustið 1918 var Þórður vinnumaður á Fitjum. Þangað kom pestin og lágu flestir lengur eða skemur. Þórð- ur lasnaðist nokkuð en undi lítt við rúmið enda sjaldnast vanur að hafast þar við á dag- inn. Hann gekk þá einn daginn út að vatni til að huga að kindum. Þar fann hann vetur- gamla gimbur nýdauða úr bráðapest. Það var venja að hirða það fé sem fannst dautt og færa það heim og hagnýta til matar. Þórður tók nú hræið á herðarnar og bar það heim. En þá sagðist hann hafa verið „ári slappur". Þegar' Þórður var orðinn fullfrískur kom hann á ein- hvem bæ í nágrenninu. Þar var hann spurð- ur um veikindi fólks á Fitjum og greindi hann frá því eftir bestu vitund. Þá var spurt hvort hann hefði ekki lasnast sjálfur, Jú, ekki gat hann neitað því. „Og fórstu þá ekki í rúmið?“ var spurt. „Ja, jú. Ég lá eina nótt,“ sagði Þórð- ur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.