Dagblaðið Vísir - DV - 07.12.1996, Qupperneq 67

Dagblaðið Vísir - DV - 07.12.1996, Qupperneq 67
 LAUGARDAGUR 7. DESEMBER 1996 ikmyndir Steven Seagal: Stundum þarf að skjóta konu hetjunnar Lygasögur í Ameríku Dýrasti handritshöfundur- inn í Hollywood, Joe Eszter- has, er sjálfsagt enn að sleikja sárin eftir ófarimar með Showgirls. Hann lætur þó ekki deigan síga og nú er verið að gera enn eina kvik- myndina, Telling Lies in America, eftir handriti hans. Nú bregður svo við að hann leitar efnis í eigin ævi þegar hann var ung- lingur. Aðalhlutverkið leikur hinn fjórtán ára gamli Brad Renfro (The Client), ungan dreng af ungversku bergi, sem elst upp í Cleveiand. Auk Ren- fro leikur Kevin Bacon stórt hlutverk i myndinni sem Guy Ferland leikstýr- ir. Reynolds búinn að fá nóg af stórmyndum Kevin Reynolds, sem var rekinn af vini sínum og nafna Costner áður en tókst að Ijúka við Waterworld, segist vera búinn að fá nóg af stórmyndum, enda þarf hann einnig að hafa á sam- viskunni að hafa leikstýrt Rapa Nui, rándýrri kvik- mynd sem kolféll. Reynolds segist hafa loks fundið lítið og verðugt verkefni þegar hann rakst á handritið af 187 sem fjallar um stærð- fræðikennara sem stung- inn er með hnífi tólf sinn- um af einum nemenda sín- um. Aðalhlutverkið leikur Samuel L. Jackson. Mæðgur leika saman Leikarinn góðkunni, Alan Rickman, fetar í fót- spor margra kollega sinna og hefur nú komið sér fyrir aftan við kvikmyndavélina og er að leikstýra fyrstu kvikmynd sinni, The Wint- er Guest. Þetta er gaman- söm mynd sem gerist í Skotlandi og fjaliar um inn- byrðisátök í samhentri fjöl- skyldu. Það sem vekur kannski mesta athygli er að í aðalhlutverkum eru mæðg- ur, Emma Thompson og Phyllida Law, og leika þær að sjálfsöðu mæðgur. Kvik- myndataka fer fram í Skotlandi þessa dagana. Fjórða Alien- myndin í þriðju Alien-myndinni, Alien3, ferst Ripley sem Sigourney Weaver lék í öll- um þremur myndunum og héldu þá flestir að þessi myndasería væri búin að syngja sitt síðasta en svo er þó ekki og nú í desember eru að hefjast tökur á Alien Resurrection og viti menn, Sigourney Weaver leikur Ripley, svo einhvern veginn hefur þeim i Hollywood tek- ist að lífga hana við. Helsti mótleikari henn- ar er Winona Ryder. Leikstjóri er hinn franski Jean-Pierre Jeunet (Týndu bömin). „Það gengur ekki ef vondu karlarn- ir drepa nágranna vinar frænda mömmu hans. Þú verður að setja markið hærra,“ segir leikarinn góð- kunni Steven Seagal þegar hann út- skýrir hvers vegna þarf að skjóta konu hetjunnar. Steven Seagal leikur aðalhlutverkið í The Glimmer Man sem Bíóborgin tók til sýninga í gær. Steven Seagal fæddist tíunda apríl árið 1951 í Lans- ing í Michigan. Hann gekk í skóla í Orange Coast College og Fullerton Col- lege. Fyrri eiginkona hans er Miyako Fu- jitani, önnur eiginkona hans er Kelly LeBrock. Þau skildu en hann býr nú með Arissa Wolf. Seagal á fimm böm og heita þau Justice, Annaliza, Arrisa, Dominic San Rocco og Savannah. Leiðandi hasarmynda- hetja Hasarmyndahetjan Steven Seagal hefur leikið í myndum eins og Above the Law árið 1988 sem breytti honum úr óþekktum leikara í leiðandi stjörnu í hasarmyndunum. Hann framleiddi einnig þá mynd og aðstoðaði við hand- ritaskrif. Seagal festi sig í sessi sem einn af leiðandi hasarmyndahetjunum í kvikmyndunum Hard To Kill, Marked for Death árið 1990, Out for Justice árið 1991 og Under Siege árið 1992 en hann framleiddi þær einnig. On Deadly Ground árið 1994 var fyrsta myndin sem Seagal leikstýrði einnig. Hann fylgdi því eftir með því að leik- stýra einnig Under Siege 2 síðastliðið sumar. Hann hirtist fyrir stuttu í kvik- myndinni Executive Decision. Nú geta bíógestir séð hann í The Glimmer Man sem hann leikur aðalhlutverk í og framleiðir einnig ásamt Julius R. Nasso. Um þessar mundir vinnur hann að tökum myndarirmar Fire Down Below í Kentucky. Steven Seagal er þekktur fyrir aö leika hasarmyndahetjuna og sýnir sig enn í því hlutverki í kvikmyndinni The Glimmer Man. Slendertone er vöðvaþjálfunartœki sem styrkir þig og grennir, án þess að þú þurfir að œfa. Þú getur horft á sjónvarp, gengið úti með hundinn eða sinnt störfum þínum. Á meðan senda tœkin þœgilegar rafbylgjur misdjúpt í vöðvana og iáta þá taka á, hvort sem er lítið eða mikiá allt eftir þínum óskum. Tœkin ganga fyrir rafhlöðum og öryggið er fullkomið. Silicone-blöðkur sem endast og endast. Þú kemst í toppform með Slendertone! íxmx' ■ slendertone TopTone 12 er frábært tæki með 12 blöðkum og þremur innbyggðum kerfum. 1 Vöðvaæfing, styrking og fitubrennsla. 250 æfingar. 2 Fyrir appelsínuhúð 30trúlegaþægilegtog igursríkt punktanudd Örvun Vœgar bylgjur eru sendar í vöövann Samdráttur Þegar bylgjurnar aukast spennist vöðvinn Slökun ------ Þegar bylgjurnar hœtta, slaknar á vöðvanum Kynning og prófun laugardaginn 7. desember kl. 11:00- 16:00 Aöal sólbaösstofan Þverholti 14 • Sími 561 8788 • Fax 561 8780 Grensásvegi 11 Sími: 5 886 886 Grœnt númer: 800 6886 Fax: 5 886 888 < _
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.