Dagblaðið Vísir - DV - 23.10.1999, Síða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 23.10.1999, Síða 18
18 LAUGARDAGUR 23. OKTÓBER 1999 T>V föðtal „Held til Dubai eftir viku" - Karl Gunnlaugsson í annað skipti í eyðimerkurrallinu Karl Gunnlaugsson akstursíþróttamaður. Karl Gunnlaugsson er kappi sem lengi hefur verið viðloðinn mótor- sport og þá sérstaklega á mótorhjól- um. í fyrra keppti hann í einni erf- iðustu rallkeppni sem þekkist í Sameinuðu arabísku furstadæmun- um og lenti þar í 29. sæti. I ár ætlar hann að taka þátt aftur, enda orðinn sjóaðri um hvað keppnin snýst núna. DV-Sport og Vísir.is hafa lagt sig í líma við að fylgjast með ís- lenskum akstursíþróttamönnum á erlendri grund og munu fylgjast sér- staklega með þessari keppni. Meðai annars mun verða hægt að fylgjast með keppninni og gengi Kalla á Vísi.is og skoða þar myndir úr keppninni sjálfri. Við tókum Karl tali í tilefni af utanferð hans og spurðum hann aðeins út keppnisfer- ilinn og keppnina sjálfa. - Hvemig byrjaði þetta allt sam- an? Upp úr stofnun Sniglanna árið 1984 byijaði ég fljótlega að keppa á mótor- hjólum. Ég byijaði í kvartmílu og náði fljótt að beijast um toppsætin og náði mér í verðlaunasæti af og til. - Þú varst einu sinni valinn akst- ursíþróttamaður ársins, fyrir hvað var þaö? Það var árið 1991 en ég hafði orðið íslandsmeistari i kvartmílu árið áður. Ég var þá búinn að keppa á vélsleða- mótum yfir veturinn, kvartmílu og sandspymu yfir sumarið. í byijun keppnistímabilsins lenti ég í því að slasast iila á fæti í sandspymu og lá á spítala í fjórar vikur. Rúmri viku eftir að ég útskrifaðist af sjúkrahúsinu var ég svo kominn aftur í keppni sem ég vann á nýju íslandsmeti. Þessi árang- ur varð svo til þess að ég var valinn þetta árið. - Hvenær byijaðir þú á að keppa erlendis? Ég var við nám í Englandi 1988 og bjó þá rétt hjá Branch Hatch-kappakst- ursbrautinni. Þar kynntist ég keppnis- stjóranum á brautinni, James Parker, og hann var duglegur við að aðstoða mig og útvegaði fyrir mig keppnisleyfi og fleira sem ég þurfti og leyfði mér að prófa. Sumarið 1988 keppti ég í fimm vikur og einnig sumarið á eftir. Ég náði reglulega verðlaunasætum í flokki nýliða bæði sumrin. Upp úr þessu varð svo til keppnisliðið „Team Iceland" sem sam- anstóð af mér sjálfum, Unnari Már og Steina Tótu. Við fóram fyrst út 1994 en náðum besta árangri okkar 1995, sem var annað sæti í Pemprey í Wales yfir heildina og þá í keppni við atvinnu- menn. Sú keppni er sex klukkustunda þolaksturskeppni á malbiki og frægir kappar eins og Mike Hailwood og fleiri höfðu unnið áður. - Hvernig kom þessi keppni í Dubai tU? Prins Mohamed er sjálfur rallöku- maður og ákvað sjálfur að koma á rall- keppni í heimalandi sínu 1991, þar sem hann taldi landið henta vel undir „Ail terrain“-keppni eins og þessa. Fyrsta árið vom 17 keppendur og vakti keppnin nokkra athygli, sérstaklega hjá frændum hans í Dubai sem fengu bakteríuna og hafa aðstoðað hann við keppnina síðustu ár. Sem dæmi um uppgang keppninnar keppa nú í ár 155 tæki, mótorhjól, jeppar og trukkar. - Þessi prins sem heldur hana er víst einn af ríkustu mönnum í heimi, er það ekki? Hann á víst alveg nóg af pening- um, enda eru Sameinuðu fursta- dæmin eitt rikasta land í heimi. Prinsinn sjálfur á umboð fyrir Phil- ip Morris og Ford fyrir utan allan olíuauðinn. - Þeir eyða miklum tíma og peningum í þessa keppni, er það ekki? Jú, svo mikið er víst. Allt frá byrj- un var takmarkið að gera þessa keppni að best skipulögðu mótor- sportskeppni í heimi 1 þessum flokki og það hefur tekist siðastliðin þijú ár í röð. Laðar hún að næstmesta fjölda keppenda fyrir utan París-Dakar- keppnina og umbúnaðurinn er alveg svakalegur. Keppnisstjómin er með átta stykki Super Puma-þyrlur undir lækna og tökulið og á eftir keppend- um koma sex Hummer-bílar frá hern- um sem eftirfarar. Herinn sér um mest skipulagið á keppninni sjálffi. Þeir setja upp tjaldbúðir í eyðimörk- inni fyrir keppendur sem telja hátt í 1000 manns með aðstoðarliði. í tjald- borginni eru klósett, þvottaaðstaða, sundlaug og veitingastaður á stærð við fótboltavöll, með öllu tilheyrandi. - Þú kepptir þarna í fyrra og lentir í 29. sæti. Getur þú sagt okk- ur aðeins frá keppninni? Ég renndi nokkuð blint í sjóinn í fyrra en haföi samt góða hugmynd um hvernig keppnin væri. Hitinn var þó erfiðastur í keppn- inni sjálfri, enda maður ekki vanur hátt í 40 stiga hita í svona erfiðri keppni. Þá bjargaði það mér að vera með tveggja lítra vatnskút á bakinu sem ég gat drukkið úr á ferð. Það var hins vegar ekki eins erfitt að keyra í sandinum og ég hafði búist við en samt voru nokkrir mjög erfíðir kaflar á leiðinni. Ég fékk svo matareitrun á þriðja degi, þannig að ég ætla að passa mig núna. Ég hélt samt áfram eftir lækn- isskoðun og náði að klára þá keppni. - Þetta er dýrt gaman, er það ekki? Hvernig lætur þú enda ná saman í þessu? Ég er í góðu sambandi við KTM- verksmiðjumar, sem hafa útvegað mér keppnishjól, KTM 660 Rallye SP. Þeir hafa einnig séð um að koma öllum málum á hreint þarna úti. I ár hafa svo komið inn í þetta ýmis fyrirtæki til aðstoðar. - Að lokum, hvar seturðu markið í ár? í fyrra var ég með rásnúmer 37 og lenti í 29. sæti. Ég fékk rásnúmer 26 núna og ef ég held því verð ég ánægður en maður er að etja kappi við menn eins og heimsmeistara í endúró og motorkrossi, auk sigur- vegara úr París-Dakar-keppnunum. Einnig eru þarna margir lands- meistarar en maður reynir bara að gera sitt besta og eitt er víst að mað- ur er betur undirbúinn undir keppnina heldur en í fyrra. -NG %am breytingar Myndirnar tvær virðast við fyrstu sýn eins en þegar betur er að gáð kemur í Ijós að á myndinni til hægri hefur fimm atriðum ver- ið breytt. Finnir þú þessi fimm at- riði skaltu merkja við þau með krossi á myndinni til hægri og senda okk- ur hana ásamt nafni þínu og heimilisfangi. Að tveimur vikum liðnum birtum við nöfn sigur- vegaranna. 1. verðlaun: United-sími með símanúmerabirti frá Sjónvarpsmiðstöðinni, Síðumúla 2, að verðmæti kr. 6.990. 2. verðlaun: Tvær Úrvalsbækur að verðmæti kr. 1570, Sekur eftir Scott Turow og Kólibrísúpan eftir David Parry og Patrick Withrow. Vinningarnir veröa sendir heim. Merkið umslagið með lausninni: Finnur þú fimm breytingar? 538 c/o DV, pósthólf 5380 125 Reykjavík Finnur þú fimm breytingar? 538 Við ætlum að gefa honum flugvél f jólagjöf. Nafn: _ Heimili: Vinningshafar fyrir getraun númer 536 eru: 1. verðlaun: Aðalsteinn Einarsson, Fjarðargötu 40,470, Þingeyri. 2. verðlaun: Jón Ragnar Jónsson, Grandavegi 45. Reykjavík. BRETLAND SKÁLDSÖGUR - KIUUR: 1. Tom Clancy: Rainbow Six. 2. Danielle Steel: The Klone and I. 3. Dick Francls: Field of Thirteen. 4. Ruth Rendell: A Sight for Sore Eyes. 5. Sebastian Faulks: Charlotte Grey. 6. James Patterson: When the Wind Biows. 7. Elvi Rhodes: Spring Music. 8. Charlotte Bingham: The Kissing Garden. 9. Nlcholas Evans: The Loop. 10. Jane Green: Mr Maybe. RIT ALM. EÐLIS - KIUUR: 1. Amanda Foreman: Georgina, Duchess of Devonshire. 2. Chris Stewart: Driving over Lemons. 3. Tony Adams o.fl.: Addicted. 4. Anthony Beevor: Stalingrad. 5. Frank McCourt: Angela’s Ashes. 6. Bill Bryson: Notes from a Small Island. 7. John Gray: Men Are from Mars, Women Are from Venus. 8. Richard Branson: Losing My Virginity. 9. Slmon Wlnchester: The Surgeon of Crowthorne. 10. Tony Hawks: Around Ireland with a Fridge. INNBUNDNAR SKÁLDSÖGUR: 1. Dlck Francls: Second Wind. 2. Thomas Harris: Hannibal. 3. Danlelle Steel: Granny Dan. 4. Roddy Doyle^A Star Called Henry. 5. Penny Vincenzl: Almost a Crime. 6. Ruth Rendell: Harm Done. 7. laln Banks: The Business. 8. Jlll Cooper: Score! 9. Kathy Reichs: Death Du Jour. 10. Ellzabeth George: In Pursuit of the Proper Sinner. INNBUNDIN RIT ALM. EÐLIS: 1. Alex Ferguson: Managing My Life. 2. John Humphrys: Devil's Advocate. 3. Simon Slngh: The Code Book. 4. Bob Howitt: Graham Henry; Supercoach. 5. Brlan Keenan o.fl.: Between Extremes. 6. Lenny McLean: The Guv'nor. ( Byggt á The Sunday Times) BANDARÍKIN SKÁLDSÖGUR - KIUUR: 1. Anlta Shreve: The Pilot's Wife. 2. Tom Clancy: Rainbow Six. 3. Penelope Fltzgerald: The Blue Rower. 4. Arthur Golden: Memoirs of a Geisha. 5 Judy Blume: Summer Sisters. 6. Patricia Cornwell: Point of Origin. 7. Rebecca Wells: Divine Secrets of the Ya-Ya Sisterhood. 8. Margaret Truman: Murder at Watergate. 9. Sldney Sheldon: Tell Me Your Dreams. 10. Taml Hoag: Still Waters. RIT ALM. EÐLIS - KIUUR: 1. Robert C. Atkins: Dr. Atkins’ New Diet Revolution. 2. Frank McCourt: Angela's Ashes. 3. John Berendt: Midnight in the Garden of Good and Evii. 4. Mlchael R. Eades o.fl.: Protein Power. 5. John E. Sarno: Healing Back Pain. 6. Jared Diamond: Guns, Germs and Steel. 7. Sebastian Junger: The Perfect Storm. 8. Adeline Yen Mah: Falling Leaves 9. William L. Ury: Getting Past No. 10. Gary Zukav: The Seat of the Soul. INNBUNDNAR SKÁLDSÖGUR: 1. Patricla Cornwell: Bláck Notice 2. Thomas Harris: Hannibal. 3. Mellssa Bank: The Girl’s Guide to Hunting and Fishing 4. Jeffery Deaver: The Devil’s Teardrop. 5. Tim F. LaHaye: Assasins. 6. Catherine Coulter: The Edge. INNBUNDIN RIT ALM. EÐLIS: 1. Suzanne Somers: Suzanne Somers’Get Skinny on Fabulous Food. 2. Mitch Albom: Tuesdays with Morrie. 3. Christopher Andersen: Bill and Hillary: The Marriage 4. Bill Philips: Body for Life. 5. H. Lelghton Steward o.fl: Sugar Busters. 6. Sally Bedell Smlth: Diana, In Search of Herself. ( Byggt á The Washington Post)

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.